Alþýðublaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 4
alþýðu- Fimmtudagur 31. mars 1983. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guömundur Árni Stefánsson. Blaðamenn: Þráinn Hallgrimsson og Friðrik Þór Guðmundsson. Augiýsingastjóri: Áslaug G. Nielsen. Gjaldkeri: Halldóra Jonsdóttir. Dreifingarsljóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Áskriftarsíminn er 81866 Einvígi Jóns Baldvins og Alberts í Sigtúni: 4 1 jk 5 V 1 Hér takast frambjóöendur á Jón Baldvin Hannibalsson til vinstri en Albert Guðmundsson ysti til hægri á myndinni. Milli þeirra sitja spyrlar og fundarstjóri frá vinstri: Ágúst Valfeils, Jón Óttar Ragnarsson, Agnes Bragadóttir og Þráinn Hallgrímsson. „Eg gerði mistök“ - sagði Albert Guðmundsson um stuðning sinn við ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens Húsfyllir var í Sigtúni vió Suöurlandsbraut á mánudagskvöldiö þegar þeir kapparnir Jón Baldvin Hannibalsson, efsti maöur A-listans í Reykja- vík og Albert Guðmundsson, efsti maður D-listans í höfuðborginni leiddu saman hesta sína. Albert Guðmundsson sagöi i upphafi að þessi fundur A- listans væri mesta stuðningsyfirlýsing sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið í kosningabaráttunni Jón Baldvin svaraði aö bragði stuðningur við hvaða Sjálfstæðisflokk. Pálma á Akri, sem er framsóknarmegin við fram- sóknarflokkinn í landbúnaðarmálum, hinn þrönga flokk Geirs og Alberts í Reykjavík eða frjálslynda flokksins hans Gunnars Thoroddsens? Fundur- inn var mjög fjörugur á köflum og höfðu fundargestir gaman að ýmsum svörum þeirra félaga. Fjölmargar fyrirspurnir bárust úr salnum og stóð fundurinn til miðnættis. Of langt mál er að kynna svör frambjóðenda, en markvert verður að teljast, að Albert Guðmundsson skyldi fást til að viður- kenna, að hann hefði gert mistök, þegar hann á sínum tíma gerðist stuðn- ingsmaður ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen. Hvorugur frambjóðenda vildi útiloka samstarf þessara tveggja flokka að kosningum loknum, en Albert tók þó fram, aö hann vildi ekki líkja forystumönnum Alþýðu- flokksins á viðreisnarárunum við þá sem eru í fararbroddi í dag. Hér fara á eftir kaflar úr ávörpum frambjóðendanna. Jón Baldvin Hannibalsson: „Valdhöfum verðbólgu áratugarins hefur tekist að tefla efnahag okkar í tvísýnu" Þótt valdhafar verðbólguára- tugarins hafi vissulega verið ábyrgðarlausir orða sinna og gerða, leysir það okkur kjósendur ekki frá ábyrgð. Stjórnmálamenn og stjórn- málaflokka á að dæma af verkum þeirra. í þessum kosningum ber kjósendum að kveða upp sinn dóm. Yfir þeim, sem ráðið hafa ferðinni á verðbólguáratugnum. Hverjir eru það? Það eru tvíbura- flokkarnir, Framsókn og Alþýðu- bandalag, öllum öðrum fremur. Ef við ekki höfnum þeim svo rækilega í þessum kosningum, að ekki komi til greina að þeir geti tjaslað saman nýrri ríkisstjórn, þá tökum við á okkur ábyrgðina af óstjórn þeirra. Framsók'narflokkurinn hefur verið við völd i 13 ár - Alþýðu- bandalagið í 8. Reynslan, og hún er ólyginn dómari, kennir okkur, að stjórnarsamstarf þessara tveggja flokka es ávísun á óðaverðbólgu, hallarekstur, skuldasöfnun, versn- andi lífskjör og vaxandi misrétti. Velfarnaður þjóðarheildarinnar byggist fyrst og fremst á skynsam- legri nýtingu takmarkaðra auð- linda. Gróðurmoldar, fiskistofna, orkulinda og framtaki og atorku einstaklinganna. Undirrót ógæf- unnar á verðbólguáratugnum er sú, að þessir flokkar hafa ástundað rányrkjustefnu til lands og sjávar,. en vannýtt aðrar auðlindir. Fyrir ábyrga kjósendur er fyrsta skrefið út úr ógöngunum, að hafna tvíburaflokkunum við kjörborðið. En það eitt er ekki nóg. Við verður líka að verja atkvæði okkar þannig. En hvað er að frétta af stóra flokknum hans Alberts? Hefur hann verið heill og óskiptur í stjórnarandstöðu á verðbólguára- tugnum? Það þarf ekki nema að orða spurninguna til þess að vita, að við erum að nefna, snöru í hengds manns húsi. Er