Tíminn - 04.01.1967, Blaðsíða 7
I
MIÐVIKUDAGUR 4. janúar 1967
TÍMBNN
6» Ir
Flestum ber saman um, að
það hafi verið einstaklega ró-
legt og friðsamt í Stór-Reykja
vík um jólin og áramótin, og
hátíðahöldin hafi haft á sér
allt annan brag en venja hef-
ur verið til síðan elztu menn
muna. Varla sást hræða á gö.t
um borgarinnar á jóladag, og á
gamlárskvöld nennti fólk ómögu
lega að vera með óspektir, all
ir voru aS horfa á sjónvarp.
Sumir rönkuðu ekki við sér
fyrr en útvarpsstjóri hafði
sagt sitt síðasta orð, og árið
var liðið í laldanna skaut án
þess að það hefði verið drukkið
út. Vísir segir í frétt, að gaml-
árskvöld í höfuðborginni hafi
aldrei verið eins rólegt og
menningarlegt. Það má víst með
sanni segja að á sínu stutta
tilveruskeiði hafi sjónvarpið
okkar hresst talsvert upp á
menninguna.
Dagskráin um hátíðarnar var
að mörgu leyti prýðisgóð, og
skemmtileg, og er það eigin
lega mesta furða, að svo fá-
mennu starfsliði liafi tekizt
að setja saman þessa löngu og
ágætu dagskrá á ekki lengri
tíma en raun ber vitni, en
óhemjuleg yinna hefur legið í
þessu, og fólkið þurfti að leggja
nótt við dag til þess að svo vel
mætti til takast. Það er alltaf
að sýna sig betur og befcur,
að sjónvarpið hefur á að skipa
mjög hæfu og duglegu starfs-
liði, en eins og við höfum áður
drepið á í þessum pistlum, er
það alltof fámennt, og ef ekki
á að ofgera því með vinnu, verð
ur að ráða þar bót á mjög
bráðlega.
Messan á aðfangadagskvöld
var mjög falleg og liátíðleg, og
uppstillingin í sjónvarpssaln-
um með mikilli prýði. Messur
eða helgistundir verða, í sjón-
varpssalnum á sunnudögum í
náinni framtíð eða þar til sjón
varpið hefur fengið tæki, sem
gerir þeim kleift að senda
beint út frá kirkjum sem öðr
um stöðum, og vonandi verður
þess ekki langt að bíða. Flutn
ingur Jólaóratoríu Bachs í
sjónvarpinu mæltist mjög vel
fyrir, enda stóðu að honum fær
ustu listamenn, og óratorían er
eitt af öndvegisverkum hins
mikla tónsnillings.
Það voru nokkuð skiptar skoð
anir um barnatímann á jóla-
dag. Skemmtilegra hefði verið
ef börnum á öllum aldri hefði
verið smalað saman í sjónvarps
sal, og þau látin eiga eðlUeg
orðaskipti við jólasveininn.
Það var líka nokkuð kátlegt að
sjá aðeins tvo drengi í öllum
þessum stúlknafans. íslenzku
jólasveinarnir hafa sætt mikl
um breytingum á undanförnum
árum. Þeir eru æ meira farnir
að sverja sig í ætt við erlend
ar fyrirmyndir, það ertil ciæm
is ekki íslenzkt fyrirbrigði, að
Guðrún Birgisdóttir dregur um sjónvarpstæki í þættinum Áramótaskaup á gamlárskvöld
jólasveinn komi í gegnum
stromp og ekki vissum við fyrr
en nú, að þeir ættu ungar og
laglegar frænkur.' Það getur
svo sem verið, að svona jóla
sveinar falli betur í kramið hjá
börnum heldur en þeir sem
em íslenzkir að ætterni, en
gömlu jólasveinasagnimar okk
ar eru svo skemmtilegar að
þær mega ómögulega fyrnast
og setja algjörlega ofan fyrir
þeim eriendu. En litla stúlkan,
sem söng fyrir jólasveininn
stóð sig alveg skínandi vel, og
gaman var að sjá hana aftur
í sjónvarpinu á gamlárskvöld-
Síðari hluti barnatímans, helgi
leikurinn í Selfosskirkju var
Börnin, sem tóku þátt í jólagleðinni í sjónvarpssal.
ljómandi góður, og þótt stuttur
væri líklega bezti liðurinn í
jóladagskránni.
Kvikmyndin ,,Koma frelsar
ans var Hstilega vel gerð og
mæltist hún hvarvetna vel fyr
ir, og ekki var nema gott eitt
um aðra þætti kvöldsins að
segja. Þáttur þeirra Odds Ólafs
sonár og Gylfa Gröndal var
prýðilegur, og væri vel, ef þeir
héldu áfram að setja saman
þætti fyrir sjónvarpið.
Dagskráin á miðvikudags-
kvöldið var fremur þunn, og
stakk óþægilega- mikið í stúf
við það sem var um jótin og
áramótin. Þátturinn frá ísafjarð
arhátíðinni var illa unninn og
illa ktipptur sem sagt hrein-
asta hörmung, og líklega það
alversta, sem sjónvarpið hefur
komið með fram til þessa.
