Alþýðublaðið - 16.03.1984, Síða 3

Alþýðublaðið - 16.03.1984, Síða 3
Föstudagur 16. mars 1984 3 Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins: Alkalískemmdir á uitdanhaldi Nýlokið er þriðju rannsókn á út- breiðslu alkalískemmda á húsum, sem byggð eru fyrir 1983 í Reykja- vík og nágrenni. Það er Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins sem þessar rannsóknir hefur stundað og hófust þær 1978. Að þessu sinni voru helstu niður- stöður þær, að aukning hefur orðið á skemmdum frá síðustu skoðun í elstu húsunum, en í húsum sem byggð veru eftir 1968 voru skemmd- ir álíka eða minni. Án viðgerða aukast skemmdirn- ar ört með tímanum. Þar sem skemmdir greindust minni en áður er ástæðan aukið viðhald húsa, en þar sem viðgerð hefur nýlega farið fram er oft erfitt að greina eða flokka skemmdirnar. Engar alkalískemmdir fundust i húsum sem byggð voru eftir 1979. Rannsók á borkjörnum sýndi að loftblendi í steypu er oft of lítið til að tryggja veðrunarþol hennar. Astandið hefur þó greinilega batn- að eftir 1978. Mælingar á saltinnihaldi bor- kjarna sýndu að saltmagn í steypu er talsvert breytilegt en þó yfirleitt mikið fram til ársins 1980. Af þessum megin niðurstöðum dregur stofnunin þær ályktanir að rannsóknir á viðgerðar- og við- haldsaðgerðum og upplýsingagjöf þar að lútandi hefur skilað sér í bættu viðhaldi húsa með alkalí- skemmdir og að þar eð engar alkalí- skemmdir fundust í steypu, yngri en frá árinu 1979, styrkir það vonir um að ekki hljótist vandræði af alkalí- skemmdum i framtíðinni ef haldið er áfram að blanda kísilryki í sement og þvo steypuefni sem tekin eru úr sjó. Ekki er þó hægt að full- yrða að öryggi sé nægilegt, ef virk fylliefni eru notuð. Steinsteypan hefur batnað hvað varðar loftblendni og saltinnihald eftir 1979. Loftblendni steypu er þó ekki enn nógu stöðug. Verkstjórafélag Reykjavíkur 65 ára Laugardaginn 3. mars varð Verkstjórafélag Reykjavíkur 65 ára. Félagið var stofnað árið 1919 í húsi K.F.U.M. Fyrsti formaður félagsins var Bjarni Pétursson og gegndi hann því starfi til maí 1923, er hann andaðist. Meðal fyrstu verkefna félagsins var að koma á fastri skip- an matar og kaffitíma verkamanna. Einnig beitti félagið sér fyrir bygg- ingu húss við Reykjavíkurhöfn, þar sem hinir mörgu hafnarverkamenn gætu haft afdrep. í stjórn Verkstjórafélags Reykja- víkur eru í dag Högni Jónsson for- maður, Auður Ingólfsdóttir ritari, Jörgen Berndsen gjaldkeri, Anna M. Jónsdóttir varaformaður og Birgir Davíðsson varagjaldkeri. Félagsmenn eru um 600 úr öllum starfsgreinum. Nýi 1 er, því þótt ekki séu greiddar verð- bætur á laun er vísitala framfærslu- kostnaðar mælikvarði á kaupmátt launa og skiptir miklu fyrir launa- fólk í landinu að hún sé jafnan sem réttust. Hefur minnihluti nefndarinnar lagt fram breytingartillögur við frumvarpið þar sem gert er ráð fyrir því að Kauplagsnefnd kanni eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti hvort ástæða sé til að endurskoða grund- völlinn, en í frumvarpi stjórnarinn- ar er gert ráð fyrir fimm ára fresti. Þá er Iögð fram sú breytingatillaga að Kauplagsnefnd hagi gerð neyslu- kannana á þann veg, að sundur- greina megi þannig að jafnan megi fá fram hvernig neyslu þess fjórð- ungs landsmanna í landinu sem minnst hefur úr að spila, sé háttað. Hér er um að ræða að hafa úrtak neyslukannana nógu stórt til að sundurgreina megi aúðveldlega og þannig að marktækt sé hvernig neyslu lágtekjuhópa er háttað hverju sinni, en um það er nú litlar upplýsingar að hafa. Eins og ljóst er af þessu nefndar- áliti dregur minnihlutinn ekki í efa að þörf sé á nýjum vísitölugrund- velli er leysi hinn áratugagamla af hólmi. Hins vegar hefur komið fram að ástæða sé til