Alþýðublaðið - 25.01.1984, Page 3

Alþýðublaðið - 25.01.1984, Page 3
Miðvikudgur 25. janúar 1984 3 Allir þingmenn Alþýðuflokksins og Bandalags jafnaðarmanna biðja um skýrslu Vilja svipta leyndinni af starf- semi íslenskra Aðalverktaka Óska eftir skýrum „Framkvæmdastjóri íslenskra aðalverktaka segist engu hafa að leyna og við þessir þingmenn viljum láta á það reynaþ sagði Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður, en í fyrradag lagði hún ásamt öðrum þingmönnum Alþýðuflokksins og öllum fjórum þingmönnum Banda- lags jafnaðarmanna fram „beiðni um skýrslu“ frá utanríkisráðherra um starfsemi íslenskra aðalverk- taka. Eftirtaldir þingmenn standa að þessu máli: Jóhanna Sigurðar- dóttir, Karl Steinar Guðnason, Kjartan Jóhannsson, Eiður Guðna- son, Jón Baldvin Hannibalsson, Karvel Pálmason, Stefán Bene- diktsson, Guðmundur Einarsson, Kristín Kvaran og Kolbrún Jóns- dóttir. í greinargerð með óskum um skýrsluna frá ráðherra segir: „Á undanförnum árum hafa far- ið fram miklar umræður á Alþingi og víðar í þjóðfélaginu um starf- semi og umsvif íslenskra aðalverk- taka. í þeim umræðum hafa komið fram ýmsar ásakanir í garð fyrir- tækisins og óhætt er að segja að mikillar tortryggni gætir vegna reksturs og fjármálaumsvifa þess. Hér skulu ekki tíundaðar þær ásakanir, sem fram hafa komið, né afstaða tekin til þeirra. Tilgangur þessarar beiðni um skýrslu um mál- efni íslenskra aðalverktaka er fyrst og fremst sá að varpa ljósi á starf- semi og fjármál fyrirtækisins þann- ig að fordómalausar umræður, reistar á staðreyndum, geti farið fram um starfsemi og framtíð þessa fyrirtækis. í viðtali í Alþýðublaðinu 14. janúar s.l. við framkvæmdastjóra íslenskra aðalverktaka kom fram að fyrirtækið hefði engu að leyna en dylgjað hafi verið á ósanngjarn- an hátt um félagið. í ljósi þess og þeirra umræðna sem orðið hafa, hlýtur það að vera hagur fyrirtækisins jafnt sem ann- arra að þeirri leynd, sem verið hef- ur, sé varpað af fyrirtækinu. Hlýtur það að teljast eðlileg krafa í ljósi þeirrar einokunaraðstöðu, sem fyr- irtækið hefur, og ekki síður vegna eignarhluta íslenska ríkisins í fyrir- tækinu. Ýmsir hafa einnig gert því skóna að nauðsynlegt sé að aflétta þeirri einokunaraðstöðu sem Islenskir aðalverktakar óneitanlega hafa vegna framkvæmda á vegum varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli. Á grundvelli þeirra upplýsinga, sem hér er lagt til að utanríkisráð- herra birti í skýrslu sinni til Alþingis væri hægt að taka skynsamlegar og réttar ákvarðanir um fyrirkomulag verktakastarfsemi á Keflavíkur- flugvelli, eyða tortryggni og aflétta þeirri leynd sem hvílt hefur yfir allri starfsemi þessa fyrirtækis!1 2 3 4 5 Þingmennirnir vísa til 31. greinar laga um þingsköp Alþingis og óska eftir því við utanríkisráðherra að hann flytji Alþingi skýrslu um mál- efni íslenskra aðalverktaka svo og innflutning vegna varnarliðsfram- kvæmda og annan innflutning tengdan varnarliðinu. Þingmenn- irnir óska eftir því að í skýrslunni komi m.a. fram: 1. Hverjir eru eignaraðilar í ís- lenskum aðalverktökum, annað hvort beint eða í gegnum önnur fé- lög, og í hvaða hlutföllum. 2. Eignarfjárstaða Islenskra að- alverktaka og matsverð varanlegra rekstrarfjármuna í árslok 1982 — a) húseignir, b) bifreiðar, c) aðrar eignir. 