Alþýðublaðið - 20.03.1984, Side 1

Alþýðublaðið - 20.03.1984, Side 1
alþýðu- Þriðjudagur 20. mars 1984 56. tbl. 65. árg. Kostnaður Landsvirkjunar vegna Blöndusamninga við bœndur: Um 30 millj.við síðustu áramót Landeigendur við Blöndu gera þá kröfu gagnvart Landsvirkjun að fyrirtækið greiði bætur fyrir afnot vatnsréttar vegna fyrirhugaðrar virkjunar. Ekkier hérbeinlínisum nýjar kröfur að ræða, heldur er málið nú fyrst að kornast á skrið. Að sögn Ólafs Jenssonar hjá Landsvirkjun er með öllu óljóst hversu háar upphæðir hér kann að vera rætt um. Hitt væri ljóst að eins og lögin eru væri ekki hægt að synja þessari kröfu. „Hins vegar er margt óljóst varð- andi fordæmi fyrir slíku og umdeil- anlegt við svona virkjanagerð, þeg- ar um er að ræða framkvæmdir sem landeigendur geta sjálfir ekki farið út í. Eignaréttur er óneitanlega fyrir hendi að nokkru leyti, en hluti af þessum vatnsréttindum eru þó í eigu ríkisins“, sagði Ólafur. Kostnaður Landsvirkjunar vegna aðalsamnings við landeig- endur í tengslum við Blönduvirkj- un var um síðustu áramót kominn upp í tæpar 30 milljónir króna< Þar af vegna heiðarvega 17 milljónir, vegna landræktunar 6.9 milljónir, vegna gangnamannaskála 1.5 millj- ónir og vegna girðinga 400 þúsund, en auk þess er kostnaður vegna samningsgerðar og viðræðna 1.1 milljón krónur og vegna rannsókna varðandi veiðimál um 2.6 milljónir króna. Mikið verk er þó óunnið hjá Landsvirkjun vegna samningsins við landeigendur. Framkvæmdir Framhald á bls. 3 Félagar BSRB taka afstöðu til samninganna: Tæplega 12 þús. opinberir starfsmenn að kjörborðinu Allsherjaratkvæðagreiðsla inn- an Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um aðalkjarasamning BSRB og ríkisins stendur nú yfir. Atkvæðagreiðslan hófst formlega í gær og lýkur í dag. Á kjörskrá eru tæplega 12 þúsund félags- menn. í samtali við Helga Má Art- húrsson starfsmann yfirkjör- stjórnar kom fram, að mikill áhugi virtist meðal félagsmanna á atkvæðagreiðslunni og mætti því búast við góðri þátttöku. Helgi sagði aðspurður að þátttaka í sambærilegum atkvæðagreiðsl- um BSRB áður fyrr hefði verið þetta á bilinu 70—90% Haldnir voru 18 fundir víðs vegar á landinu á vegum BSRB, þar sem samningarnir voru kynntir. Þá hafa einstök aðildar- félög einnig efnt til kynningar- funda af svipuðum toga. Þannig hélt SFR (Starfsmannafélag ríkis- stofnana) eina 50 vinnustaða- fundi vegna kosninganna og aðrir hópar s.s. símamenn, sjúkraliðar, tollverðir, lögreglumenn að ó- gleymdum kennurum héldu einn- ig fjölmenna félagsfundi vegna málsins. Góð sókn á þessa fundi virðist benda til mikils áhuga op- inberra starfsmanna á atkvæða- greiðslunni. Eins og kunnugt er, þá lýsti 800 manna fundur kennara yfir and- stöðu sinni við samningana og hvatti eindregið til þess að þeir yrðu felldir. Kennarar eru nærri 30% félagsmanna BSRB. Að sögn Helga Más Arthúrs- sonar fer talning fram annað kvöld og kemur þá fyrst í ljós af- staða opinberra starfsmanna til samningsdraganna. Úr ríkissjóði vegna Flugleiða 1984: 83 milljón krónur Framlag ríkisins vegna Flugleiða hf. mun á þessu ári nema alls um 83 milljónir króna, þ.e. um 2.9 milljón- ir bandaríkjadala. Annars vegar er um að ræða að ríkissjóður tekur á sig greiðslu vegna sjálfskuldará- byrgðar vegna láns frá 1982, er nemur 1.9 milljónir dollara eða 55 milljónir króna, en gert var ráð fyrir þessum kostnaði i fjárlögum 1983. Þessi upphæð fellur á ríkissjóð í ár. Hins vegar er um að ræða endur- greiðslu á lendingargjöldum, sem Alþingi hefur nú til umfjöllunar, alls rúmlega 957 