Alþýðublaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 2
2. Þriðjudagur 25. október 1983 'RITSTJÓRNARGREIN Hefur stjórnin fylgi? - , » Nýlegar skoðanakannanir DV sýna umtaisverðan styrk ríkisstjórnarinnar meðal kjósenda í landinu. Kannanir blaðsins hafa einnig leitt í Ijós fylgis- aukningu til handa Sjálfstæðisflokki, en aftur á móti verulegt tap Framsóknarfiokksins. Þá hefur þriðja könnun DV borið með sér að ótrúlega stór hluti þeirra sem svara spurningum blaðsins hafa trú á gildi pfnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar. Auðvitað ber að taka niðurstöður slíkra kannana með miklum fyrirvara. Ekki aðeins það aö úrtakiö er lítið hefdur einnig hitt, að enn sem fyrr neitar stór hluti þéirra, sem spurður er, að gefa upp af- stöðu sína, eða kveðst ekki hafa skoðun á málinu. En ef litið er framhjá fjölmörgum spurningum, sem vakna um vinnubrögð, framkvæmd og mark- tækni skoðanakannana DV og gengið er út frá því, aö niðurstöður þeirra sýna ákveðnar línur í afstöðu fólks til rlkisstjórnarinnar, stjórnmálaflokkanna og efnahagsaðgeröanna um þessar mundir þá ber að hafa nokkur atriði hugföst: _ . Þáð er ekki nýtt af nálinni, að nýjar ríkisstjórnir hafi tiltrú fólks. í skoðanakönnunum, sem fram fóru, skömmu eftir að ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsen hafði verið mynduð, kom í Ijós fei kilegur stuðningur við stjórnina og stjórnarstefnuna — . miklum mun meiri stuðningur en fyrirfinnst í könn- un DV nú til Steingrímsstjórnarinnar. Fólk vili gefa nýjum ríkisstjórnum vinnufrið; vill gefa þeim tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Kjósendur fagna því líka, þegar langri stjórnar- kreppu lýkur og strangar stjórnarmyndunarvið- ræður leiða til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Ný andlit á stjórnarheimilinu vekja athygli og eft- irtekt fólks. Nýir ráðherrar vekja forvitni. Það er svo aftur segin saga, að þegar nýjabrum- ið fer af ríkisstjórnum og ráðherrum, þá þurfa verk- in að tala. Þá fer yfirleitt að halla á ógæfuhliðina fyrir stjórnvöld. Þá fer fólk að missa tiltrú á stjórnar- herrunum. Þróun mála var meö þessum hætti hvað viðvíkur ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Hún haföi meö- byr til að byrja meö. Þegar iandsmönnum var hins vegar Ijóst, að sú stjórn ætlaði ekkert að gera; haföi ekki neina tilburöi í þá átt að stjórna landinu, '~þá fór fylgi hennar hraðminnkandi. Ekki er ástæða til að ætla annað, en framþróun mála verði með svipuðum hætti hvaö varðar helm- ingaskiptastjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks. Vist hefur ríkisstjórnin keyrt í gegn harka- legar aögeröir, sem hafa komið illa við launafólk, svo tæpast verður hún sökuð um aðgerðarleysi, enda hefur viðbára stjórnarherranna sífellt verið sú, þegar fram hafa veriö lagðar umdeildar að- gerðir, að „eitthvað hafi þurft að gera“. En spurn- ingin snýst ekki um þaö hvort ,,eitthvað“ hafði þurft að gera í efnahagsmálunum; um það voru allir sammála — heldur hitt til hvaða ráða átti og á að grípa. Og þau leiftursóknarstefnumið, sem ráða ríkjum á stjórnarheimilinu, og ganga út á það að ná niður verðbólgu tímabundið meö einu höggi — höggi í garð launafólks, eru aðgerðir sem munu ekki halda til lengri tíma. Það hefur verið reynt oft- sinnis áður að ná niður verðbólgu með því einu að ráðast að kjörum launafólks í landinu. Reynslan af slíku er slæm. Slæm fyrir launafólk. Slæm fyrir þjóðarbúiö allt og efnahagsástandið Þess vegna er engum blöðum um það að fletta, að staöa rikisstjórnarinnar meðal kjósenda mun óumflýjanlega fara dagversnandi á næstu vikum og mánuðum þótt skoðanakannanir DV nú sýni úmtalsveröan styrk stjórnarinnar. Gjaldþrot stjórn- arstefnunnar mun ekki aöeins draga úr trausti og stuðningi í garð ríkisstjórnarinnar, heldur og kalla ákveðið eftir þvi, að aðrar leiðir verði farnar í efna- hagsstefnunni; leiðir þar sem tekið er á