Alþýðublaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.05.1984, Blaðsíða 3
Laugardagur 5. maí 1984 3 hefur verið virkur aðili að samningi um lyfjaskrá Evrópu frá því á árinu 1975 og tekur Finnland einnig þátt í þvi samstarfí. blóðflokka, en blóðbanki þessi er styrktur af Evrópuráðinu. ísland í Evrópuráðinu er einnig fjallað Útboö Tilboðóskast í dælu og rafmötórafyrir Vatnsveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuveg 3 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 13. júní n.k. kl. 11 fyrir hádegi. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Frá 7. maí til 1. september loka skrifstofur félagsins kl. 16.00. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Húsi Verzlunarinnar 8. hæð. Útboð Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum I Sauðár- króksbraut III. (4,5 km, 44.000 m3). Verkinu skal lokið fyrir 15. september 1984. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavlk og á Sauðárkróki frá og með 7. maí n.k. Skila skal tilboðum fyrir kl. 14:00 þann 21. mal 1984. Vegamálastjóri. \ Hafnarfjörður— JLj Matjurtagarðar Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði er bent á að síðustu forvör að greiða leig- una eru á föstudaginn 11. maí n.k. eftir þann dag verða garðarnir leigðir öðrum. Bæjarverkfræðingur Deildarverkfræðingur eða Deildarefnafræðingur Laus er staða deildarverkfræðings eða deildarefnafræðings hjá mengunarvörnum Hollustuverndar ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Hollustuverndar ríkisins, Skipholti 15, 105 Reykjavík, fyrir 1. júní 1984. Hollustuvernd ríkisins 4. maí 1984. Styrkur til háskólanáms eða rannsóknarstarfa í Bretlandi. Breska sendiráðið [ Reykjavlk hefur tjáð Islenskum stjórn- völdum að The British Council bjóði fram styrk handa íslend- ingi til náms eða rannsóknastarfa við háskóla eða aðra vlsindastofnun I Bretlandi háskólaárið 1984-85. Umsækjend- urskulu hafalokiðháskólaprófi ogað öðru jöfnu veraáaldrin- um 25-35 ára. Gert er ráð fyrir að nám sem tengist enskri tungu komi að öðru jöfnu sérstaklega til álita, en það er þó ekki skilyrði. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist menntamála- ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrri 22. þ.m. Umsókn skulu fylgjastaðfest afrit prófsklrteinaog meömæli. — Tilskilin eyðublöð fást I ráðuneytinu og einnig I berska sendiráðinu, Laufásvegi 49, Reykjavlk. Menntamálaráöuneytið, 4. mai 1984. Mikið starf 4 um bæjar- og sveitarstjórnarmál og var 13. þing aðildarríkja um þessi málefni haldið í Strasborg sl. sum- ar. Á sviði lögfræði og samvinnu innan Evrópuráðsins um lagamál er haldið áfram viðleitni í þá átt að stuðla að frekari samræmingu í- lagasetningu aðildarríkja og auk- inni upplýsingastarfsemi, m.a. um afbrotamál og fangagæslu. Á vegum ráðherranefndarinnar- starfa auk þess fjöldi nefnda sér- fræðinga. Koma þær saman til funda nokkrum sinnum á ári eftir því, sem verkefnin gefa tilefni til. Nefndir þessar, sem m.a. starfa á ýmsum sviðum félags- og heilbrigð- ismála, mennta-, menningar-, um- hverfis-, íþrótta- og æskulýðsmála, laga og dómsmála eru kostaðar af Evrópuráðinu, sem einnig greiðir ferða og dvalarkostnað sérfræðing- anna. Taka íslenskir embættismenn virkan þátt í störfum nefndanna, og njóta allir þeir aðilar, sem fyrir íslands hönd taka þátt í margvísleg- um störfum Evrópuráðsins góðs álits. Leggja íslendingar þar með drjúgan skerf til samvinnu Evrópu- ráðsríkja á hinum ýmsu sviðum. Aðalverktakar 1 sérstaklega rekstrarþörf fyrirtækis- ins fyrir innflutning af því tagi. Sagt er að telja verði að fyrirtækið sé sjálft best fært um að meta þessar þarfir með hliðsjón af verkefnum og rekstri. Þetta svar utanríkisráð- herra þýðir með öðrum orðum að ekkert eftirlit er haft með því hver nýting þess tækjabúnaðar er, sem fluttur er tollfrjáls inn í landið og hvað verði um þennan búnað. Margt fleira fróðlegt er að finna i skýrslunni, en að lokum má geta þess að tekin er afstaða gegn því að losa um þá einokun sem íslenskir aðalverktaka hafa á Keflavíkur- flugvelli, en þó opnuð glufa í