Tíminn - 04.01.1967, Blaðsíða 5
MEDVIKUDAGUR 4. janúar 1967
Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Ang-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur ' Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræt) ? Af.
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr. 105.00 á mán. tnnanlands. — 1
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b. t.
,Góði árangurinn* 1959
í áramótagrein sinni ræðir Emil Jónsson, formaður Al-
þýðuflokksins, og ráðherra í „verðstöðvunarstjórninni',
i em er hið nýja nafn „viðreisnarstjórnarinnar", meðal
annars um verðstöðvunarlögin svonefndu og segir:
„Þá hefur því verið haldið fram, að verðstöðvunin
muni ekki takast og sé raunar ekki annað en kosninga-
brella. Því er. til að svara, að þessi tilraun hefur verið gerð
áður með góðum árangri. Það var 1959. Þá hélzt verðlag
stöðugt í heilt, ár, og vísitalan hækkaði ekki um eitt ein-
asta stig“.
Þannig játar Emil Jónsson hreinlega, að það sé rétt,
sem Tíminn og þingmenn Framsóknarflokksins hafa hald
ið fram, að þetta sé alveg sams konar kosningabrella og
1959, en því hefur Morgunblaðið ekki viljað samsinna-
Og hver var „góði árangurinn“, sem Emil talar um að
náðst hafi 1959? Hann var einfaldlega sá, að flokkunum.
sem þá báru ábyrgð á stjórninni, Sjálfstæðisflokknum og
Alþýðuflokknum, tókst að blekkja þjóðina með sýndar-
stöðvun og tryggja sér meirihluta, sem stjórnin hefur
síðan lafað á. Nú óttast stjórnarflokkarnir um sig á ný, og
þá grípa þeir til sama blekkingaráðsins og 1959.
En hver var þá hinn raunverulegi árangur „stöðvunar-
innar“ 1959? Stöðvunin var í því fólgin að halda verðlagi
niðri með stórauknum niðurgreiðslum og breiða bannig
yfir dýrtíðina og verðbólguna, fela hana og leyna því.
hvernig hún bólgnaði og margfaldaðist undir ábreiðunni.
Þessar ráðstafanir voru í sjálfu sér mjög verðbólguauk-
andi, alveg eins og þegar fljót leggur á vetri og safnar
þar efni til vorhlaupanna, og blekking stjórnarinnar var
byggð á sams konar „rökum' og áð segja fólki. að fliótið
sé horfið, þegar það er komið undir ís. Þannig var verð
bólgan falin, vexti hennar velt yfir á næsta missiri, en þá
brast stíflan fram með þeim afleiðingum, sem mönnum
eru í fersku minni — gengislækkuninni miklu, risavöxn-
um nýjum álögum og síðan óðadýrtið og ofsaverðbólgu.
sem stjórnin hefur ekkert ráðið við í sjö ár. Þetta var
hinn raunverulegi árangur. sem þjóðin sýpur sevðið af.
En ..góðí árangurinn“ hans Emils var að blekkingin tókst
í nokkrum mæli, og til hins sama eru refirnir skornir nú-
Skírskotun Emils til 1959 verður vonandi t.il bess. að
fólk skilur biekkinguna betur nú og metur hana í Ijósi
reynslunnar eftir 1959.
Ólík vinnubrögð
Það hefur verið kunnugt um lengri tíma, að sérstakar
ráðstafanir þarf að gera til að tryggja rekstur bátaútgerð-
arinnar og frystihúsanna á komandi vetrarvertíð Þeir
aðilar, sem fást við þennan atvinnurekstur, hafa gert
þetta Ijóst með upplýsingum. sem ekki verða véfengdar.