þúsund dollarar eða 27.7 milljónir króna. Inn í þessum tölum eru endur- greidd gjöld á íslandi er tilheyra ár- inu 1983. Þess skal getið að þessir 1.9 milljón dollarar eða rúmlega 55 milljónir króna á núverandi gengi, er föst tala: Ríkissjóður tekur ekki á sig stærri part við endurgreiðslu lánsins frá 1982. í bráðabirgðauppgjöri yfir af- komuna 1983 kemur fram að áætl- að tap vegna þessa flugs er um 3.9 milljónir dollara, en þó er talið að tapið verði meira en þar kæmi fram. Eins og áður segir er þó styrkurinn bundinn við 1.9 milljónir dollara. Ríkisstyrkur til Flugleiða nam 1981 40.6 milljónum kr., árið 1982 35.5 milljónum kr. (þáverandi verð- gildi), árið 1983 að minnsta kosti 27 milljónir króna og eins og áður seg- ir er útlit fyrir að ríkisstyrkurinn verði fyrir tvö síðustu árin annars vegar 55 milljónir vegna láns sem fellur á ríkissjóð og hins vegar tæp- lega 28 milljónir vegna afnáms lendingargjalda, samtals um 83 milljónir króna. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða: Miklir hags- munir í veði „Það var ákveðið á sínum tíma af hálfu stjórnvalda að með tilliti til mikilvægis Norður-Atlants- hafsflugsins yrðu Flugleiðum endurgreidd hin ýmsu gjöld og skyldi þetta ná yfir þriggja ára tímabil. Því tímabili lauk í októ- ber á siðasta ári. Þessar 1.9 millj- ón dollara eru hluti af því þó það falli á ríkissjóð í ár“, sagði Sigurð- ur Helgason, forstjóri Flugleiða um útgjöld ríkissjóðs vegna félagsins á þessu ári. „Hins vegar er það þannig með lendingargjöldin að þar er um samninga ríkja að ræða. Við höfðum fengið vilyrði fyrir því að þau yrðu felld niður í Luxemburg og þeir féllust á það ef íslensk stjórnvöld gerðu slíkt hið sama. Varðandi þessi mál öll er mikil- vægt að hafa í huga að það eru miklir hagsmunir í veði. Flugleið- ir eru í samkeppni við 40—50 flugfélög á þessari leið og við stöndum frammi fyrir því að þurfa að lenda alls fjórum sinnum á leiðinni en önnur félög aðeins tvisvar. Þetta er auðvitað mjög íþyngjandi fyrir félagið. Og ekki má gleyma því í umræðunni um kostnað ríkisins að það eru auð- vitað gífurlegar tekjur sem skap- ast af þessu flugi til fjölmargra aðila“, sagði Sigurður. Stjórnarfrumvarp um tekju- og eignaskatt: Ólafur Jóh með stj órnarand- stöðunni gegn frumvarpinu Ólafur Johannesson fyrrum ut- anríkis- og forsætisráðherra greiddi atkvæði gegn tillögum stjórnarinnar um hækkun tekju- skatts, sem var til afgreiðslu í efri deild Alþingis í gær. í tillögum stjórnarinnar er lagt til að hækka hlutfall tekjuskatts- ins vegna þess að nýgerðir kjara- samningar hefðu leitt til launa- hækkana umfram það sem gert hefði verið ráð fyrir í upphafleg- um forsendum fyrir álagningu tekjuskattsins. Eiður Guðnason þingmaður Alþýðuflokksins og aðrir þing- menn stjórnarandstöðunnar lögðust gegn hækkun álagningar og sögðu enga sanngirni að auka skattaálögur, þótt kjarasamning- ar hefðu hugsanlega gefið meira í sinn hlut, en ríkisstjórnin hefði áætlað. Ólafur Jóhannesson tók í sama streng í umræðunum og greiddi eins og fyrr er sagt atkvæði gegn hækkunartillögum ríkisstjórnar- innar. Aðrir stjórnarsinnar létu sig hins vegar hafa það að auka á- lögur á launafólk, þótt margir þeirra hafi einmitt básúnað það um langt skeið, að ekki bæri að auka skattaálögur, auk þess sem þingmenn Sjálfstæðisnokksins segjast — sérstaklega fyrir kosn- ingar — vilja leggja tekjuskattinn af. Það sýndu þeir þó ekki í verki í þinginu í gær. Þvert á móti: þeir hækkuðu enn tekjuskattinn frá því sem var.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.