Alþýðublaðið - 16.03.1984, Side 2

Alþýðublaðið - 16.03.1984, Side 2
2, Föstudagur 16. mars 1984 RITSTJÓRNARGREIN Ábyrgð stjórnmálamanna og pólitísk spilling ryrir nokkrum árum var rekið hér á landi flug- félag, sem hét íscargó h.f.. Eigendurnir voru ættaði r úr Framsóknarf lokknum, og þeim gekk reksturinn illa, þótt ekki sé hægt að flokka hann undirhörmungarframsóknaráratugarins, sem ýmsir hafa státað af. Þetta féíag átti nokkra skúra á Reykjavíkur- flugvelii, eina illseljanlega flugvél og talsvert af varahlutum. Félagið skuldaði umtalsverðar fjárhæðir i peningastofnunum, einkum í Út- vegsbankanum. Reksturinn gekk erfiðar og erfiðar, þar til gjaldþrot var nánast óumflýjan- iegt. Um svipað leyti voru ungirog dugandi menn að^eyna að auka umsvif pg rekstur Arnarflugs hf. Þeir vildu hefja flug á áætlunarflugleiðum milli íslartds og meginlands Evrópu, þótt öll skynsamleg rök bentu til þess, að áætlunar- flugleiðir á milli landa væru ekki til skiptanna. Að minnsta kosti höfðu íslensk stjórnvöld staðfest þessaskoðurt með kröfunni um sam- einingu Flugfélags íslands og Loftleiða. En ungu mennirnir hjá Arnarflugi hf. höfðu aðra skoöun og böröust fyrir framgangi henn- ar. Þeim var bént á, að íscargó hefði flugleyfi á flugleiðinni milli íslands og Hollands, og ein- hver glúrinn maöur hefur gert þeim grein fyrir því, að með því kauþa íscargó, fengju þeir f lug- leyfið einnig, og jafnvel eitthvað meira. Hver sem loforðin kunna að hafa veriö lauk málinu með því, að stjórn Arnarflugs hf. ákvað að kauþa íscargó fyrir verð, sem var fjarri öllu raunhæfu mati. En fyrri eigendur, ættaðir úr Framsóknarflokki, sluþpu fyrir horn, og Út- vegsbankinn einnig. — Mái þetta kom til umræðu á Aiþingi og allir viðurkenndu, nema höfuðpaurarnir, að þarna væri á ferðinni pólitískt spillingarmál af verstu tegund. Arnarflugsmenn voru varaðir við af- leiðingum þessara kaupa, jafnvel þótt þeir fengju einhverjar flugleiðir út á þau. Þeim var bent á, að aukin greiðslubyrði yrði þeim ofviða, og eignirnar lítt eða iilseljanlegar, þótt þeir vildu losna við þær. Undir þessa skoðun tóku fulltrúar allra flokka, nema Framsóknarflokks- ins. Nú er komið á daginn að þessi kaup, ásamt tímabundnum erfiðleikum í rekstri, neyðir félagið til að taka rekstrarlán að fjárhæð 1,5 milljónir dollara. Til þess að fá lánið þarf fyrir- tækið ríkisábyrgð, sem ekki er óeðlilegt. Það hefur hins vegar gerst, að tveir ráðherr- ar, sem mikið komu við sögu íscargó-máisins hafa reynt að fá Búnaðarbankann til að lána út ávæntanlega ríkisábyrgð. Siíkt eróeðlilegt. En líklega rennur þessum ráðherrum blóðið til skyldunnar. Þeir áttu mikinn þátt í því, að Arnarflug keypti íscargó, og nú gera þeir eins og sumir, að reyna að klóra yfir skítinn sinn. Þetta eru forsætisráðherrann, sem var sam- gönguráðherra, þegar íscargó-ævintýrið átti sér stað. Og þetta er fjármálaráðherrann, sem þá var þingmaður og formaður bankaráðs Út- vegsbankans. Báðir þessir ráðherrar bera umtalsverða ábyrgð á þeim vanda, sem Arnarflug h.f. er nú í, þótt segja megi að hin endanlega ákvörðun um íscargó-kauþin hafi verið í höndum Arnar- flugsmanna. Félagið var „ganbbað" til aó kaupa hálfónýtar eignir fyrir mikla fjármuni, en fékk í kaupbæti áætlunarflugleiðir, sem eiga auðvitað ekki að vera til sölu, enda byggðar á tvíhiiða loftferðasamningurri. Þessir ráðherrar vita sem er, að vandi Arnar- flugs er það mikill, að kaupin á íscargó geta ráðið úrslitum um það hvort félagið lifiráfram, Það er vitað, að á flugvélakaupunum einum tapaði Arnarflug 1,3 tii 1,4 miiljónum dollara, sem er svipuð upphæð og félagið er nú að biðja um ríkisábyrgð fyrir. — Hún getur orðið dýrkeypt pólitíska spiliingin, eins og sannast í þessu máli. Vilja 4 forystan tæki við þessum tilmæl- um og gerði að sínum. En hvað gerist? Þáverandi formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, af- greiddi málið daginn eftir í Mogg- anum sínum: Kemur ekki til mála. Þetta gerum við aldrei. Hann