Tíminn - 05.01.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.01.1967, Blaðsíða 8
8 TÍ6VIINN FIMMTUDAGUR 5. janúar 19G7 landbúnað Árferði. Árið 1966 var veðurfarslega óhagstætt landbúnaðinum, enda þótt veðráttan væri lang tímum saman góð frá sjónar- miði borgarbúa og þeirra, sem sjósókn stunda. Á vestanverðu landinu, allt frá fjallgarðinum milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar, vestur og suður um land, allt til Skaftafellssýslna var veturinn frá áramótum og tii vors óvenju snjóléttur. Má segja, að jörð væri þar lengst af alauð. Stillur voru óvenju langvarandi, úrkoma hverfandi iítil, en frost með mesta móti frá áramófcum fram í byrjun maí. Klaki gekk óvenju djúpt í jörð, þar eð snjór var ekki henni til hlífðar, liklega dýpra en nokkru sinni síðan 1918. Vatn fraus í vatnsleiðslum á fjölda býla til mikils baga, en affcur á móti voru samgöngur á lgndi eins auðveldar og á sum ardegi í hinum snjólausu lands hlutum til mikilla þæginda fyr ir alla og ekki sízt^mjólkurfram leiðendur. stóð gekk sjálfala 'hrossasveitum og beit nýttist einnig vei handa sauðfé hjá þeim, sem ekki hafa margt í högum og enn leggja sig eftir útbeit á vetrum, en þeim fer nú fækkandi, sem telja að það svari kostnaði að beita fé ail an éeturinn, a. m. k. þegar heý' forði er nægur. Austan og norðaustan lands var veturinn aftur á móti ó- venju snjóþungur. Þar voru sam göngur erfiðar langtímum sam an vegna snjóþyngsla og lang- varandi hagíeysur. Kom það sér sénstaklega illa fyrir bænd ur 'í þeim landshluta, því þar voru hey með allra minnsta móti vegna kals í túnum og lít illar sprettu yfirleitt sumarið 1965, enda var flutt mikið magn af heyi, um 3.200 smáléstir, til Austur- og Norðausturlandsins veturinn 1965—‘66. Það voraði seint og illa um land allt. í maí og fyrri hluta Yfírlitseríndi dr. Halldórs Pálssonar, húnaðarmálastj. ■ l' júní var veðráttan mjög köld þótt ekki væri mikið um hríð arveður. Aftur á móti voru sífelldar kuldarigningar eink- um á Suður- og Vesturlandi frá því snemma í maí og fram eftir júnímánuði. Úr- koman var óven.iu mikil, sums staðar þreföld meðalúrkoina, og kom engum að gagni, en olli margvislegu tjóni. Vegna kuldans þiðnaði jörðin litið seim ekkert í maí og gróðri mið aði mjög hægt, svo gefa þurfti lambám víðast fulla gjöf út maí og víða fram eftir júnímánuði, einkum tví- lembum. Kuldarigningarnar fóru mjög ilia með lambfé, eink um þar sem þurfti að haida fé á skjólalausum túnum fram eftir öllu vori, til þess að hægt væri að gefa ánum, þar eð gróð unlaust var í úfchaga. Lömb stóðu bjórvot í keng dag og nótt vikum saman, þótt dyngt væri í ærnar töðu og kjarn- fóðri. Vetrarúnum ám le>ð líka illa í vorrigningunum og fyrir koffl, að þær króknuðú úr kulda og vosbúð. Ég held, að ekki ætti að alrýja fullorðn ar ær að vetrarlagi, það er hættulegt og ómannúðlegt. Lömb þroskuðust óvenju illa í vorrigningunum, enda urðu dilkar rýrir eins og vikið verð ur að síðar og hvergi rýrari en á Suðvesturlandi, þar sem mest rigndi. Hin mikla úrkoma, jafnhliða því, hve kalt var og jörð þiðn- aði hægt, olli því, að víðast hvar var ekki nokkur leið að vinna jörð til sáningar, fyrr en um og eftir miðjan júní, öll vorverk drógust því á lang- inn. Veruleg brögð voni að kali í túnum, einkum í yStranda- sýslu, Suður-Þingeyjarsýslu og Eyjafirði. Þessi köl virðast þó ekki eins alvarlegs eðlis og köl- in á Aiuisturiandi árið áður. Kölnu túnin nörðanlands tóku víða verulega við sér, er leið á sumarið, og er því von um, að þau gefi nokkra uppskeru á næsta ári. Hin þráláta kulda tíð og næðingar s. 1. vetur og vor, fóru líka illa með kvist- og trjágróður, einkum sumar hinar innfluttu tegundir. í uppsveitum sunnanlands, þar sem trjágróður slapp að mestu eða öllu leyti við skemmdir í aprílhretinu 1963, fór hann mjög illa s^ 1. vor, t. d. í Hauka dal í Biskupstungum, þar sem urmull trjáa var visnaður og aldauður um Jónsmessuleytið í sumar. Því miður bendir margt til þess, að öruggara verði að treysta gróðri af innlendum upp runa en eriendum til ræktunar hér á landi, þegar eitthvað á- bjátar, þótt vonandi reynist sumt af hinum innflutta gróðri þolið. Heyskapartíð var yfirleitt hag felld og nýting heyja varð víðast hvar ágæt og hvergi