Alþýðublaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.10.1983, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 25. október 1983 3 Heimur framliðinna 43. ára miðilsþjónusta Bjargar S. Ólafsdóttur Árnesútgátan het'ur sent frá sér bók um dulræna hæfileika Bjargar S. Ólafsdóttur og miðilsstarf í 43 ár. En um hana hefur fátt eitt verið rit- að áður. Bókin er samin og skrásett af Guðmundi Kristinssyni, og er hún í sjö köflum. í fyrsta kaflanum, sem ber heitið „Sex landa sýn“, eru 20 frásagnir af skyggni Bjargar og dulheyrn í skemmtiferð með dönsku ferða- skrifstofunni Tjæreborg um sex Evrópulönd sumarið 1976. Þá er sagt frá uppvexti hennar á Þingeyri við Dýrafjörð og miðils- þjálfun hennar hjá Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Berjanesi. Lýst er tilhögun fundanna og gerð grein fyrir stjórnendum hennar að handan og sambandi hennar við þá. Þá er kafli, sem heitir „Sýnir við dánarbeð“. Þar eru sex frásagnir af sýnum Bjargar og dulheyrn við dánarbeð og brottför af þessum heimi. Siðustu fjórir kaflarnir eru byggðir á 14 miðilsfundum, sem Björg hélt á Selfossi sumarið 1980 og 1981. Þar koma fram þrír þjóð - kunnir menn, löngu látnir, ásamt aðalstjórnanda hennar og veita svör við því, hver örlög mönnum eru búin við líkamsdauðann, hvað við taki og lýsa hinum nýju heim- kynnum. Fyrst er frásögn séra Kristins Daníelssonar, þá frásögn séra Jóhanns Þorkelssonar og loks frá- sögn Einars Loftssonar. Er hún mest að vöxtum eða helmingur bókarinnar. Hann lýsir þar andláti sínu og hvað við tók, segir frá för sinni um lægri sviðin og hærri svið- in og samræðum við fjölda fólks, sem hann hitti þar. Frásögn hans lýkur með skemmtisiglingu í heimi framliðinna. Tímaritið Þroskahjálp: Ýmislegt um málefni þroskaheftra Tímaritið Þroskahjálp 3. hefti 1983 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í ritinu er að finna ýmsar greinar, upplýsingar og fróðleik um málefni fatlaðra. Sem dæmi má nefna: Frásögn af starfsemi Alfa klúbbsins Árseli. — Hér er um að ræða tómstundastarf þroskaheftra unglinga á vegum Æskulýðsráðs Reykjavikur. Greinina skrifa Krist- ín Lilliendahl, Sjöfn Þráinsdóttir og Sigríður Gunnarsdóttir. Dóra S. Bjarnason ritar grein sem hún nefnir Réttur eða aumingja- gæska, og segir hún tilefnið verða framsöguerindi sem hún flutti á borgarafundi um málefni þroska- heftra á Hótel Sögu í desember síð- ast liðnum. í tilefni 25 ára afmæli Styrktar- félags vangefinna, R.vík birtist er- indi sem Sigríður Thorlacius flutti á aðalfundi félagsins í mars síðast liðnum. Erindið nefndi hún Minn- ingar frá fyrstu starfseminni. Þá má nefna þýdda grein er nefn- ist þannig upplifa mikið vangefnir veruleikann. Fasta þætti s.s. Raddir foreldra og Bókakynning er að finna i ritinu svo og ýmislegt fleira. Tímaritið Þroskahjálp kemur út fjórum sinnum á ári. Það er sent á- skrifendum og er til sölu á skrif- stofu samtakanna Nóatúni 17, 105 R.vík., sími 29901. Á sama stað er tekið á móti áskriftarbeiðnum svo og ábendingum um efni í ritið. Guðmutulur w VY'V w # 'fc'* Kristinsson JlJL kZM M HJLM framliöi nna m iMlxþjórt uviu Bókin er 236 blaðsíður að stærð og var prentuð í Prentsmiðju Suðurlands, en káputeikningu gerði Gísli Sigurðssön. Líf og Land 1 viðurkenning á vanmætti íslend- | inga til að meta þörf ýmissa fram- kvæmda er