Alþýðublaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 1
Gleðilega páska Fimmtudagur 31. mars 1983. 47. tbl. 64. árg. Verkamenn við Sundahöfn: Páskahelgin er framundan. Næsta tölublaö Alþýöublaösins kemur því ekki út fyrr en eftir páska; miðvikudaginn 6. apríl. Alþýðublaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra páska. Félagar í FUJ í Reykjavík gefa út blað: Vinnustaöafundir hafa verið tíðir hjá frambjóðendum Alþýðuflokksins á undanförnum dögum. Þessi mynd var tekin í Landsbankanum i vikunni, þegar Jón Baldvin Hannibalsson kynnti þar stefnu Alþýðuflokksins í komandi alþingiskosningum lyuuiiunKsms i Komanai aipmgisKOsnmgum inginn treysti sér til ið verja frammistöðu llþýðubandalagsins húsnæðismálum »r Guðmundur J. hefur ekki sést hér mánuðum saman enda á hann ekkert hingað að sækja“ - sögðu verkamennirnir Frambjóðendur Alþýðuflokks- ins eru nú á stöðugum vinnustaða- fundum í Reykjavík og hafa undir- tektir yfirleitt verið góðar. Jóhanna —RITSTJÚRNARGREIN- Sigurðardóttir var á fundum í gær í Karnabæ, Bílaborg og hjá efna- lauginni Fönn. Mikla athygli við- staddra vakti í gær, þegar enginn verkamaður í Sundahöfn treysti sér til að verja frammistöðu Alþýðu- bandalags í húsnæðismálum. Jón Baldvin Hannibalsson bað þá menn, sem vildu standa upp og verja frammistöðu Bandalagisns í þessum málaflokki að standa upp og svara, en enginn treysti sér til þess, enda málstaðurinn ekki glæsi- legur. Fjölmenni var i þessum matar- tíma í Sundaskála, þegar frambjóð- andá> Alþýðuflokksins bar þar að garði.Jón Baldvin Hannibalsson dró upp Alþýðublaðið og benti mönnum á hvernig núverandi félagsmálaráðherra væri í rauninni búinn að leggja hið opinbera hús- næðiskerfi í rúst. Þetta sæist best af því, að skammtímalán launamanns á Dagsbrúnartaxta gætu farið í allt að 83% af árstekjum hans. „Hvern- ig ætla menn að réttlæta þessa stefnu, spurði Jón Baldvin? Og á sama tíma birta þeir á Þjóðviljan- um uppsláttarfréttir um að nú eigi að fara að byggja fyrir unga fólkið. Finnst ykkur að það eigi að verð- launa þessa menn fyrir frammi- stöðuna, spurði hann? Síðan bað Jón Baldvin viðstadda alþýðubandalagsmenn að standa upp og verja frammistöðu félags- málaráðherrans. Þögn rikti í saln- um. Enginn stóð upp. Á viðræðum sem frambjóðandinn átti við verka- menn, var Ijóst að þeir sem stutt hafa Alþýðubandalagið undanfarin ár, eru ekki ýkja hrifnir af flokkn- um um þessar mundir. „Guðmund- ur J. er steinhættur að koma hingað, hefur ekki sést hér mánuð- um saman, enda veit hann að hann á hingað ekkert að sækja“, sagði einn verkamaðurinn. „Alþýðu- bandalagið hefur í rauninni dæmt sig úr leik með frammistöðunni í húsnæðismálunum", sagði annar. »» LIÐUR I KOSNINGABARÁTTU UNGRA JAFNAUARMANNA" - segja ristjórarnir, Sigurður Guðmundsson og Guðrún Helga Sigurðardóttir Félagar í Fuj í Reykjavík hafa gefið út blað, sem þeir nefna Friður, Frelsi, Framtíð. „Þetta er stærsta framlag okkar til kosningabaráttu Alþýðuflokksins í höfuðborginni fram að þessu“, sögðu þau Sigurður