Ef hér væri stiórn. sem tæki sæmilega föstum tökum
á hlutunum hefði hún gengið frá þessum ráðstöfunum
áður en þinginu var frestað fyrir áramótin. Þau voru t.
d. vinnubrögð norsku ríkisstjórnarinnar. Þar á útgerðin
eða a.m.k. vissar greinar hennar við verulega erfiðleika
að etja. Norska þingið samþykkti því nokkru fyrir jólin
að verja 720 millj. íslenzkra króna til ýmissa verðuppbóta
1 þágu útgerðarinnar. Jafnhliða voru fleiri ráðstafanir
gerðar henni til hagræðingar. Óþarft er að geta þess, að
norska útgerðin býr við miklu betri láns- og vaxtakjör )
en íslenzka útgerðin.
Vinnubrögðin eru þannig önnur og skjótari í Noregi.
TÍMINN
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Johnson aö verða næstum eins
fylgislítill og Goldwater var
Hann fylgir líka orðið stefnu Goldwaters í Vietnamstríðinu
f FYRRA hefði þótt fávíslegt
að bera fram þá spurningu,
hvort Johnson næði endurkjöri
sem forseti árið 1968. Engu að
síður er nú srvo komið, að þetta
er orðin meginspurningin í
bandarískum stjórnmálum í
dag.
Svo er komið allt í einu og
óvænt, að flokkur repúblikana
er ekki framar vonlaus um sig-
^ur. Verið er sem óðast að kanna
möguleika tiltækra frambjóð-
enda Repúblikana til að sam-
eina andstöðuna gegn Demó-
krötum og hæfni þeirra til að
gegna hlutverki Bandaríkjafor-
seta. Demókratar spyrja sjálfa
sig, hvort Johnson dragi sig í
hlé, ef hann sér fram á, að
hann geti ekki náð endurkjöri.
Þeir skoða einnig hug sinn
gaumgæfilega um, hvort flokk-
urinn geti brotizt út úr þeim
háskalegu ógöngum, sem búið
er að leiða hann í.
Þessi örlagaþrungnu um-
skipti í viðhorfum bera þeirri
staðreynd vitni, að Johnson hef
ur í starfi sínu sem forséti
haft hlutverkaskipti við mann-
inn, sem hann sigraði jafn
glæsilega og raun bar vitni ár-
ið 1964. f kosningunum þá
hlaut Johnson 61% atkvæði al-
mennra kjósenda, en Goldwat-
er fékk 39%. Samkvæmt nýj-
ustu skoðanakönnun Harris eru
43% þjóðarinnar enn á bandi
forsetans, en 57% eru það ekki.
Jo!hnson er ekki enn uð’n.i i>-
veg eins liðfár og Gpldwater
reyndist, en hann er á góðri
leið.
SAMFARA skoðanaskiptun-
um ,sem orðið hafa — og raun-
ar orsök þeirra — er sú stað-
reynd, að Johnson þokast æ
nær þeirri afstöðu, sem Gold-
water tók árið 1964, Hann hef-
ur fært út kvíar stríðsins í Vi
etnam, sem hann kvaðst ekki
ætla að gera, en Goldwater
sagðist ætla að gera, Johnson
hefur enn ekki látig varpa
sprengjum á öll þau skotmörk,
sem Goldwater vildi hæfa, tn
hann þumlungast í átt að því
marki.
Vegna útþenslu stríðsins hef
ur forsetinn nálega stöðvað
sóknina í áttina til ,,hins
mikla þjóðfélags.“ Umbóta-
. áform hans í inlendum málum
eru skroppin svo saman, að ..
þau eru miklu nær því að vera
á stærð við það, sem Dirksen
trúir á, en hitt, sem forsetinn
gaf fyrirheit um fyrir einu ári.
í raun og veru hafa orðið
hjá ríkisstjórninni umskipti,
sem aldrei hefir verið lýst yfir,
en eru jafn áþreifanleg fyrir
því. Demokrataflokkurinn er
klofinn í afstöðunni til styrjald
arinnar í Víetnam, bæði að
hugsun og siðferðilega, og hið
sama á við um samdráttinn í
umbótaviðleitni innanla. Js.
