Tíminn - 05.01.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.01.1967, Blaðsíða 6
TÍMINN / FIMMTUDAGUR 5. janúar 1967 Afkoma landbúnaðarins Framhald af b!s. 9 Nýrækt 5.043 ha eða um 20% minni en 1964 Endurræktun túna 298 ha eða um 37% meira en 1964 Grænfóðurakrar 969 ha eða um 9% minna en 1964 Plógræsi 3.603 km eða um 34% meira en 1964 Girðingar 760 km eða um 10% minni en 1964 Þurrheyshlöður 210.766 nri eða um 57% meira en 1964 Súgþurrkunarkerfi 45.634 m2 eða um 42% meira en 1964 Vélgr. skurðir 4.057.141 m2 eða um 20% minna en 1964 Mikið hefur verið unnið að byggingum í sveitum á árinu 1966 eins og að undanförnu. Ekki liggja þó enn fyrir upp- lýsingar um tegund og gerð 'byggiinganna, en lánveitingar úr Stofnlánadeild Búnaðarbank ans gefa vísbendingu um, hve miklar framkvæmdimar hafa verið. Veitt voru úr Stofn- lánadeild A-lán, þ. e. lán til bygginga útihúsa, til ræktunar og til vinnslustöðva landbúnað arins, að heildarupphæð kr. 118.467.500.00. Er það 7.707 300 kr. hærri uppihæð en 1965. Þá voru á árinu veitt úr Stofn \ lánadeild B-lán, þ. e. lán til íbúðanhúsabygginga í sveit- um, að upphæð kr. 23.984.00. Er það 6.870.000 hærri upp- hæð en B-lánin 1965. Úr veðdeild Búnaðarbankans voru alls veitt lán að upphæð kr. 3.140.000 og er það 3.324 lægri upphæð en lánuð var úr Veðdeild árið áður. Fjöldi býla: Aðeins færri jarðir voru í byggð á þessu ári en 1965. Samkvæmt upp- lýsingum landnámsstjóra var lokið við um 30 nýbýli á ár- inu, en fleiri jarðir fóru í eyði. Rafvæðing. Samkvæmt upplýsingum frá Raforkumálaskrifstofunni hafa 210—220 sveitabýli vetrið tengd við háspennulínukerfi Raf- magnsveitna ríkisins, auk þess sem allmargir aðrir notendur í sveit hafa fengið rafmaga. Einn ig er rét að geta þess, að á s. 1. óri hafa um 200 bændur raf- vætt hjá sér aðallega með dies ilstöðvum, er það um tvöföld tala miðað við fyrri ár. Nokk uð af því er þó aðeins endur- nýjun á gömlum diesil- eða vatnsaflsstöðvum. Hafa nú l ,i 3300 býli fengið rafmagr frá almenningsrafveitum og rúm- lega 1000 býli frá einkastöðvum. Það er brýn nauðsyn að koma raforku á öll byggð býli á land inu hið allra fyrsta. Á þessum framfaratímum sættir fó!k sig ekki yið að vera til langframa, jafnvel um ófyrirsjáanlegan tíma, olnbogabörn þjóðfeíagsins við miðlun þessara mestu þæg- inda, sem nútíminn hefur upp á að bjóða, raforkunai Vélakaup. Á árinu 1966 var flutt inn mikið af landbúnaðarvélum, en þó mun minna en 1965. Nú voru fluttar inn 612 nýjar hjóla- dráttarvélar og 101 notuð eða samtals 713 vélar, en það er 84 vélum færra en flutt var inn 1965. Nú voru flutt inn 451 ámoksturstæki eða 174 færri en í fyrra og 494 heykvísl ar á ámoksturstæki eða 101 kvísl færra en í fyrra. Aftur á móti voru nú fluttar inn 440 sláttuvélar eða 90 fleiri en 1965 og 148 mykjudreifarar eða 3 fleiri en í fyrra. Þá voru nú fluttir inn 394 heyblásarar en ekki nema 296 í fyrra. Mikið af þessum véla- og verk færainnflutningi ér aðeins til endurnýjunar eldri véla, sem gengið hafa úr sér, en auk þess er vélvæðingin stöðugt að auk ast og fullkomnast. Má sér- staklega nefna að fleiri ^og fleiri bændur nota nú ámokst urstæki, heykvíslar og blásara bæði til að blása heyi í hlöður og til súgþurrkunar. Tækni við heyskap er nú orðin góð hjá öllum þorra bænda, en enn skortir mjög á, að næg tækni sé notuð við skepnuhirðingu og tilfærslu búfjáráburðar. Framtíðarviðhorf. Árið 1966 var bændum mun erfíðara en árið 1965, sem var þegar litið er á landbúnaðinn í heild, ágætt ár. Verðlag á bú- vöru til bænda hækkaði til jafnaðar 10.82% á árinu 1966 miðað yið árið á undan. Tekj ur bænaa hækkúóu því m'iour ekki.