Tíminn - 29.01.1967, Page 9

Tíminn - 29.01.1967, Page 9
SUNNUDAGUR 29. janúar 1967 TÍIMINN Þáttur kirkjunnar SJÚNVARPIÐ OG KIRKJAN Þótt ótnilegt 'sé, þá mun engin öld hafa borið orð Heilagrar Ritn ingar og áhrif kristins dóms inn á jafnmörg heimili og til jafn- margra hjartna eins og 20. öldin. Enda verður þess víða vart, þótt ekki sé frætt um svo margt í kristnum fræðum sem áður var á heimilum og skólum, að áhugi fólks í trúarefnum hefur sízt þorr ið hin síðari ár og fátt er því hugleiknara til umhugsunar, um ræðu og gagnrýni en trúmál og helgisiðir. Útvarpið hefur nefnilega kom- ið mjög í stað andaktar og helgi stunda á heimilum. Og þótt segj'a megi, að sumt af því sem það flytur fari fyrir ofan garð og neð- an hjá helzt tii mörgum, þá var nú ekki al]t í sómanum og eftir- tektin og áhuginn ekki á háu stigi við heimilisandakt og í ísköldum kirkjuhjöllum hér áður fyrr. Það muna margir, þótt nú sé helzt getið um hið jákvæða. Eins vil ég leyfa mér að fullyrða, þótt ýmis- legt þyki að prestastétt nútímans og bylgjugangur í frjálslyndi þeirra og víðsýni, þá hefur presta stéttin á íslandi varla nokkm sinni í sögu landsins verið betur menntuð né háttvísari en á þess- ari öld. Þar er vart nokkur prest- ur, sem hægt er að ásaka um drykkjuskap t.d. og eru þeir þar á undan sinni samtíð og langt um fremri en forðum daga, þegar meira að segja helztu ljósin í biskupa- og prestastétt gátu á stórum stundum drukkið frá sér vit og heiður. Slíkt mun sjáld- gæft ef ekki álgjört einsdæmi nú í prestastétt á þessari brennivíns- öld, sem allt ætlar þó að færa á kaf. En þótt útvarpið hafi borið boð skap og helgiathafnir kirkjunnar víða og kveikt ljós hans í margra hugum, þá mun þó sjónvarpið verða þar enn áhrifameira- í þjóðsögum okkar og skáld- skap er sagt frá því, að björgin opnuðust og álfakirkjur stóðu opn ar í allri sinni dýrð, undurfagur söngur og klukknahljómur barst að eyrum og fegurð nær himneskr ar guðsþjónustu blasti við augum. svo að enginn varð samur alLa stund, sem á horfði- Og i goðsögum og sálmum heiðninnar norrænu, sem íslenzk handrit og bækur varðveita er sagt frá hásætinu Hliðskjálf það- an, sem sást um heim ailan. Nú er þetta orðið að veruleika. Sjónvarpið opnar slíka heima, svo að undur og stórmerki blasa við augum, og fegurri klukknahljómur og söngur berst að eyrum, en nokkur álfasöngur gat orðið nokkr um íslenzkum smalamanni j Álfa- staDa eða Hulduhömrum. En vandi fylgir vegsemd hverri Nú er að standa sig og gera þetta t eins guðdómlegt sem verða má. ekkert má til spara, enginn kasta til huga né höndum. Umfram allt má ekki ganga oí langt í uppgerðarhátíðleika eða helgislepju. Þarna þarf að nota tækifærið til að koma til fólksins þar sem það er, og eins og það er. Engin rakalaus mærð löngu úreltra húspostillná má vera á boð stólutn. Þarna verður að taLa mál, sem fólkið skilur og um það, sem því brennur í huga. Þannig kenndi Kristur, þannig braut hann brautina. Og eins er með sönginn. Það þarf fjölbreytni, feg urð og léttleika. Þar þarf að læra af söng og söngaðstöðu trúar- flokkann*. Söngur Fíladelfíufólk* Eramhaiíi » ■.