Og þá erum við komin að
áramóladagskránni. Í-Iún hafði
margt til sins ágætis, en aðal-
máttarstó'lpinn, Stjörnuspáin,
sem tók yfir heila tvo tíma var
fjarri því að vera góð, og að
flestra dómi var það okkar 1
gamli og góði Ómar Ragnarsson,
sem bar höfuð og herðar yfir
alla aðra. Að öðru leyti var
þátturinn eins fjarri því að vera
skemmtilegur og nokkuð getur
verið, og Norðurlandadagskrá
var ekki réttnefni, því að meiri
hluti efnisins voru útþynntir
amerískir slagarar, sungnir á
amerisku. Líklega hafa margir
orðið afhuga norrænni skemmti
samvinnu eftir að hafa séð þátt
þennan. Við getum miklu bet
ur sjálf, það sýndi þátturinn
Áramótaskaup, sem var bráð-
skemmtilegur, og mæltist alls
staðar vel fyrir. Fréttaþættirn
ir, svo og inntermezzoin þrjú.
Dagskráin á nýársdag var vel
heppnuð einkum kvikmyndin
frá Grikklandi og barnaævin-
týrið. Þá skulum við sagja ski’-
ið við foriíðina og snúa okkur
að því, sem verður.
Fréttir hefjast að vanda kl.
8 í kvöld og kl. 20.20 kemur
þátturinn um Steinaldarmenn-
ina. Því næst verður sýnd hálf
tíma kvikmynd frá þjóðhátíð-
inni í Eyjum, og þá geta þeir,
sem ekki þekkja þessi merki
legu hátíðahöld nema að orð
spori, komizt að raun um, hvað
hæft er í þeim sögusögnum,
sem um þau ganga. Kl. 20.20
leikur Josifumi Kirino nokkur
létt lög á orgel, en kl. 21,30
fáum við að sjá fræðslumynd
er nefnist „Hið lifandi tré“. Hún
sýnir hvernig tréð grær og
vex og vinnur næringu úr and
rúmsloftinu og jarðveginum.
Þýðinguna gerði Loftur Guð-
mundsson, og Hersteinn Páls-
son flytur. Síðasti dagskrárlið
ur er kvikmyndin Húmar að
kvöldi með Rod Steiger í aðal
hlutverki. Þetta er sjónvarps
kvikmyndí sem hlotið hefur
mjög góða dóma og fyrir leik
sinn í henni fékk Steiger
Emmy verðlaunin árið 1964,
en þessi verðlaun eru hliðstæð
Oscars verðlaununum, en ná
aðeins til sjónvarpskvikmynda.
Dagskráriok eru kl. 22.45.
■aæn
STILLING H.F. FLYTUR í NÝTT HÚSNÆBI
rK-Reykjavík, máa«dag
30. des. sl. flutti fyrirtækið
Stilling h.f., sem starfað hefur að
Skipholti 35 í nýtt og veglegt hús-
næði í Skeifunni 11
Stilling h.f. var stofnað þ. 1. okt.
L960 Starfsvið fyrirtækisins hefir
Frá upphafi verið sérhæfing í
í hemlaiþjónustu og hafa verkefni
farið sívaxaMdi. Stofnendur voru
bræðurnir Þórður og Bjarni Júlíus
synir og er Bjarni nú aðaleigandi
fyrirtækisins og framkvæmda-
stjóri.
Þegar fyrirtækið var stofnað
störfuðu þar aðeins tveir menn,
'lmenningssími opnaður í Selási
Á gamlársdag var opnaður al-
menningssími í Seláshverfinu, stað
settur á móts við Hraunbæ 176.
Strax eftir áramótin verða opnað-
ir tveir aðrir almenningssímar í
þesu hverfi, annar verður stað-
"tfnT á móts við Hraunbæ 1, en
hinn móts við Hraunbæ 100.
Allmargir íbúar í þessu hverfi
hafa þegar fengið síma, en engin
bílastöð er í þessu hverfi og fólk
því illa statt ef það þarf að komast
í almenningssíma. Síminn kemst
í samband ef stungið er í hann
2ja krónu peningi.
en síðastliðin 2 til 3 ár hafa
starfað þar allt að 10 menn þegar
mest hefur verið. I
Kom þá að því að of lítið hús-
næði háði eðlilegri þróun. Stilling
h.f. gerðist hluthafi í Iðngörðum
h.f. 1963 sem byggðu iðnaðarhús
sem standa við Skeifuna sem
kunnugt er. Iílutur Stilling h.f.
er ca. 2000. ferm hús sem þó
er aðeins áfangi í væntanlegri
byggingu.
Sú þjónusta sem fyrirtækið
lætur viðskiptamönnum í té er
alhliða hemlaþjónusta. Bíla-
eigandi kemur með bifreið sína
að morgi og fær hana að kvöldi
í flestum tilfellum. Farið er yfir
fót og handhemil og „Power“
hemla. Ef þörf krefur eru renndar
skálar límdir og endurnýjaðir
bremsuborðar, þeir réttir af, slíp
aðar hjól og höfuðdælur og endur
nýjuð gummi í þeim eða ef þörf
krefur settar nýjar í staðinn. Yfir
j leitt allt yfirfarið sem talizt getur
nauðsynlegt.
Einnig verður í náinni Iramtið
lögð rík áherzla á varahlufaþjón-
ustu og er ætlúnin að starfrækt
verði verzlun í sambandi við verK.
stæðið sem mun aðeins verzla með
varahluti í hemla.
í stærra og fullkomnara hús-
næði vænta forsvaramenn Stilling
h.f. þess að geta veitt viðskipta-
mönnum sínum fullkomnari þjon
ustu en áður þai sem skilyrði öil
eru nú mun betri.
SERVERZLUN
í MIÐBÆNUM
Til sölu lítil sérverzlun, gott tækifæri fyrir hjón
eða tvær samhentar konur. Lítill en góður vörulag-
er. Leiguhúsnæði.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins, sem fyrst
Merkt „Sérverzlun“