Alþýðublaðið - 07.05.1983, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 07.05.1983, Qupperneq 2
2 Laugardagur 7. maí 1983 -RITSTJORNARGREIN • Báknið burt.....eða kiurrt? Allir muna eftir slagoröi íhaldsins hér í eina tíö „báknið burt“. Þar ætluöu sjálfstæöismenn að skera opinbera stjórnsýslu niöur viö trog. Þetta slagorð var aö vísu ekki notaö iengi, því eins og all- ir vita er Sjálfstæðisflokkurinn í raun varðhundur hins opinbera miöstýringarkerfis og vill þar engu viö hrófla. Ástæöur fyrir því eru einfaldar: sauð- tryggir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins hafa nefnilega hreiðraö um sig í dúnmjúkum sætum og halda dauöahaldi í völd og áhrif innan kerfisins og vilja sig ekki þaðan hræra. Og hvernig fer svo fyrir íhaldinu, þegar þaö ætl- ar að endurskoða kerfið og taka á bákninu? Lýs- andi dæmi um þaö er nú aö gerast hjá Bæjarút- gerð Reykjavíkur. Sjálfstæðismenn í útgeröarráöi BÚR hafa lagt til aö geröar verði stjórnkerfisbreyt- ingar í yfirstjórn fyrirtækisins. Nú eru starfandi tveir framkvæmdastjórar hjá Bæjarútgerðinni. Til- lögur íhaldsins til breytinga ganga út á þaö, aö fjölga yfirmönnum í fimm. Nú þarf einn yfirfram- kvæmdastjóra og svo fjóra aöra stjóra yfir einstök- um deildum. Þetta er nú niðurskuröur íhaldsins á bákninu, þegar til kastanna kemur; yfirmönnum er fjölgað, báknið er þanið út. Davíö Oddsson borgarstjóri, var einn þeirra stutt- buxnadrengja Sjálfstæöisflokksins, sem hvaö hæst hrópuðu um „báknið burt“ á sínum tíma. Nú hefur Davíð sýnt það á eins árs valdatíma íhaldsins í Reykjavík hvernig niöurskuröur báknsins var hugsaöur; þaö átti aö fjölga á toppnum. Þetta heit- ir aö belgja út bákniö og það er einmitt þaö sem í- haldið í Reykjavík hefur gert og er aö gera um þessar mundir. — GÁS. Ráflherraefni Sjálfstæðisflokksins Míkill titringur er nú innan þingflokks Sjálfstæö- isflokksins. Þar er allt slétt og fellt á yfirborðinu, en undirniðri kraumar. Slagurinn um ráðherrastólana er í fulium gangi bakviö tjöldin og hver otar sínum tota. Það væri langur listi ef upp ætti aö telja alla þá þingmenn Sjálfstæöisflokksins sem telja sig eiga rétt á ráöherrastóli. Þar ber fyrst aö telja „gömlu" ráðherrana úr Geirsstjórninni sálugu, Matthías Bjarnason og Matthías Á. Mathiesen. Þá vilja þeir náttúrlega halda í stólana, þeir Páimi Jónsson og Friðjón Þóröarson. Ungu mennirnir í þingflokkn- um vilja líka upp á dekk, menn eins og Friðrik Sóp- husson, Ellert Schram og Þorsteinn Pálsson. Gunnar Schram vill líka aö munaö veröi eftir sér. Ragnhildur Helgadóttir telur konu eiga eitt ráö- herrasæti víst; og það veröi þá hennar. Birgir fsleif- ur, Sverrir Hermannsson, Lárus Jonsson og Eyjólf- ur Konráð Jónsson, svo aöeins fáir séu nefndir, líta svo á aö nú sé tími til kominn að umbuna þeim fyrir trausta og langa liðveislu viö Geirsarminn. Þannig fer þeim sist fækkandi með degi hverj- um, ráðherraefnunum í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins. Og menn geta rétt ímyndaö sér and- rúmsloftið við þessar aðstæöur innan dyra þing- flokksherbergis Sjálfstæöisflokksins. Enginn