Alþýðublaðið - 20.03.1984, Síða 3
Þriðjudagur 20. mars 1984
3
Miðstjórn ASÍum „nýja“
vísitölugrundvöllinn:
Farið af
einum gömlum
grunni á annan
Miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands fjallaði nýverið um frumvarp
stjórnarflokkanna um nýja vísitölu
framfærslukostnaðar og skipan
Kauplagsnefndar.
Taidi miðstjórnin að neyslukönn-
un sú sem framkvæmd var 1978 og
1979 og liggur til grundvallar hinn-
ar nýju vísitölu gefi ekki lengur
rétta mynd af raunverulegri neyslu
fólks, þó færa megi rök fyrir því að
hann sé í nánara samræmi við
Blanda
vegna heiðarvega eru hálfnaðar.
Búið er að rækta um 700 af um-
sömdum 3000 hekturum, töiuvert
er eftir við að leggja girðingar og
aðeins er lokið við 1 af þremur
gangnamannaskálum.
Kostnaður Landsvirkjunar
vegna samnings við landeigendur er
enn talinn vera 5% af virkjunar-
kostnaðinum.
neysluna en gildandi vísitölugrunn-
ur. Þessi afstaða miðstjórnar ASÍ
er í nokkru samræmi við þá afstöðu
sem stjórnarandstaðan á þingi hef-
ur látið í ljós og telur miðstjórnin
að brýnna hefði verið að gera nýja
könnun en að færa sig yfir af einum
gömlum grunni á annan. Sem
kunnugt er lagði stjórnarandstaðan
til að svo yrði gert, auk þess sem
grundvöllurinn yrði endurskoðað-
ur á þriggja ára fresti, en ekki fimm
ára, jafnframt sem neysla lágtekju-
hópa yrði sérstaklega sundur-
greind.
Miðstjórn Alþýðusambandsins
taldi þó ekki ástæðu til að amast við
því að breytingin færi fram eins og
frumvarp stjórnarflokkanna gerir
ráð fyrir, ekki síst í ljósi þess að þær
mikilvægu greiðslur, sem í dag
tengjast vísitölu framfærslukostn-
aðar, eru greiðslur af lánum sem
fylgja lánskjaravísitölu og auðvelt
að reikna til samanburðar breyting-
ar samkvæmt eldri grunni, séu uppi
óskir um slíkt.
i Útboö
Tilboð óskast i að framleiða og afhenda greinibrunna
fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á
skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3. Reykjavík gegn 1500 kr.
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á s.st. fimmtudaginn 29. mars
1984 kl. 11 f.hád.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Aðalfundur
Samvinnubankans
Aðalfundur Samvinnubanka íslands h.f., verður
haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík,
laugardaginn 24. mars 1984 og hefst kl. 13.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð f ram
tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfn-
unarhlutabréfa og aukningu hlutafjár.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins
verða afhentir í aðalbankanum, Bankastræti 7,
dagana 21,—23. mars, svo og á fundarstað.
Bankaráð Samvinnubanka íslands hf.
Tilboö
óskast í rafmagnslyftu 380 volt 3ja fasa Alimark-
Scanko árgerð 1976. Lengd ca. 18 metrar. Lítið
notuð og i sæmilegu ástandi.
Tækið verður til sýnis á Keflavíkurflugvelli mið-
vikudaginn 21. mars kl. 1—5.
Tilboð
óskast í byggingarkrana KRÖLL K-44 D árgerð
1976 380 volt 3ja fasa. Skemmdur eftir veltu.
Tækið verður til sýnis á Keflavíkurflugvelli mið-
vikudaginn 21. mars kl. 1—5.
Sala varnarliðseigna
Amnesty
Siileyman Yasar, 37 ára fyrrver-
andi kennari. Hann afplánar nú 8
ára fangelsisdóm, sakaður um að
vera meðlimur í tyrknesku kennara-
samtökunum TOB-DER, og að
hafa tekið þátt í aðgerðum samtak-
anna (tekið skal fram að aðgerðir
samtakanna hafa eingöngu verið
friðsamiegar).
Súleyman Yasar var á tímabili
varaformaður TOB-DER. Hann
var handtekinn þann 25. nóvember
1980, en eftir herbyltinguna 12.
september 1980 var starfsemi TOB-
DER sem og flestra annarra félaga
og verkalýðshreyfinga í landinu
bönnuð. Ásamt honum voru margir
aðrir meðlimir og forsvarsmenn
kennarasamtakanna handteknir
eftir herbyitinguna. Þeim var hald-
ið í einangrun í allt að 90 daga — og
þau sem seinna komu fyrir rétt
greindu svo frá að þau hafi þurft að
þola pyntingar er reynt var að fá
fram „játningu" hjá þeim.
Meðal annarra ásakana sem á
þau voru bornar var að þau hafi frá
árinu 1976 starfrækt samtök sem
stuðli að því að upphefja eina þjóð-
félagsstétt fram yfir aðrar, sem hafi
í frammi áróður fyrir kommúnisma
og aðskilnaðarstefnu, og brotið lög
Tyrklands um félagasamtök.
Ásökunin um áróður fyrir að-
skilnaðarstefnu á rætur að rekja til
viðurkenningar TOB-DER á Kúrd-
um sem sjálfstæðum þjóðflokki,
og að þeir hljóti kennslu á sínu
máli-kúrdísku. Hinn stóri minni-
hlutahópur Kúrda í Tyrklandi er
ekki opinberlega viðurkenndur í
landinu, og kúrdisk tunga bönnuð.
Vinsamlegast sendið kurteislega
orðað bréf og biðjið um að Súley-
man Yasar sem nú situr í Canakkale
E Type fangelsinu verði látinn laus
úr haldi, sem og aðrir meðlimir
TOB-DER sem enn eru í haldi.
Skrifið til:
Prime Minister
Turgut Ozal
Basbakanlik
ANKARA
TURKEY
Ritari óskast
Viöskiptaráöuneytiö óskar að ráða ritara frá 1.
apríl n.k. Góð kunnátta í vélritun og ensku nauð-
synleg.
Umsóknir sendist viðskiptaráðuneytinu Arnar-
hvoli fyrir 28. mars •
Reykjavík,
19. mars 1984
NÚ líður mér vel!
Ljósaskoðun
yujgenoAR
Auglýsing um i nnlausn
happdrættisskuldabréfa
ríldssjóðs
D f lokkur 1974
Hinn 20. mars hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs
í D flokki 1974, (litur: grænn).
Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 2.000, nú kr. 20,00,
verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa
á vísitölu franifærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1974 til gjalddaga í ár.
Innlausnarverð hvers skuldabréfs er kr. 1.063,90
Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda
á, að bréfin eru eingöngu innleyst í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Hafnarstræti 10, Reykjavík.
Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komiö í afgreiðslu Seðla-
bankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á
landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans.
Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu
framfærslukostnaðar.
Skuldabréfin fyrnast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 20. mars 1984.
Reykjavík, mars 1984.
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS