Alþýðublaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. mars 1984 3 Kýrnar verða tölvustýrðar „Kjarnorkuvopit og samskipti risaveldanna Út er komiö fjórða ritið í ritröð Öryggismálanefndar um öryggis- og alþjóðamál. Ritið ber heitið „Kjarnorkuvopn og samskipti risaveldanna" og er höfundur þess Albert Jónsson. Kjarnorkuvopn skipa stóran sess í samskiptum risaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, og gegna ráðandi hlut- verki í því öryggiskerfi, sem koma á í veg fyrir átök milli þessara aðila. Af þeim sökum hafa kjarn- orkuvopn og samskipti risaveld- anna löngunr verið mönnum ofar- lega í huga og að undanförnu hafa þessi mál leitt til meiri og víðtæk- ari umræðu en áður. í riti því sent hér birtist er gefin innsýn t öll helstu atriðin í stefnu og þróun kjarnorkuvígbúnaðar rísaveld- anna, yfirlit yfir áhrif og hlutverk kjarnorkuvopna í samskiptum þeirra og lagt nokkurt mat á stöðu mála um þessar mundir. I ritinu er fjallað um eðli og eyðingarmátt kjarnorkuvopna og gerð grein fyrir kjarnorkuher- styrk risaveldanna. Annars vegar er rætt um hinn langdræga eða svonefnda strategíska herafla, uppbyggingu hans og skiptingu í einstaka hluta og stöðuna á milli risaveldanna í vopnum af þessu tagi. Hins vegar er greint á svipað- an hátt frá kjarnorkuheraflanum í Evrópu. Einnig er útskýrð merk- ing þeirra herfræðilegu hugtaka og fyrirbæra, sem legið hafa til grundvallar fræðilegri umfjöllun um kjarnorkuvopn og samskipti risaveldanna. Ennfremur er gefið sögulegt yfirlit yfir samskiptin og áhrif kjarnorkuvopna og átaka sín á milli. Hér er fjallað um hvernig notkun kjarnorkuvopna hefur ekki verið talin geta þjónað pólitiskum markmiðum, tak- markað gildi tölulegra yfirburða þegar kjarnorkuvopn eru annars vegar og hvort munur hafi verið á kjarnorkuvopnastefnu risaveld- anna og afstöðu þeirra til kjarn- orkuvopna. Einnig er greint frá þeim tilfellum þegar alvarlegir árekstrar eða hættutímar hafa orðið í samskiptunum og hvaða ályktanir megi draga af þeim unr áhrif kjarnorkuvopnanna á hegð- un risaveldanna. Loks er spurt hvort líkur séu á því að bilanir í tækjabúnaði geti hrint af stað kjarnorkuátökum. Þá er rætt um þær breytingar, sem orðið hafa í kjarnorkuvopna- stefnu risaveldanna á undanförn- um árum í átt til vaxandi áherslu á viðbúnað fyrir takmarkað kjarnorkustríð, og orsakir þess- ara breytinga. Hér er einnig rætt nánar um stöðuna i Evrópu, kjarnorkuvopnastefnu Atlants- hafsbandalagsins og ákvörðun þess um að koma fyrir nýjum kjarnorkuvopnum í Vestur- Evrópu. Síðan er greint frá þróun kjarnorkuvígbúnaðarins, nýjustu vopnunum í heraflanum og þeim sem eru að korna fram á sjónar- 1 sviðið. Ennfremur er fjallað um hlutverk fjarskipta- og stjórn- kerfa, undirbúning fyrir gagnkaf- bátahernað og getu hvors aðila á því sviði og loks um eldflauga- varnir, þ.