Alþýðublaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 4
alþýðu' ■ HRT.rr.M Þriöjudagur 25. október 1983 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guömundur Arni Stefánsson. Blaðamenn: Þráinn Hallgrímsson og Friðrik Þór Guömundsson. Auglýsingastjóri: Helma Jóhannesdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Meirihluti fyrir sölu ríkisbanka? Er meirihluti á Alþingi fyrir sölu ríkisbanka? Þessi spurning hlýtur að vakna eftir umræður á Alþi'ngi um þessi mál. Þá lýsti fjár- málaráðherra Albert Guðmunds- son því yfir, að hann væri fylgjandi tillögu Bandalags jafnaðarmanna um sölu rikisbaníca. Líklegt hlýtur að teljast að þetta sé stefnumark- andi fyrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins. Allir þingmenn Banda- lags jafnaðarmanna eru fylgjandi tillögunni og stuðning við hana er einnig að finna í þingflokki Al- þýðuflokksins. Með þessu er líklegt að meirihluti sé að myndast fyrir sölu ríkisbanka á hinu háa Alþingi — svo fremi að Albert Guðmunds- son hafi talað þar fyrir munn sjálf- stæðismanna almennt á þingi en ólíklegt verður acý telja að flokkur einkafjármagns og frumkvæðis einstaklingsins standi gegn þessu máli Bandalags jafnaðarmanna. Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því yfir á ráöstefnu Lífs og Lands um friðar- og ör- yggismál aö ef stórveldin kæmu sér saman um „fryst- ingu“ kjarnorkuvopna væri hann tilbúinn til aö ræöa ó- breytt ástand varnarmála á íslandi. Ætli kommadeildin hjá allaböllunum verði ekki fyrri til og „frysti" Ólaf, fyrir vik- iö... Guðmundur Hermannsson, yfirlögregluþjónn: Fórst fyrir að afgirða slysstaðinn Tökum við gagnrýni — alveg eins okkur að kenna. Heldur óhugnanlegt umferðar- slys átti sér stað s.l. fimmtudags- kvöld á Breiðholtsbrautinni, þar sem ungur maður varð fyrir því óhappi að aka á rafmangnsstaur, með þeim afleiðingum að hann festist í bílflakinu. Tók um tvær og hálfa klukkustund að losa hann úr bílnum, en sem betur fer voru meiðsli mannsins minni en á horfðist í fyrstu. í útvarpsfréttum þá um kvöldið var mikið gert úr því að lögreglan hafi ekki haft heppilegan búnað til að mæta slíkum tilvikum og greint frá því í nokkrum æsifrétta- stíl. Það er umhugsunarvert þegar útvarpið tekur upp slík vinnu- brögð. Þá var einnig greint frá því að áhorfendur hefðu flykkst að og gert björgunarstarfið torveld- ara. Pistilshöfundur átti leið þarna fram hjá og var einn af þeim fjölmörgu sem fylgdust með starfinu álengdar. Ég tek undir það að mjög óheppilegt er þegar margt fólk umkringir slysstað og flækist fyrir. Sumt fólk virðist jafnvel gera sér far um að komast sem næst slysstað og hafa ýmiss konar hvatir verið til nefndar í því sambandi. Greint hefur verið frá því að vegna hins mikla fjölda áhorf- enda hefði þurft að kalla til allt tiltækt lögreglulið til að halda mannskapnum frá. En hvernig var þá frammistaða lögreglunnar í þessum efnum? Ég vil leyfa mér að halda því fram að áhorfendur hafi nánast verið „lokkaðir “ á staðinn með geysilegri gulri og rauðri Ijósa- dýrð fjölmargra lögreglu- og sjúkra- og kranabíla fram eftir löngum kafla Breiðholtsbrautar- innar. Það er ekki að undra að forvitni hafi gripið um sig hjá fólki. Helst leit út fyrir að um geysilegt fjöldaslys væri að ræða. Vil ég þó á engan hátt draga úr því að alvarlegt slys hafi átt sér stað. En hvað tók við þegar ljósa- dýrðin hafði vakið upp forvitni fólks og „lokkað“ það að? Hvað gerði lögreglan til að halda mannskapnum i hæfilegri fjar- lægð? Af og til var nærgöngulum stuggað frá, en af