Alþýðublaðið - 26.04.1984, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 26.04.1984, Qupperneq 4
alþýðu- blaöið \ Fimmtudagur 26. apríl 1984 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 MEINHORNIÐ Helmut Schmidt lætur Bandaríkjamenn heyra það Dönsku lœknarnir Stig Bolund og Torsten Reumert hafa fœrt fimm dönsk- um karlmönnum á aldrinum 45-46 náttúruna aftur með góðum árangri . . Ný von fyrir svo marga:__ Aðgerðir gegn náttúruleysi! 5 danskir karlmenn hafa undir- gengist hingað til óþekkta skurðað- gerð sem þýðir að eftir margra ára hlé á kynlífi þeirra og þar með gleðisnautt hjónaband, hafa þeir öðlast nýtt og betra líf. Yfirlæknar sjúkrastofnunar einnar í Kaupmannahöfn, Stig Bo- lund og Torsten Reumert hafa fram- kvæmt þessar aðgerðir og sjúkling- arnir voru allir á aldrinum 45 til 65 ára. Verulega tók að rætast úr kyn- lífi þeirra aðeins fáeinum dögum ettir aðgerðina. Náttúran var kom- in aftur. Aðgerðin snýst um að færa til kynfærisins nýtt blóðrásarstreymi, þannig að æð sem áður færði með öðrum blóð til magans fær þetta nýja hlutverk. Blóðstreymið til magans minnkar það lítið að eng- inn skaði hlýst af segja læknarnir. Þeir hafa og gert velheppnaðar til- raunir með ófrjósemi, t.d. vegna stíflu í sæðisgöngum eða öðrum „samgönguleiðum". V-Evrópa lætur ekki með- höndla sig sem nýlendu mæli sín ekki upp úr þurru, hann hafði skömmu áður verið á ferð í Washington og átt þar viðræður við Reagan í einrúmi. Schmidt vildi þó ekki upplýsa hvað þeirra fór á milli, nema almennt að Bandaríkjastjórn væri farin að gera sér grein fyrir af- leiðingum efnahagsstjórnar sinnar — fyrir Bandaríkin sjálf það er að segja. „Hvort hún er farin að skilja af- leiðingarnar fyrir restina af heimin- um er allt önnur og opin spurningý sagði hann. Hann lagði á það áherslu að hall- inn á fjárlögunum í Bandaríkjun- um hefði orsakað hækkandi vexti bæði þar í landi og á alþjóðavett- vangi og gerði fjárfestingar erfiðar í V-Evrópu. Eigi Bandaríkin að skilja alvöruna að baki verða V-Evrópa og Japan að standa sam- an: „í ljósi þess er það hreint hlægi- legt að horfa upp á Evrópska þjóð- höfðingja (í Efnahagsbandalaginu) hittast til að komast að því að þeir ná ekki samkomulagi um verðlagn- ingu mjólkur eða korns. Eða fjár- hagsáætlun Efnahgasbandalagsins Framhald á bls. 2 „Bandaríkjamönnum verður að lærast það, að Vestur-Evrópa lætur ekki meðhöndla sig sem nýlendu. Að vinna saman þýðir að ræða sam- an og að skilja hvor annan og að bandarísk forysta í Vesturheimi þýðir ekki einhliða skipanir frá þeirra hendi,“ sagði Helmut Schmidt, fyrrum kanslari V-Þýska- lands og forystumaður úr röðum jafnaðarmanna á fundi með leið- togum danskra stjórnmálamanna í Kaupmannahöfn nýlega. Schmidt sagði það meiningu sína að Bandaríkjamenn virtust ekki meta V-Evrópu mikils, eða álíka og nýlendurnar í augum Breta hér áður fyrr. Schmidt viðhafði þessi um- Helmut Schmidt Skuldastaða þjóðarbúsins Löng erlend lán og greiðslubyrði þeirra Skuld í árslok i % af / þjóðarframleiðslu 5rei JtflU >sll tnin byr gsti ði i 5kju ’/o af m ,•' ♦ •••• i / ■ ■ ■ i • *■■ Tafla 3. Staða þjóðarbúsins út á við í árslok (í m.kr. á meðalgengi hvers árs) Greiöslubyrði Löng Nettóskuld Staða í hlutfalli (%) af vergri þjóðarf raml. (vextirogafb.) í % af erlend lán við útlönd Lönglán Nettóskuld útflutningsl. 