Alþýðublaðið - 30.12.1982, Side 3

Alþýðublaðið - 30.12.1982, Side 3
Fimmtudagur 30. desember 1982 3 33 stúdentar útskrifaðir frá Flensborg 35 nemendur voru brautskráðir frá Flensborgar- skólanum í Hafnarfirði laugar- daginn, 18. desember. Af þeim var 1 með próf af heilsugæslu- braut, 1 með verslunarpróf, en 33 með stúdentspróf. Stúdentarnir 33 skiptast þann- ig á brautir, að 5 luku prófi af eðlisfræðibraut, 5 af félags- fræðabraut, 1 af heilsugæslu- braut,4 af málabraut,5 af náttúm fræðibraut, 6 af uppeldisbraut og 7 af viðskiptabraut. Bestum námsárangri náðu Hrafnhildur Skúladóttir, við- skiptabraut, Gunnar Viktorsson, málabraut, og Bryndís Erlings- dóttir, náttúrufræðibraut, en mikill meirihluti allra þeirra ein- kunna var A. Við skólaslitaathöfnina, sem fram fór í húsnæði skólans, af- henti skólameistari, Kristján Bersi Ólafsson, hinum nýju stúd- entum prófskírteini og sumurn viðurkenningu fyrir góðan náms- árangur. Þá söng þar kór skólans undir stjórn Margrétar J. Pálma- dóttur. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur 50 ára Afmælisfagnaður í kvöld Verkalýðs- og Keflavíkur heldur í fagnað í tilefni þess að 28. desem- ber voru liðin 50 ár frá stofnun fé- sjómannafélag lagsins, en það var stofnað þann kvöld afmælis- dag árið 1932. Mikil átök voru uppi fyrir stofnun félagsins, en forveri þess var barið niður með ofbeldi útvegs- manna og annarra atvinnurek- enda. Félagið hefur síðan í 50 ár starfað af miklum þrótti og náð umtalsverðum árangri í réttinda- baráttu verkafólks og sjómanna. Verslunarráð spáir um þróun verðlags á árinu 1983 Verzlunarráð íslands hefur gert spá um þróun verðlags, launa og gengis Bandaríkjadollars á árinu 1983. Samkvæmt henni verður verðbólgan á næsta ári um 59% miðað við hækkun framfærsluvísi- tölu frá upphafi til loka ársins. Meðaltalshækkun verðlags á milli ára verður á hinn bóginn um 62%. í spánni er einnig gert ráð fyrir, að laun hækki um 58% á árinu 1983, en gengi Bandaríkjadollars um 65%. Helstu forsendur spárinnar eru' þær, að engar grunnkaupshækkan- ir verði á árinu umfram gildandi samninga, viðskiptakjör rýrni ó- verulega, dollarinn haldi styrkleika sínum á alþjóða peningamarkaði og samdráttur verði í eftirspurn vegna vaxtabreytinga og breytinga á kaupgj aldsvísitölu. Fjárhagsáætlun 1 Að sögn Guðmundar Oddssonar er ýmislegt í þessari áætlun sem ánægjulegt má teljast. „Við lækkuðum fasteignagjöldin um 10% og höfum ákveðið að inn- heimta án álags. Þetta gerir að hækkun á fasteignamati á milli ára verður hjá okk,ur um 61%, en ekki 78% eins og fasteignamatið gaf upp og hefði sjálfsagt orðið án þessara ákvarðana. Onnur gjöld haldast óbreytt, svo ekki er hægt að segja að skattheimtan aukist hjá, okkur, nema síður sé. Einnig er rétt að benda á veru- legt framlag til Strætisvagna Kópa- vogs, sú upphæð er hærri en það sem fer í stjórnun kaupstaðarins, um 11.7 milljónir. Vinningsnúmer í happdrætti Styrktarfélags vangefinna Vinningsnúmer: 1. vinningur: SaabTurbo, bifreið, árgerð 1983, nr. 23225 2. vinningur: Bifreið að eigin vali að upphæð kr. 130.000,- nr. 86656 3. -10. vinningur: Húsbúnaður að eigin vali, hver að upphæð kr. 30.000,- nr. 27742 - 38673 - 41197 - 60102 - 69420 82644 - 84001 og 88904. Félagið flytur öllum hugheilar þakkir fyrir veittan stuðning. Styrktarfélag vangefinna Einnig þykir mér fróðlegt að benda á verulegt framlag til Strætis- vagna Kópavogs, sú upphæð er hærri en það sem fer í stjórnun kaupstaðarins, um 11.7 millónir. Einnig þykir mér fróðlegt að bera saman framlög til félagsmála hér og t.d. á Seltjarnarnesi. Hlutur félagsmála af heildartekjum er 24.8% hjáokkur, en aðeins um 11- 12% hjá þeim. Mér finnst þetta sláandi dæmi um mismuninn á stjórnuninni og í rauninni á hinni pólitísku stefnu hvað samhjálp og slíkt varðar. Framlag til heilbrigðismála virðist kannski ekki mikið að þessu sinni, en hins er að gæta að verulegt átak hefur átt sér stað á undanförnum árum. Nú hins vegar verður að segjast eins og er að útlit er fyrir að nokkuð hægi á hvað framkvæmdir snertir, en þó er alls ekki útséð með það og er von til þess að rofi til í þeim efnum“ sagði Guðmundur. Fyrri umræða hefur farið fram, en síðari umræða fer að líkindum fram í febrúar. Fjöldauppsagnir 1 fyrirhugaðra viðræðna bæjar- ráðs við