Guðmundsson og Guðrún Helga Sigurðardóttir í samtali við Alþýðu- blaðið í gær, en blaðið kom út í byrjun vikunnar. Munu félagar í FUJ dreifa blaðinu í borginni á næstu dögum sérstaklega meðal ungs fólks. Blaðið er fjölbreytt og vandað að efni. í því eru tvö viðtöl við fram- bjóðendur í Reykjavík, þau Marí- önnu Friðjónsdóttur og Viggó Sigurðsson. Þá eru greinar um at- vinnuleysi og kynning á Félagi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Fjallað er um raunvexti og hús- næðismál, kollsteypur Svavars Gestssonar í tannlæknamálinu, kosningar og skoðanakannanir og stefnumörkun Alþýðuflokksins við þessar alþingiskosningar.. Þá er fjallað um frið og afvopnun auk fleira áhugaverðs efnis. Húsnæðisstofnun rekin á yfirdrætti hjá Seðlabankanum: 120 milljónir vantar upp á til að endar nái saman 120 milljónir króna vantar nú hjá Húsnæðisstofnun ríkisins til að endar nái saman hjá stofnuninni og hægt sé að standa við væntanlegar skuldbindingar stofnunarinnar í ár. Þetta fékk Alþýðublaðið staðfest hjá stofnuninni í gær. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að minna hefur komið inn af fjármagni í gegn um lífeyrissjóði Iandsmanna en áætlað var. Helmingur þessarar upphæðar 120 milljóna - um 60 milljónir koma frá Veðdeildinni svo að unnt sé að halda starfseminni gangandi, en það dugir ekki til þannig að ann- að eins er nú á yfirdrætti í Seðla- banka íslands. Aðalástæða þessa ástands hjá Húsnæðisstofnuninni er eins og áð- ur sagði að lífeyrissjóðirnir hafa ekki skilað inn öllu því fjármagni sem áætlað var á síðasta ári. Var reiknað með því að byggingarsjóð- ur ríkisins fengi t.d. lánað á síðasta ári 187 milljónir frá lífeyrissjóðun- um en hann fékk hins vegar ekki nematæpar 130milljónirárið 1982. Talið er að mjög hafi verið ofáætlað ■einnig i ár hve mikið lífeyrissjóðirn- ir eru aflögufærir um fé til bygg- ingasjóðanna. Áætlað var, að líf- eyrirssjóðirnir létu 320 milljónir af hendi á þennan hátt í ár, en margir telja það mjög óraunhæft og benda á reynsluna frá síðasta ári. Nú er verið að athuga í hverju þessi mjög svo óraunhæfa áætlanagerð liggur. Það má því búast við því að erfitt verði framundan í lánamálum hús- byggjenda ef svo heldur fram sem horfir í þessum málum. Hver tekur mark á kosningaloforðum þeirra? Mér ofbýður gersamlega þessi málflutningur forystumanna Alþýðubandalagsins og Sjálf- stæðisflokks um húsnæðismálin nú á síöustu dögum. Alþýðu- bandalagið stendur nú á rústum hins opinbera lánakerfis hús- næðismarkaðarins, en ætlar síöan nú aö bjarga öllu við, þegar eru að koma kosningar. Nú segjast þeir geta sett upp sér- stakt kerfi fyrir þá sem eru aö byggja í fyrsta sinn. En Svavar Gestsson hefur fariö meö þetta ráöuneyti árum saman og í raun- inni lagt kerfiö í rúst. Sjálfstæöis- menn segjast nú vilja veita þeim sem byggja í fyrsta sinn sérstaka fyrirgreiðslu og iána ailt upp í 80% byggingarkostnaöar. Á sama tíma ætla þeir aö draga stórlega úr erlendum lántökum og lækka skatta. Hvernig fer þetta saman? Þetta voru