Sjálfstæðisflokkurinn það sem hann segist vera? Er hann sá andstæðingur ríkisforsjár og mið- stýringar, sem talsmenn hans láta í veðri vaka á tyllidögum? Ég spyr: Er sjálfstæðisflokkur Pálma á Akri og Egils á Seljavöllum reiðubúinn að segja skilið við fram- sóknarfárið í landbúnaðinum? Þorir Sjálfstæðisflokkurinn að fylgja eftir yfirlýstri stefnu sinni um frjálsa verðmyndun, líka í land- búnaði, með beinum samningum tD Mroskahjálp NÓAIÚNI1V. 105 REYKJAVlK, SlMI29901 Landssamtökin Þroskahjálp og Norræn samtök um málefni vangefinna (NFPU) boöa til samnorrænnar námsstefnu um efniö: ,,En skola för alla“ aö Hótel Loftleiðum dagana 18r-22. apríl 1983. Námsstefnan er opin öllum þeim er starfa aö kennslu og þjálfun þroskaheftra svo og foreldrum þroska- heftra barna. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Landssamtakanna Þroskahjálpar, Nóatúni 17,105 Reykjavík, sími 29901 fyrir 8. apríl n.k. Fjöldi þátttakenda miöast viö 40—50 manns. Þátttökugjald er kr. 1.000.00 Undirbúningsnefndin bænda og vinnslustöðva, án bak- reikninga til skattgreiðenda? Er Sjálfstæðisflokkur Sverris Hermannssonar reiðubúin að reka kommissara út úr spillingarbæli pólitískrar skömmtunarstjórnar? Friðrik Sophusson segir að vísu: Báknið burt - en hætt er við að Sverrir segi: - Láttu það kjurt. Albert Guðmundsson: „Besta sumargjöfin er meirihluti Sjálfstæðismanna á Alþingi" „Hvað er það sem á að taka við að kosningum loknum er spurt. Ég svara: Það er Sjálfstæðisflokkur- inn sem á að taka við. Ef ekki kem- ur til meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins á Alþingi, þá munu fimm vinstri flokkar taka hér við. Mér finnst það lýsandi um afstöðu Alþýðuflokks- ins að hann skuli hafa boðið mér efsta manni Sjálfstæðismanna í Reykjavík á þennan A-lista fund. Vitanlega kemur Alþýðuflokkur- inn fyrst til Sjálfstæðisflokksins eftir ráðgjöf. Þetta er mesta traust- yfirlýsing, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur fengið í allri kosningabar- áttunni. Meirihluti á Alþingi íslendinga í hendur Sjálfstæðisflokksins er besta sumargjöf sem landsmönnum getur hlotnast. Við sjáum það víða um lönd, þar sem jafnaðarmenn hafa farið með völdin, að þeir hafa leitt efnahag landanna í rúst. Sjáið t.d. hvernig er að fara fyrir mínu ástkæra landi Frakklandi. Þar rek- ur hver gengisfellingin aðra og alger upplausn ríkir undir stjórn Mitterrands forseta. Alþýðuflokkurinn hefur sótt sína stefnu til annarra landa, til þinga jafnaðarmanna og sam- þykkta þeirra. Ég vona að þeir læri sína lexíu og taki upp stefnu Sjálf- stæðisflokksins og mér heyrist nú á þér Jón minn, að þú sért að snúast til fylgis við hina hreinu og tæru stefnu Sjálfstæðisflokksins í efna- hags og atvinnumálum. Valið í komandi kosningum stendur því milli fimm vinstri flokka og Sjálfstæðisflokksins og ég vona að þjóðin beri gæfu til að kjósa meirihluta Sjálfstæðismanna inn á Alþingi íslendinga“. 'á • ' '4 V • ••0> 1 . >•/ 1 „Ég skipti ekki um skoðun í kjördæmamálinu á Þorskafjarð- arheiðinni,“ segir Jón Baldvin við einni fyrirspurn fundar- manns um það hvort hann hefði skipt um skoðun á kjör- dæmamálinu við það að verða þingmaður Reykvíkinga. Eins og sjá má var húsfyllir í Sigtúni og stóðu milli tvö til þrjú hundruð manns um alian saiinn. Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1983 verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu kl. 14:00, laugardaginn 9. apríl 1983. Á dagskrá fundarins eru aðalfundarstörf samkvæmt ákvæðum 18. gr. samþykkta bankans. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Aðalbanka að Lækjargötu 12, 3. hæð, dagana 5. apríl til 8. apríl, að báðum dögum meðtöldum. Reikningar bankans fyrir árið 1982, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega 7 dögum fyrirfundinn. Reykjavík, 25. febrúar 1983 Bankaráð IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF. Iðnaðaitankinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.