Alþýðublaðið - 04.11.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.11.1982, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 4. nóvember 1982 — RITSTJ ÓRN ARGREIN-------------- Friður - Frelsi - Framtíð 41 fiokksþing Alþýðuflokksins hefst á morgun. Ýmsar nýjungar munu koma til framkvæmda á þessu flokksþingi, þegar litið er til fyrri þinga. Fyrir það fyrsta verða flokksþingsfulltrúar mun fleiri en áður hefur gerst. Nú munu flokksþingsfulltrúar kjósa framkvæmdastjórn flokksins, sex fulitrúa, en áðurvarframkvæmdastjórnin kjörin af flokksstjórn. Þessi breyting er í átt til aukins lýðræðis og vald- dreifingar. Það er einnig vert að vekja athygli á því, að formleg þingsetning fer nú fram í Gamla bíói og þangað er allt Alþýðuflokksfólk boðið velkomið, méðan húsrúm leyfir. Þingsetningin hefst klukkan 17 á morgun, föstudag. Gífurlegur fjöldi ólíkustu mála mun koma til um- ræðna og ákvörðunar á þessu flokksþingi Alþýðu- flokksins. Auðvitað hafa langflest þessi mál verið rædd ítarlega innan flokksins áður, í hinum ýmsu flokksfélögum og stefnan mótuð, en á flokksþing- inu verður heildarstefnan ákvörðuð. Þetta flokksþing Alþýðuflokksins er um margt mikilvægt fyrir flokkinn. Það liggur Ijóst fyrir að stutt er í næstu Alþingiskosningar. Það er því brýnt að flokksþingið verði starfsamt og afkastamikið. Mikil- vægt er að Alþýðuflokksmenn stilli saman strengi sína á flokksþinginu og komi einhuga og samhuga fram til baráttu fyrir framgangi jafnaðarstefnunnar. Alþýðuflokkurinn er ekki sundurtættur hið innra um stefnumiðin, eins og aðrir stjórnmáiaflokkar hérlendis. Alþýðuflokkurinn byggir á traustum mál- efnalegum grunni. Islenskir jafnaöarmenn standa saman um hugsjónir sínar og berjast fyrir þeim hönd í hönd. Andstæöingar Alþýðuflokksins hafa að undan- förnu reynt að koma því inn hjá landsmönnum, að ailt logaði í illdeilum innan flokksins. Þar bærust menn á banasqjótum í bardaga um völd og vegtyll- ur. Hér er úlfaldi gerður úr mýflugu. Staðreyndirnar eru allt aðrar. Það hefur aldrei verið talið óeðlilegt innan Alþýðuflokksins að kosið sé um menn og málefni. Það er gangur lýðræöisins. Alþýðuflokkur- inn hefur t.a.m. einn flokka bundið prófkjör í lög sín, þannig að stuzningsmenn flokksins velja fram- bjóðendur hans. Prófkjörið gerir þannig ráð fyrir því að kosið verði. Það er því langur vegur fráfjví, að klofningur sé innan Alþýðuflokksins þótt tveir eða fleiri menn bjóði sig fram til sömu trúnaðarstarfa fyrirflokkinn. Þvert á móti sýnir það virkt lýöræði og einnig hitt, að Alþýðuflokkurinn á ekki í erfiðleikum með að finna hæfileikaríkt fólk, sem vill vinna flokknum vel. Á því vandamáli hefur hins vegar borið í öðrum flokkum.Þar er leitað meó logandi Ijósi að frambærilegu fólki og gengur oft illa að finna. ✓ Einkunnarorð flokksþingsins eru friður - frelsi - framtíð. Þessi einkunnarorð lýsa í hnotskurn nokkrum þeim aðalatriðum, sem jafnaðarstefnan grundvallast á. Alþýðuflokkurinn hefur ávallt barist fyrir friöi í heiminum. Hann hefur barist fyrir afvoþnun og spennuslökun. Þá hefur flokkurinn óhikað gagn- rýnt þau mannréttindabrot, sem framin eru dag- lega í hinum ýmsu heimshornum, hvort sem þau eru framin austan eða vestan megin járntjalds. Alþýðuflokkurinn íslenski hefur t.a.m. tekið virkan þátt í baráttu norrænna jafnaðarmannaflokka í virkri sókn til friðar í heiminum. Frelsið hefur jafnan verið jafnaðarmönnum ofar- lega í huga. Tjáningarfrelsið er t.a.m. einn horn- steinn lýðræðisins. Þessi þáttur frelsisins er fótum troðinn í Austur-Evróqu. Jafn réttur manna til lífsins gæða er líka hluti frelsisbaráttunnar. Fátækt og örbirgð víða á suðurhveli jarðar er frelsisskerðing af verstu tegund. íslenskir jafnaðarmenn berjast gegn kúgun, arðráni og annarri þeirri frelsis- skerðingu, sem fyrirfinnst í heiminum. Ýmsir hafa beyg af framtíðinni. Jafnaðarmenn horfa hins vegar óttalausir til framtíðar, þótt dökkar blikur séu á lofti á ýmsum sviðum. En jafnaðar- menn vilja ekki loka augunum fyrir vandamálunum - þeir vilja leysa þau. Þess vegna horfir Alþýðu- flokkurinn til framtíðar. Hér á Islandi höfum við nærtækt dæmi um það, hvernig stjórnmálaflokk- arnir neita að horfa til framtíðar í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þeir hugsa aðeins um líðandi stund og reyna að bjarga því sem bjargað verður frá degi til dags. Þannig vill Alþýðuflokkurinn ekki standa að málum. Hann vill að unnið verði skynsamlega að uþþbyggingu nýs og heilbrigðs efnahagslífs, þar sem horft verði fram á veginn. Flokksþing Alþýðuflokksins um helgina mun endursgegla sterkan, einhuga og framsækinn Alþýðuflokk. 