Alþýðublaðið - 20.03.1984, Blaðsíða 4
alþýóu-
■ nET.ny
Þriðjudagur 20. mars 1984
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson.
Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866.
Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
Askriftarslminn
er 81866
Öryggis- og afvopnunarráðstefna kvenna frá 17þjóðlöndum beggja vegna járntjalds;_
Krafist afdráttarlausrar afstöðu
gegn notkun kj arnorkuvopna
„Þessi ráðstefna skilaði miklu.
Þarna hittust konur frá 17 löndum
Austur- og Vestur Evrópu, frá 43
kvennahreyfingum, og einungis
það, aö skiptast þarna á skoðunum,
hafði mikið að segja. Þarna vildu
konurnar vinna bug á þeirri tor-
Iryggni sem mengar sambúð aust-
urs og vesturs og reyna að skilja
skoðanir hver annarra," sögðu þær
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Hall-
dóra Rafnar, sem fyrir skömmu
sóttu ráðstefnu í Helsinki, Finn-
landi, um afvopnunar- og öryggis-
mál. Ráðstefnan var boðuð af
kvennahreyfingum þeirra stjórn-
málaflokka, sem sæti eiga á finnska
þjóðþinginu. Höfðu þessir aðilar
áður haldið svipaðar ráðstefnur,
1973 eftir Helsinkifundinn (The
Conference on Security and
Cooperation in Europe) og aftur
1980 fyrir Madridráðstefnuna.
Þetta var hins vegar í fyrsta sinn
sem fulltrúar frá Islandi voru með.
Sótti Sjöfn ráðstefnuna fyrir Sam-
band Alþýðuflokkskvenna, en
Halldóra Rafnar er formaður
Landssambands Sjálfstæðis-
kvenna.
Þátttakendur á ráðstefnunni,
sem fór fram helgina 3r4. mars sl.,
voru 78 talsins og í þetta sinn var
hún haldin í tengslum við Stokk-
hólmsráðstefnuna, en fyrsta hluta
hennar lauk fyrir nokkrum dögum.
Á ráðstefnunni voru samþykktar
tvær ályktanir; ein sem send hefur
verið kvennahreyfingum í löndum
þátttakenda; önnur til ríkisstjórna
þeirra landa sem þátttakendur áttu
á Helsinkisráðstefnunni og Stokk-
hólmsráðstefnunni, sem hefur síð-
ustu vikurnar rætt afvopnunar- og
öryggismál eins og kunnugt er, og
mun fram haldið verða á næstunni.
í ályktun þeirri, sem send hefur
verið ríkisstjórnum beggja vegna
járntjalds segir m.a. í lauslegri þýð-
ingu: Við konur erum áhyggjufull-
ar yfir framtíð barna okkar og
framtíð alls mannkyns vegna þess
háskalega ástands sem nú ríkir;
ástands sem er fyrst og fremst til-
komið vegna kjarnorkuvígbúnaðar
í álfunni. Almenningsálitið hefur í
ríkari mæli snúist sterklega gegn
stríðshættunni og gegn auknum
vígbúnaði.
Síðar segir: „Ríkisstjórnir bera
þá ábyrgð og það verkefni, að koma
á friðasamlegum samskiptum og
spennuslökun milli ríkja, sem búa
við ólík þjóðfélagsmynstur (austur-
vestur).“
I ályktuninni er lýst ánægju með
ýmsan þann árangur sem lesa má úr
niðurstöðum CSCE fundarins í
Helsinki 1973 og Madridráðstefn-
unnar 1980 um traust og öryggi í
Evrópu, en jafnframt á það bent að.
þrátt fyrir þennan árangur við
samningaborðin, þá hafi kjarn-
„Orð eru til alls fyrstu
— segja þœr Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Halldóra Rafnar
„Auðvitað voru skoðahir kvenn-
anna skiptar; þarna voru konúr
beggja vegna járntjalds og konur
frá ólíkum pólitískum samtökum í
Evrópu. Hins vegar var mikið gagn
að því að hittast og talav saman;
skiptast á skoðunum. Og konurnar
voru tilbúnar til að mætast; reyna
að ná saman. Og þær tvær ályktan-
ir sem samþykktar voru sýna það,
að það er hægt að ná samkomu-
lagi"
Þetta sögðu Sjöfn Sigurbjörns-
dóttir frá Sambandi Alþýðírflokks-
kvenna og Halldóra Rafnar for-
maður Landssambands Sjálf-
stæðiskvenna í samtali við Alþýðu-
blaðið, en þær tvær voru frá Islandl
á ráðstefnu kvenna um öryggis og
afvopnunarmál í Helsinki um síð-
ustu mánaðamót.
