Alþýðublaðið - 30.12.1983, Síða 4
alþýðu-
blaöið
Föstudagur 30. desember 1983
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Arni Stefánsson.
Blaðamenn: Þráinn Hallerímsson oi> Friðrik Þór Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Helma Jóhannesdóttir
Gjaidkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866.
Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Siðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Kjartan Jóhannsson:
Við áramót staldra menn gjarnan
við og hugleiða horfurnar á kom-
andi ári. Þá er rétt að líta annars
vegar á hvað stjórnvöld boða og
hins vegar hverra annarra kosta er
völ.
Ríkisstjórnin segist ætla að inn-
leiða sérstaka gjaldtöku af sjúk-
lingum eða sjúklingaskatt á næsta
ári. Upphæðin á að vera 300—600
kr. á dag. Þetta er stórvafasöm að-
gerð og í henni felst mikil velferðar-
skerðing. í henni felst brot gegn
þeim meginreglum sem við höfum
leitast við að byggja upp í okkar
landi á undanförnum árum og ára-
tugum og Alþýðuflokkurinn hefur
haft sérstaka forgöngu um að kom-
ið yrði á. Gegn þessum áformum
verða allir jafnaðarmenn að beita
sér af fyllsta þunga.
Sjúklingaskatturinn lýsir
viðhorfum ríkisstjórnarinnar
Sumum finnst kannski 300—600
kr. á dag ekki há fjárhæð, en ýmsa
mun þó muna um hana. Ríkis-
stjórnin segir að einungis þeir best
settu eigi að greiða þetta. En með
því er ríkisstjórnin jafnframt að
segja að menn eigi að sanna fátækt
sína til þess að sleppa við að greiða
þess fjárhæð. Þetta viðhorf er nið-
1983—84 og að menn munu þurfa
lengri tíma til þess að vinna fyrir
sköttunum sínum á komandi mán-
uðum heldur en þeir hafa þurft að
undanförnu.
Miskunnarlaust og óskynsamlegt
Þessar tvær aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar, annars vegar sú hækkun
skattbyrði sem nú liggur á borðinu
og hins vegar hinn boðaði sjúk-
lingaskattur, eru bæði miskunnar-
lausar og óskynsamlegar. Með
þessu tvennu er enn verið að auka á
óréttlætið í landinu og gera þeim
sem standa undir íslensku þjóðfé-
lagi með vinnu sinni erfiðara fyrir.
Með þessu er verið að bæta gráu
ofan á svart.
Kaupskerðing verður æ sárari
Fram til þessa hafa efnahagsað-
gerðir ríkisstjórnarinnar verið
fólgnar í því að lækka kaupmátt
launa og lögbjóða óbreytt kaup
meðan verðbólgan hélt áfram og
verðlag á opinberri þjónustu hækk-
aði sérstaklega. Kaupgeta launa er
fyrir bragðið um þessar mundir
u.þ.b. fjórðungi minni en að jafn-
aði á sl. ári. Slíka kjaraskerðingu
geta menn þolað um sinn margir
hverjir, en aðrir þó mjög illa. En til
feimni og hlédrægni og það af-
skiptaleysi sem einkennt hefur við-
horfin til útflutningssölu verður að
breytast hjá okkur íslendingum.
Trú mín er sú að þá muni árangur-
inn ekki láta á sér standa.
Með átaki í sölumálum má efla
íslenskan iðnað
Þetta er sá þátturinn sem ekki
hvað síst hefur skort hjá íslenskum
iðnaði. Þeir aðilar sem hafa aflað
sér reynslu af erlendum viðskiptum
úr innflutningi ættu nú að snúa sér
að því verkefni að afla markaða
fyrir íslenskan iðnvarning á erlendri
grund. Það er ekki seinna vænna að
það gerist átak í þessum efnum og
þar hefur ríkisstjórnin vissulega
hlutverki að gegna í uppörvun,
hvatningu og fyrirgreiðslu. Með
slíku átaki á að vera unnt að fjölga
atvinnutækifærum í iðnaði og efla
iðnaðinn, m.a. með því að ná betri
nýtingu á þeirri aðstöðu sem fyrir
hendi er í iðnaðinum og því fé sem
þegar er bundið í greininni.
Úrlausn á fjárhagsvanda útgerðar
Að því er sjávarútveginn varðar
verður að greiða úr þeim fjárhags-
vanda sem þar hefur skapast. Það á
ekki að gera með því að strika út
skuldir hinna skuldugustu og láta
þannig fólkið í landinu standa und-
ir þessum skuldum. Fyrir því eru
engin rök. En í slíkri aðgerð fælist á
hinn bóginn mikið óréttlæti gagn-
Við áramót 1983—84
urlægjandi fyrir þá sem eiga að
biðja um undanþáguna. En það er
líka niðurlægjandi fyrir íslendinga
sem þjóð.
Af þessu má aldrei verða.
Hverjum skyldi annars hafa dott-
ið það í hug fyrir seinustu kosning-
ar að þetta yrði einn aðalboðskapur
ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks á árinu 1984?
Ég held að þeir séu harla fáir. —
Svo öruggir voru menn um að nú-
verandi almannatryggingakerfi og
velferðarkerfi væri öruggt í sessi.
Svo er þó greinilega ekki. Þessi hug-
mynd lýsir í rauninni viðhorfum
þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr.
En hún er jafnframt áminning til
allra jafnaðarmanna um að halda
vöku sinni og gleyma ekki þeim
ávinningum sem unnist hafa og
standa um þá dyggan vörð.
Skattbyrðin vex
Ýmsir töldu líklegt að ríkisstjórn-
in mundi létta skattbyrðina á næsta
ári og koma þannig til móts við
launafólkið í landinu. Nú er hið
gagnstæða komið á daginn. Skatt-
byrðin mun í rauninni þyngjast
mjög verulega og bætist sú byrði
ofan á þá kjaraskerðingu sem al-
mennt launafólk í landinu hefur
þegar orðið fyrir.
Fjármálaráðherra hefur jafn-
framt birt hlutfallstölu fyrir fyrir-
framgreiðslu á opinberum gjöldum
á næsta ári og hún á að vera 12.3%
á mánuði af heildarsköttum manna
á sl. ári. Nú getur sérhver skatt-
greiðandi á íslandi reiknað út hver
fyrirframgreiðsla hans verði á
hverjum mánuði á komandi ári og
borið það saman við það sem hon-
um hefur verið gert að greiða í
skatta að undanförnu.
Gangið úr skugga um eigin
skattbyrði
Þannig getur hver og einn gengið
úr skugga um hvernig skattbyrðin
verður hjá honum sjálfum og hvort
hún vex eða ekki. Ég vil hvetja
menn til að gera þetta. Þá þurfa þeir
ekki að vaða reyk um það að skatt-
byrðin er að þyngjast milli áranna'
langframa getur launafólk ekki
þolað slíka þróun, enda verður
kaupskerðingin nú æ sárari með
hverri vikunni sem líður, einkum
meðal hinna verst settu. Sá árangur
í verðbólgumálum, sem menn þó
eygja um þessar mundir, kann að
verða að engu vegna þess að nú eru
óbærilegar þrautir lagðar á mörg
heimili í landinu. Og þynging skatt-
byrðinnar þrýstir á um það að hag-
ur manna sé réttur með öðrum
hætti. Við þessar aðstæður er ógn-
vekjandi að ríkisstjórnin skuli í of-
análag stefna að áframhaldandi
rýrnun á kaupmætti launa á árinu
1984 samkvæmt þeirri forskrift sem
hún hefur kynnt fyrir það ár. Þessi
oftrú á launaskerðingu sem efna-
hagsstjórntæki er bæði óréttlát og
stórvarasöm.
Tvö meginloforö verða ekki efnd
í stjórnarsáttmála núverandi rík-
isstjórnar bar tvö heit einna hæst.
Annars vegar að reka ríkisbúskap-
inn hallalaust og hins vegar að auka
ekki erlendar skuldir. Nú liggur
ljóst fyrir að hvorugt þessara heita
verður efnt. Fjárlögin voru af-
greidd með halla skömmu fyrir jól.