að ætla að hinn 6 ára grundvöllur sé ekki leng- ur „raunhæfari“, í Ijósi þeirra breyt- inga á neyslu sem hljóta að vera samfara gífurlegri kjaraskerðingu, sem ótvírætt hefur átt sér stað. F.U.J. — félagar í Reykjavík athugið: Skemmtikvöld verður haldið laugardag- inn 17. mars kl. 20.30 að Hverfisgötu 106 A Stjórnin Starfsmenn Sælgætisgerðarinnar Opal eru hér að pakka nýja, bláa Opalnum. Með tilraunum og vöruþróun hefur tekist að halda sama bragði og áður, þótt dregið hafi verið mjög úr bragðefnainnihaldi. Helga Sigurð- ardóttir og Hrafnhildur Héðinsdóttir standa við pökkunarvélina, en Ragna Gísladóttir fyllir á meðan á næstu vél. Stúdentaráð Háskólans: Nýr og endurbœttur blár Opal á markað Skýrslu menntamálaráð- herra harðlega mótmælt Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á fundi Stúdentaráðs Há- skóla íslands þann 13. mars s.l. Fram hefur komið skýrsla unnin fyrir menntamálaráðuneyti, um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Stúdentaráð Háskóla íslands, er ósátt við vinnubrögð við vinnslu skýrslunnar. Það er í hæsta máta óeðlilegt að ekki sé rætt við aðila á borð við stjórn LÍN, SHÍ, SÍNE og BÍSN. Vonandi eigum við von á vandaðri vinnubrögðum af hálfu menntamálaráðuneytisins í fram- tíðinni. Stúdentaráð Háskóla íslands harmar að skýrslan skuli vera unnin á jafn hlutdrægan hátt og raun ber vitni. Megnið af umfjöllun í skýrsl- unni er sett fram á neikvæðan hátt í garð námsmanna. Stúdentaráð Háskóla íslands skilur ekki hvaða tilgangi það þjónar að vinna slíka úttekt. Stúdentaráð Háskóla íslands mótmælir harðlega öllum hug- myndum um: a) að námslán verði með sömu kjörum og fjárfestingarlán b) að 1-árs nemar fái ekki lán fyrr en þeir hafa sýnt fyrst námsár- angur c) skerðingu á félagslegri aðstoð d) aukin námsafköst e) að eftirspurn eftir lánum byggist á mati viðkomandi einstaklings á því hvort það nám sem hann hyggst stunda hafi það gildi að geta borið kostnaðinn við lánið. Stúdentaráð Háskóla íslands mun vinna fræðilega úttekt á þess- ari skýrslu og senda hana til réttra aðila innan skamms. Ómar í aldarfjórðung! Hinn landskunni skemrntikraft- ur, Ómar Ragnarsson, stendur á merkúm tímamótum um þessar mundir, en nú eru liöin 25 ár frá því hann hóf feril sinn sem skemmti- kraftur og jafnframt 30 ár frá því hann lék sitt fyrsta stóra hlutverk í leikhúsi. Af því tilefni hafa nokkrir aðilar tekið sig saman um að halda Ómari hóf, þar sem rifjað verður upp skemmtiefni frá ferli Ómars í aldar- fjórðung. Hófið verður haldið í Broadway, föstudaginn 23. mars n.k. og verður þar boðið upp á fjölbreytta dag- skrá, með gríni og söng, þar sem Ómar sjálfur kemur fram ásamt ýmsum gestum, sem tengjast ferli hans í gegnum árin. Ómar mun m.a. koma fram með nokkrum af þeim undirleikurum sem lengst hann hefur starfað með. Auk þess sem hann mun taka lag- ið með hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar bæði lög sem hann hefur sjálfur sungið inn á hljómplötur og lög með textum eftir hann, sem aðr- ir hafa gert vinsæl. Ýmsir aðilar og skemmtikraftar aðrir munu troða upp í hófinu, með skemmtiefni er tengist Ómari og ferli hans í skemmtibransanum og fréttamennskunni og er þar af nógu að taka. Matseðillinn samanstend- ur af uppáhaldsréttum Ómars, sem framreiddir verða í samvinnu við eiginkonu hans, Helgu Jóhanns- dóttur, og kennir þar ýmissa grasa, ekki síður en í skemmtidagskránni. Þess er sérstaklega vænst, að allir sem Ómar hefur gert góðlátlegt grín að í gegnum árin, láti sjá sig í hófinu og gefst þeim þá væntanlega kostur á að svara fyrir sig, en hófið er að sjálfsögðu opið öllum vel- unnurum og aðdáendum þessa vin- sæla skemmtikrafts.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.