Alþýðublaðið - 06.04.1983, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 06.04.1983, Qupperneq 2
Miðvikudagur 6. apríl 1983 •RITSTJORNARGREIN. 12 ára óstjórnartímabil „Staðreyndiri er sú, að við höfum búið við sömu leiðir og sömu flokka í landstjórninni nú í 12 ár. Framsóknarflokkurinn hefur setið öll árin. Alþýðu- bandalagið hefur verið i átta ár af þessum 12 í ríkis- stjórn og sjálfstæðismenn hafa verið átta ár líka. Þessir aðilar hafa ráðið ferðinni og beitt sínum ráð- um, en við viljum benda á að það eru til betri leiðir og höfum barist fyrir því að þær yrðu teknar upp. Við viljum gerbreytta efnahagsstefnu". Þetta voru orð Kjartans Jóhannssonar for- manns Alþýðuflokksins á blaöamannafundi í síð- ustu viku, þar sem forystumenn flokksins kynntu efnahagsstefnu Alþýðuflokksins og höfuðmál í kosningabaráttunni. Alþýðuflokkurinn gengur út í þessa kosningabar- áttu undir kjörorðinu, „betri leiðir bjóðast". Með þessum orðum er flokkurinn að koma því til skila, að það stjórnleysi sem i raun hefur ríkt hér á landi síðustu ár, þarf ekki að vera viðvarandi ástand. Það þurfi hins vegar kjark og dug til að komast út úr vítahring vitleysunnar. Það þurfi að fara aðrar leiðir. Á nefndum blaðamannafundi sagði Kjartan Jó- hannsson: „Það hefur margvíslegur skaöi skeð á þessum síðustu árum og nú er oröin þjóðarnauð- syn að menn fari inn á nýjar brautir í efnahags- stjórn. Ráð hinna flokkanna hafa verið reynd. . Þetta ástand sem hér ríkir þýðir náttúrlega að það verður ekki hægt að segja já við öllu og það geng- ur ekki aö vera með gylliboð; þau munu ekki koma fráokkur Alþýðuflokksmönnum. Skuldasöfnun er- lendis er staðreynd, sem við getum ekki horft framhjá. Verðbólgan sömuleiðis. Atvinna er í hættu. En menn hafa veriö svo uppteknir að bjarg- ast frá degi til dags að menn hafa ekki komist al- mennilega til verka“. Formaður Alþýðuflokksins benti á nokkrar að- gerðir sem grípa þyrfti til þegar í stað, svo stemma mætti stigu við þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað i' efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. í því sambandi sagði hann m.a.: „Það er meginat- riði að hætt verði að verja peningum í óarðbærar framkvæmdir í óhóflegar útflutningsbætur og ó- heyrilegan innflutning átogurum. Með þessu móti losum við fé til þess að byggja upp arðbær störf, skapa eðlilegan aðgang að rekstrarfé, gera það kleift að úrvinnsluiðnaðurinn í sjávarútvegi og landbúnaði fái tækifæri til að dafna og nýtækniiðn- aðurinn og nýjar atvinnugreinar eins og í fiskirækt fái raunveruleg vaxtarskilyrði. Jafnframt teljum við erlendri samkeppni við íslenska framleiðslu og að rikið verði að ganga á undan í því að kaupa íslensk- ar vörur. Einnig verður þegar í stað að taka upp skynsamlegri stjórnun á fiskveiðum, en hún hefur eins og kunnugt er tekist mjög hrapalega að und- anförnu“. Kosningastefnuskrá Alþýðuflokksins er ítarleg. í henni er ekki að finna nein yfirboð, engar kosn- ingabombur. Stefna Alþýðuflokksins tekur ekki neinum breytingum fyrir kosningar. Það er ekki háttur jafnaðarmanna aö segja eitt fyrir kosningar og annað eftir þær. Kosningamál Alþýðufloksins eru í engu frábrugðin þeirri stefnu sem flokkurinn hefur barist fyrir á undanförnum árum. Þeirri stefnu hafa hinir flokkarnir hafnað fram að þessu. Afleiðing þess er öllum Ijós. Kreppuástand á flest- um sviðum þjóðlífs talar þar skýru máli. Þess vegna er löngu kominn tími til að nýjar leiðir verði farnar — leiðir Alþýöuflokksins. Að því geta kjós- endur stuðlað í kosningunum 23. apríl næstkom- andi. — GÁS. A Áskorun til greiðenda fasteignagjalda í Kópavogi Hér með er skorað á alla þá, sem eigi hafa lokið greiðslu fyrri hluta fasteignagjalda fyrir árið 1983, að gera skil innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar. Hinn 6. mai næstkomandi verður krafist nauðungaruppboðs samkvæmt lögum nr. 49/1951, á fasteignum þeirra er þá hafa eigi gert skil. Innheimta Kópavogskaupstaðar Auglýsing um aðalskoðun bifreiða og bifhjóla í Kjósar- og Kjalaf- nes- og Mosfellshreppum og á Seltjarnarnesi 1983: Skoðun fer fram sem hér segir: Kjósar- Kjalarnes- og Mosfellshreppur: Mánudagur 11. þriðjudagur 12. miðvikudagur 13. fimmtudagur 14. Skoðun fer fram við Hlégarð í Mosfellshreppi. Seltjarnarnes: Mánudagur 18. þriðjudagur 19. miðvikudagur 20. apríl apríl apríl apríl apríl apríl apríl Skoðun fer fram við félagsheimilið á Seltjarnarnesi. Skoðað verður frá kl. 8.15—12.00 og 13.00—16.00 alla framantalda daga á báðum skoðunarstöðunum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðagjöld séu greidd, aö vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og að bifreiðin hafi verið ijósa- stillt eftir 1. ágúst s.l. Athygli skal vakin á því að skrán- ingarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma ökutæki sínu til skoðun- ar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta sekt- um samkvæmt umferðarlögum og ökutækið tekið úr umferð hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu, Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi 29. mars 1983. Einar Ingimundarson Yfirvinnubanninu hjá Isal aflétt: 14 fengu endurráðningu Deila Verkamannafélagsins Hlíf- ar og stjórnar Álversins leystist Kjartan 1 helst á þeim að skilja að menn eigi að fá frítt húsnæði og þeir skýra í engu hvernig þeir ætla að afla fjár til þess að koma þessum málum í gegn. Langhæfustu tillögur sem fram hafa komið í þessu efni eru til- lögur okkar alþýðuflokksmanna um að tvöfalda eigi lán til þeirra sem eru að byggja í fyrsta sinn og fá aðstoð úr bankakerfinu til að létta undir með húsnæðismálakerfinu í landinu auk þess sem tillögur Magnúsar H. Magnússonar um 10 ára áætlun í þessum efnum eru enn í fullu gildi. Þetta voru raunhæfar tillögur, sem ekki voru settar fram rétt fyrir kosningar til að blekkja fólk“ Hvað er helst á dagskránni hjá ykkur í Reykjanesi á næstunni? „Það eru vitanlega þessi föstu liðir kosningabaráttunnar, svo sem fundahöld, vinnustaðafundir, við- talstímar á kosningaskrifstofu og svo framvegis. Við erum ánægð með það að finna góðan byr eftir því sem líður á kosningabaráttuna“ fyrir páska og var yfirvinnubann- inu aflétt um leið. Stjórn ísals ákvað að ráða aftur 14 manns sem aður hafði verið sagt upp. Yfirvinnubannið var upphaflega sett á vegna mikillar yfirvinnu sam- hliða uppsögnum 17 starfsmanna. Þegar svo ísal ákvað að ráða til sín aftur flest alla þessa menn voru haldnir fundir með verkamönnun- um í álverinu og var þar samþykkt að forsendur yfirvinnubannsins væru ekki lengur fyrir hendi og með endurráðningu mannanna hafði það náðst fram sem stefnt var að. Sigurður T. Sigurðsson starfs- maður Hlífar, sagði í viðtali við Alþýðublaðið að ekki væri rétt að tala um sigur í þessu sambandi. „En það hefur komið fram sem stefnt var að. í augum verkamann- anna var það mjög brýnt að hafa þessa menn inni. Og það náðist sem sagt fram, en við tekur spurningin um hvort ekki megi gera fleira. Ekki má gleyma því að stefna ísal hefur ekkert breyst og þeir áskilja sér all- an rétt til fækkunar síðar meir“ En hvernig er með önnur á- greiningsefni, hreinlætismál, orlof- smál og fleira?“ „Að sjálfsögðu verður haldið á- fram að vinna í þeim málum. Við munum krefjast lausnar hreinlætis- vandamála í samráði við Vinnu- eftirlitið og ætlumst til þess að þau leysist á grundvelli laga“ sagði Sigurður. Sigurður E. 1 aðila til lausnar á þeim brýna húsnæðisvanda, sem vitað er að svo margar ungar fjölskyldur glíma við nú. • Þegar verði hafizt handa um að hrinda í framkvæmd 6. lið Sam- komulags um Markmið í hús- næðismálum, við Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, frá 8. júlí 1980, þess efnis, að kannaðir verði möguleikar á því, að borgin setji á stofn „eigin húsnæðisskrifstofu, þar sem fram fari þjónusta við eigenda- skipti íbúða og leigumiðlun“. Kosningamiðstöð A-listans í Reykjavík er í Kjörgarði, kjallara, gengiö inn Hverfis- götumegin. Símar: 11179, 21202, 21203. Opið alla daga frá kl. 9-22. Verið velkomin. Kjósendur athugið hvort þið eruð á kjörskrá. Kærufrestur er til 8. apríl. Ef þið finnist ekki á kjörskrá, vinsamlegast hafið sam- band við kosningaskrifstofuna, Kjörgarði Laugavegi 59. Símar: 11179 eða 21201 A-listinn í Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.