Tíminn - 04.01.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.01.1967, Blaðsíða 3
 :<• ' ' • MIÐVIKUDAGUR 4. janúar 1967 TÍMINN í SPEGLITÍMANS Leikkonan Pippa Steel stend ur hér við hlið Cliff Richards. Myndin er tekin við frumsýn- ingu myndarinnar „Finders Keepers“, sem frumsýnd var í London fyrir skömmu. Kvik- myndin er byggð á atburði þeim, þegar bandarísk herflug- vél tapaðist fyrir Spánarströnd um ásamt kjarnorkusprengju, sem þar var innanborðs. Faðir rokksins kom til Lond on fyrir skömmu frá Ameríku og sagði: — Eg er ennþá bezti þeldökki listamaður í heimi, maðurinn, sem dregur að sér flesta áhorfendur. , Hann heitir Little Richard 30 ára gamall, en segist sjálfur aðeins vera 25 ára. Hár hans var allt í krullum. — Þetta er mitt eigið hár, ég set rúllur i það daglega. Hann segist sjálf- ur hafa haft mikil áhrif á The Beatles, þegar þeir byrjuðu. Nú eru þeir þeir beztu. Garðvörðurinn Tom Zwaag er í þann veginn að ganga í ;að heilaga. En það hefur komið smábabb í bátinn, því að Hl- vonandi eiginkona hans. sem er 18 ára að aldri, hefur sett eitr skilyrði fyrir giftingunni. Tom verður að gera svo vel og hætta við aukastarf sitt, sem gaf þó nokkuð í aðra hönd, en það var kennsla í kossum. Tom hefur rekið „skóla“ sinn í þó nokkurn tíma. Hann tók 20 krónur fyrir sex mínútna kennslu í „hagnýtum kossum'* og 180 krónur fyrir 10 slík nám skeið. Tom, sem er 22 ára að aldri, hóf kennslu fyrir 4 árum í Amsterdam, og á þeim (íma hefur hann unnið sér inn 85 000 krónur. í lok námskeiðsins fengu þáttakendurnir, og á með al þeirra voru nokkrar giftar konur, viðurkenningarskjal. Hin verðandi brúður komst að þessu í gegnum vinkonu sína, sem fékk sér tíma hjá Tom. Hún (unnustan) hefur nú al- gerlega sett honum stólinn fyr ir dyrnar, enda var viðskipta- vinahópurinn kominn upp í 600 en hún hefur þó leyft honum að halda áfram með annað á- hugamál. sem er, að hann svar ar bréfum fólks, sem á i ástar vandræðum og reynir að leysa úr vandræðum þeirra. Hann tek ur aðeins 50 krónur fyrir það. Hé kemur ein gömul saga um Mafíuna. Það var árið 1957 á stað einum, sem heitir Apal- rhin nálægt Binghampton ein hversstaðar í Bandaríkjunum, á heimili Guiseppe Maria Bar- bera, sem þekktur er meðal vina undir nafninu Joe the Barber. Þarna voru staddir 56 menn úr Mafíunni, þegar lög- reglan og FBI-menn réðust iil inngönga. Hafði hún snör hand tök og tók alla til fanga. Þegar farið var að glugga i starfsfer il mannanna, kom í ijós, að þeir höfðu verið handteknir saman lagt 275 sinnum. og í hundrað þessara skipta hafði verið ura alvarlega glæpi að ræða svo sem morð, vopnaða árás, líkams árás, skipulagningu á vændi og sala eiturlyfja. Þegar hand takan átti sér stað. var leitað í vösum mannanna. og lögreg’ an taldi síðan peningana, sem þar var að finna. Smámyntin, sem þeir höfðu á sér. nam að eins 21.500.000 eða tólf og hálfri milljón íslenzkra króna. Bretar gera nú mikið grín að flótta þeim, sem átl hefur sér stað úr brezkum fangelsum að undanförnu. í einu blaði stóð: Verið viðbúin enn meiri flócía úr fangelsum landsins sem mun stafa af því, sem brezku járnbrautirnar auglysa nú: Þið fáið afslátt, ef þið ferðizt 10 í hóp. ★ Julie Andrews. sem nú er 35 ára að aldri, er ein af 10 tekjuhæstu kvikmyndaleikur um heimsins, en hin eru: Sran Connery, Elizabeth Taylor, Jack Lemmon, Richard Burton, Cary Grant. Jo<hn Wayne, Paul New man og Elvis Pre.sley. it Hegðun danskra