snertu varnir Iandsins, en hann lýsti því jafnframt yfir að hann myndi beita sér fyrir úrbótum á þessu meðan hann gegndi stöðu utanríkisráðherra. Þar næst sátú fyrir svörum full- trúar hinna ýmsu félagasamtaka sem hafa friðarmálin á stefnuskrá sinni, Samtök herstöðvaandstæð- inga, Varðberg, friðarhreyfing lista- manna, lækna, framhaldsskóla- nema og fleiri. Þá voru fulltrúar Stjórnmálaflokkanna teknir á bein- ið af sérstökum spyrlahópi sem í voru þeir Séra Gunnar Kristjáns- son, Kjartan Ragnarsson, Magnús Torfi Olafsson og Þórður Harðar- son. Sömu aðilar tóku síðan þátt í pallborðsumræðum á eftir. Fyrir Alþýðuflokkinn tók þátt í umræð- unum Árni Gunnarsson. Taldi hann að frystingarleiðin væri nú sú eina færa á þessu stigi, en síðan ættu stórveldin stig af stigi að afvopnast á grundvelli SALT og START við- ræðnanna. Hann sagði það ekki þjóna neinum tilgangi að bæta við kjarnorkuvopnaforðann í Vestur- —-Evrópu og hann minnti á sam- þykkt Éokksþing Alþýðuflokksins sem bar yfirskriftina „Friður, frelsi, framtíð", þar sem samþykkt var að jafnaðarmenn ættu að hafa forystu um stofnun Islenskrar friðarhreyf- ingar. Hann taldi að svo væri komið nú að tæknikerfið í kringum kjarn- orkuvopnin væri orðið svo flókið að stigvaxandi hætta væri á styrjöld vegna mistaka. Áhyggjur af þessu hafa komið fram í álitsgerðum fjöl- margra sérfræðinga sem undir- strikuðu nauðsyn þess að skera nið- ur þetta kerfi hið allra fyrsta. í því sambandi væri nauðsynlegt að ýta undir samningaleiðina og stuðla að vaxandi skilningi. Þess má geta að sjónvarpið sýndi frá ráðstefnunni þar sem fulltrúi herstöðvaandstæðinga sat fyrir svörum og var að úthúða utanríkis- ráðherra, en sá fréttaflutningur sýndi mjög villandi mynd af ráð- stefnunni, því á ráðstefnunni rikti mjög þverpólitískur andi, enda voru ráðstefnuþátttakendur almennt sammála um að umræðan skyldi vera á breiðum grundvelli, en ekki snúast fyrst og fremst um hvort menn væru með her eða á móti. Davíð 1 götu Björgvins, þegar hann svo not- ar fyrsta tækifæri sem gefst til ein- mitt þess, spurði hann. Alþýðublaðið vill því nota þetta tækifæri til að spyrja borgarstjóra, hvað hafi breyst frá þeim tíma, er hann tjáði Björgvin að hann myndi ekki leggjast gegn því að hann yrði framkvæmdastjóri BÚR. Og ef af- staða borgarstjóra hefur breyst frá 1981 hvaða ástæður liggja þar að baki? Söluverð hrossa 1 áður fyrr voru hrossin send út eftir pöntunum frá samtökum úti. Aðrir hér reyndu síðan að útvega upp í þessar pantanir og var yfirleitt ekki hægt að fara á bak við hlutina. Nú er orðið algengt að útlendingar komi sjálfir og þeir eru farnir að þekkja vissa hestakaupmenn og þá byrjaði þessi ólukka," sagði Þor- kell. í fyrrnefndri skýrslu Þorkels seg- ir hann frá fróðlegum blaðamanna- fundi sem hann sótti: „Hinn 31. mars var ég boðaður á blaðamannafund í Mosfellssveit ásamt þýsku hjónunum Becker frá Soorbruken. Fram kom í máli þeirra, að við íslendingar mættum alls ekki banna útflutning kynbóta- hrossa. Þau lofuðu og sögðust geta fullvissað okkur um, að þótt opið væri að flytja kynbótahross úr landi. mvndu Þjóðverjar alls ekki kaupa nein slík hross, við mættum trúa því, enginn áhugi væri fyrir öðru en góðum reiðhestum, en þá væri erfitt að fá hér, og engin hætta á að skoðanabræður Þ.B. þyrftu neitt að óttast, bara að