á.m. um hugmyndir um að koma upp varnarkerfum í geimnum. Að lokum er spurt hvaða áhrif sú þróun geti haft, sem orðið hefur í stefnu og víg- búnaði risaveldanna, og hvort ætlá megi að kjarnorkuátök þeirra í milli hafi orðið liklegri af hennar völdum eða ekki. Ritið er til sölu í bókaverslun- um og það má einnig fá í póst- kröfu frá Öryggismálanefnd, Laugavegi 170, Reykjavík. Amnesty International — fangar mánaðarins:_ Hoang Cam sendi dóttur sinni ljóð sín Á síðustu árum liefur átt sér stað víða erlendis bylting í fóðrun búfjár með aðstoð tölvunnar. Sérstaklega hefur þróunin orðið ör í alifugla- ræktuninni, en nú eru kúabændur óðum að taka þessa tækni í sína- þjónustu segir í fréttabréfi upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. Islenskir bændur, sem fóru í bændaferð á Smithfield landbún- aðarsýninguna í London í vetur heimsóttu mjólkurframleiðanda nokkuð fyrir utan borgina. Þessi bóndi var með mjög fullkomna stjórnun á fóðrun mjólkurkúa, með aðstoð tölvu. Allar kýrnar voru með hálsbönd, á þeim var smátæki þar sem númer kýrinnar var skráð. Þegar kýrnar eru svangar fara þær að opi, en standa jafnframt á vog, þær stinga höfðinu inni í opið og með geisla er númer kýrinnar komið til tölvunn- ar. Þá hefur boðum um vigt kýrinn- ar verið komið til skila einnig og um Ieið er gerð úttekt á því hvað kýrin johii Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér skáld- söguna MÝS OG MENN eftir John Steinbeck í þýðingu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Þessi stutta skáldsaga er einhver frægasta bók Steinbecks og hefur tvisvar verið kvikmynduð síðan hún kom fyrst út árið 1937. Síðari kvikmyndin var sýnd í íslenska sjónvarpinu fyrir skömmu. Leikritagerð samdi höfundur einnig af bókinni og hefur hún ver- ið sýnd víða um heim, m.a. hér í Iðnó. Þýðandinn Ólafur Jóhann Sigurðsson segir um bókina í eftir- mála við þessa útgáfu hennar: „Skáldsagan Mýs og menn gerist í landbúnaðardal í Suður-Kaliforníu á þeim árum sem hún var samin, 1936-1937, það er að segja í krepp- unni miklu, sem enn i dag er iðulega vitnað til. Hún bregður öðrum þræði upp mynd af farandverka- mönnum á búgarði, sem eru af ýmsum ástæðum lausir í rásinni, flækjast stað úr stað einkum og sér í lagi fjallar hún um vináttu tveggja gerólíkra manna. Annar þeirra er tröllvaxinn heimskingi, eða réttara sagt hálfbjáni, og rammur að afli, en hinn andstæða hans, grannur og lágvaxinn, skynugur maður og trygglyndur, sem leggur sig í fram- króka til að vernda vin sinn risann og forða honum undan afleiðing- um af sífelldum aulapörum hans, þar eð hann veit, að þau koma hvorki til af mannvonsku né glæpa- hneigð, heldur af áskapaðri vönt- un. Gildur þáttur í sögunni er vonardraumur þessara manna um að eignast lítið býli, öðlast rótfestu, öryggi og lífshamingju í skauti nátt- úrunnar." Arnarflug 1 vandi þessara félaga stafar meðal annars af þeirri staðreynd, að í 240 þúsund manna þjóðfélagi er ekki rúm fyrir tvö áætlunarflug- félög. Núverandi forsætisráð- herra hefur sagt, að samkeppni þessara tveggja félaga yrði þjóð- inni til góðs. Vera má, að fargjöld hafi eitthvað lækkað, en þjóðin greiðir þetta allt á endanum, þegar í nauðirnar rekur og sam- keppnin hefur gert hugsanlegan hagnað að engu. á að fá mikið af fóðurbæti. Skammturinn miðast við þunga og nythæð deginum áður, eða undan- farna daga. Þá er eftirleikurinn auðveldur, nú skammtar tölvan kjarnfóðrið, sem geta verið t.d. þrjár mismundandi tegundir. Það dettur niður í fóðurtrogið 'A af dagskammtinum. Þegar kýrin hef- ur lokið við að éta þá fær hún ekki næsta skammt fyrr en eftir 3—4 tima. Bóndinn sem heimsóttur var taldi ekki ávinning af þessari tækni fyrr en fjöldi mjókurkúa væri kom- inn nokkuð