Tíminn - 29.01.1967, Síða 14
SUNNUDAGUR 29. janjíar 1967
14
TÍIWINN
TAPAR MAO?
Framhald af bls. 16
hafði ekki tekizt að losa sig við
andstæðinga sína. Liu Shao-chi og
Teng Hsio-ping (sem Mao þótti
nú grunsamlega „volgur") voru á-
fram í embættum sínum. Þúsundir
embættismanna um allt Kínaveldi
á’ttu störf sín þessum tveim mönn
,um að þakka — og sýndu þeim
nú tryggð sína í staðinn.
Enginn sá þetta ljósar en Mao
sjálfur. Og þar sem hann gat ekki
koimið pólitískum áfonmum sínum
í gegn innan flokksins, neydist
hann til þe.ts að leita nýrra að-
ferða utan flokksins. Og hann fann
svarið í þeim hópi landsmanna
sem hann hafði einmitt mestan
áhuga á að innhlása byltingareldi
með'al þeirra 375 milljóna Kín-
verja, sem voru undir 20 ára aldri.
Og því var Það, að Rauðu varðlið
arnir komu í heiminn bjartan sól
ríkan sumardag á „Torgi hins himn
eska friðar“ æpandj slagorðið:
„Lærið byltingu með því að gera
byltingu“.
Með alla skóla lokaða og 22 millj
ónir ungra Rauðliða þrammandi
um IandiS, horfði þjóð, sem\ um
aldaraðir hafði verið kðnnt að'
virða hið forna, furðu lostin á þlð
hvernig landi þeirra var breytt í
samfellda niðurrifsmartröð. Rauðu
varðliðarnir tóku að eyðileggja allt
sem hægt var að tengja við fortíð
ina. í hópum gengu þeir um götur
rifu niður spjöld fyrir framan
„borgaralegar" verzlanir, breyttu
nöfnum á strætum og verzlunum,
klipptu hár stúlkna, sem höfðu
fengið sór „permanent" og réðust
miskunnarlaust á alla þá, sem
reyndu að stöðva vandalismann.
Brátt tók reiður fjöldinn að
veita viðnám. Handalögmál voru
tjð um allt Kínaveldi, og oft var
skýrt frá mannslátum í sambandi
viB átökin. Spennan óx og íbúarn
ir biðu kvíðafullir eft!r því, hvað
næst mundi gerast.
Er árið 1966 var að líða undir
lok, varð Ijóst, að Mao og menn-
ingarbylting hans hafði ekki náð
þeim árangri, sem hann hafði ætl
azt.til. Hann hafði rekið ráðamenn
ina í Peking og sett „trygga" fylg
ismenn sína þar í staðinn í valda-
stól — en þessir nýju ráðamenn
sýndu ekki of mikinn áhuga á
hinu pólitíska „stóra skrefi“ Maos.
í öðrum borgum voru leiðtogar,
sem fordæmdir höfðu verið, kyrr
ir í stöðurn sínum. Efnáhagslífið
ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR
úr haroplasti: Format ínnréttingar bjóða upp
á annað hundrað tcgundir skópa og litaúr-
val. Allir skópar mcð baki.og borðplata sér-
smíðuð. Eldhúsið fæst með hljóðeinangruð-
um stólvaski og raftækjum af vönduðustu
gerð. - Sendið eða komið mcð mól af eldhús-
inu og við skipuleggjum cldhúsið samstundis
og gcrum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag-
stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn
í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag-
stæðra greiðsluskilmóla og
lækkið byggingakostnaðinn. JRc*f^eki
HÚS & SKIP hf. tAUGAVCG
I II • 5IMI 215 15
lækningastofan flutt
Hef flutt lækningastofu mína í VESTURBÆJAR-
APÓTEK. Viðtalstími 2—4 daglega, nema laugar-
daga, sími 22664.
Björn Þ. Þórðarson, læknir 1
sérgrein: háls- nef- og eyrnasjúkdómar.
Jarðarför sonar okkar og bróður
Björns Sævars
fer fram frá Fossvogsklrkju, þriðjudaginn 31. janúar kl. 3 e. h.
Kristjana Þorsteinsdóttir,
Ólafur Sigurðsson
og systur .
Móðir okkar _
Ingibjörg Pétursdóttir
verður jarðsungin frá Frikirkjunni í Reykjavík mánudaginn 30.