túrista á Spáni er nú undfr •"Sffiásjánni. Drekka danskir karímenn eins og svampar og hlaupa konurn- ar hálfnaktar og Kj nhungrað- ar um göturnar, Þessu hélt Juan Castillo fram í bréfi 1 il dansks dagblaðs, og einnig hsld ur hann því fram. að dansk, kvenfólk reyni að tæla unga Spánverja. Danir hafa að sjáif sögðu borið þessar sögusagnir harðlega til baka. Á VÍÐAVANGI Efnt til kollsteypu f árainótaávarpi sínu í útvarp inu sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, ni. a. er hann ræddi um „verðstöðvunarlög- in“: „Um ásetning okkar, sein að þcim ráðstöfunum standa sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða. Úr haidgæði úrræðanna fær reynsl an ein skorið. En aldrei liefur það verið talin sönnun fyrir ó- nýti farartækis, þótt gripið væri til bremsu, er óvæntur far artálmi verður“. Þetta er rétt hjá forsætisráð herra, en þó aðeins hluti líking arinnar. Til ökuferðar nægir farartæki ekki eitt. Til henn- ar þarf einnig ökumann, og mestu máli skiptir, hvernig ek- ið er, og i þcssari ökuferð eru það handbrögð ökumannsina, sem meginmáli skipta. Og hætt er víð, að það yrði einmitt tal- in sönnun fyrir óhæfni öku. manns. að knýja farartækið á ofsaferð, t.d. á íslenzkan verð- bólguhraða, og bremsa svo snögglega. Slíkt ökulag liefur oftast kollsteypu í för með sér — og ökumaðurinn í stjórnar- bifreiðinni veit, að hún kemur eftir kosningar með því ökulagi sem hann beitir. Og það skipt- ir harla litlu máli, hvort öku- tækið er illt eða gott, ef öku- maðurinn er óhæfur. Sá meiri Forustugrein Morgunblaðs- ins í gær heitir „Ávörp þjóðar leiðtoga". Er þar átt við forset ann og forsætisráðh. og síðan birtar tilvitnanir úr nýársræð um þeirra. Bjarni fær þó auð vitað helmingi lengri tilvitnun en lorsetinn, og sést á því, að Morgunblaðið vill ekkj aðeins jafna Bjarna við forsetann, heldur minna þjóðina á, að hann eigi að standa þrepi ofar. Þessi mynd er dálítið seint a ferðinni, en þar sem þrettánd- inn er ókóminn, leyfum við okkur að birta hana Það er franskur jólasveinn, sem þa; ::. er á ferðinni ásamt förunaatum sínum og aðdáanda Okkui virð ist aðeins eitt vanta a myndina og það er sleðinn. Annars er myndin fekih'.a /' ‘inin Fivsés • og sést sigurboginn sem Napó leon lét reisa. í baksýn. Bögglast fyrir brjósti Það má sjá á Vísi í gær, að áramótagrein Eysteins Jónsson ar og hógvær en markviss gagn rýni hans á stjórnarstefnunni hefur farið fyrir brjóstið á sum um stjórnarliðum, t.d. leiðara. höfundi Vísis. Hann hefur stað ið a öndinni fyrsta daginn, en gusar svo út sér - gær, og verð ur nokkurt fum á manninum eftii andarteppuna. Norræn samvinna á amerísku Hinn samnorræni skemmtj- þáttur í sjónvarpinu á gamlárs- kvöld hefur vakið furðu manna hér. Hann er gerðui i Finnlandi en skemmtikraftar frá öllum Norðurlöndunum lögðu þar saman. Þar var Ómar Ragnars- son með ágæta þætti en síðan komu danska''. norskar og sænskar dæguUagahljómsveitir og sungu að mestu ameríska eða enska slagara lag eftir lag. Þessi frammistað^ var í senn ó merkilce og niðrandi, og sjón- varpsstöðvum Norðurlanda til háborinnar smánai. Þarna var norræn samvinna á amerísku og góðu listafólki á ekki að mjs bjóða með slíkr: „norrænni" samvinnu. Alþýðublaðið segir réttilega Um þetta > gær „Margir biðu með nokkurri forvitni eftir að sjá hið samnor- ræna skemmtiefni sem sjón- varpið flutti á gamlárskvöld. Framhald á bls 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.