1974 .... 337,9 345,9 23,9 24,5 11,2 1975 .... 672,8 727,1 34,9 37,7 14,2 1976 .... 898,5 940,0 33,8 35,3 13,8 1977 .... 1205,5 1205,8 31,6 31,6 13,7 1978 .... 1944,3 1848,2 33,7 32,0 13,1 1979 .... 2909,5 2703,2 34,4 32,0 12,8 1980 .... 4623,1 4248,9 34,4 31,6 14,1 1981 .... 7523,2 6525,2 36,7 31,8 16,4 1982 .... 14904,7 15008,7 47,8 48,1 21,2 1983" . . . 32125,0 31120,0 60,6 58,7 20,6 11 Bráðabirgðatolur. 1975 76 77 78 79 80 81 82 83 Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun erlendra lána hin síðustu ár og greiðslubyrði þeirra. Töflurnar skýra sig að öllu leyti sjálfar, en við vekjum athygli á hraðri þróun til verri vegar hin síðustu tvö ár MOLAR Ráðherranefnd út af sölu- skattsdeilum! Má ekki búast við þvi að embættismenn skattakerfisins verði látnir fara heim og ráðherrarnir taki við hlutverki þeirra? í eigin hendur All sérkennileg atkvæða- greiðsla fór fram á krá einni í Sao Paulo í Brasilíu nýverið. Þar greiddu kráargestir atkvæði um hvort hinn 33 ára Osvaldo Pires skyldi lifa eða deyja. Niðurstaðan var einróma að hann skyldi deyja. „Ég rétti upp báðar hendur“ sagði einn himinlifandi á eftir. Pires þessi hafði montað sig á því að hafa framið þrjú morð og talinn sekur um að hafa nauðgað unglingsstrák. Kráargestirnir leyfðu honum að klára síðasta glas sitt af rommi og reykja eina sígarettu. Síðan var hann dreginn út á götu og barinn til dauða. Tók það 20 mínútur. Mál Piresar er ekki einangrað nema síður sé. Að undanförnu hefur mjög færst í vöxt að borgar- ar í Brasilíu hafi tekið lögin í sínar eigin hendur vegna dugleysis lög- reglunnar. Og lögreglan stendur ráðþrota gagnvart þessu. Böðlar Piresar ganga hinir ánægðustu um götur borgarinnar... Rússa- og Kanaverslun Getum við sagt að vinsamleg tengsl þjóða á milli endurspeglist nokkuð í viðskiptum þeirra á milli? Ef svo er hvernig er þá sam- anburðurinn á milli viðskipta okkar við Rússa annars vegar og Kana hins vegar? Árið 1983 keyptum við af Rúss- um fyrir alls 2.1 milljarða ís- lenskra króna en af Könum fyrir um 1.6 milljarða. Hins vegar seld- um við Rússum vörur fyrir um 1.4 milljarða en seldum Könum fyrir urn 5.3 milljarða. Við sem sagt kaupum meira af Russum en selj- um Könum meira. Milljarðar í ávísunum Hver skyldi vera meðalupphæð þeirra ávísana sem skrifaðar eru út á íslandi? Svar við þessu er að finna í Hagtölum mánaðarins frá Seðlabanka. Þar kemur fram að í febrúar síðast liðnum hafi meðal- upphæðin verið rétt rúmar 11 þús- und krónur og má það teljast all væn upphæð. Skyldi fjöldi tékka í umferð eitthvað hafa minnkað með til- komu greiðslukortanna? Svo virðist ekki vera. Fyrstu tvo mán- uðina í fyrra voru 1714 þúsund tékkar í umferð, en fyrstu tvo mánuðina í ár 1825 þúsund og nam aukningin því um 100 þús- und heftum. Og hvað skyldi nú vera greitt mikið í tékkum á einum mánuði? í febrúar námu tékkaviðskipti alls rúmlega 10.3 milljörðum króna. Avit*n».. relkntnguf n Alþýðubankinn hf IAUOAVEOI 31 101 RCYKJAVÍK 1634143 H^R . K/tifý A-1 i SoN '!■' jdXxj u. 35.J3 , 8 V REITUft fYfttft rOi VUiKftlFr — HÉ3 FYftlft NI.OAN mA-ÍIVOFM $AifÁ NfcÍTiMI'tA 'f H. < : : 3*»ki HI> > S»íiknVf3.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.