vissi betur en hinn almenni stuðnings- maður. Flokksforystan hefur ekkert með það að gera að gera viðhorf meirihluta flokksmanna að sínum. En þrátt fyrir allt virðist helm- ingur kjósenda vera hliðhollur þessum marghöfða þurs. Nú, eftir að flokkurinn hefur staðið fyrir mestu kjaraskerðingu lýðveldis- tímabilsins, eftir að hafa hótað því að afnéma velferðargrundvöll þjóðfélagsins, eftir að hafa af- hjúpað pilsfaldakapítalismann með sósíalisma andskotans, eftir að hafa boðað sparnaðarleiðir sem ganga út frá því að losna við lægst launaða starfsfólkið, eftir að hafa hótað því að taka upp gjald af sjúklingum, eftir að hafa hlíft atvinnurekendum við stríð- inu gegn verðbólgunni. Ótrúlegt en þvi miður satt. Með aðstoð fjölmiðlaeinokunar hefur flokk- urinn komið því til skila sem hann vildi: Það er búið að lækka verð- bólguna (ekki er talað um hvern- ig: Það er enginn vandi að afnema verðbólgu með öllu með því að af- nema laun með öllu). Og sjálfsagt spilar inn í að þrátt fyrir allt hefur flokkurinn ekki staðið við hótun sína um afsósíalíseringu þjóðfél- agsins ennþá að minnsta kosti svo nokkru nemi. Það hafa engin rík- isfyrirtæki verið seld, þvert á móti hefur leiðtogi þeirra í borgar- stjórn Reykjavíkur einmitt staðið að þátttöku sveitarfélagsins í ein- okunarfyrirtæki. Sjálfstæðismeirihlutinn í borg- arstjórn er reyndar gott fordæmi um hvað gæti tekið við ef Sjálf- stæðisflokkurinn næði meiri- hluta á Alþingi. Þar ríkir nánast Sovéskt kerfi. Boðskapur leiðtog- ans er heilagur, hann leggur lín- una, hinir rétta upp hendina. Borgarstjórinn þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að inna undirfulltrúa sína álits. Hann ákveður og hinir fylgja á eftir. Flokksaginn í fyrirrúmi, liðhlaup ekki liðið. FG. Styrkir 4 upphæð verið varið til stuðnings frjálsri skoðanamyndun í landinu. Nóg þykir þó sumum um yfir- burðarstöðu hægri blaðanna á ís- lenskum dagblaðamarkaði; DV og Morgunblaðið ráða yfir um 80% markaðarins. Á öðrum Norðurlöndum, s.s. í Svíþjóð og Noregi ver hið opinbera talsverðum upphæðum til styrktar dagblaðaútgáfu. Starf skrifstofustjóra hjá Rafveitu Akraness er auglýst laust til umsóknar. Verslunarpróf eðatilsvarandi menntun og reynslaí bók- haldi æskileg. Umsóknum skal skila fyrir 25. mars n.k. til rafveitustjórans á Akranesi, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Rafveita Akranes Útboð Tilboð óskast i skorstein fyrir kyndistöö Hitaveitu Reykjavík- ur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 12. apríl 1984 kl. 11 f.h. INNKAÚPASTOFNUN REYKJAVIKURBQRGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Utboð Tilboð óskast I eftirfarandi fyrir Hitaveitu Reykjavikur. 1. Pappalögn á þök tveggja miðlunargeyma á Grafar- holti. Tilboðin verðaopnuð þriðjudaginn 27. mars 1984 kl. 14 e.h. 2. Lögn dreifikerfis (íbúðarhverfi norðan Grafarvogs 3. áfangi. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 27. mars 1984 kl. 15 e.h. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3. Reykjavík gegn 1500 kr. skilatryggingu fyrir hvort verk fyrir sig. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Almennur fundur um kvótakerfi og stjórnun fiskveiða verður haldinn í Sigtúni Suðurlandsbraut 26. Sunnudag- inn 18. mars kl. 14. Hagsmunaaðilar. Á mölinni mætumst með bros á vör — ef bensíngjöfin er tempruð. J Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna í Kópavogi verður haldin laugardaginn 17. mars í félagsheim- ilinu annarri hæð. Árshátíðin hefst með borðhaldi kl. 20. Veislustjóri verður Þráinn Hallgrímsson. Fjölbreytt skemmtiatriði. Hljómsveitin Alfa Beta leikur fyrir dansi. Fjölmenniö. Stjórnin. Miðaverð 500 kr. Seldir v/innganginn Fundur í Borgarmálaráði Alþýðuflokksins Fundur veröur haldinn í Borgarmálaráði Alþýðu- flokksins í Reykjavík n.k. mánudag 19. mars kl. 5 siðdegis, á venjulegum fundarstað að Austur- stræti 16 efstu hæð. Mikilvæg mál á dagskrá. Formaöur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.