41. flokksþing Alþýðuflokksins verður uþþhafið að sókn til sigurs í þeirri kosningabaráttu, sem framundan er. -GÁS. Alþýðu- flokksfélag Reykja- víkur boðar til almenns um- ræðufundar um stjórnarskrár- málið Framsaga: Jón Bald- vin Hannibalsson Mán. 8. nóv. kl. 20.30 að Hótel Esju. Kjartan 1 nefhdin sein á sér og óákveðin. En ég tel að viðræður sem þessar geti verið skynsamlegt spor, ef tekst að hafa áhrif á aðgerðir ríkisstjórnar- innar og ákveða kosningar. En ríkisstjórnin verður þá að gera skýra grein fyrir stefnu sinni og áformum, en vitaskuld geta þeir ekki ætlast til að við gefum okkar álit á því sem ekki er fyrir hendi“. Breytir það stöðunni að þínu mati að Geir og sjálfstæðismcnn í stjórnarandstöðu eru hættir? „I rauninni ekki frá okkar sjónar- hóli séð. Auðvitað ræður Geir hvað hann gerir, það er hans mál og þeirra sjálfstæðismanna hvort þeir séu búnir að fá nóg eða ekki. Við tökum auðvitað okkar á- kvarðanir óháð því. Og það var á- kveðið að við myndum hittast aftur, enda tel ég rétt að gefa ríkisstjórn- inni þetta tækifæri á að svara mín- um spurningum með viðhlítandi hætti, með það fyrir augum að ná einhverju viðunandi samkomulagi um framgang þingmála, með ák- vörðun kosningadags svo fljótt sem auðið er í forgrunni“, svaraði Kjartan Jóhannsson, formaður Al- þýðuflokksins.í gær. Styrkir til háskólanáms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslendingum til há- skólanáms í Danmörku námsárið 1983-84. Styrkimir eru miðaðir við 8 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 2.940 danskar krónur á mánuði. - Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytis- ins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 20. desember n.k. - Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytið, Dagskrá 41. flokksþings Alþýðuflokksins: Föstudagur 5. nóvember: Kl. 17.00 - Þingsetning í ís- lensku Óperunni (Gamla bíó), Reykjavík. - Dagskrá: „Frelsi, friður, framtíð", í tali ogtónumíumsjá FUJ, Reykjavík. - Einsöngur: Signý Sæmundsdóttir syngur við undirleik Guðrúnar Steinunn- ar Sigurðardóttur. - Ræða formanns Al- þýðuflokksins. Kl. 18.30 - HLÉ. Kl. 20.00 - í Kristalssal Hótels Loftleiða: - Kosning starfs- manna þingsins. - þingsköp- afgreidd. - Ávörp formanna S.Á. og S.U.J. - Skýrsla kjörbréfa- nefndar. - Kosnar nefndir - skipað í starfshópa. - Skýrsla form. fram- kvæmdastjórnar. - Skýrsla gjaldkera Alþýðuflokksins. - Skýrsla ÁSS. - Skýrsla minningar- sjóðs Jóns Baldvins- sonar. Fríður - Frelsi - Framtíð - Skýrsla minningarsj. Magnúsar Bjarna- sonar. - Skýrsla sveitastjórn- arráðs. - Skýrsla Verka- lýðsmálanefndar. - Skýrsla fræðsluráðs. - Umræður um skýrslur. - Afgreiðsla. Laugardagur 6. nóvember: Kl. 09.00 - Almennar urn- ræður. - Flutningur tillagna. Kl. 12.00 - HLÉ. Kl. 13.00 - Starfshópar: efnis- svið eru: a) stjórnmála- og atvinnumál. b) Utanríkismál. c) Mennta- og menningarmál. d) Félags- og kjara- mál. e) Alþýðuflokkur- inn og hagsmuna- samtök launþega. f) Auk þess verður kjörinn kjarni í allsherjarnefnd, sem starfar með sama hætti og hóparnir. Kl. 16.30 - Kosning ' svkv. 33. gr. A lið (Formaður, varaformaður, rit- ari, gjaldkeri og for- maður framkvæmda stjórnar). Sunnudagur 7. nóvember: Kl. 10.00 - Álit starfshópa. Af- greiðsla tillagna. - Kosning skv. 33. gr. B lið (sex fulltrúar í framkvæmdastjórn) fer fram samhliða þingstörfum milli kl. 13.00-15.00. - Kosning skv. 33. gr. C lið (þrjátíu fulltrú- ar í flokksstjórn án tillits til búsetu) fer fram samhliða þing- störfum milli kl. 15.30-17.30. - forsetar ákveða matar- og kaffihlé eftir aðstæðum. Kl. ca. 19.00 - Úrslit kosninga- Þingslit.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.