slæm. Þó urðu verulegir hay- skaðar um austanvert landið, sérstaklega þó í Skaftafeilssýsl um og allt vestur undir Eyja fjöll, í ofsaveðri dagana 22. —24. júli. Heyskapur varð með allra minnsta móti í flestum sýsl um landsins sérstaklega í þeirn landshlutum, sem snjólausir voru s. 1. vetur og jarðklakinn var mestur í. Tún spruttu mjög seint vegna jarðklakans og kuldatíðar fram eftir vori og sumri. Sláttur hófst með allra seinasta móti, viða ekkj fyrr en nokkuð var liðið á júlímán uð. Víða voru tún þó mjög illa sprottin, er sláttur hófst, en sakir kulda og þurrka spratt há víðast hvar afar illa, nema þar sem allra fyrst var slegið og borið á eftir fyrri slátt. Lítið var þvj slegið af há og víða spratt hún ekki nóg tO haust beitar fyrir Kýr. Á Austurlandi vax heyfengur þó í góðu meðallagi og mun meiri en 1965 og í Austur- Skaftafellssýslu hefði orðið met heyskapur, ef ekki hefði tapazt hey í óveðrinu í júlí. Haustið var með afbrigðum úrkomulítið og hægviðrasimt sunnan og vestan lands allt til októberloka. Var það góður sumarauki, grös féllu þar seint og fé fór vel með síg fram eft ir hausti. Þó var tíðin fremur köld. Á austanverðu Norður landi var haustið fremur kal-t og nokkuð hretasamt. Kýr komu þar á fulla gjöf í októberuyrj un. Austanlands var tíðin í haust fremur óstOlt. Með byrjun nóvember spillt ist tíð og hefur veðráttan ver ið með eindæmum óstillt og erf ið síðan. Sí og æ hafa skipzt á verstu hríðarveður, hlákublot ar, frost og rok af öllum átt- um, jafnvel sama sólarhring- inn. Stöðugt bætist við snjóinn, Dr. Halldór Pálsson sem verður að svellum og ihjarni jafnóðuim vegna blot- anna. Beit hefur þvi notast illa í vetur og sums staðar hafa verið hagbönn vikum saman og nú er jarðlaust víða um land. Útilitið er því hið ískyggOegasta. Áburðarnotkun. Notkun tilbúins áburðar hef ur farið ört vaxandi á undan- förnum árum, bæði vegna þess, að túnin hafa stækkað mikið og einnig óx áburðarnotkun á hvern hektara ræktaðs iands til muna fyrir nokkrum árum. Nú bregður hins vegar svo við, *,ð áburðarnotkunin hefur ekki auk izt í hlutfalli við stækkun túna. Heildarnotkun tilbúins áburð ar áí(Sustu 4 ár hef.. verið: Úr Skelðaréttum Fosfatáburður P-O-, Kalíáburður K2O Notkun köfnunarefnisáburðar var því 3,5% meiri og kalí 5,6% meiri 1966 en 1965, en notkun fos fatáburðar var aðeins minni 1966 en árið áður. Það er varasamt að minnka notkun fosfatáburðar í hlutfalli við köfnunarefnið, því víða er mikill skortur á fosfórsýru í ís- lenzkri mold. Ég vil eindregið hvetja bændur til þess að not- færa sér þá möguteika, sem fyrir hendi eru hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins í Reykjavík og hjá Rannsóknarstofu Ræktunarfé- lags Norðuriands á Akureyri, til þess að Játa rannsaka áburðar þörf túna sinna. Héraðsráðunaut arnir eru hinir réttu aðilar, til þess að hafa milligöngu í þessu efni. Áburðarverksmiðjan i Gufunesi framleiddi a árinu 1966 22720 smá lestir af Kjarna, sem er 6,6% minna magn en framleitt var árið áður. Áburðarsaian seldi alls á árinu 53.344 smálestir af áburði, þar af 25.455 smálestir af Kjarna, 5.028 smálestir af Kalkammon salt pétri (26%N), 889 smálestir af kalksaltpét:,, 11.243 smálestir af 1966 1965 1964 1963 smál. smál. smál. smál. 10.537 10.175 10.018 9.552 5.695 5.702 5.100 4.709 3.497 3.313 3.186 2.933 þrífosfati, 5.550 smálestir af klór súru kalá og 458 smálestir af brennisteinssúru kalí. 3.500 smál. af garðaáburði og um 1.200 smá- lestir af ýmsum öðrum áburðar tegundum. Því miður hækkaði verð á tilbúnum áburði til bænda verulega frá því 1965. Verð á Kjarna hækkaði 16,4%, á þrífos- fati 18,0% og á kalí 10,3%, mið að við áburðinn kominn á bíl I Gufunesi. Uppskera og jarðar- gróði. Heyfengur var með allra minnsta móti, þegar litið er á landið í heild, víða 10—15% minn. en í fyrra, miðað við heil- ar sveitjr, en hey eru yfirleitt vel verkuð eins og áður var að vikið. Allmargir bændur reyndu að kaupa hey s. 1. s>imar, strax er þeir sáu, að eigin heyfengur yrði allt of lítill. Nokkrum tókst að útvega sér nökkuð af heyi. en öðnun ekki. Verðlag á tieyi fór stöðugt hækkandi og s. haust var það orðið tvöfalt dýrara en haustið áður. Nú mun bví nær

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.