Alþýðublaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 10. maí 1984
Sigfús Erlingsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs flugleiða:
Rœtt við Sigfús
Erlingsson um vel-
gengni Flugleiða,
fullnýttar vélar,
aukningu ferða-
mennsku og ýmis
ráð til þess að
þéna meiri gjaldeyri.
„Fly me to the moon“, fljúðu mér til tunglsins og leikum okkur meðal stjarnanna, segir ífrœgu kvceði. Ekki
er nú víst aðfarþegar Flugleiða komist svo hátt ennþá, en óneitanlega er hann glœsilegur farkosturinn sem
boðið er uppá, nýjasta vél Flugleiða Boing 727200. Allt sólarlandaflug flugleiða er flogið með þessari nýju
vél.
ÓSKASTAÐA Á
Atlantshafinu
„Aðalfundur Flugleiða í vetur markaði tímamót í
sögu félagsins, en í framhaldi af honum var m.a. mark-
aðsdeild félagsins, sem ég veiti nú forstöðu breytt nokk-
uð. Þessi deild hefur nú yfirumsjón með öllum sölu-
svæðum Flugleiða hvar sem er í heiminum, ásamt hótel-
rekstri og bílaleigu.“
Það er Sigfús Erlingsson, framkvæmdastjóri mark-
aðssviðs Flugleiða sem þetta mælir og hann heldur á-
fram.
„Frá ársbyrjun 1977 til miðs árs 1983 starfaði ég á
vestursvæði Flugleiða með aðsetur í New York. Frá árinu
1980 veitti ég þessu svæði forstöðu. Á árunum 1979 og
1980 áttum við þarna í gífurlegum erfiðleikum. Ferðir
okkar þangað komust niður í 8 á viku yfir háannatím-
ann. Núna eru áætlaðar 18 ferðir á viku í sumar á At-
lantshafinu sem við köllum. Það þýðir að við bjóðum
fram 4.480 sæti hvora leið á viku frá fjórum borgum í
Bandaríkjunum. Þ.e. New York, Chicago, Baltimore,
Washington og Detroit.
Núna gengur þetta einkar vel og stöðug aukning hefur
verið frá erfiðleikaárunum um 25 til 30% á ári síðustu
fjögur árin.
Sigfús Erlingsson, framkvœmdastjóri markaðssviðs Flugleiða: „30%
aukning á Atlantshafinu síðustu árin“. Ljósm.: G.T.K.
Sumarið lítur mjög vel út. Bók-
anirnar eru fyllilega í samræmi við
framboðið það sem af er. Núna í
sumar erum við með 12,5% meira
sætaframboð á þessari leið en í
fyrra.
Við notum þrjár DC 8 63 flugvél-
ar á þessari leið og þær eru gersam-
lega fullnýttar. Þessi markaður er
mjög erfiður og harður. Bandaríkin
eru alveg opin fyrir öllu flugi. Cart-
er stefnan gamla hefur ekkert
breyst.
Orsakirnar fyrir þessari vel-
gengni Flugleiða þarna núna eru
margar. Loftleiðir var t.d. mjög
þekkt og sterkt fyrirtæki á markað-
inum og hafði mikið traust sem á-
ætlunarfélag. Samruni Loftleiða og
Flugfélags íslands breytti þarna
engu um enda alls ekki svo mikill
munur á ensku heitunum á félögun-
um, annars vegar Icclandic Airlines
og hins vegar Icelandair. Þótt vélar
okkar væru eitthvað eldri en þær
bestu hjá stóru flugfélögunum þá
var þjónusta okkar um borð alltaf
fræg og svo var auðvitað stöðugt
haldið uppi gífurlega mikilli sölu-
starfsemi og mikið lagt í auglýsing-
ar. Það sem sérstaklega hefur einn-
ig hjálpað okkur núna er að Flug-
leiðir eitt félaga hefur byggt upp
kerfi í Evrópu samtvinnað áætlun í
Iestarferðum og í áætlunarbifreið-
um tengt fluginu, oft farþegum að
kostnaðarlausu eins og t.d. í Sviss.
Við höfum heldur dregið úr
sætaframboði til New York en
dreift því frekar á aðra staði í
Bandaríkjunum. Chicago er t.d.
orðin jafn mikilvæg okkur eins og
New York, við fljúgum daglega á
báða staðina. Baltimore fer hægt
vaxandi og er með þrjár ferðir á
viku. Framtíðin þar lofar góðu.
Detroit er á tilraunastigi en bók-
anir gefa til kynna að við séum á
réttri leið. í heiid má því segja um
Atlantshafsflugið að það líti ágæt-
lega út. Þetta er óneitanlega sér-
stakt fagnaðarefni ekki síst vegna
þess að salan í Evrópu hefur tekið
vel við sér eftir stöðnunina, sem or-
sakaðist m.a. af háu gengi dollar-
ans. Allt þetta hefur þó einungis
tekist vegna þrotlausrar vinnu allra
þeirra sem starfa að þessum málum
hjá okkur.
Á síðasta ári varð minnkun á
flutningum héðan á íslandi til og
frá Evrópu. Orsakirnar voru m.a.
aukin samkeppni, erfitt efnahags-
ástand bæði hér heima sem og í
helstu viðskiptalöndum okkar í
Evrópu og svo auðvitað þetta ein-
læga illviðri á íslandi síðasta sum-
ar. Ekki beint fýsilegt fyrir Evrópu-
búa að heimsækja ísland þegar
veðurkortið í sjónvarpinu sýndi
stöðuga lægð yfir landinu, rigningu
og kulda.
í ár lítur þetta miklu betur út og
framtíðar bókanir eru miklu betri.