öllum þátt- um efnahagsmálanna með endurskoðun og upp- stokkun í huga. Niðurstöður skoðanakannana DV nú nýlega þurfa því ekki að koma neinum verulega á óvart. Nýjabrumið gefur rfkisstjórrium byr undir báða vængi. En hveitibrauðsdagar ráðherra og ríkis- stjórnar eru nú á enda runnir og alvara lífsins tekur við á stjórnarheimilinu, þegar verk stjórnarinnar hljóta dóm almennings. Þá þarf ekki að spyrja að niðurstöðum. - GÁS Tilkynning Þeir sem telja sig eiga bíla á geymslusvæði ,,Vöku“ á Ártúnshöfða, þurfa að gera grein fyrir eignarheimild sinni og vitja þeirra fyrir 1. nóvember n.k. Hlutaöeigendur hafi samband við aft greiðslumann ,,Vöku“ að Stórhöföa 3 og greiði áfallinn kostnað. Að áðurnefndum fresti liðnum verður svæð- ið hreinsáð og bílgarmar fluttir á sorphauga á kostnað og ábyrgð eigenda, án frekari við- vörunar. Reykjavík, 20. október 1983. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeiid. Guðmundur 4 hafi ilengst vegna þess að svæðið var ekki EKKI afgirt? „Jú, það gerir það. Að mikill fjöldi fólks hafi safnast að kallar á slíkar aðgerðir sem þú minnist á. Við tökum slíkri gagnrýni og ég viðurkenni að þetta var alveg eins okkur að kenna. Auðvitað átti ein- hver að taka að sér stjórn á þessu sviði. Oftast sér umferðardeildin um að loka svæðinu. Við eigum til þess búnað ef hugsað er fyrir því. Rannsóknardeildin verður auðvitað að vera í aðstöðu til að sinna hlut- verki sínu“ Nú þurfti að kalla til sérstaka kranabíla með klippur, er lögregian alvarlega rúin búnaði af þessu tagi? „Við höfum ágæt tæki sem duga í fíestum tilfellum, en þau ganga fyrir handafli og læknirinn á staðn- um varaði okkur við því að nota þau, þar sem þau gátu aukið áhætt- una á að hinn slasaði meiddi sig frekar. Við kölluðum því til aðila með vatnsþrýstitæki sem voru betri undir þessum kringumstæðumí1 Við erum þá sammála um að mannfjöldinn hefði ekki þurft að trufla starfið á slysstaönum svo mikið. Ég tók hins vegar eftir því að manna fremstir voru Ijósmyndarar blaðanna? „Já, þeir eru áhugasamir. Þeir hlusta á talstöðvar okkar og eru oft- ast fljótlega mættir. Það skýtur hins vegar skökku við að vegna mannfjöldans gátum við ekki sjálf- ir ljósmyndað aðstæðurnar við slysstaðinn" sagði Guðmundur Hermannsson yfirlögregluþjónn í samtali við Alþýðublaðið. Guðmundur sagði auk þess að hann væri sammála því að lang flestir áhorfenda á slysstaðnum munu hafa gert sér far um að vera ekki fyrir björgunarmönnum við starf sitt, en í þessu tilfelli eins og svo oft væri það lítill minnihluti manna sem virtist gera sér far um að komast sem næst slysstaðnum. Flestir hafa vafalaust ílengst vegna þess að þeir höfðu áhyggjur af líðan mannsins í óveðrinu þar sem það tók langan tíma að losa hann úr bíl- flakinu. PÓST- OG SfMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða BRÉFBERA til starfa á BLÖNDUÓSI nú þegar. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri Pósts og síma á Blönduósi. VIÐ MINNUM Á HAB Happdrætti Alpýðuflokksins 1983 og Alpýöublaðsins Margfaldur verölaunabfll Bfll ársins f Bandarfkjunum og Japan Vinningar: 1. Mazda Gupe GLX kr. 353.000: 2. -11. Utanlandsferöir með Úrval hver aö upphæö kr. 30.000.- Dregið 22. desember Verö kr. 100: . Upplag 35.000 Upplýsingasimi 91-81866 Númer 00001. Alþýðuflokkurinn — Alþýðublaðið DV Og 4 slösuðu í því skyni að flenna þeim síðan upp á forsíðu blaða sinna. DV. er þar blaða fremst og gengur lengst. í þessu tilfelli fór Ijós- myndari blaðsins nánast inn í bifreiðina til að ná mynd af þjáð- um manninum. Þetta á síðan að selja blaðið og þannig reynir DV. að nýta sér forvitni fólks og um leið ýta undir hana. Og síðan er forvitnin í vandlætingartón gagn- rýnd þó manna áhugasamastir séu ljósmyndararnir sem hlera talstöðvar lögreglunnar að því er virðist og eru fyrstir á vettvang og manna fremstir. LYKUR 31. OKTÓBER \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.