þ. m. kl. 1,30 e. h.
Ásbjörg Ásbjörnsdóttir,
Laufey Ásbjörnsdóttir,
Guðmundur Ásbjörnsson.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir,
Halldór G. Benediktsson
skipstjóri, frá Hnífsdal
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. janúar kl.
10,30 árdegis. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlega af-
beðin, en þeim sem vildu heiðra minningu hins látna er bent á
Slysavarnafélaglð.
Fyrir hönd annarra ástvina,
Gréta Molander,
Benedikt iHalldórsson, Þórunn Guð-
jónsdóttir.
i var smám saman að stöðvast vegna
árása Rauðu varðliðanna. Og Lta
\bao, aldraður og frekar óásjálegur
W r tæplega sá vinsæli áróðursmað
ur, sem Mao þurffi að hafa við hlið
sér á svölunum við „Hlið hins
himneska friðar“. En hverjum öðr
um göt Mao treyst?
Er ljða tók á veturinn, kom eigin
kona Maos fram í sviðsljósið eftir
þriggja áratuga vist í skugganum.
Þessi fyribærandi leikikona, sem
fengið hafði fáein aukahlutverk í
leikhúsj einu í Shanghai, hóf
brátt að formæla öllu, seim fyrir
var, allt frá flok'ksleiðtogunum í
Pekmg til „Rock ‘n‘ Roll, jazz og
nektardans“ — þótt ætla megi, að
nektardans hafi ekki sézt í Kína
uín árabil. Frú Mao — eða Chiang
Ohing, eins og hún heitir — var
áköfust, er hún réðist á þá konu,
sem lengi hafði keppt við hana og
haft betur í baráttunni um sæti
æðstu konu landsins — hina yngri
og laglegri frú Liu Shao-chi. Lýsti
hún því yfir, að frú Lki væri
„skækja“ og rnesti þjófur þjóðar
innar.
Samfara því, að veldi frú Mao
fór vaxandi, harðnaði starfsemi
Rauðu varðliðanna. Peng, fyrrver-
andi borgarstjóri, var rifinn fram
úr rúmi sínu ,um nótt og neyddur
til að lítillækka sig fyrir frarnan
100.000 Rauða varðliða á íþrótta-
leikvanginum í Peking. Og í fyrsta
sinn var Liu Shao-ehi fordæmdur
opinberlega. En þýðingarmest af
öllu var, í lok ársins tók Mao það
áhrifarjka skref að senda Rauðu
varðliðana inn í allar skipasmíða-
stöðvar, kornmyllur og verksmiðj-
ur í Kína.
En Ijóst var, að Mao hafði færzt
meira í fang en hann var maður
til. Jafnvel áður en hann hafði
skipað svo fyrir, að menningarbylt
ingin skyldi ná til „verksmiðja,
námufyrirtækja og landbúnaðar-
svæða“, höfðu Rauðir varðliðar
lent í átökum við verkamenn, sem
voru ákveðnir í að verja afkomu-
möguleika sína. Þegar í nóvember
er Rauðir varðliðar réðust inn í
etóra verksmiðju í Peking, tóku
verkamennirnir á móti þeim og
köstuðu þeim yfir garðinn um-
hverfis verksmiðjuna og út á
götu.
En áhrifaríkasta aðferð andstæð
inga Maos var líklega sú, að láta
verkamennina fá peninga úr sjóð-
um fyriirtækjanna og senda þá
til Peking undir því yfirskyni, að
þeir ættu að kynna sér reynslu
byltingarinniar þar og miðla af
eigin þekkingu á því sviði. Þeg-
ar þúsundir slíkra verkamanna
héldu til Peking, á meðan verk-
smiðjurnar stóðu mannlausar, st^ð
landið andspænis algerri stöðvún
í atvinnulífinu. Kom því í ljós, að
enn einu sinni bafði andstaðan
neytt Mao út í horn, og að í and-
stöðunni voru þeir tæknimenn og
embættismenn, sem áttu stöðu
sína Liu Shao-chi að þakka.