við vildum hafa stefnuna í útflutningsmálum óbreytta. Þetta þótti mér skrýtið tal og barnalegt, kynnti mína skoðun og spurði m.a. hvers vegna nauðsyn væri að flytja út kynbótahross til að fullnægja þörfum á sporthesta- markaði. Fékk þau svör, að þetta væri tilfinningamál og Þjóðverjar vildu ekki lúta bönnum. „Við látum ekki banna okkur fleira“ sagði Claus Becker“ Aðspurður um þetta sagði Þor- kell að það hafi verið vægast sagt undarlegt hvernig Þjóðverjinn tal- aði. Hann hafi sagt að þeir þyldu ekki fleiri bönn, hefðu fengið ímug- ust á þeim á Hitlerstímabilinu og að Islendingar ættu að halda sölumál- unum opnum og frjálsum, en jafn- framt sagði hann að Þjóðverjar hefðu engan áhuga á því að nýta sér það. „En þar með er ekki sagt að allir Þjóðverjar séu sömu skoðunar og þessi Becker. Þessumfortölum var einkum beint að mér þar sein ég hef beitt mér fyrir því að takmarka sölu á kynbótahrossum“ En telur þú þá að stofninum stafi hætta af útflutningnum? „Eins og ég sagði er lítil sala um þessar mundir og hefur verið und- anfarin 3-4 ár. En það er búið að flytja mikið út og þeir eiga orðið feiknarlegan stofn úti. Það má segja að þar sem þetta var ekki tak- markað strax í upphafi þá skipti þetta héðan af minna máli. En ég tel þó, að eftir nokkur ár kannski ára- tugi þurfi útlendingarnir á endur- nýjun að halda, nýju blóði. Þegar þeir gera sér betur grein fyrir því, að þeir eiga ekki eins góðan stofn og við munu þeir sækja í að bæta úr því. Nú fá þeir ekki bestu hestana og þeir vita af því!‘ Hvernig vilt þú að þessum mál- um verið háttað? „Ég vil fyrst og fremst að það séu íslenskir bændur sem njóti góðs af hestakyni sinu, en að það séu ekki auðugir kaupsýslumenn erlendis sem græða fyrst og frenist. Ég vil að vöruvöndun sé höfð í fyrirrúmi og hef ekki sagt mitt síðasta í þessu efni. Ýmislegt í útflutningnum er að mínu áliti afar hæpið, við erum t.d. að flytja út „óunna vöru“ ef svo má að orði komast. Ég tel þannig að við ættum að banna útflutning á tripp- um og ótömdum hrossum. Við eig- um að takmarka útflutninginn við að minnsta kosti fjögurra vetra hross og þá tamið. Þetta var t.d. samþykkt á búnaðarþingi, en það er ekki nóg, þetta þurfa að vera landslög" sagði Þorkell Bjarnason, hrossaræktarráðunautur Búnaðar- félags íslands. Fjölbrautarskólinn Breiöholti Umsóknir um skólavist í dagdeild FB á vorönn 1984 skulu hafa borist skrifstofu skólans Austurbergi 5, fyr- ir 15. nóvember næstkomandi. Nýjar umsóknir um kvöldskóla FB (öldungadeild) á vorönn 1984 skulu berast skrifstofu skólans fyrir sama tíma. Tekiö veröur á móti umsóknum nemanda sem eru í samningsbundnu iönnámi hjá meistara en þeir sækja þá um bóklegar og fagbóklegar greinar. Staö- festa skal fyrri umsóknir meö símskeyti eða símtali á skrifstofu FB sími 75600. Skólameistari Burstafell er flutt... í nýtt rúmgott húsnæði að Bíldshöfða 14. Nú erum við í næstu nálægð við öll helstu nýbyggingasvæði Reykjavíkur og með bættri aðstöðu bjóðum við aukna þjónustu og vöruval. Góð aðkeyrsla — Næg bílastæði. Eftir 20 ára veru í Smáíbúðahverfi þökkum við íbúum hverfisins ánægjuleg samskipti á liðnum árum og bjóðum þá velkomna til viðskipta á nýjum stað. BURSTAFELL Byggingavöruverslun Bíldshöfða 14, Símar: Verslun 38840/Skrifstofa 85950

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.