Alþýðublaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 1
alþýðu blaöið » j Tillaga Alþýðuflokksmanna samþykkt á þingi:_ Gera skal nákvæma úttekt á umfangi skattsvika hérlendis Laugardagur 5. maf 1984 86. tbl. 65. árg. Tillaga Jóhönnu Sigurðardótt- ur og fleiri þingmanna Alþýðu- flokksins um úttekt á umfangi skattsvika var samþykkt á Alþingi í fyrrakvöld. Eins og Alþýðublað- ið greindi frá i gær, var í fyrradag Utanríkisráðherra svarar þingmönnum Alþýðuflokksins um íslenska aðalverktaka: Hagnaður fyrirtækisins nam milljónum króna í hittifyrra —Þurfti engin lán til að byggja stjórhýsið á Höfðabakka 54 Stórhýsi íslenskra aðalverktaka við Höfðabakka 9, á Ártúnshöfða, var alfarið fjármagnað af hagnaði fyrirtækisins. Engin lán þurfti að taka til að standa straum af bygg- ingarkostnaði. Húseignin er tug- milljóna króna virði og er sameign íslenskra aðalverktaka og Samein- aðra verktaka, sem er 50% eignar- aðili að íslenskum aðalverktökum, eða m.o.ö. sami grautur í sömu skál. Þessi efnisatriði er m.a. að finna í nýrri skýrslu utanríkisráðherra um verktakasamstarfsemi íslenskra aðalverktaka og Keflavíkurverk- taka, en eins og kunnugt er hafa þessir aðilar einir aðgang að öllum framkvæmdum á Keflavíkurflug- velli fyrir bandaríska varnarliðið. Skýrsla utanríkisráðherra er til- komin vegna sérstakrar beiðni þingmanna Alþýðuflokksins og Bandalags jafnaðarmanna þar af lútandi. í beiðninni frá þingmönn- unum voru settar fram 17 spurning- Sigurður E. um afdrif Fjalakattarins: Borgarstjóri og menntamála- ráðherra bera ábyrgðina grein fyrir afstöðu sinni með eftir- farandi bókun: „Undirritaður er eindregið þeirr- ar skoðunar, að leggja beri áherslu j á að vernda og varöveita sem allra. best þær byggingar í Reykjavík,! sem eiga langa sögu að baki, hafa í menningarlegt gildi og nokkum þokka til að bera. í þeim anda hefur Alþýðuflokkurinn einnig ætíð starfað, eins og best og skýrast kom í ljós á sínum tíma, er Vilmundur heitinn Gylfason, menntamálaráð- herra í ríkisstjórn Benedikts Grön- dal tók af skarið í málefnum Bern- höftstorfunnar og sá til þess, að húsunum á henni var bjargað. Framhald á bls. 2 Samþykkt var í borgarstjórn í fyrrakvöld að heimila niðurrif Fjalakattarins við Aðalstræti, en eins og kunnugt er hefur staðið mikill styrr um hús þetta árum sam- an. í borgarstjórninni var niðurrif heimilað með 11 atkvæðum sjálf- stæðismanna, gegn 9 atkvæðum borgarfulltrúa Alþýðubandalags, Kvennaframboðs, Gerðar Stein- þórsdóttur annars fulltrúa fram- sóknar og Huldu Valtýsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Sigurður E. Guðmundsson borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu og það sama gerði Sigrún Magnúsdóttir (framsókn). Sigurður E. Guðmundsson gerði ar, sem sérstaklega var óskað svara við. Hér verður drepið á nokkur atriði úr skýrslu utanríkisráðherra, en nánari umfjöllun um málið verð- ur að finna í Alþýðublaðinu á næstu dögum. íslenskir aðalverktakar eru sam- eignarfélag þriggja aðila: Samein- aðra verktaka, sem eiga 50%, Reg- ins, (eign SÍS), sem á 25% og ríkis- sjóðs. Eigið fé íslenskra aðalverktaka í árslok 1982 nam 226,6 milljónum króna. Húseignir félagsins voru metnar á 64 milljónir króna, bif- reiðaeign á 16 milljónir og aðrir varanlegir rekstrarfjármunir á 22j milljónir króna. Heildarvelta íslenskra aðalverk- taka á árinu 1982 var um 372 millj- ónir króna og hagnaður félagsins á| því ári nam 54 milljónum króna. Það