útgerðarráð BÚH og fulltrúa verkalýðsfélaganna í bænum." Á fundinum var einnig til um- ræðu tillaga bæjarstjóra, Einars Inga Halldórssonar, sem snerti málefni Bæjarútgerðarinnar. í henni var lagt til að ógreitt framlag bæjarsjóðs til BÚH á þessu ári - 800 þúsund krónur - verði látið renna til að mæta skuldum Bæjar- útgerðarinnar við hafnarsjóð, Raf- veitu Hafnarfjarðar og eftirlauna- sjóð Hafnarfjarðar. Þessi tillaga var samþykkt á fundinum með 11 samhljóða at- kvæðum, en bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins gerðu svohljóðandi grein fyrir atkvæði sínu: „Tel eðlilegra að ógreitt fram- lag bæjarsjóðs til BÚH á árinu 1982 verði veitt í rekstur út- gerðarinnar, sem tilfinnanlega vantar rekstrarfé, en ekki verði skuldajafnað við bæjarfyrirtæki og - sjóði, eins og tillaga bæjar- stjóra gerir ráð fyrir. Þess í stað sýni bæjarsjóður og bæjarfyrir- tæki biðlund um sinn hvað varðar skuldir BÚH. En til að rjúfa ekki þá samstöðu í bæjarstjórn, sem orðið hefur um málefni Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar á fundinum, þá segi ég já.“ Eins og fram hefur komið er ráð- gert að bæjarráð hitti fulltrúa í út- gerðarráði og fulltrúa verkalýðsfé- lagannaað máli í dag og verði þar rædd hin alvarlega staða fyrirtækis- ins og áhrif á atvinnuástandið í bænum, og til hvaða ráða sé unnt að grípa í því sambandi. Úr einu í annað 1 Þá mun Guðmundi svíða nokk- uð, að Ólafur Jóhannesson var sóttur norður í land - í Norður- land vestra - á sínum tíma til að skipa efsta sætið í Reykjavík. Var það þá mat Framsóknarmanna í Reykjavík, að Guðmundur væri ekki í stakk búinn til að axla þann þunga sem hvílir á oddvita listans í efsta sæti. Og nú virðist sagan vera að endurtaka sig og súrnar Guðmundi þessi þróun mála. Aðrir telja þó að þetta „hik“ Guðmundar nú sé aðeins til að kalla á áskoranir og hvatningu frá flokksmönnum. Hann vilji með einhverjum hætti að frumkvæðið komi frá öðrum en sjálfum sér og sínum nánustu stuðnings- mönnum. Talið er líklegt að Guðmundur héldi öðru sæti listans í prófkjöri, þótt nokkuð sé hann umdeildur í ýmsum klíkum Framsóknar- flokksins í höfuðborginni. Á hinn bóginn er nánast öruggt talið, að Ólafur haldi efsta sætinu og Guðmundur G. Þórarinsson hniki honum ekki þumlung á þeim vettvangi. Það er svo aftur spuming hvort þessi sjónleikur þeirra Framsókn- armanna í Reykjavík núna varð- andi listaskipan sé ekki farsi einn, þegar til þess er litið að langt því frá er það öruggt aðFramsóknnái inn kjördæmakjörnum manni í Reykjavík í næstu kosningum. Ef til vill er það sá ótti sem nagar Guðmund G. Þórarinsson hvað helst og gerir það að verk- um að hann er ekki ginnkeyptur í annað sæti listans. Efsti maður listans næði þó altént uppbótar- þingsæti.... Ólafsvík - Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra í Ólafsvík er laust til umsóknar. Starfiö veitist frá 1. febr. 1983. Umsóknir um starfiö ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist sveitarstjóra Olafsvíkurhrepps, sem veitir allar nánari upplýsingar, fyrir 7. jan. nk. Hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps. Leikskólinn í Ólafsvík Starfskraft vantar strax aö leikskólanum í Ólafsvík, fóstrumenntun æskileg. Staða forstööumanns með fóstrumenntun er einnig laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist sveitarstjóra Ólafsvíkurhrepps, sem veit- ir allar nánari upplýsingar í síma 93-6153, fyrir 10. jan. nk. Fyrir hönd leikskólanefndar: Sveitarstjórinn Ólafsvíkurhreppi. Jólatrés- skemmtun Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrés- skemmtun aö Hótel Sögu, Súlnasal sunnudaginp 2. janúar 1983 kl. 15.00. Aðgöngumiðar veröa seldir á skrifstofu félagsins á 8. hæö í Húsi verzlunarinnar við Kringlumýrarbraut. Tekiö verður á móti pöntunum í síma 86799. Miðaverð fyrir fulloröna kr. 50.00. Miðaverð fyrir börn kr. 80.00. Miðar verða ekki afhentir við innganginn. Ath. að skrifstofan er flutt af Hagamel 4 í Hús verzlunarinnar 8. hæð við Kringlumýrarbraut. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Útboð: Tilboð óskast í stálpípur fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 1. febrúar 1983, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirlcjuvegl 3 — Sími 25800

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.