Tíminn - 05.01.1967, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 5. janúar 1967
TÍMINN
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARlFLOKKURINN
Frajnkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstjjskrifstofur 1 Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrætl 7. Af-
greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur,
simi 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán. innanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h. t.
Getur álbræðsla leyst
átgerðina af hólmi ?
pað er kunnara en frá þurfi að segja, að útgerðin hefur
við mikil og vaxandi vandamál að stríða um þessar
mundir. Sívaxandi verðbólga, lánsfjárhöft og háir vextir
hafa mjög þrengt kosti hennar að undanförnu. Við þetta
bætist nú, að verðlag fer heldur lækkandi á afurðum
hennar.
Venjulegum valdhöfum myndi þykja þetta mikið vanda-
mál og einbeita sér að lausn þess. En svo er hins vegar
ekki að sjá á stjórnarblöðunum eða a.m.k. aðalmálgagm
þess. Mbl. skrifar nú dag eftir dag um álbræðsluna, sem á
að byggja í Straumsvík, og þá blessun, sem fylgi slíkri
fjárfestingu útlendinga. Menn eiga þannig að skilja, að
ekki geri svo mikið til, þótt dragi úr bátaútgerðinni, tog-
ararnir týni tölunni og frystihúsin stöðvist. Álbræðslan í
Straumsvík bæti úr þessu og jafnvel miklu meira. Það
sé því meira en ástæðulaust að hafa áhyggjur af útgerð-
inni. _ \
Það er .áreiðanlega full ástæða fyrir þjóðina að staldra
við og hugsa áður en hún tekur slíkar keriningar sem
góða og gilda vöru- Álverksmiðjan, sem í mes,ta lagi gefur
300 millj. kr. gjaldeyristekjur á ári, fyllir lítið í það skarð
sem hér mun verða, ef útgerðin dregst saman að ráði.
Engar líkur eru til þess, að hér verði unnt að halda uppi
mannsæmandi lífi á næstu árum. án blómlegrar útgerð-
ar. Hún hlýtur að verða meginstoðin undir gialdeyrisöfl-
un þjóðarinnar. Þessvegna skiptir höfuðmáli. að þannig
sé búið að henni, að hún sé rekin áf fullum krafti og bæði
útgerðarmenn.og sjómenn sýni að hér sé ekki um neitt
olnbogabarn að ræða. Sama gildir um þau iðnfyrirtæki,
eins og t. d. frystihúsin, er breyta sjávaraflanum í verð-
meiri útflutningsvörur.
Það er hættuleg trú að vanmeta sjávarútveginn og
þýðingu hans fyrir afkomu þjóðarinnar og álíta álverk-
smiðjuna í Straumsvík geta bætt allan vandann. sem af
samdrætti útgerðarinnar hlýst. En þetta er sá boðskapur,
sem nú örlar á hvað eftir annað hjá forsætisráðherranum
og er þó einkum áberandi í aðalmálgagni hans, Morgun-
blaðinu. Forsætisráðherrann opnar nú varla svo munninn
eða stingur svo niður penna, að hann tali ekki um hinn
stopula sjávarafla og ósamkeppnisfæra iandbúnað og iðn-
að fslendinga. Þetta bergmálar svo með margföldum há-
vaða í Mbl.
Við því er ekki að búast, að valdamenn, sem svona
hugsa. leggi ekki kapp á að leysa vandamál úteerðarinnar
svo að vel sé. Álbræðslan í Straumsvík er orðin svo stór
1 hugum þeirra, að þeir hafa ekki miklar áhyggjur af því,
þótt stopulir og óvissir atvinnuvegir eins og sjávarútveg-
urinn dragist saman.
En er þióðin sömu skoðunar og forsætisráðherrann og
Morgunblaðið: Heldur hún að álbræðslan geti leyst út-
gerðina af hólrrti?