þýðir að meðalhagnaður þess árs var í kringum 14,5% af heildar- veltu ársins. Það þykir æði drjúg eftirtekja fyrir venjuleg fyrirtæki. Verðmæti tollfrjáls innflutnings íslenskra aðalverktaka sem iheimilaður hefur verið af varnar- máladeild utanríkisráðuneytisins vegna varnaliðsframkvæmda á grundvelli verksamninga við varn- arliðið og vegna annars innflutn- ings fyrirtækisins, nam rúmum 280 milljónum króna á síðasta ári, 1983. Á sama hátt voru gefnir eftir tollar og aðflutningsgjöld af vélum, tækjum og búnaði vegna verktaka- starfseminnar við Keflavíkurflug- völl og sl. þrjú ár hefur ríkið gefiðj eftir tekjur að upphæð tæpar 16] milljónir króna á núvirði. í skýrslu utanríkisráðherra er þeirri spurningu svarað, hvort kannað hafi verið hvort innflutn-i ingur tækja, véla eða varahluta ýmis konar, sem ekki eru skráð á ákveðna verksamninga séu í sam- ræmi við raunverulega þörf ís- lenskra aðalverktaka, og sagt í svar- inu að yfirvöld hafi ekki kannað Framhald á bls. 3 samþykkt tillaga frá Alþýðu- flokksmönnum um svipað efni, þar sem fjallað var um aðgerðir gegn skattsvikum í þjóðfélaginu. Þingsályktunartillagan um út- tekt á umfangi skattsvika hljóðar þannig: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að koma á fót starfs- hópi sem í samvinnu við skattyfir- völd hafi það verkefni að gera grein fyrir og leggja mat á eftirfar- andi: 1. Umfangskattsvikahérlendis miðað við upplýsingar um þjóð- artekjur í þjóðhagsreikningum og öðrufn opinberum gögnum ann- ars vegar og upplýsingar um framtaldar tekjur i skattframtöl- um hins vegar. 2. Hvort skattsvik megi rekja sérstaklega til áveðinna starfs- stétta og starfsgreina. 3. Umfangsöluskattsvikahérá landi. 4. Helstu ástæður fyrir skatt- svikum og hvaða leiðir eru væn- legastar til úrbóta. Niðurstöður skal leggja fyrir Alþingi eigi síðar en 1. mars 1985. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði. Flugmannadeilan: Hefur hún áhrif á ferðamannastrauminn? Félag íslenskra atvinnuflug- manna hefur hótað verkfalli dag- ana llrl2. maí hafi ekki samist fyrir þann tíma. Það er mikið sem ber á milli hjá samningsaðilum. Flugleið- ir hafa boðið Félagi íslenskra at- vinnuflugamanna sömu grunn- kaupshækkun og samið var um milli ASÍ og VSÍ, eða 13,6% á samningstímanum, en FÍA hefur farið fram á kauphækkanir, sem myndu þýða 42,6 - 70,9% hækkun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Flugleiða. Þar segir einnig að meðallaun flugamanna í dag séu rúmlega 63.000 krónur. Byrjunarlaun séu 32.924 og hæstu launin 81.221 krón- ur. Um svipað leyti og verkfallið skellur á er ráðgert að halda lækna- ráðstefnu í Reykjavik. 165 þátttak- endur hafa boðað komu sína hvað- anæva að úr heiminum. Brottfarar- dagur þeirra er 11. maí, þ.e.a.s. sama dag og verkfallið skellur á. Alþýðu- blaðið hafði sambandi við Emil Guðmundsson, hótelstjóra á Loft- leiðum. Hann var spurður að því hvort hann hefði heyrt eitthvern á- væning að ráðstefnunni yrði frestað vegna verkfallshættunnar. Hann sagðist ekkert hafa heyrt um það, Framhald á bls. 3 -RITSTJÓRNARGRELN .. Er stjórnin að springa? F riðrik Sóphusson varaformaður Sjálfstæðis- flokksins telur núverandi rlkisstjórn ekki I stakk búna til að takast á við vandamál líðandi stundar né heldur að byggja upp til framtíðar. í ræðu sem varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins flutti hjá flokksfólki á Seltjarnarnesi I fyrra- kvöld og Morgunblaðiö greindi frá