„Orð eru til alls fyrst“ sagði
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, „og þótt
ýmsum hafi fundist sem lítill áþreif-
anlegur árangur hafi orðið á
Helsinkifundinum ’73 og Madrid-
ráðstefnunni ’80 og vilji að fram-
kvæmdin verði í samræmi við nið-
urstöður og samþykktir þessa
funda, þá verður ekki undan því lit-
ið, að ekkert verður komist áleiðis
án þess að ræða málin. Og við
konurnar náðum vel saman í
Helsinki. Ályktanir ráðstefnunnar
sýna fram á þann vilja, sem konur
vilja lýsa, hvort heldur þær búa í
austantjaldslöndum eða vestan
megin járntjalds i Evrópu. Konur
vilja taka tiilit hver til annarra; vilja
láta skynsemina ráða.“
Halldóra Rafnar sagði að konur
frá ríkjum Austur-Evrópu hefðu
komið vel undirbúnar til ráðstefn-
unnar með harðar áróðursræður.
„Þær voru harðar í fyrstu.en sýndu
þó vilja til að ræða málin og hlusta
á okkar viðhorf, og, mæta sjónar-
miðum okkar.
Ég held hins vegar að það sé
nauðsynlegt til að koma í veg fyrir
tortryggni og ótta, að ferðafrelsi
milli austurs og vesturs verði að
veruleika, þannig að fólk geti hitt
hvort annað og náð að skilja hvort
annað“
Þær Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og
Halldóra Rafnar vildu undirstrika
gagnsemi ráðstefnunnar og sögðu
að fyrst konur úr austri og vestri
hefðu getað komist að niðurstöðu í
stefnumiðum í þeim ályktunum
sem samþykktar voru, þá ættu
þjóðir heims að geta gert slíkt hið
sama í reynd og framkvæmd.
orkuvopnavígbúnaður aukist og
nýjum kjarnavopnum verið komið
fyrir í Evrópu. Lysir ráðstefna
kvennanna því yfir að þessi þróun
sé algjör andstæða við niðurstöður
Madridráðstefnunnar og við þau
markmið, sem Stokkhólmsráð-
stefnan hefur markað sér. „Hótun-
in sem fellst í kjarnorkuvopnum
eða hugsanlega notkun þeirra skap-
ar öllu mannkyninu hættu af hel-
stríðiþ segir i ályktuninni.
í ályktuninni eru síðan eftirfar-
andi kröfur settar fram og þeim
beint sérstaklega til Stokkhólms-
ráðstefnunnar og þeirra ríkja, sem
þar eru þátttakendur:
1) Að tekin verði afstaða gegn
notkun kjarnorkuvopna.
2) Að styðja að komið verði á
kjarnorkuvopnalausum svæðum,
ef viðkomandi ríki hafa orðið sam-
mála um slíkt.
3) Að koma í veg fyrir niðursetn-
ingu meðaldrægra eldflauga í
Evrópu og slíkra eldflauga sem
beint væri gegn Evrópu, auk þess
að uppræta þær kjarnorkueld-
flaugar sem þegar hefur verið kom-
ið fyrir.
4) Áð fram fari gagnkvæm „fryst-
ing“ kjarnorkuvopna á jafnréttis-
grundvelli, þar sem allra aðila yrði
gætt, og gæti það orðið skref í átt til
alhliða afvopnunar.
Að lokum segir í ályktun kvenn-
anna: „Konur um allan heim vænta
þess að öryggismálaráðstefnan í
Stokkhólmi muni leiða til aukins
skilnings og trausts manna í milli og
efla öryggi og frið í Evrópu“
Setja þarf lög um lágmarkslaun
Alþýðublaðið hefur gagnrýnt
það, að ekki skyldi í síðustu kjara-
samningum lögð meiri áhersla á hið
gamla baráttumál verkalýðshreyf-
ingarinnar, að daglaun skuli nægja
til Iífsviðurværis. Vinnuveitendur
höfnuðu kröfunni um 15 þúsund
króna lágmarkslaun, og með kjara-
samningunum voru staðfest lág-
markslaun að fjárhæð 12.600 krón-
ur.
Hvernig væri að redda hlut-
unum með þvi að bjóða
bændum við Blöndu í Flor-
idaferð með Flugleiðum?