þá átt að fleiri geti tekið að sér verkefni fyrir Varnarliðið, en viðsemjendur verði áfram og eftir sem áður ís- lenskir aðalverktakar. Það þýðir í raun að þeir verði yfirverktakar en geti fengið aðra aðila til að vinna verkin. Það fyrirkomulag hefur tíðkast nokkuð á Keflavíkurflug- velli. Einnig lýsir utanríkisráðherra þeirri skoðun sinni, að könnuð verði skilyrði þess að opna frekar aðildarfélög samningsaðila —ís- lenska aðalverktaka og Keflavíkur- verktaka— frekar en nú er. Kveðst ráðherra hafa ákveðið að setja á stofn samstarfsnefnd um þessi mál, skipaða fulltrúum frá Verktaka- sambandi íslands, íslenskum aðal- verktökum, Keflavíkurverktökum og utanríkisráðuneytinu. Eins og fyrr segir mun Alþýðu- blaðið fara nánar ofan í saumana á skýrslur utanrikisráðherra á næst- unni. Flugmenn 1 hinsvegar kæmi það honum ekki á óvart þó svo yrði. Þeir sem sæktu þessa ráðstefnu væru yfirleitt mjög önnum kafnir menn, sem ættu erf- itt með að missa dag hvað þá tvo, úr vinnu. Hann kvað þessa verkfallshótun mjög slæma og koma illa við hótel- rekendur, svo og aðra, sem vinna að ferðamálum á íslandi. Öll hótel herbergi eru fullbókuð í Reykjavík þessa daga, og fjöldi manns, sem á bókað flug til að frá íslandi. Hann kvað það grábölvað ef af þessu verkfalli yrði og að það gæti haft ófyrirsjáanleg áhrif á ferðamanna- strauminn í sumar. Annars sagðist hann vera bjart- sýnn á sumarið. Búist væri við fleiri ferðamönnum en nokkurn tíman áður. Mun meira hefur verið bókað af hótelherbergjum en á sama tíma í fyrra. hann sagðist bara vona að svona skyndiverkföll yrðu ekki til að draga úr áhuga fólks á því að heimsækja íslands. Felstir ferðamannanna koma frá Bandaríkjunum. Norðurlöndin eru í öðru sæti, bretar í þriðja og þjóð- verjar í fjórða. Það er stöðug aukn- ing frá Bretlandi. Áður voru Þjóð- verjar í þriðja sæti, en í fyrra skut- ust bertarnir framfyrir þá og er allt útlit fyrir að þeir verði einnig i þriðja sæti í sumar. Frá Menntamálaráðuneytinu. Lausar kennarastöður Við Fjölbrautaskólann áSauðárkróki eru lausartii um- sóknar staða Iþróttakennara og staða kennara sér- greina viöskiptabrautar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík fyrir 26. mal næst komandi. Menntamálaráðuneytið. Kennarar. Kennara vantar að Grunnskólanum I Sandgerði næsta skólaár. Almenn kennsla — Sérkennsla. Upplýsingar gefa skólastjóri í símum 92-7610 og 92-7436 og formaður skólanef ndar I síma 92-7647. Skólanefnd. LAUSm ER FUmiN SEX FÁGÆTAR Það er stundum erfitt að finna tœkifœrisgjafir handa lax- og silungsveiðimönnum, sem eiga öll tæki og tól til að stunda íþrótt sína. Nú hefur Bókaútgáfan Þjóðsaga á- kveðið, að leysa þessa þraut. Hún hefur safnað saman í einn bókaflokk sex bókum um lax- og silungsveiðar. Sumar þessara bóka eru fá- gœtar, og er þessi bókaflokk- ur kjörin gjöf við margvísleg tœkifœri. Og auðvitað geta menn einfaldlega keypt þœr handa sjálfum sér. — I þessum bókaflokki eru eftirtaldar bækur: 1. Elliðaárnar, paradís Reykjavíkur, eftir Guðmund Daníels- son. Bókinni fylgja vönduð veiðikort, gömul og ný. 2. Norðurá, fegurst áa, eftir Björn J. Blöndal. Þessari bók fylgja einnig skýr og góð veiðikort og fjöldi mynda. 3. Dunar á eyrum, Ölfusá og Sogið, eftir Guðmund Daníels- son. Þessi bók er mikið og merkitegt heimildarit. 4. Roðskinna, bók um galdurinn að fiska ástöng og mennina sem kunna það, eftir Stefán Jónsson. Þetta er lífleg og skemmtileg bók, prýdd fjölda teikninga. 5. Vötn og veiðimenn, uppár Árnessýslu, eftir Guðmund, Daníelsson. Eins og Dunar á eyrum, er þessi bók mikið heimildarit um hið mikla vatnasvæði Árnessýslu. 6. Með flugu íhöfðinu, eftir Stefán Jónsson, sem hann nefnir bókarkorn um tæki til fluguveiða og notkun þeirra. Þetta er bæði skemmtileg og gagnleg handbók fyrir þá, sem stunda fluguveiði. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að eignast nokkrar helstu lax- og silungsveiðibækur, sem gefnar hafa verið út á íslandi. Hafsjór af fróðleik og heimildum. — Upplagið er takmarkað. 5$ókaútgáfan^jóööaga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.