Og í lánsfjáráætlun kemmur fram
að hugmyndin er ekki að lækka er-
lendar skuldir á árinu 1984, hvað þá
að þær standi í stað, heldur er aug-
ljóst samkvæmt þeim áætlunum að
erlendar skuldir munu aukast um
a.m.k. tvö þúsund milljónir króna á
árinu 1984.
Ríkið rekið á erlendum lánum
Orsökin er fyrst og fremst sú
mikla erlenda lántaka sem ætluð er
til íslenska ríkisins og til þess að
standa undir því langt umfram það
sem nokkru sinni hefur tíðkast fyrr.
Þannig eru ekki einungis heitin rof-
in, heldur er líka fetað inn á nýja
braut nefnilega að reka ríkið sjálft
á erlendum lánum.
í stjórnartíð fyrri ríkisstjórnar
voru atvinnuvegirnir reknir að
hluta til á erlendum lánum. Nú hafa
orðið þau umskipti að ríkiskassann
á að reka á árinu 1984 að verulegu
leyti á erlendum lánum.
Rétt hefði verið að lækka
skattbyrðina
í stað þess að hækka skattbyrð-
ina, eins og ríkisstjórnin hefur nú
ákveðið, hefði einmitt nú átt að
lækka skattbyrðina mjög verulega
hjá venjulegu launafólki og treysta
þannig kjör þess og þann árangur
sem virðist í augsýn í verðbólgumál-
um. Jafnframt hefði átt að koma til
móts við hina alverst settu með
greiðslu afkomutryggingar þannig
að hagur þeirra væri réttur með
samfélagslegri aðgerð. Um þetta
hvort tveggja höfum við Alþýðu-
flokksþingmenn flutt tillögur á Al-
þingi. Þær hafa ekki fengið hljóm-
grunn fram að þessu. En á það mun
reyna enn einu sinni þegar þingið
kemur saman á nýju ári.
Nýsköpun í atvinnulífi
og uppstokkun á úreltum
stjórnkerfum
í stað aukinnar skuldasöfnunar
erlendis hefði átt að ná tökum á
óarðbærri fjárfestingu og skapa
þannig um leið svigrúm til nýsköp-
unar og til þess að mæta þörfum
sem nú verða útundan, þörfum sem
bæði koma fram í atvinnulífi og hjá
hinu opinbera. Þannig yrði líka
dregið úr frumorsökum verðbólgu
og lífskjörin treyst. Meginviðfangs-
efninu í efnahagsstjórn hefur í
rauninni enn einu sinni verið skotið
á frest, en það felst í því að ná tök-
um á fjárfestingunni og stuðla að
nýsköpun í atvinnulífi jafnframt
því að stokka upp úrelt skipulag í
ýmsum greinum atvinnuvega-
stjórnar og sjóðakerfis, svo sem
eins og í landbúnaðinum þar sem
greinilega er flutt fé frá launþegum
og bændum til vinnslustöðva og
annarra milliliða. Þessum verkefn-
um hefur ekki verið sinnt á undan-
förnum árum en þeim þurfa íslend-
ingar að snúa sér að af alefli fyrr en
síðar.
í stað bölsýni á að leggja grunn að
batnandi hag
Sannleikurinn er nefnilega sá að
atvinnuvegamálin hafa orðið út-
undan í íslenskri efnahagsstjórn
um mjög langan tíma. Og menn
hafa látið undir höfuð leggjast að
aðlaga atvinnuvegina að nútíman-
um, en setið fastir í úreltum kenni-
setningum og löggjöf sem var góð
og gild á sínum tíma en þjónar ekki
lengur þeim tilgangi að treysta lífs-
kjörin í landinu. Ríkisstjórnin situr
föst í hinu gamla fari og virðist hel-
tekin af bölsýni. Hún sér ekkert
nema versnandi hag og aukna
kjaraskerðingu. Sannleikurinn er
hins vegar sá að með skynsamlegri
efnahagsstefnu þar sem tekið yrði á
atvinnumálum og fjárfestingarmál-
um má búa okkur batnandi hag og
bjartari framtíð.