er annars bróðir í leik. — GAS. Útboð Tilboð óskast í innanhussfrágang á húsi fyrir þroska- hefta í Tungudal við ísafjörð. Heildarstærö hússins er um 1550 m3.f . Útboösgagna má vitja hjá Magnúsi Reyni Guö- mundssyni, Bæjarskrifstofunum á ísafiröi og áTeikni- stofunni Óöinstorgi, Óöinsgötu 7, Reykjavík, gegn 2.500,00 kr. skilatryggingu. Tilboð veröa opnuö hjá Magnúsi Reyni Guömunds- syni, föstudaginn 20. maí 1983 kl. 11.00. Svæðisstjórn Vestfjarðasvæðis um málefni þroskaheftra og Bygginganefnd Styrktarfélags vangefinna Vestfjörðum Grunnskólinn Grindavík Kennara vantar viö Grunnskólann í Grinda vík. Kennslugreinar, almenn bókleg kennsla, tónmennt, myndmennt og heimilisfræði. Umsóknarfrestur er til 24. maí 1983. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 85047 og formaður skólanefndar í síma 8304. Auglýsing frá skrifstofu borgarstjóra Almennir viðtalstímar borgarstjóra veröa framvegis tveir, miðvikudaga og föstudaga kl. 10.00 - 11.00. Framkvæmdanefnd vegna síofnana í þágu aldraðra býöur til kynningar- fundar tii aö ræöa hugmyndir um söluíbúöir fyrir aldraöa. Til fundarins er boöiö: • Fulltrúum stéttarfélaga og lífeyrissjóöa. • Verktökum og byggingarsamvinnufélögum. • Fulltrúum stjórna í samtökum aldraöra. Rætt verður um lóöir, fjármögnun, útboösform, stæröir húsa og þjónusturýmis. Fundurinn verður n.k. þriöjudag 10. maí, kl. 17.00, í Húsi verslunarinnar, 9. hæö, fundarsal. Framkvæmdanefnd vegna stofnana í þágu aldraðra, Páll Gíslason, formaður. Ráöstefna 4 mikill árangur verði af þessari helgarsamveru alþýðuflokksfólks? „Eg efast ekki um að ráðstefnu- gestir munu koma margefldir frá þessum fundi; pólitíkin verður vitanlega í öndvegi á þessum fundi, en þar að auki verður þetta eflaust þægileg samverustund fyrir marga. Við ætlum að vera með kvöldvöku á laugardagskvöldinu og sitthvað fleira verður gert til að gera þessa helgarsamveru eftirminnilega fyrir alþýðuflokksfólk“. IFWS ^ íVS jS f t|f Utboð Tilboö óskast í djúpdæluefni fyrir Hitaveitu Reykjavík- ur. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri aö Fríkirkju- vegi 3. Tilboðin veröa opnuö á sama stað þriðjudag- inn 31. maí 1983 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Auglýsing um starfslaun til listamanna Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um starfs- laun til listamanns í allt aö 12 mánuði. Þeir einir listamenn koma til greina viö úthlutun starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík. Þaö skilyröi er sett, aö listamaðurinn gegni ekki fastlaunuöu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Listamenn úr öllum listgreinum geta sótt um starfslaunin. Fjárhæö starfslauna fylgir mánaöarlaunum skv. 4. þrepi 105 Ifl. í kjarasamningi Bandalags háskóla- mannaogfjármálaráðherraf.h. ríkissjóös. Starfslaun eru greidd án orlofsgreiöslu eöa annarra launa- tengdra greiöslna. Aö loknu starfsári skal listamaðurinn gera grein fyrir starfi sínu meö greinargerö til stjórnar Kjarvalsstaða, framlagningu, flutningi eöa upplestri á verki frum- flutningi eöa frumbirtingu, allt eftir nánara