Alþýðublaðið - 16.10.1982, Side 4

Alþýðublaðið - 16.10.1982, Side 4
r——————— Ctgefandi: Alþýöuflokkurinn.” Framkvæ’mdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Arni Stefánsson. 1 I alþýðu- flskriftarsíminn IHhT'JL'M Laugardagur 16. október 1982 Blaöamaöur: Þráinn Hailgrfmsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. jDreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siöumúla 11, Reykjavik, slmi 81866. er 81866 ERLENT Dregur óðfluga úr fylgi Reagans Reagan gerir sér grein fyrir því að efnahagsstefna hans kunni að vera hættuleg fyrir Repúblikan- aflokkinn. Hann hrósar sér fyrir að hafa dregið úr verðbólgunni en viðurkennir að í staðinn hafi atvinnuleysið farið upp fyrir „heppileg mörk“. 10.1% banda- ríkiamanna eru atvinnulausir. I skoðanakönnun sem News- week stóð fyrir nýlega kemur ágætlega fram hversu fylgi Reag- ans minnkar óðfluga. Þegar spurt var hvernig viðkomandi fyndist Reagan standa sig í starfi sínu sögðust 41% vera ánægðir, en 51% óánægðir. Óánægðir eru nú í fyrsta skiptið í meirihluta, en í fyrri skoðanakönnunum News- week voru ánægðir ávallt í meirihluta: í ágúst 1981 voru ánægðir 60% en 25% óánægðir. í janúar á þessu ári voru 52% ánægðir en 38% óánægðir.Og síðast liðinn júní voru 48% ánægðir en 45% óánægðir. Vinsældir Reagans minnka því með degi hverjum. Um leið aukast viðsældir Demókrata: f júní síðast liðnum sögðust 50% styðja þá, en 43% repúblikana, en í síðustu könnun voru dem- ókratar komnir upp í 57% en hin- ir í 39%. Mesta fylgisaukningin virðist þvf hafa komið frá hinum óákveðnu, sem nú hafa sannfærst um efnahagsstefnu Reagans. ör- uggur meírihluti taldi hana eiga eftir að hafa slæm áhrif á fjármál- astöðu sinnar fjölskyldu, og ekki síður þjóðarinnar í heild. í könnuninni kom fram að meirihluti aðspurðra var fylgj- andi því að draga frekar úr ríkis- útgjöldum, en um leið að ekki yrði aukning á útgjaldahlut- falli til varnarmála. Spurt var: Ef frambjóðandi hefði á stefnuskrá sinni frystingu á þróun, tilraunum og fram- leiðslu á kjarnorkuvopnum af' hvoru tveggja Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hálfu, hvort væri líklegra eða ólíklegra að þú styddir hann? Nær 60% töldu líklegra að þeir styddu viðkomandi frambjóð- anda. Aðeins 25% tölu það ólík- legt. Walesa til Lenin-skipa- smíðastöðvarinnar? Sem kunnugt er hefur herfor- ingjastjórnin í Póllandi bannað hin frjálsu verkalýðssamtök Ein- ingu. Sagt er að nú muni stjórnin telja óhætt að sleppa Lech Wa- lesa úr haldi og leyfa honum að fara að vinna á ný-, svo fremi sem kyrrð ríkir í þjóðfélaginu. Hefur sá ráðherra stjórnarinn- ar sem með verkalýðsmál fer, Ci- osek, sagt að Walesa ætti að hefja störf að nýju í Gdansk skipa- smíðastöðvunum. Walesa er að vonum óánægður með tilboðið og segist heldur vilja fara á eftir- laun... Tilkynning frá Samtökum grásleppu- hrognaframleiðenda Vegna hugsanlegrar greiöslu flutnings- styrkja til framleiöenda saltaðra grásleppu- hrogna'á vertíöinni 1981, óska samtökin eftir því aö framleiðendur sendi upplýsingar þar aö lútandi til skrifstofu samtakanna að Síðu- múla 37 Reykjavík, eigi síðar en 10. nóvem- ber n.k. Upplýsingar er berast eftir þann tíma veröa ekki teknar til greina. óskar aö ráöa VERKAMENN við lagningu jarösíma á l stór-Reykjavíkursvæöið. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild stofnunarinnar. „Spútnikkmóðursýkin” Edwin Diamond er blaðamaður og kennari í stjórnmálafræðum. Hann rifjar hér upp — af þörfu tilefni — þá móðursýki sem greip um sig í röðum bandarískra vísind- amanna, þegar Rússar sendu fyrsta spútnikkinn á sporbaug um jörðu. Hann telur eins og reyndar margir vísindamenn, að landar sínir geti margt lært af þeirri öldu minni- máttarkenndar, vanþekkingar og móðursýki sem þá náði valdi á bandarískum stjórnmálamönnum — og vísinda- mönnum, þar til þeim varð Ijóst hve mikil blekking var fólgin í tækniundrum Sovétmanna i geimnum. Við gefum Edwin orðið, en grein hans birtist í síðasta hefti tímaritsins Newsweek. Þegar ég var staddur á fundi með þekktum amerískum vísinda- . mönnum um daginn, sem voru að ræða tækniþróun á seinni hluta þessa áratugar og í byrjun þess næsta, vildi svo til, að einn sérfræð- ingurinn hóf mikla lofræðu um yfir- burði Japana á tæknisviðinu. Hann lauk máli sínu á því að segja, að „japönsk börn eru miklu betur þjálfuð á tölvur en okkar börn og þar í landi verða fleiri verkfræðing- ar miðað við höfðatölu en hjá Gjjikur". Ég tók snöggan kipp í sætinu. „Bíddu við“, sagði ég, „þetta er einmitt það sem við heyrðum þegar fyrsti spútnikkinn fór á loft. Og þá kviknaði á perunni: fyrsti gervi- hnötturinn á braut... Sovétmenn komnir framar Bandaríkja- mönnum í geimvísindum... ég sá fyrir mér skólastofur fullar af litl- um Rússum sem voru að hanna geimflaugar... Bandaríkin voru skilin eftir á öskuhaug sögunnar. „Heyrðu“, sagði ég, „En þetta gerðist fyrir 25 árum síðan". „Já“, sagði einn af virtustu vís- indamönnum þessa lands, „4. okt- óber 1957“. Það var einmitt þá sem 80 kg. rússneskur spútnikk fór á braut um jörðu, mánuði síðar fór annar á sporbaug með hundinn Laika. Allt ætlaði um koll að keyra í Bandaríkjunum yfir þessum stór- sigrum Sovétmanna. Þetta varð að móðursýki, sem eitraði pressuna, stjórnmálamenn og ekki síst al- menna borgara þessa lands. Þá eins og nú erum við ekki of vissir um leiðtogahlutverk okkar, hræddir um að verið sé að setja okkur hjá, þjakaðir af minnimáttarkennd, sem er í svo hrópandi mótsögn við greind okkar og hæfni. Að velta þessu tímabili fyrir mér, varð mér lærdómsríkt, því það segir einmitt mikið um Bandaríki nútímans. Gamli maðurinn drifínn úr golfí Eisenhower var þá við völd í Bandaríkjunum. Hann var eins og Reagan, vinsæll republikani, gam- all, þægilegur og talinn ekki stíga í vitið. Skyndilega var gamli maður- inn drifinn heim af golfvellinum, Rússar höfðu skotið upp fyrsta gervitunglinu. Demókratar köll- uðu þetta mikinn ósigur bandarísks tækniiðnaðar, þeir töldu, að með þessu væri Sovétmenn að komast í hernaðarlega yfírburðarstöðu. Það voru hlutverkaskipti. Stjórnin var sökuð um að hafa ekki eytt nógum peningum í eldflaugar og kjarnork- uvopn. í öllum þessum ósköpum var síðan skýrsla lögð fyrir forset- ann, sem tók af öll tvímæli um, að Sovétmenn væru komnir langt fram úr Bandaríkjamönnum í kj arnorkuvopnaframleiðslu. Aldrei var að vísu sannað, að þessi skýrsla væri mjög vísindalega unnin, en hún gegndi sannarlega þeim tilgangi að auka á hinn særða metnað okkar. Og fjölmiðlarnir. Drottinn minn! hvernig við glefsuðum eftir hverju gervitungli í sjónmáli. Ég veit allt um þetta, því að ég sá um þetta fréttaefni í Washington. Á næstu vikum var það hlutverk okk- ar blaðamanna að ýlfra eftir ein- hverjum stórmeistara til að færa okkur nær keppinaut okkar í austri Við grétum eftir meiri pening- um í eldflaugar, meiri kennslu í raungreinum í skólum, eftir dauðageislum í geimnum og kjarn- orkuknúnum flugvélum. Ef Rússar áttu það, þá urðum við að fá það. Maður getur ekki annað en bros- að í dag að þessu öllu. í dag vitum við nefnilega, að næstum því allir höfðu dálítið á réttu að standa, en að mestu leyti rangt fyrir sér. Fræðslusjóður Sambands Alþýðu- flokkskvenna stofnaður Samband Alþýðuflokks- kvenna hefur ákveðið í tilefni af 10 ára afmælinu að stofna fræðslusjóð Sambandsins. Tilgangur sjóðsins er að sty- ðja og efla fræðslustarfsemi sambandsins. Fjárframlögum í sjóðinn er veitt móttaka á morgun og næstu daga. Edwin Diamond Vanþekking Rússamir voru nefnilega ekkert