í síðustu viku varð Ijóst, . Mao
hafði neytt allra ráða — nema
valdbeitingar af hálfu hersins —
og samt sem áður ekki náð til-
gangi sínum. Flestir flokksleiðtog-
ar um allt Kínaveldi höfðu verið
fordæmdir á spjöídum Rauðu varð
liðanna — en samt sem áður héldu
þeir embættum sínum. Allip ráð-
herrar — þar á meðai Chou En-
lai, forsætisráðherra, og Chen Yi
utanríkisráðhema, — höfðu orðið
fyrir árásum, varðliðanna, og
sömuleiðis Tao Chu, sem aðeins
sex mánuðum áður hafði verið
gerður fjórði valdamesti maður
landsins — af Mao sjálfum. Og
sú staðreynd, að Lin Piao hefur
ekki verið i sviðsljósinu um nokk-
urn tíma, leiddi til orðróms um, að
ef til vill væri hann einnig á leið
í ónáð.
Hin mikla spurning var því:
Mundi Mao næst snúa sér að hern
um? Þótt Ijóst væri, að lierinn
gæti auðveldlega barið niður
óánægða verkamenn, en jafn ljóst
var, að slíkt gæti auðveldlega
leitt til víðtækra blóðsúthellinga.
Sérfræðingar í málefnum Kína
eru þess fullvissir, að herinn sé
síðasta tromp Maos. En er tromp-
ið nógu sterkt? Vitað er, að Mao
er ekki lengur svo hrifinn af
,,hseinsun“ þeirri, sem Lin Piao
fnamkvæmdi í hernum, og margt
bendir til þess að herinn sé klof-
inn í afstöðunni til menningar-
'byltingarinnar.
Nýr vitnísburður um slíkt eru
þær fregnir, sem borizt hafa um
átök hersins og stuðningsmanna
Mhos í norðurhluta landsins og
víðar. En þótt Mao hafi ef til vill
yfir að ráða mestum hluta hers-
ins, getur hann þá fengið sig til
þess að beita honum — og eyði-
leggja þannig. mikinn hluta Hfs-
verks síns?
En menningarbyltingin mun
vafalaust halda áfram — þangað
til annar hvor aðilinn gefur eftir.
Sérfræðingar í málefnum. Kína
virðast þeirrar skoðunar, að Mao
verði undir að lokum — nema þá
að hann beiti hernum. Það yrði
lí'ka ósigur fyrir Mao, ef „Mikoyan'
Kína“ — Chou En-lai — yrði
næsti leiðtogi Kína. En það yrði
þó alltaf eins konar málamiðlun,
og ekki ólíklegri en margt annað,
því að Chou kann að fljóta milli
skers og báru, og hefur venjulega
endað í hærri valdastöðu eftir
hver átök.
HÚSBYGGJENDUK
Smíðum svefnherbergis-
og eldhúsinnréttingar
S í M I 32 2 52
HÖGNI JÓNSSON
Lögfræði- og fasteignastofa
Skólavörðustíg 16,
sími 13036
heima 17739.
*-elfur
Laugavegi 38.
Skólavörðustíg 13
ÖTSALA
Veitum mikinn
afslátt af
\ -
margs *onar
fatnaði.
Notið tækifærið
og gerift góð
kaup.
v
REGNKLÆÐI
handa börnum og fullorðn-
um, sem haldast mjúk (létt
og traust) viðgerð fyrir lít-
inn pening, ef eitthvað bil-
ar. Afsláttur gefinn.
VOPNI
Aðalstrætj 16.
Massey Ferguson
DRÁTTARVÉLA-
OG GRÖFUEIGENDUR.
W
Nú er rétti tíminn til að
láta yfirfara og gera við vél
arnar fyrir vorið.
Massey Ferguson-viðgerða-
þjónustu annast.
I
VÉLSMIÐJA
EYSTEINS LEIFSSONAR
H. F.
Síðumúla 17.
Sími 30662.
HÚSBYGGJENDUK
TRÉSMIÐJAN, -
HOLTSGÖTU 37,
framleiðir eldhúss- og
svef n herberg isi nnrétti nga r
Jarl Jónsson
lögg. endurskoðandi
Holtagerði 22, Kópavogi
Sími 15209
Björn Sveinbjörnsson
hæstaréttarlögmaður
Lögfræðiskrifstofa,
Sölvhólsgötu 4,
Sambandshúsinu, 3. hæð
símar 12343 og 23338. j
LEÐUR — NÆLON OG
RIFFLAÐ GÚMMÍ.
Allar sólningar og aðrar
viðgerðir afgreiddar með
stuttum fyrirvara.
Skóvinnustofan
Skipholti 70
(inngangur frá bakhlið.)