yfir 100. Jafnframt upplýsti hann að tölvusérfræðingar hefðu mestar áhyggjur af eina veika hlekknum í kerfinu, sem væru kýrnar. í fjósinu á Læk i Hraungerðis- hreppi er tölvustýrð fóðrun og hef- ur gefist vel. Fleirri bændur hér á landi hafa hug á að koma upp slíku kerfi, enda er það nokkuð öruggt að íslenskir bændur koma til með að tileinka sér þessa tækni á næstu árurn. Frumvarpið 1 Þá bendir Jón á, að breytingar sem nefndin telur koma til greina á lögum um veðdeild Búnaðarbank- ans verði tvö minniháttar atriði. I fyrsta lagi að hækka veðsetningar- hlutfall úr 60% í 75% af virðingar- verði fasteignar. í öðru lagi að heimila ábúendum ríkisjarða „að veðsetja ábúðarjarðir sínar til tryggingar lánum“, vegna ódeilan- leika veðréttar á lögbýlum, enda eigi leiguliðar annars nægar veð- hæfar eignir. Hefur Jón Baldvinn flutt, ásamt’ Guðmundi Einarssyni, frumvarp varðandi þessi atriði, sem gengur út frá því að í stað þess að fara ofan- talda leið verði fremur lögum um veðdeild B.í. breytt til samræmis. Er þar gert ráð fyrir því að ef um lánsfé er að ræða skuli útlánakjör vaxta- og verðtryggingar eigi vera lægri en á aðfengnu lánsfé, að við- bættri 0.25% þóknun til veðdeild- ar. Að ráðherra verði heimilt að leyfa ábúendum ríkisjarða að veð- setja ábúðarjarðir sinar til trygg- ingar lánum, enda nægi eignir við- komandi ábúenda í mannvirkjum eða öðrum tryggingarhæfum eigm um, en að ekki megi lána nema gegn 1. veðrétti og aldrei yfir 75% virð- ingarverðs fasteignar, en þó verði heimilt að taka gildan 2. veðrétt ef opinberir sjóðir einir eiga forgangs- veð og lánin samanlögð eru innan 75% virðingarverðs. í nefndaráliti sínu um frumvarp- ið um Iausaskuldir bænda bendir Jón ennfremur á að í því er hvergi vikið að kjarna málsins, sem er fjármögnun skuldbreytingarinnar, þrátt fyrir langan meðgöngutíma. Það vanti endanlegar upplýsingar um fjölda umsækjenda um skul- breytingu, um heildarupphæð fyrirhugaðrar skuldbreytingar, um upphæð nýrrar lánsútvegunar til þess að standa undir 30—40% „út- greiðsluhlutfalli" og.um hvaða kjör á „reiðufjárhluta11 lánanna lána- drottnar sætta sig við til að taka við , bréfunum. Bent er á, að það sem Alþingi þurfi fyrst og fremst að taka af- stöðu til sé fjárútvegunin sjálf, en að því er hvergi vikið í frumvarpinu og benda allar líkur til þess að hún verði í formi nýrra erlendra lána, þar sem áætlanir ríkisstjórnarinnar um Iánsfjáröflun á innlendum lána- markaði hafa þegar brugðist. Þá er minnt á að veðdeildin er ekki aflögufær, því upplýst hefur verið að höfuðstóll hennar sé nei- kvæður um ca 20 milljónir króna. Niðurstaða Jóns Baldvins er að málið verði afgreitt með rökstuddri dagskrá: Þar sem veðdeildinni er lögum samkvæmt „heimilt að gefa út bankavaxtabréf og veita lán gegn veði í fasteignum, þ.m.t. að breyta lausaskuldum bænda í föst lán ef næg veð eru fyrir og um semst um lánstíma og greiðslukjör rnilli lána- drottna og skuldunauta, og sérstak- ar lagaheimildir af þessu tilefni þar af leiðandi óþarfar, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá". Hoang Cam er 63 ára gamall. Hann er Ijóðskáld, fyrrverandi skæruliði og meðlimur Kommún- istaflokks Viet Nam. Þegar landið var undir stjórn Sumaráætlun millilandaflugs Flugleiða tekur gildi 25. mars næst komandi. Ferðatiðni