í hlutfalli við þessa verð- hækkuti af eftirtöldum ástæð um: Mjólkurframleiðslan minnk aði, kartöfluframleiðslan brást hjá flestum að meiru eða minna leyti og dilkar urðu um 5% rýr ari en árið áður, en tilkostnað urinn óx ekki aðeins vegna verð hækkana, sem voru þó tilfinn anlegar, eins og t. d. á áburði, heldur einnig vegna aukinnar notkunar á ýmsum rekstrar- vörum. Efnahagur bænda er því áreiðanlega mun þrengri nú en fyrir ári síðan, þótt þeir kvarti ekki. Bændux skilja, að búskapurinn og þar með hag Uy þeirra sjálfra er og verður ávallt nokkuð háður árferðinu. Þess vegna sætta þeir sig í lengstu lög við áföll og tekju- rýrnun, sem orsakast af erfiðu árferði, þótt þeir rísi upp sem samstæð heild, finnist, þeim sér sýnt óréttlæti. Þrátt fyrir hinar miklu fram farir undanfama tvo áratugi, hina öru tækniþróun landbúnað arins, hinar árangursríku kyn bætur búfjárins, hina stórkost legu sigra á hinum skæðu inn- fluttu sauðfjársjúkdómum og mjög aukna þekkingu á því, hvernig á að rækta jörðina og fóðra búféð á sem hagkvæm astan hátt, hvíla óneitanlega skuggar yfir landbúnaðinum. Út litið er uggvænlegt í svipinn vegna árferðisins. Bændur eru margir vanbúnir að mæta fimb ulvetri eins og allt bendir til, að þessi vetur verði, vegna þess að heyfengur var lítill s. 1. sum ar, eins og áður var að vikið, og hey gáfust víðast hvar upp s.l. vor, bæði vegna kuld- anna þá og heymiðlunar. Með forsjálni og nægri kjarnfóður- gjöf ættu bændur að geta staðið af sér veturinn áfallalítiw þótt harður verði og langur, svo framarlega sem siglingar tepp ast ekki vegna hafíss. Það er bót í máli, að verð á innfluttu kjarnfóðri er nú miklu lægra en s. 1- ár, sem þakka má fyrst og fremst afskiptum Búnaðar- þings og Búnaðarfélags íslands af því máli s. 1. vetur. Afurðasölumál landbúnaðar- ins, sérstaklega vandlyvæðin á að selja fyrir viðunandi verð, þann hluta framleiðslunnar, sem flytja þarf á erlendan mark að árlega, er þó aðalvandamál landbúnaðarins og bændastétt- arinnar. Þessi vandi getur stað ið I vegi fyrir eðlilegri þróun framleiðniaukningar í landbún aðinum a. m. k. í svip. Til eru öfl í þjóðfélaginu, sem vilja að stefnt sé að þvf að fækka bændum og minnka hlut land- búnaðaritys og bændastéttarinn- ar. Þessi vandi getur staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun fram leiðniaukningar í landbúnaðin- um a. m. k. 1 svip. Til eru öfl í þjóðfélaginu, sem vilja að stefnt sé að því að fækka bænd um og minnka hlut landbúnaðar ins í þjóðarframleiðslunni. Hin sömu öfl telja einnig, að land búnaðurinn sé ein aðalorsök verðbólguþróunar í landinu. Það er rangt að kenna land- búnaðinum um verðbólguþróun ina. Samkvæmt þeirri löggjöf, sem verð landbúnaðarvara er ákveðið eftír, þá hækkar verð á landbúnaðgrvörum því að- eins, að verð á rekstrarvörum landbúnaðarins hafi hækkað og /eða vinnutekjur (nú kauptaxt ar) annarra stétta hafi hækkað. Bændur fá því sínar hækkanir eftir að allir aðrir hafa fengið hækkanir. Bændur