Full atvinna — ný atvinnutækifæri
Meginverkefnið á að vera að
tryggja fulla atvinnu og skynsam-
lega nýsköpun atvinnutækifæra.
Það á að gera bæði með því að að-
laga atvinnuvegina að núverandi
aðstæðum, beita aðhald gegn
óþarfri eða óarðbærri fjárfestingu
og skapa þannig svigrúm til þess að
mæta ótvíræðum þörfum sem líka
munu skapa atvinnu, eins og t.d. í
íbúðarbyggingum fyrir ungt fólk.
Þá þarf að leita leiða eftir skyn-
samlegum tækifærum til þess að
nýta til iðnaðarframleiðslu þá raf-
orku sem nú er vannýtt. Þetta á að
gera með frekari uppbyggingu á
orkufrekum iðnaði sem greiði við-
unandi verð fyrir orkuna.
Sölustarf í útflutningi iðnaðarvöru
Brýnast er þó að nýta þá ótal
möguleika sem við vafalaust eigum
í útflutningi á ýmiss konar fram-
leiðslu frá íslenskum iðnfyrirtækj-
um, stórum sem smáum. Þessi
tækifæri hafa legið ónýtt, en til þess
að nýta þau þarf hugvit, aðgang að
fjármagni og öfluga sölumennsku
erlendis. Sölumennskunni hefur
verið sýnt lítil ræktarsemi til
skamms tíma. Hér þarf að eiga sér
stað viðhorfsbreyting. Menn verða
að gera sér ljóst að salan er órjúfan-
legur þáttur í heilbrigðum atvinnu-
rekstri, enda er henni gert hátt und-
ir höfði hjá öðrum þjóðum, eink-
um þeim sem best standa sig. Sú
vart þeim sem af forsjálni hafa haft
hóf á skuldasöfnun sinni. Fyrir þá
forsjálni má ekki refsa þeim eins og
pennastriksaðferðin mundi gera.
Til þess að fjárhagsvandinn
minnki i stað þess að aukast verður
á hinn bóginn að tryggja viðunandi
rekstrarafkomu. Einn meginþáttur-
inn í því verður að vera sá að draga
úr kostnaði við veiðarnar og auka
verðmæti afurðanna, einkum með
auknum gæðum. Drýgsta leiðin til
þess að draga úr tilkostnaði er að
fækka þeim skipum sem veiðarnar
stunda, því að skipastóllinn er aug-
ljóslega orðinn of stór eins og við-
urkennt er nú loksins af öllum, þó
að nokkuð seint sé.
Til þess að unnt sé að fækka þeim
skipum sem veiðarnar stunda, verð-
ur að heimila framsal á úthlutuðum
veiðikvótum sem fyrirhugaðir eru,
þar sem takmarkanirnar á framsali
væru einkum miðaðar við atvinnu-
sjónarmið. Með þessum hætti
mundi útgerðin laga sig að núver-
andi aðstæðum. Jafnframt ætti að
tengja þetta fjárhagslegum aðgerð-
um, þannig að greiðslum af skip-
um, sem létu af veiðum, væri frest-
að um sinn og þær jafnframt léttar.
Á sama hátt ætti með fjárhagsleg-
um aðgerðum að hvetja til þess að
úrelt skip yrðu tekin úr sjósókn.
Með þessu mundi verulegur árang-
ur nást í því að treysta rekstrar-
grundvöll í útgerð á Islandi.
Atvinnumálasjóður
Loks er full þörf á því að stofn-
setja Atvinnumálasjóð með svip-
uðum, en þó ekki sama hætti og
viðreisnarstjórnin gerði á sínum
tíma. Slíkur sjóður ætti að ýmsu
leyti ekki síður hlutverki nú að
gegna en þá. Hlutverk hans ætti
annars vegar að vera að greiða fyrir
nýsköpun og nýjungum í atvinnu-
lífi og örva útflutningssölustarf
eins og að framan er lýst og hins
vegar að greiða fyrir fjárhagslegri
endurskipulagningu mikilvægra at-
vinnufyrirtækja, einkum í sjávarút-
vegi, m.a. með eigendaskiptum
þannig að atvinna félli ekki niður
Framhald á 3. síðu