Fyrir nokkru flutti Sighvatur
Björgvinsson frumvarp á Alþingi
um lágmarkslaun. í 1. grein frum-
varpsins segir, að óheimilt sé, að
greiða lægri laun fyrir dagvinnu en
15 þúsund krónur á mánuði— Með
frumvarpinu fylgir vönduð greinar-
gerð, þar sem fjallað er um hug-
myndina um lágmarkslaun frá ýms-
um sjónarhornum. Hér á eftir fer
hluti af greinargerðinni:
Frumvarp þetta um lágmarks-
laun felur í sér einfalda lausn á því
vandamáli að af ýmsum ástæðum
hefur ekki tekist að tryggja íslensku
verkafólki boðleg lágmarkslaun í
frjálsum samningum. Flókin
launakerfi, þar sem stór hópur
launafólks sækir verulegan hluta
tekna sinna með álags- og hlunn-
indagreiðslum ofan á Iága viðmið-
unarkauptaxta, hafa ásamt öðrum
valdið þvi að á grundvelli kaup-
taxtakerfisins er nær ógerlegt að
hækka kaup láglaunafólks sérstak-
lega án þess að hærri tekjuhópar fái
jafnframt margfalda slíka launa-
hækkun í sinn hlut. Fólkið á lægstu
kauptöxtunum, sem engar álags-;
ákvæðis- eða hlunningagreiðslur
hefur, er jafnframt minnihlutahóp-
ar í launþegahreyfingunni með
mjög takmörkuð áhrif og meiri-
hlutavilji hefur ekki verið fyrir því á
borði að kjör þessa minnihlutahóps
fáist bætt beint eða óbeint á kostn-
að þeirra betur stæðu.
Vinna nótt og dag
Vinnuveitendur hafa einnig vérið
mun fúsari til samninga um kaup-
hækkanir við hálaunahópa en lág-
tekjufólk. Þannig hefur launakerf-
ið í landinu, skortur á samhæfðri
launamálastefnu launþegasamtaka
og afstaða vinnuveitenda í samein-
ingu bæði meðvitað og ómeðvitað
beinst gegn lágtekjufólkinu og
haldið kjörum þess niðri. Eins og
nú er komið málum er kaupið, sem
lægst launaða fólkinu er ætlað að
lifa af fyrir fulla vinnu, Iandi okkar
og þjóð til skammar. Fimmtán þús-
und króna mánaðarlaun fyrir fulla
dagvinnu nægja engum íslendingi
nema fyrir einföldustu frumþörf-
um. Eigi að síður er til þess ætlast
að talsverður hópur fólks þiggi allt
að þriðjungi lægri laun fyrir störf
sín. Hver heilvita maður sér að við
slíkar aðstæður hefur fólk ekki
nema um tvennt að velja: annað-
hvort að vinna nótt með degi til þess
eins að hafa í sig og á og halda á sér
hita ellegar neita sér um einföldustu
frumþarfir mannlegs lífs svo að
ekki sé nú talað um annað sem
þorri landsmanna telur vera sjálf-
sagðan þátt í daglegu lífi fólks á ís-
landi.
Fátækt og skortur
Lífskjörin, sem þessu láglauna-
fólki er ætlað að búa við, er í svo
hróplegu ósamræmi við lífshætti
mikils meiri hluta þjóðarinnar að
líkast er sem óravegur annaðhvort í
tíma eða í fjarlægð á hnettinum
skilji að þá tvo hópa fólks — hinn
bjargálna meiri hluta og hinn fá-
tæka minni hluta sem saman byggja
land vort. Slíkt ástand er okkur öll-
um til vansæmdar. Fáist ekki bót á
því í frjálsum kjarasamningum —
en það virðist sem sakir standa
næsta vonlítið — ber stjórnvöldum
skylda til þess að taka í taumana. í
kaup- og kjaramálum er skylda
stjórnvalda í grundvallaratriðum
aðeins ein: að tryggja að enginn
þurfi að búa við fátækt og skort.
Fáist slík trygging ekki fram með
öðrum hætti er skylt að beita til
þess lögum. Hneykslanlegt athæfi
stjórnvalda er að kynna niðurstöð-
ur úr kjarakönnun Kjararannsókn-
arnefndar, sem staðfestir hyldýpið
milli hins bjargálma meiri hluta og
hins fátæka minnihluta og neyð
hins síðarnefnda, eins og skrítilegt
fyrirbæri Iíkt og tvíhöfða kálf eða
fisk með fjóra sundmaga og láta
svo við það sitja og lýsa allri ábyrgð
af höndum sér. Þetta athæfi lýsir
ekki bara ábyrgðarleysi heldur því
kaldrifjaða miskunnarleysi sem
samfélagið og stjórnendur þess
Framhald á bls. 2