framar en við í kjarnorkuvísindum, hvorki hvað viðkom flugskeytum eða í kjarnaoddum. Það kom síðar í ljós, meðal annars í minningum James R. Killians, sem gerður var að yfirmanni kjarnorkuáætlunar undir Eisenhower, að flugskeytin voru miklu þróaðri í Bandaríkjun- um. Meðan móðursýkisaldan reið yfir, vissu þetta samt fáir, og víst er að sú vanþekking og leynd sem hvíldi yfir þessum rannsóknum og smíði vopna eins og ætíð, átti ríkan þátt í að skapa andrúmsloft móður- sýkisviðbragða hjá Bandarískum almenningi í hvert sinn sem fjallað var um afrek Sovétmanna á þessu sviði. Auðvitað voru Pentagon og varnarmálaráðuneytið reiðubúin í skyndi til að minnka bilið milli stór- þjóðanna á þessu sviði. Hvern skyldi undra? Ekki aðeins eitt heldur sex kerfi flugskeyta voru hönnuð. Snemma á sjöunda ára- tugnum var vissulega komið svo, að önnur þjóðin var hinni verulega fremri. Það voru Bandaríkjamenn. Rússar reyndu að fylgja í kjölfarið. Enn í dag er talað um, að við • séum á hröðu undanhaldi; Nú er það ekki undan hernaðarmætti So- vétmanna, heldur tölvumætti Jap- ana. Efinn um eigin verðleika grefur um sig. Hann nærist á fá- fræði okkar og ábyrgðarleysi. En við erum ekki jafn miklir ein- feldningar og við vorum fyrir 25 árum síðan. Auðvitað eru Sovét- ríkin hernaðarlega sterk. Japan er skæður keppinautur. En hvorug þjóðin er samansett af ofur- mennum eins og hinir móðursjúku meðal okkar eru að reyna að telja okkur trú um. Og ég held að menn gjaldi varhug við að trúa hverju Framh. á bls. 2 Upphafstónleikar Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar íslands 7. október. Stjórnandi: Jean Pierre Jacqu- illat Einleikari: Peter Donohoe Efnisskrá: Jónas Tómasson: Næt- urljóð nr. 4 Tjækovski: Píanó- konsert nr.l Tjækovski: Sinfónía nr. 6. Fyrstu tónleikar Sinfóníu hljómsveitarinnar fóru fram í Háskólabíói þ. 7. október undir stjórn Jean Pierre Jacquillat. Tónleikarnir hófust á frumflutn- ingi nýs íslensks verks. Það var Næturljóð nr. 4 eftir Jónas Tóm- asson. Verkið fannst mér mjög áheyrilegt. Annars voru þessir tónleikar helgaðir Tjækovski. Hann er eitthvert vinsælasta tón- skáld allra tíma. Þó er hann meira vanmetinn og misskilinn en flest- ir aðrir. Sumir geta ekki þolað hann og ásaka hann um tauga- sjúka tilfinningasemi og jafnvel væmni. En þó Tjækovski hafi verið tilfinningamaður finnst mér hann aldrei væminn ef hann er fluttur af skilningi. Hann er næst- Sigurður Þór Guðjónsson skrifar um barn okkar tíma, upppekinn af sjálfum sér, rótlaus, einmana og firrtur. Og hann var lífsþyrstur þó hann væri haldinn svartsýni og þunglyndi. Þessi lífsþorsti í vol- æðinu er eftirtektarvert einkenni listamanna á íyrn helmingi þess- arar aldar áður en uppfinning kjarnorkunnar læsti mannkynið í viðjar vonleysis og uppgjafar. Á þessum tónleikum var fluttur hinn frægi fyrsti píanókonsert Tjækovski. Einleikari var Peter Donohoe. Hann lék af miklum krafti og lífsgleði. En hljóm- sveitin var ekki eins vel með á nótunum, lék fremur ósamtaka og hirðuleysislega. Tónleikun um lauk með sjöttu sinfóníu Tjækovski. Hún er eitt stórverka heimsins í-tónlist. Og fá eða engin tónlist er jafn auðug af djúpu mannlegu innihaldi. Hún er óvenju persónulegt verk. Tjæk- ovski framdi ekki sjálfsmorð. Hann drakk ósoðið glas af vatni meðan kólera geisaði í Péturs- borg. Vera má að lífslöngun hans hafi verið farin að dvína. En tján- ingarmáttur Tjækovski var meiri en nokkru sinni. Og það er að minnsta kosti falleg endalok að semja svona dýrlega tónlist og deyja svo. Flutningur verksins markaði engin tímamót. Jacquil- lat er ekki skáld, spámaður né sjáandi. En hann kann vel til verka þegar hann vill það við hafa. Sigurður Þór Guðjónsson

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.