orö Magnúsar H. Magnússonar varaformanns Alþýðuflokksins og fyrrum félagsmálaráöherra i Alþýðu- blaösviðtali s.l. þriöjudag. Magnús H. Magnússon lagöi sjálfur fram raunhæfar og vel ígrundaöar tillögur í húsnæðis- málunum. Ef þær tillögur heföu verið samþykktar á sínum tíma, þá væri hlutfali lengri lána nú um 65% af byggingarkostnaði staöalíbúöa. Svavar Gestsson skilar hins vegar af sér mun lakara hlutfalli. Sama er uppi á teningnum, þegar skoöaö er hlutfall lána af kaupverði staöal- ibúöa. Ef tillögur Magnúsar hefðu verið samþykktar, þá væri lánið 45% af veröi staöalíbúöar, en í dag um 20%. Ofan á bætist einnig, aö Magnús gerði ráð fyrir, aö greiðslur lánsins yröu verö- tryggðar, en svo er ekki í dag. Þetta þýöir í núverandi verö- bólguástandi, aö lán Húsnæðis- stofnunar eru að raunviröi aö- eins um 10—12% af veröi staöal- íbúðar. Pessar tölur sýna svart á hvítu aö þessi mál hata öll hallast á verri veg í stjórnartíð Svavars Gestssonar í félagsmálaráðu- neytinu. Þaö er því hámark ó- svífninnar, þegar þessi maöur hrópar nú á torgum um nauðsyn þess aö gera átak í húsnæöis- málunum. Spurt er: hvers vegna hefur ráðherrann ekki tekiö á þessum málum á undanförnum árum, þegar hann hefur haft til þess tækifæri? Hvaö Sjálfstæðisflokkinn áhrærir, þá þekkja allir sögu flokksins ' og hug hans til opin- bera lánakerfis húsnæöis- markaöarins. Foringjar Sjálf- stæöisflokksins hafa aldrei sýnt því neinn raunverulegan áhuga aö efla þaö kerfi, heldur þvert á móti hamast gegn því. Það er engin tilviljun, aö Sjálfstæðis- flokknum er aldrei treyst fyrir ráöuneyti félagsmála í sam- steypustjórnum hér á landi. Sá flokkur hefur og veriö þekktur fyrir sitthvaö annaö, en aö hlúa að fólagshyggjunni og samhjáip- inni. Húsnæöismálapólitík íhaldsins nú fyrir kosningar, er þar af leiöandi kosningabomba af ódýrustu gerð. Mlþýöuflokkurinn heíur hins vegar undirbyggt tillögur sínar i þessum málum og nákvæmlega tiundaö hvernig eigi aö afla tekna vegna hækkaös lánahlut- falls. Alþýöuflokkurinn hefur ár- um saman verið sverö og skjöld- ur hins opinbera húsnæöislána- kerfis. Um það er ekki deilt. Til- lögur Magnúsar H. Magnússon- ar heföu gert þaö aö verkum aö staða þeirra sem nú eru aö byggja eöa kaupa íbúö væri allt önnur og betri en nú er. Sam- kvæmt þeim tillögum væri nú raunhæft aö ná 80% markinu innan fárra ára. En þeir sem nú hrópa hæst á torgum um vand- ann í húsnæðismálunum, vildu ekki sjá framþróun i þessum málum og felldu tillögur Magnúsar. Þaö var allur hugur íhalds og komma til raunveru- legra úrbóta í húsnæðismálun- um. Paö er því ekki ofsagt, þótt mönnum flökri sýndarmennska Alþýðubandalags og Sjálf- stæðisflokks um þessar mundir. Yfirboö á yfirboð ofan eru þaö einasta sem þessir fiokkar hafa fram að færa. Mlþýðubandalagiö og Sjálf- stæöisflokkur hafa allt niður um sig í húsnæðismálunum. Verkin sýna merkin. Kosningaskjálfti þessara flokka og örvæntingar- hróp nú rétt fyrir kosningar breyta þar engu um. — GÁS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.