„* EgiJI 'Friðleifsson söngkennari sýnlr börnunum hið gamla fslenzka hljóðfæri Langspil, og skýrir frá þvL sWMUMMaMMWMaMnaMMBilliHaWMMMMMHMMHMaM \ — Þetta er í rauninni ósköp einfalt mál. Eg hef hérna úr- vals stereogrammófón og hljómplötur, og j siambandi við hvert verk, sem ég leik fyrir börnin reyni ég að finna leik eða sögu til að vekja at- hygli þeirra. Ég leik aðeins mjög stuttan kafla í senn til að ofþreyta þau ekki, því að svona ung börn geta ekki ein- beitt sér að slíku lengi í einu. Við höíum líka aðeins einn söngtíma í viku, og margt annað þarf að gera. — Hvers konar tónlist er það einkum, sem þú leikur fyr- ir bömin? betur þegar út í alvöruna er komið en páfagaukslærdómur- inn, sem alltof lengi hefur verið tíðkaður í íslenzkum, barnaskólum. Það verður ef- laust haldið áfram á þessari braut í skólanum, og vonandi líður ekki á löngu, þar til aðrir skólar taka þessar að- ferðir upp líka. gþe- — Það er mjög fjölbreytt, Brahms, Bach, Beethoven og Moaart, jafnvel Bartók og Stra vinski, þeir eru mjög vinsælir hjá bömunum, en þau era jafnvel móttækilegri fyrir stríðum og krassandi tónum en mildum langlínum. — Það er auðvitað alltaf mjög misjafnt, hvað börn hafa gaman af tónlist. Haukur Helgason skólastjórl og fer eftir bekkjum. Eg hef látið þau taka 5—6 á ári, eða 1—2 í hverri lesgrein. Til þessa höfum við verið nokkuð deig við að taka þetta form upp við kennslu í kristnum fræð- um, en erum þó farin til þess núna. Það tekur börnin eina eða tvær vikur að vinna að hverju verkefni og þau leggja sig yfirleitt öll fram um að leysa þau sem allra bezt af hendi af einskærum áhuga og metnaði, því að þau eru lát- in lesa þetta fyrir bekkjarfé- Lagána. Ef einhverjum tekst sérstaklega vel til, er hann sendur út um aðra bekki og látin kynna þar verkefni sitt. — Finnst ykkur betri náms- árangur nást með þessum kennsluaðferðum? — Það er hæpið að fullyrða nokkuð um það, en óhætt er að segja, að hann sé sízt lak- ari en þar sem gamla formið á skrifstofu sinni. er viðhaft. En það er ekki alltaf námsárangurinn, sem mestu máli skiptir, heldur sjálf stæð vinnubrögð og aukin tækni, og í þeim efnum hefur okkur fundizt mikið spor hafa náðst í rétta átt með tílkomu þessara nýju kennsluaðferða. Börnin hafa sýnt stórum meiri áhuga á náminu en almennt gerist, og með því að taka sjálf þátt í kennslunni og æf- ast í framsögn verð þau frjáls leg og ófeiminn. ^ Tónlistin er afar þroskandi. Og ekki var hægt að kveðja skóLann án þess að hafa tal ;af hinum vinsæla söngkennr ara, Agli Friðleifssyni, er kenn ir litlum krökkum að meta sinfóníur og önnur tónverk, sem mörgum fullorðnum þykja næsta tormelt- — Hvernig ferðu eiginlega að þessu, Egffl? — Það er rétt, en öil börn hafa gaman af sögum, og ef maður getur tengt þær tón- listinni, svo a3 vel fari, vakn- ar áhugi barnanna. Þau eru furðulega nösk að finna eitt- hvað út úr tónlistinni og gefa mér oft skemmtilegar hug- myndir, en til þess að þetta megi takast verð ég að leitast við að setja mig inn í hugar- heim barnanna. — Það stendur ykkur vita- skuld mjög mikið fyrir þrifum, að geta aðeins haft einn tón- listartíma á viku? — Já, það er mjög baga- legt, söngtímarnir þyrftu að minnsta kosti að vera tveir ef ekki þrír á viku fyrir hvern bekk. Það er staðreynd að tón- list er hverjum einstakling þroskandi á marga lund, eink- um félagslega þroskandi. Ég hef þá trú að í framtíðinni verði lögð meiri rækt við kennslu í tónlist, og listgrein- um yfirleitt en verið hefur. Fái bamið í sig neista hinna gömlu meistara, endist hann því alla ævi. Það væri fróðlegt að kanna það að nokkrum árum liðnum, hvori gamlir nemendur úr Öldutúnsskólanum hafa ekki lengi búið að því veganesti, sem þau hafa fengið fyrstu skólaárin. Það hljóta allir að sjá að aukin námstækni og vinnubrögð gagnar börnunum Öldutúnsskóli er líklega fyrsti barnaskólinn á landinu, þar sem steruplötuspilari er notaður viS tónlistarkennsluna. { söngtímun um fá börnin að hlusta á fúgur Bachs, sinfóníur og sálumessur, og hafa þau af þvi mjög mikla ánægju.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.