til Evrópu- landa verður svipuð og síðastliðið sumar, en ferðum fjölgað til Banda- ríkjanna. Til Luxemborgar verða 14 ferðir í viku með DC-8-63 þotum, sem rúma 249 farþega. Til Kaupmanna- hafnar verða 10 ferðir í viku og sex til London. Þá verða fjórar ferðir í viku til Oslóar og Stokkhólms, þrjár til Glasgow og tvær til Frank- furt. Ennfremur tvær til Færeyja, en vikulega verður flogið til Parisar, Gautaborgar og Narssarsuaq. I þessum ferðum verða notaðar Boeingþotur Flugleiða sem taka 131 og 164 farþega, nema til Færeyja. Því flugi er haldið uppi með Fokker Friendship skrúfuþot- um frá Reykjavík um Egilsstaði. Frá 1. apríl verður tekin upp far- rýmisskipting í áætlunarflugi Flug- leiða til Norðurlanda og Bretlands. Auk áætlunarflugsins munu þot- ur Flugleiða sinna leiguflugi til sól- arlanda á vegum ferðaskrifstof- anna Úrvals, Utsýnar, Atlantik og Ferðamiðstöðvarinnar. Einnig verða leiguflug til fleiri staða, svo sem á írlandi, í Kanada og Austur- ríki. Frá 18. júní til 30. ágúst verða dagsferðir frá Reykjavik til Kulusuk Japana í seinni heimsstyrjöldinni, þá varð Hoang Cam fyrst þekkt alþýðuskáld. Árið 1946 gerðist hann meðlimur Vietminh t.þ.a. berjast gegn frönsku nýlendu- á Grænlandi þrisvar í viku nteð Fokker Friendship skrúfuþotum Flugleiða. 18 ferðir á viku til Bandarikjanna í sumar munu þotur Flugleiða fljúga daglega frá Keflavíkurflug- velli til New York og sömuleiðis verða daglegar ferðir til Chicago. Til Baltimore/Washington verða þrjár ferðir i viku og ein til Detroit, sem er nýr viðkomustaður Flug- leiða í Bandaríkjunum. Samtals verða 18 ferðir í viku frá íslandi lil Bandarikjanna yfir háannatímann í sumar. Til þess flugs verða notað- ar þrjár DC-8-63 þotur og tekur hver þeirra 249 farþega. stjórninni. Árið 1951 gekk hann í víetnamska Verkamannaflokkinn. Hann barðist mjög fyrir frelsi í menningu og listum. Hann skrifaði greinar þar sem hann gagnrýndi það sem hann og fleiri kölluðu mis- beitingu valdsins og spillingu innan stjórnar landsins. 1958 bannaði stjórn Viet Nam ( Democratic Republic of (North) Viet Nam— DRV) alla óháða útgáfu í landinu, og lét handtaka fjölda mennta- manna. Hoang Cam var ásamt fleirum bannað að skrifa. Hann hefur síðan þá rekið kaffihús í Honoi. Árið 1982 bað hann nokkra Víetnama á leið til Bandaríkjanna fyrir safn óbirtra ljóða, og bað þá um að koma þeim til dóttur sinnar sem búsett er í Bandaríkjunum. Ljóðasafnið var tekið af fólkinu á Hanoi flugvelli er það var á leið úr landi. Nokkrum dögum seinna var Hoang Cam handtekinn, sakaður um aó eiga menningarleg samskipti við útlendinga. Síðan í ágúst ’82 hefur hann þvi verið í haldi á þess- ari forsendu. A.l. samtökin telja hann vera í haldi vegna sinna til- rauna t.þ.a. láta í ljós eigin skoðan- ir. Hann er sagður þjást af of háum blóðþrýsting og þrálátum astma. Vinsamlegast skrifið kurteislega orðað bréf og biðjið um að Hoang Cam verði látinn laus. Skrifið til: Ngai Pham van Dong Prime Minister Chu tich Hoi dong Bo truong Hanoi Socialist Rcpublic af Viet Nam. Garöyrkjumaöur Umsóknarfrestur um stööu garðyrkju- manns hjá Hafnarfjaröarbæ sem augiýst varí febrúars.l. erframlengdurtil og með 27. mars 1984. Bæjarverkfræðingur. Ferðum fjölgað til USA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.