3. Hvernig hefur húseignin Höfðabakka 9 verið fjármögnuð og hvaða starfsemi fer þar fram. 4. Heildarvelta íslenskra aðal- verktaka árin 1980, 1981 og 1982. 5. Árlegur hagnaður fyrirtækis- ins árin 1980, 1981 og 1982 og svörum við 17 spurningum viðvíkjandi starfsemi Aðalverktaka hvernig honum hefur verið ráðstaf- að. 6. Hverjar tekjur íslenska ríkisins hafa verið og eignaaukning hjá ís- Ienskum aðalverktökum s.l. ár og hvernig það hefur verið fært í ríkis- bókhaldi. 7. Stofnfjárframlag íslenska rík- isins og verðmæti eignarhluta þess í árslok 1982. 8. Hversu miklum gjaldeyri ís- lenskir aðalverktakar hafa skilað inn s.l. 5 ár, hversu háar gjaldeyris- yfirfærslur þeir hafa fengið vegna innflutningsskrifstofu fyrirtækis- ins í Bandarikjunum og hvernig háttað hefur verið skilagrein til bankanna. 9. Hvort íslenskir aðalverktakar hafa fengið umboðslaun og ef svo er hver þau hafa verið s.l. 5 ár og hvernig háttað hefur verið skila- grein til banka. 10. Hverjir viðskiptabankar fyr- irtækisins eru og hver var hlutfalls- Ieg skipting innistæðna í þeim bönkum í árslok 1981 og 1982. 11. Verðmæti tollfrjáls innflutn- ings íslenskra aðalverktaka s.l. þrjú ár, sem heimilaður hefur verið af varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins vegna eftirfarandi: a) varnarliðsframkvæmda, sem unnar eru á grundvelli verktakasamninga við varnarliðið, b) annars innflutn- ings, sem ekki er skráður á ákveðna verksamninga. 12. Upphæð umsaminna efnis- kaupa samkvæmt verktakasamn- ingum fyrir sama tímabil milli ís- lenskra aðalverktaka og varnarliðs- ins. 13. Eftirgjöf ríkisins s.i. 3 ár (fært fram til verðlags í dag) í toll- um og aðflutningsgjöldum af vél- um, tækjum og búnaði vegna verk- takastarfsemi við Keflavíkur- flugvöll. 14. Hvort' yfirvöld hafa kannað hvort innflutningur tækja, véla eða varahluta hvers konar, sem ekki eru skráð á ákveðna verktakasamn- inga, séu í samræmi við raunveru- lega þörf íslenkra aðalverktaka. 15. Hvernig háttað er eftirliti með innflutningi samkvæmt 8. gr. 6. tl. fylgiskjals með varnarsajnn- ingi milli íslands og Bandaríkjanna og hverjar hafa verið tollatekjur ís- lenska ríkisins af þeim innflutningi. 16. Verkamannakaup pr. klst. í verksamningum á árinu 1983 og starfsmannafjöldi fyrirtækisins s.l. 3 ár. 17. Utanríkisráðherra hafi áform um að breyta fyrirkomulagi verkút- boða á vegum varnarliðsins og ef svo er þá hvernig, og hvort það fyr- irkomulag verkútboðs, sem hér rík- ir, eigi sér hliðstæður við samsvar- andi aðstæður í öðrum löndum og sé ekki svo, þá hvernig því sé háttað. Þingmenn Alþýðuflokks og Bandalags jafnaðarmanna óska einnig eftir því að væntanleg skýrsla utanríkisráðherra verði tek- in til umræðu á fundi sameinaðs þings fljótlega eftir að henni hefur verið útbýtt meðal þingmanna. „Ég á von á ítarlegum og skýrum svörum frá utanríkisráðherra oe að skýrsla hans leiði margt í Ijós, sem ntönnum hefur verið hulið fram að þessu í starfsemi íslenskra aðal- verktaka," sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir, fyrsti flutningsntaður „beiðninnar um skýrslu“ frá utan- ríkisráðherra í samtali við Alþýðu- blaðið. Ávarp vegna sjóslyssins við Bjarnareyjar: Styðjum leitar- og björgunaraðila — Alþýðublaðinu hefur borist eftirfarandi ávarp: Frásagnir af slysförum birtast jafnótt og slysin verða. Öllum mun ,því kunnugt um sjóslysið við Lón í Bjarnareyjum mánudaginn 31. október 1983, þar sem 3 úr áhöfn Hafarnar SH 122 fórust. Frásagnir af því yfirgripsmikla leitarstarfi sem hefur verið innt af höndum frá þeim degi hafa ekki verið miklar. Leitað hefur verið alltaf þegar mögulegt var. Árangur leitarinnar er, að einn hinna látnu fannst og mikil þekking og reynsla hefur fall- ið þeim í skaut, sem lagt hafa fram tæki, búnað og mannafla til fjöl- þúsunda dagsverka við leit. Enginn hefur hreyft úrtölum og einbeittur hugur hefur fylgt áreynslufrekum athöfnum þar sem óbilandi kjarkur hefur fengið að reyna sig viðmis- blíðar náttúrufarsástæður. Það fjármagn, sem leitin hefur kostað er ótvírætt mikið og hefur sjálfsagt komið við sjóði þeirra björgunarsveita og einstaklinga, sem lagt hafa til tæki sín og búnað, báta sína og önnur flutningstæki. Við undirritaðir heitum því á alla velviljaða, sem lesa þetta ávarp að leggja nokkuð af mörkum til þess að styðja við veigamikil störf þeirra leitar- og björgunaraðila, sem hér eiga hlut að máli. Framlögum geta þeir, sem vilja styðja þá komið á framfæri með því að leggja inn á sparisjóðsávísanareikning nr. 2214-3 við útibú Búnaðarbanka íslands í Stykkishólmi. Auðvelt er að gera það í hvaða sparisjóði eða banka sem er með C gíró seðli. Einnig geta þeir sem vilja veita fjárstuðning þeim aðilum, sem urðu fyrir verulegri röskun á hög- um vegna slyssins á sama hátt kom- ið framlögum sínum á framfæri með því að leggja þau í sparisjóðs- ávísanareikning nr. 2215-1 við sömu stofnun. Við undirritaðir viljum reyna að skipta því sem safnast á sem réttast- an hátt milli þeirra sem hlut eiga að máli við vertíðarlok í vor. Við vænt- um að allir velunnarar björgunar- starfs og vinir Stykkishólms leggi góðu málefni lið og þökkum fyrir- fram sérhverjum sem leggur lóð sitt á vogarskálina til góðs. Guð blessi glaðan gjafara. Jóhannes Árnason sýslumaður Ellert Kristinsson oddviti Gísli H. Kolbeins sóknarprestur. 11% aukning Á árinu 1983 framleiddu Sam- bandsfrystihúsin 39.900 lestir af frystum sjávarafurðum á móti 35. 920 lestum árið 1982. F.r þetta mesta framleiðsla á einu ári til þessa. Aukningin frá fyrra ári nem- ur 3.980 lestum eða 11 af hundraði. Á 7 ára tímabilinu frá 1977 til 1983 hefur framleiðslan tvöfaldast. Á árinu 1983 jókst frysting þorsk- afurða um 14%, frysting grálúðu um 19% og frysting karfa-afurða um 6%. Benedikt 1 nógu gleðiiegar, við þurfum fyrst og fremst að reyna að ná upp þeirri kjaraskerðingu sem orðið hefur. Þannig að þetta eru engar gleðitölur" r sagði Benedikt Daviðsson, form. félags bygging- armanna,í samtali við Alþýðu- blaðið um blaðafregn þess efnis að samningar væru að takast. „Mér finnst ekki líklegt að hægt sé að ná upp kauprtiættinum eins og hann var 1982 með ein- hverju bráðabirgðasamkomu- lagi.“ — Er í þessu sambandi e.t.v. beðið eftir loforðum frá ríkis- stjórninni? „Það veit ég ekki til að verið sé að gera, en auðvitað ætti það að liggja næst ríkisstjórninni að reyna að rétta hlut þessa fólks sem einmitt hún hefur leikið svo grátt‘,‘ sagði Benedikt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.