eiga þvi ekki sök á verðbólguþróuninni, held ur gjalda hennar á þann hátt, að hún eykur stöðugt vandann á að Iandbúnaðurinn geti keppt á heilbrigðan hátt með fram leiðsluvörur sínar á erlendum markaði. Verðbólgan, sem vaxið hefur með óhuganlegum hraða að undanförnu, sérstaklega síðustu 3 árin, er höfuð orsök þess, hve aðstaða landbúnaðarins tíl að framleiða fyrir erlendan nark að hefur versnað. Á meðan verð á landbúnaðarvörum hefur því nær staðið í stað erlendis síð- ustu 5—6 árin, hefur verðbólg- an hér hækkað framleiðslu- kostnað og verðlag allt um 10—20% á ári. Allir atvinnuveg ir, sem framleiða fyrir erlend an markað, hljóta að fara í strand, ef verðbólgan fær að vaxa hér mun hraðar en í við- skiptalöndum vorum. Nú virð ist röðin komin að sjávarútveg inum. Hvað hann hefur getað staðið af sér verðbólguóráðið undanfarin ár má þakka frá- bærum aflaárum í röð. samfara ört hækkandi verðlagi á fram leiðsluve 'um sjávarútvegsins er lendis. Stöðvun verðbólgunnar og síðan skipulögð verðhjöðn- un er það eina, sem getur bjarg að afkomu "tflutningsatvinnu- veganna til frambúðar. Gildir það jafnt um landbúnað sem aðrar atvinnugreinar. sem þurfa að selja framleiðslu sína er- lendis. Skammsýnir menn eru oft fljótir til að fordæma atvinnu- greinar, sem eiga f tlmabundn um erfiðleikum einkum, ef aðr ar atvinnugreinar ganga vel á sama tíma. Vegna þess hve sjávarútvegurinn hefur staðið sig betur en landbúnaðurinn undanfarin ár við framleiðslu fyrir erlendan markað, hafa sumir talið nauðsyn að fækka bændum og skipuleggja land- búnaðinn þannig, að ekki verði framleitt meira af búvöru en þarf tíl neyzlu innanlands. Slíkt væri hið mesta óráð af eftir- töldum ástæðum. í fyrsta lagi er þjóðarnauðsyn að fram- leiða nóg af búvöru fyrir lands menn og það verður ekki gert í erfiðari árum nema vemlegur afgangur verði í góðærum. í öðru lagi er bundið mjög mik ið fastafjármagn I landbúnaðin um í mannvirkjum og ræktun, sem stendur ekki aðeins vaxta laust heldur verður ónýtt, ef jarðir fara í eyði. Það er auð- veldara að leggja bát eða loka verksmiðju um nokkurt skeið, þótt illt sé, heldur en yfirgefa vel uppbyggðar jarðir og eyði- leggja bú. í þriðja lagi er því miður engin vissa fyrir því, að ætíð gangi svo vel fyrir öðr- um atvinnugreinum, sem fram leiða til útflutnings, að ekki verði full þörf á að hafa auð- selda búvöru eina og kjöt, ull, húðir og skinn til útflutnings og gjaldeyrisöf lunar. En é meðan landbúna&irinn á í þeim tímabundnu erfiðleik um, sem hann hefur átt í sið ustu árin, með að fá viðunandi verð erlendis fyrir þann hluta búvörunnar, sem ekki þarf til innanlandsneyzlu, verða bænd ur og allir, sem að landbúnaði vinna, beint eða óbeint, að sýna fyllstu ábyrgð og haga þannig framleiðslu og fram- kvæmdum að sem hagkvæmast verði bæði fyrir bændur og þjóðfélagið, en jafnframt verða bændur að krefjast fyllsta jafn- réttis við aðra þegna þjóðf'lags ins á öllum sviðum, jafnt menn ingar- og félagsmálalegum, sem efnahagslegum. Bændur þurfa hverju sinni að beina framleiðsluaukningu inn á þær greinar, sem hag- kvæmast er að flytja út, þ. e. nú að auka sauðfjárrækt en ekki mjólkurframleiðslu, og vinna jafnframt að því að fram leiða þó næga mjólk tíl neyzlu innanlands á haustum og fyrri hluta vetrar. þegar mjólkur- framleiðslan er