Norðmenn líta ekki þannig á málið og hafa þeir bó
byggt allmargar álbræðslur tii að auka jafnvægi í bvggð
landsins. Þeir kappkosta samt ekki minna að búa vel að
sjávarútveginum. Þeir hafa nýlega samþykkt að veita
honum 720 millj. kr. í verðuppbætur á næsta ári Útvegs
menn og sjómenn fá þar stórum hærra fiskverð en hér.
Frystihúsin einnig. !
Ríkisstjórnin í Noregi lítur öðrum augum á sjávarút-
vegsmálin en ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
ERLENT YFIRLIT
Dirksen veröur mesti valda-
maöur á þingi Bandaríkjanna
Hann hefur oft reynzt vel, þrátt fyrir íhaldssemi í orði.
VALDAMESTI maðurinn á ný
kjörnu þingi Bandaríkjanna,
sem hefur störf nú rétt eftir
áramótin, verður að öllum Ik-
indum Everett McKinley Dirk
sen, formaður Reþublikana í
öldungadeildinni. í þingkosn-
ingunum í haust styrktu Repu-
blikanar verulega aðstöðu sína
í fulltrúadeildinni og munu
hinir íhaldssamari Republikan-
ar og íhaldssamari Demokratar
sennilega mynda meirihluta
þar. Engin meirilháttar mál
munu komast fram gegn and-
stöðu þeirra. Enginn maður er
iíklegur til að hafa meiri álhrif
á þessi óformlegu íhaldsfylk-
ingu en Dirksen. Hann er
hinn viðurkenndi fulltrúi íhalds
stefnunnar á þingi Bandaríkj-
anna, en hefur þó flestum öðr-
um fremur hjálpað forsetunum
til að ' oma fram ýmsum um-
bótalögum siðan hann varð for-
ingi republikana í öldungadeild
inni 1959.
Dirksen kann nefnjlega öðr-
um betur þá list að snúast og
fá aðra til að snúast með sér.
Sjaldan heldui hann snjallari
íhaldsræður en eftir að hann
hefur hjálpað til að koma frapi
einhverju máli, sem var ihaíás
mönnum ógeðfellt. Þetta næg-
ir til þess, að hann er tekinn í
sátt aftur og íhaldsmenn hylla
hann enn ákafar en fyrr.
Dirksen er mesti mæls'ku-
maður Bandaríkjaþings í göml-
um stíl. Hann notar mikið mál-
skrúð og miklar raddbreyting-
ar. Það getur verið unun að
hlusta á hann, þegar hann er
í essinu sínu. Svipaðir hæfi-
leikar einkenna hann í sam-
ræðum og er ann því maður
eftirsóttur og vinsæll, engu síð
ur hjá andstæðingum en sam-
herjum.
DIRKSEN náði kosningu tii
fuHtrúadeildarinnar 1932, þá
37 ára gamall. Margt var þá
búið að drífa á daga hans. Hann
er kominn af þýzkum ættum.
Faðir hans dó, þegar hann var
fimm ára, og varð hann ungur
að vinna fyrir sér. Hann var
nýbyrjaður á námi við háskól-
ann í Minnesota, þegar hann
var kvaddur í herinn og var
hann 17 mánuði á vígvölluhum
í Bvrópu í fyrri heimsstyrjöld-
inni. Hann hélt ekki áfram
námi eftir 'heimkómuna, held-
ur stundaði næstu árin ýmsa
. vinnu í heimabæ sínum, Pekin
í Illinois. Um skeið ætlaði
hann sér að gerast rithöfundur
og samdi um 100 smásögur,
sem engar hafa birzt á prenti,
og nokkur leikrit. Ritæfingum
sinum þakkar hann hinn mikla
orðaforða og orðskrúð, er ein-
kenna ræður hans. Snemma
hóf hann afskipti af stjórnmál-
um og kom hin mikla mælska
hans fljótt i ljós. Hann náði því
kosningu til fuiltrúadeildarinn-
ar 1932 og átti þar samfleytt
sæti í 16 ár. Árið 1948 lagði
hann niður þingmennsku sök-
um augnveiki.