einhverjum ástæðum var ekki gripið til þess sem eðlilegast var að gera: Að afgirða slysstaðinn með böndum eða öðrum búnaði. Vona ég að svo illa sé ekki fyrir komið hjá lögreglunni að hún eigi ekki í fór- um sínum slíkan sjálfsagðan og nauðsynlegan búnað, reyndar er hann til staðar í öðrum „veiga- minni“ tilvikum, eins og þegar erlendir gestir heimsækja okkur. Hvers vegna var þetta ekki gert? Ég vona að þessum pistli verði tekið sem jákvæðri gagnrýni, því mér finnst óréttlátt að áhorfend- urnir séu í heild, um tvö hundruð manns að sögn, gerðir tortryggi- legir og látið að því liggja að upp til hópa hafi þeir verið haldnir óeðlilegri hnýsni. Þegar Ijósa- dýrðin og bílaflotinn höfðu vakið upp mikla forvitni og dregið að fólk hygg ég að flestir hafi ílengst af einskærum áhyggjum yfir líðan mannsins og undrast hvers vegna svæðið væri ekki afgirt. Sömu- leiðis undrast yfir því hversu sum- ir þokuðu sér nálægt slysstað. F. „Já, það er oft hægt að vera vitur eftir á, venjan er að loka götum, að rannsóknarlögreglan njóti aðstoð- ar umferðardeildarinnar við að halda fólki frá. Það hefur eitthvað flækst fyrir að gera þetta í þessu til- viki,“ sagði Guðmundur Her- mannsson, yfirlögregluþjónn í samtali við Alþýðublaðið þegar hann var spurður að því hvers vegna slysstaðurinn á Breiðholtsbraut hafi ekki verið afgirtur og mann- fjöldanum þannig haldið frá á ein- faldan máta. „Það er ýmislegt sem þar hefur spilað inn í, veður og annað. Það er eins og við bruna að fólk sækist eft- ir að komast sem næst og flækist þá gjarnan fyrir. En ég er sammála því að það var ekki alls kostar fólkinu um. að kenna, að þetta fórst fyrir“ Annað sem vakti athygli mína var hinn geysilegi fjöldi lögreglubíia, sjúkrabíla, kranabíla og slökkvi- liðsbíls, með blikkandi rauð og gul Ijós á löngum kafla brautarinnar. Heldur þú að það hafi ekki beinlín- is lokkað fólk að? Og síðan að fólk Framh. á 2. síðu rck * ZL* w KSílS S“ Hvers vegna dreif allan þennan fjölda að slysstað á Breiðholtsbrautinni? Hvers vegna var svæðið ekki afgirt? Forvitnin og œsi fréttamennskan: DV og fólkið sem torveldar..... „Mikinn fjölda fólks dreif að slysstaðnum á Breiðholtsbraut- inni í gærkvöldi og átti lögreglan og björgunarliðið í miklum vandræðum með að sinna skyldu- störfum sínum vegna þess. Komu þarna tugir ef ekki hundruð manna og létu sig hafa það að standa úti í roki og rign- ingu til að fylgjast með“. Þannig sagði DV í vandlæt- ingartón frá því að mikill tnann- fjöldi safnaðist saman við slys- stað á Breiðholtsbrautinni s.l. fimmtudagskvöld, þegar ungur maður varð fyrir því óhappi að klemmast fastur í bíl sinum þann- ig að óratima tók að losa hann úr bílflakinu. Önnur blöð tókú mjög í sama streng. Þegar nánar er að gætt og myndir þessara blaða af slysstað athugaðar kemur i ljós að manna fremstir hafa Ijósmyndarar þeirra verið. Það kemur fram hér á sið- unni að drýgstan þátt í því að fjöldi fólks hafi drifið að slysstað hafi verið ljósadýrð fjölmargra V'íiti vfír stórt svæði og síðan að það hafi helst flækst fyrir þar sem þess var ekki gætt að afgirða svæðið. Með því að greina frá því í vandlætingartón aö fólk hafi fiækst fyrir er þvi um leið gert upp vafasamar hvatir, jafnvel að það þrái ekkert frekar en að sjá illa slasað fólk í blóði sinu. Þetta má lesa á milli línanna. En hverjir eru það sem einna fyrstir eru á vettvang af „óvið- komandi" mönnum? Það eru Ijósamyndarar blaðanna, sem gera sér far um að ná sem nákvæmustu myndum af hinum Framh. á 2. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.