minnst. Bændur eiga að gæta hófs í framleiðsluaukningu í bili. Aulfin búvöruframleiðsla er ekki nú takmark í sjálfu sér, heldur hagkvæmari búvöru- framleiðsla. Að vísu veldur auk in framleiðsla oft — en ekki ætíð. aukinni hagkvæmni í bú rekstrinum. Þess vegna á hver bóndi að leggja það vandlega niður fyrir sér, hvort hag- kvæmt sé að auka framleiðsluna og þá að hvaða marki það er hagkvæmt. Búnaðarfélag ís- lands hefur nú ráðið ráðu- naut i búnaðarhagfræði, Ketil A. Hannesson, búfræðikandidat frá Edinborgarháskóla. Vona ég, að bændur notfæri sér leið- beiningar hans sem bezt. Varðandi fjárfestíngarmál landbúnaðarins, þá ber að leggja höfuðáherzlu á, eins og jafnan endranær, að auka rækt unina, þurrka landið og rækta það, rækta gras og einærar jurt ir tíl beitar eða slægna. Hvenær sem alvarlegt kal á sér stað, á að endúrvinna landið og sá í það strax annað hvort fræ- blöndu tíl varanlegs túns eða einærum gróðri, káli, höfrum eða nýgresi. Túnin mega ekki standa arðlaus. Það er verra en eiga geldfénað I högum. Hlöðubyggingar þurfa að sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum byggingum í sveitum og það þarf að byggja mjög stórar hlöð ur, sem rúma miklu meira hey en það sem bóndinn þarf í með alári. Beztí varasjóður land- búnaðarins eru heyfyrningar í góðri geymslu. Hey stórskemm ast, standi þau útt tíl lengdar, og litlu hlöðurnar taka allt of lítíð fóður, einkum eftír að súgþurrkun varð almenn. Býlum þarf ekki að fjölga í svipinn, en það þarf að spoma við því, að nothæf framtíðar- býli séu látín fara í eyði, en því miður fóru mörg slík býli í eyði í ár. Margir bændur hafa ætíð drýgt tekjur sínar með vinnu við annað en sjálfa búvöru- framleiðsluna. Það eiga þeir enn að gera, sem eiga auð- velt með það, hvort heldur ver ið er að nýta hlunnindi við- komandi búgreina eða stunda aðra arðgæfa vinnu í nágrenn inu. Það er gagnlegt að fram- leiða fleira i sveitum landsins en nautgripa- og sauðfjárafurð ir eða garðávexti. Það er blátt áfram æskilegt, að fólk, sem stundar aðra atvinnu en búskap, eigi heima í sveitum, á það við um kennara, byggingariðnaðar- menn, bílstjóra og ýmsa aðra, sem vinna pjónustu og embætt isstörf í dreifbýlinu. Svo má ekki gleyma því að ár og vötn á íslandi eru mikilsverð nátt- úrugæði, sem bújörðum hafa fylgt frá því fyrsta hér á landi. Þau náttúrugæði hafa verið og eru notuð tíl ómetan legra hagsbóta fyrir bændur, en trú mín er sú, að í náinni fram tíð eigum við eftír að stórauka not af þessum náttúrugæðum með-lax og Silungseldi, með því að bera á vötnin, með því að kynbæta laxinn og silunginn, ekki síður en búféð. Þessum málum þarf að sinna meira í framtíðinni en hingað til, þótt ýmislegt gott hafi verið gert tíl þessa. Félagssamtök bænda þurfa að taka þessi mál í sínar hendur og fá ríkið til að veita vísindalega aðstoð í þessum efn um eins og á öðrum sviðum lan^búnáðarins. Við skulum hafa það hug- fast, að við verðum að byggja afkomu okkar á því að nýta náttúrugæði landsins og sjáv arins kring um það í nútíð og framtíð og það er skylda okkar að vernda þessi náttúrugæði os auka þau með öllum tiltækum ráðum. Svo lýk ég máli mínu með því að óska þess. að hið ný- byrjaða ár reynist bændum og þjóðinni allri farsælt og gæfu rfk. «r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.