I gær, kemur skýrt og greinilegafram hversu mikil óánægja kraumar í Sjálfstæðisflokknum með núverandi stjórnarsamstarf. Og ástæða er til að vekja einnig athygli á þvl, að hér lýsir varaformaður Sjálfstæðisflokksins ekki einungis sínum sjónarmiðum, heldur er það fyrirliggjandi að fjölmargir þingmenn flokksins eru sömu skoð- unar. Viðhorf formanns flokksins, Þorsteins Pálssonar, munu einnig ganga mjög I sömu átt. Friðrik Sóphusson lýsti efnahagsaðgerðum rlkisstjórnarinnar, sem „lltilli mús“. Meó þeim væri verið að ýta vandamálunum á undan sér, en ekki takast á við þau. Þá varaði hann einnig við þeim glfurlegu hættum sem væru samfara aukinni eriendri lántöku, sem ríkisstjórnin hygðist grlpa til. Þetta sjónarmið varaformannsins gagnvart hinum svokölluðu efnahagsaðgerðum rlkis- stjórnarinnar, svipar mjög til ummæla og af- stöðu stjórnarandstöðunnar f þessum efnum. Fróðlegt verður hins vegar að fylgjast með því, hvort Friðrik Sóphusson og skoðanabræður hans I þingflokki Sjálfstæðisflokksins, muni láta ráðherra flokksins rúila yfir sig I málinu, eða hvort þeir muni standa fast í báðar fætur og standa I vegi fyrir „efnahagaðgerðum" af þessu tagi. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í áðurnefndri ræðu sinni, að setja þyrfti for- mann Sjálfstæðisflokksins á þann stall sem honum bæri og bætti við að endurskoða þyrfti hverjir ættu að sitja á ráðherrastólum fyrir flokkinn. Að sjálfsögöu er Friðrik Sóphusson ekki aðeins að hugsa um hagsmuni Þorsteins Pálssonar. Hann er llka að hugsa um eigið skinn. Yngri kynslóðin I þingflokki Sjálfstæðis- flokksins hefur ekki enn gleymt þeirri niður- lægingu, sem birtist I þvi þegar ráðherrar flokksinsvoru valdirfyrirtæpu ári. Ungu menn- irnir voru þar með öllu sniðgengnir. Og nú er staðan sú að tveir æðstu menn flokksins, for- maður hans og varaformaður, eru báðir án ráð- herrastólaog fá litlu ráðið um framvindu mála á stjórnarheimilinu. Það þykir þeim og fleirum súrt í broti. En það er ekki aðeins óánægja með þá menn er ráðherrastjóla verma, sem leitar á fjölmarga sjálfstæðismenn. Stefna stjórnarinnar ( ýms- um stórmálum er þeim heldur ekki að skapi. Þeir hafa áttað sig á þvf, að stjórnarsáttmálinn er hvorki fugl né fiskur. Til að mynda tryggir hann á engan hátt að unnt verði að koma á nauðsynlegum breytingum í landbúnaðarmál- um i sjóðakerfinu og áfleiri sviðum. í landbún- aðargeiranum stendur Framsókn þversum þegar nauðsynlegar kerfisbreytingar ber á góma. Sama er uppi á teningnum, þegar sjóða- kerfið og Framkvæmdastofnun er annars veg- ar. Að sjálfsögðu vissu sjálfstæðismenn þetta, þegarþeirgengutil samstarfsvið Framsóknar- flokkinn. En kappið var svo mikið að komast í rlkisstjórn, fá að verma stólana, að öllu var fórnað. Þá svtður mörgum sjálfstæðismönnum sú niðurlæging sem felst I þvl, að það skuli vera Steingrímur Hermannsson formaður Fram- sóknarflokksins, syndaselurinn sjálfur frá tið fyrrverandi ríkisstjórnar, sem leiði Sjálfstæðis- flokkinn I þessu rlkisstjórnarsamstarfi. Allt að einu þá er ástæða til að taka þessar harðorðu yfirlýsingar Friðriks Sópussonar al- varlega. Það ríkiralmenn óánægja með stjórn- arsamstarfið I Sjálfstæöisflokknum. Ríkis- stjórnin er máttvana og búast má við því að óánægjuöflunum vaxi ásmegin frekar en hitt. Það er þvf von að spurt sé: Er ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks að springa? - GÁS.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.