samkomu- lagi viö stjórn Kjarvalsstaða hverju sinni og í tengslum viö Listahátíö eöa Reykjavíkurviku. Ekki er gert ráö fyrir sérstakri greiöslu skv. þessari grein, en listamaðurinn heldur höfundarrétti sínum ó- skertum. í umsókn skai gerö grein fyrir viöfangsefni því, sem umsækjandi hyggst vinna aö, og veittar aörar nauö- synlegar upplýsingar. Umsóknum skal komiötil listráöunauts Kjarvalsstaða fyrir 1. júní næst komandi. Stjórn Kjarvalsstaða Kosningahapp- drætti Dregið hefur verið í kosninga- happdrætti Alþýðuflokksins á Reykjanesi. Upp komu þessi nr. 1407 4123 5425 6208 Kosningastjórn. Til umhugsunar 4 hafði kaupmátturinn hjá iðnað- armönnum lækkað um 4.2% en hjá verkakonum hækkað um 11.3% Frá 1971 hefur kaupmátturinn náð hámarki á árunum 1978— 1979 þegar hann var 12—13% hærri, en lágmarki á árinu 1976, þegar hann var 5.8% lægri. Árið 1979 var kaupmátturinn hjá öll- um launþegum 112.1 stig miðað við 100 árið 1971. Strax árið éftir snarlækkaði kaupmátturinn og fór niður í 106.7 stig og hafði því lækkað um nær 5% á einu ári. Kaupmátturinn var 1982 kominn niður í 104.3 og í janúar s.l. var hann kominn niður fyrir 100. Kaupmátturinn hefur síðan farið lækkandi og nú er svo komið að hann er lægri en 1971 þó að þjóð- artekjur séu um leið nú um 40% meiri og verði þrátt fyrir allt þriðj- ungi hærri á þessu ári. Mismunur- inn hefur farið eitthvað annað i en í vasa launþega. Reyndar er ekki alls kostar rétt að tala um launþega sem einn hóp þegar rætt er um kaupmátt því þróun hans er mjög mismunandi eftir stéttum, eins og áður segir. Miðað við 1971 náði kaupmáttur verkamanna hámarki 1978, 113.2 stig en 1982 var hann kominn nið- ur í 106.3 stig og hafði því rýrnað um 6% á fjórum árum. Kaup- máttur verkakvenna hafði hækk- að um 19.2% árið 1978, miðað við 1971 en 1982 var hann kominn niður í 110.3 stig og hafði því rýrn- að um 7.5%. Kaupmáttur iðnað- armanna náði hámarki 1974, 113.1 stig, en var 1982 96.9 stig og hafði því rýrnað um 14.3%, á átta árum. Kaupmáttur verslunar- og skrifstofufólks náði einnig há- marki 1974, 117 stigum, en 1982 var hann 102.8 og hafði því rýrnað um 12.1% ááttaárum. Kaupmátt- urinn hjá opinberum starfsmönn- um hefur rýrnað einna mest, hann náði hámarki 1974, 122.3 stigum. Snarlækkaði á næstu tveim árum niður í 90.5 stig (um 26%), en 1982 var hann 106.2 stig og hafði því rýrnað um 13.1% á átta árum. Það hlýtur að vera sjálfsagt fyr- ir þá menn sem nú krefjast þess að launaþróun taki mið af þróun þjóðartekna, með öðrum orðum að kaupmátturinn lækki í sam- ræmi við minni þjóðartekjur, að útskýra um leið hvers vegna kaup- mátturinn hefur ekki orðið meiri á því tímabili sem þjóðartekjurn- ar hækkuðu um á milli þriðjung og helming. Ef svo fer sem spáð er að í ár verði þjóðartekjurnar 34% hærri en 1971, á þá kaupmáttur- inn ekki að vera þriðjungi meiri en það ár? Af hverju var kaupmátt- urinn aðeins4—5%hærri 1982 en 1971 þegar þjóðartekjurnar voru nær 40% meiri og þjóðartekjur á mann um 20% meiri? í hvaða vasa hefur mismunurinn farið?

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.