Dirksen hóf þingferil sinn
með því að greiða atkvæði með
flestum umbótatillögum Roose-
velts forseta, enda þótt hann
Hverett McKinley Dirksen
væri fulltrúi íhaldssams kjör-
dæmis. Kreppan mun hafa ráð
.j miklu um þessa afstöðu
hans. Síðar tók hann að breyta
um afstöðu og varð frægur fyr
ir það að snúast í mátum. Sag-
an segir, að meðan hann sat í
fulltrúadeildinni hafi hann
snúizt 16 sinnum í ..gbúnaðar-
málum, 62 sinnum í utanríkis-
málum og 70 sinnum í land-
búnaðarmálum. Sú saga gekk
þá í sambandi við ýmis mál, að
Dirksen hafi byrjað með því
að tala allra manna bezt gegn
því, en endað með þvi að tala
allra manna bezt með því.
DIRKSEN bauð sicr fram til
öldungadeildarinnar 1950, en
honum var þá bötnuð augnveik
in. Hann náði kosningu og hef-
ur verið endurkosinn síðan.
Hann taldi sig þá íhaldssaman
mjög og hefur gert það síðan.
í samræmi við það studdi hann
l’aft gegn Eisenhower, fylgdi
McCarthy gegnum þykkt og
þunnt og studdi Goldwater ein
dregið í forsetakosningunum
1962. Þetta kom hins vegar
ekki í veg fyrir það, að hann
hjálpaði Eisenhower til að
koma fram nelztu umbótalög-
um hans, og reyndist Kennedy
oft hin mesta hjálparhella, þeg
ar öldungadeildin var í þann
véginn að fella sum umbóta-
mál hans. Þannig hóf Dirksen
í upphafi mikinn áróður gegn
sáttmála um að banna tilraun-
ir á kjarnorkuvopnum og kall-
aði ’ álla slka. viðleitni uppgjöf
og svik við’ frelsið. Þegar á
reyndi studdi hann hins vegar
mgnna bezt að því, að öldunga
deildin féllist á slíkan sáttmála.
Hann var í fyrstu mjög and-
snúinn löggjöfdnni um réttindi
svertingja, sem Kennedy bar
upphaflega fram og Jolhnson
fékk samþykkta á þinginu
1964. Um skeið hótaði hann að
bera fram 70 breytingartillög-
ur til að hindra framgang henn
ar. Ýmsar tillögur hans voru
teknar til greina, og að lokum
fór svo, að hann hélt í þinginu
beztu ræðuna til stuðnings
þess, að það samþykkti hana.
Hin endanlega afstaða hans er
talin hafa ráðið miklu um, að
hún næði fram að ganga.
Þegs má nefna fjölmörg
dæmi, að Dirksen hafi þannig
hjálpað tdl að koma fram um-
bótalögum, sem hann var bú-
inn að berjast manna mest á
móti. En hann hefur jafnan
gætt þess vel að vera áfram
stimplaður íhaldsmaður. Þess
vegna hefur nnginn maður á
síðari árum haft eins góð tök
á hinum íhaldssinnuðu þing-
mönnum republikana og. hann.
Dirksen er mjög vinsæll á
þingd og það ekkert síður hjá
andstæðingum sínum. Kennedy
hafði mjög náið samband við
hann og Jo'hnson þó enn nán-
ara. Sumir blaðamenn telja, að
Jlöhnson treysti nú meira á
Dirksen en nokkurn flokks-
bræðra sinna.
Það þykir ^nnmæli um Dirk-
sen, sem haft er eftir einum
samþingmanni hans: Sumir
þingmenn eru lakari en þeir
virðast vera, en Dirksen er
betri en hann sýnist vera.Þ.Þ.