Republikanar af gamla skól
anum og nokkrir demókratanna
frá Suðurfylkjunum eru traust
ustu stuðningsmenn forsetans
í þinginu. Hinn mikli, hófsami
Barry Goldwater
og frjálslyndi meirihluti, sem
kaus Johnson árið 1964, hefir
nú þokað, en stuðningsmenn
stefnu hans bæði í styrjöldinni
og innlendum málum hafa nú
samvinnu vig hina íhaldssamari
republikana.
ÞETTA er samvinnan, sem
Goldwater vonaðist eftir að
koma á, en tílraun hans var
ótvírætt hrundið. Gild ástæða
virðist til að ætla, að sam-
fylking Goldwaters geti ekki
unnið sigur í kosningum. Reyni
Republikanar að treysta á hana
árið 1968, til dæmis með Nix
on á oddinum, stefna þeir sig
urmöguleikum sínum í voða,
— nema J^ví aðeins að Johnson
hafi teymt Demókrataflokkinn
út í þvílíkt kviksyndi, að hvaða
republikáni sem er getí unn
ið sigur — og það er ekki ó-
hugsandi.
Svo mikið er víst, að Demo
kratar geta ekki gert sér nein
ar vonir um sigur í kosningun
um árið 1968 með tilstyrk þeirr
ar samfyíkingar, sem Johnson
styðst nú við. í fjötrum þeirrar
flækju renna Demokratar neð
ar oa neðar hálan halla hruns
og taps.
Hvað verðpr þá ofan á?
Republikanar gætu orðið til
þess að bjarga Demokrötum.
En þeir gsptu líka borgið sjálf
um sér. Bjóði Repubíikanar
fram hægri sinnaðan stríðs-
hauk yrðu horfurnar að mun
betri fyrir Demokrata Johnsons
En draga verður í efa, að Repu
blikanar leyfi sér að hætta á
stefnustökk og fórna þannig
verulegum sigurmöguleikum í
kosningunum.
DEMOKRATAR geta ekki
reiknað með, að heimskupör
Republikana verði þeim til veru
legra bjarga. Miklu sennilegra
er, að Republikanar fylgi for-
dæminu frá 1950, þegar Demo
kratar áttu einnig í erfiðleikum
vegna óvinsæls stríðs, og til-
nefni annan Eisenhower sem
forsetaefni. Þegar grimmileg
og eyðandi styrjöld hefir geysað
í tvö ár og vanræksla og ringul
reið hefir rikt í innanlandsmál
um tvö ár í viðbót, verður ekki
svo ýkja erfitt að láta nálega
hvaða republikana sem er líta
út eins og nýjan Eisenhower.
Geta Demokratar þá borgið
sér sjálfir?
Þeir geta borgið sér með því
að binda endi á bardaga áður
en kosningabaráttan hefst iyrir
alvöru. En geta þeir þá bund-
ið endi á vopnaviðskiptín?
í framkvæmd geta Demokrat
ar bundið endi á bardaga ef
forsetinn fæst til að hætta að
reyna að sigra í Suður-Viet-
nam öllu, lætur her okkar halda
sig við þær traustu stöðvar,
sem hann er búinn að koma sér
upp, og lætur hætta loftárás
,um á Norður-Vietnam. Þetta
drægi mjög mikið úr bardögum,
ef það stöðvaði þá ekki að
heita mætti, og gætí leitt —
og leiddi sennilega — til samn
ingaviðræðna um stjórnmála-
lausn. Þá ættu Bandaríkin aftur
samleið með Sameinuðu þjóð-
unum, Sovétríkjunum, öllum
bandaþjóðum okkar i Évrópu
og páfanum.
Sá stóri galli er á þessu, ,ð
það er ekki sigur. Margir yrðu
meira að segja til að nefná það
ósigur. En mikill pieirihluti
bandarísku þjóðarinnar og all
ur þorri mannkyns teldi það ,
sigur skynsemi og velsæmis yf-
ir harðýðgi og stærilæti.
V