Núna fyrstu fjóra mánuði þessa árs
er t.d. 9% aukning frá því í fyrra.
Erlendum ferðamönnum ætti því
að fjölga verulega hér næsta sumar.
Flugið er vel bókað sem og hótelin
og allar ferðaskrifstofur upplýsa að
ferðir á þeirra vegum séu að fyllast.
Ferðaiðnaður landsmanna hefur
því miður átt í vök að verjast síð-
ustu ár. Vonandi að nú verði breyt-
ing á.
Virkilega var ánægjulegt að
heyra forsætisráðherra, Steingrím
Hermannsson lýsa því yfir að einn
af Ijósu punktunum í efnahag ís-
lensku þjóðarinnar væri aukning á
ferðamennsku. í rauninni hef ég
aldrei heyrt nokkurn forsætisráð-
herra áður ræða um ferðamanna-
iðnaðinn sem einn af atvinnuvegum
landsmanna og svo sannarlega var
ánægjulegt að heyra þetta hjá
Steingrími.
Innanlandsflugið hefur nú geng-
ið svona upp og niður í gegnum tíð-
ina. Þetta hefur þó lagast mikið
núna og þökkum við það aðallega
að verðbólgan hefur mikið til náðst
niður. Ef fer sem horfir þá lítur út
fyrir að innanlandsflugið ætti að
geta staðið undir sér á þessu ári.
Verð á innanlandsferðum hefur þó
ekkert hækkað á þessu ári og reynd-
ar ekkert síðan í október á síðasta
ári en þá hækkaði það aðeins um
2%. Verðlagning á ferðunum er
ekki frjáls, en vissir grunnútreikn-
ingar eru viðurkenndir af verðlags-
yfirvöldum.
Mér er ánægja að upplýsa að far-
þegum í innanlandsflugi hefur
fjölgað um 3%, það sem af þessu
ári, þrátt fyrir að vetrarveður hafa
veið mjög erfið, sérstaklega í janúar
og í febrúar. Vonandi að aukning
erlendra ferðamanna til íslands
muni einnig koma fram í innan-
landsfluginu.
Sérstaklega væntum við okkur
góðs af samtengingu innanlands-
og millilandafargjalda, þar sem
hluti innanlandsfargjalda lækkar
verulega.
Þá eru miklar vonir bundnar við
hið nýja Saga — klass tilboð, ekki
síst vegna manna í viðskiptaerind-
um bæði erlendis frá og héðan.
Þarna hefur líka verið komið á
vissu samræmi við flug í Evrópu.
Flugleiðin á milli Glasgow og
Kaupmannahafnar hefur sýnt mjög
mikla aukningu og reiknum við
með 20 til 30% aukningu á þessu
ári, en þar fljúgum við þrjár ferðir
í viku.
Allar þessar tölur eru þó bundn-
ar vissum forsendum. T.d. geta
verkfallshótanir eða einhver órói í
flugmálum haft mjög mikið að
segja til hins verra. Aö þessu leyti
hallast ekki á með hin slæmu áhrif,
hvort sem það er á flugið, ferða-
mennskuna og eftirspurn eftir ferð-
um. Ferðamenn vilja nefnilega fyrst
og fremst vera frjálsir ferða sinna
ekki lenda í einhverju klandri.
Hverskonar órói í einhverju landi
stuggar þeim í burtu.
Ferðamenn eru orðnir gífurlega
mikilvægir fyrir íslendinga, enda
eyða þeir miklu hér og það allt í
gjaldeyri. Ullarvörukaup þeirra og
minjagripakaup eru gífurleg.
Leiguflugið er í föstum skorðum.
Stöðugt er flogið fyrir Nígeríu-
menn og ein Boing vél félagsins er
stöðugt í föstu verkefni þar, ásamt
fjórum flugáhöfnum. Einnig hefur
verið flogið pílagrímaflug með góð-
um árangri fyrir Air Algerié.
Sólarlandaflugiö er einnig með
hefðubundnum hætti. Flogið er
fyrir ferðaskrifstofuna Útsýn til
Portugal og fyrir Úrval, Ferðamið-
stöðina og Átlantic til Majorca,
Ibiza og Alicante auk hvers konar
tilfallandi leiguflugs.
í leigufluginu fyrir íslensku
ferðaskrifstofurnar eru eingöngu
flogið með Boing 727 200 þotu fé-
lagsins, sem er okkar nýjasti og full-
komnasti farkostur.
Hótelin okkar eru mjög vel bók-
uð í sumar, en þau eru Hótel Loft-
leiðir og Hótel Esja. Nýtingartöl-
urnar virðast verða betri en fyrir
síðasta ár. Nú er verið að endur-
bæta herbergin á báðum hótelun-
um. Þeim framkvæmdum verður
hraðað og miðað er við að því verði
lokið í byrjun næsta árs. íslenskum
gestum hótelanna hefur fjölgað
mikið á síðustu tveimur árum og
þökkum við það m.a. hinum vin-
sælu helgarpökkum okkar. Með
endurbættum hótelum standa von-
ir til góðs árangurs í ráðstefnuhaldi
útlendinga hér á landi t.d. frá Norð-
urlöndunum og Bretlandi, sem og
helgarferðum þessara þjóða til ís-
lands.
Góður árangur náðist á þessu
sviði í haust og einnig ætlar þetta að
ganga vel í vor. Svokallaðar fyrir-
tækjaráðstefnur (incentivetours)
eru oft haldnar til þess að þakka
góðu starfsfólki vel unnin störf. ís-
land hefur verið mikið í erlendum
fréttum, og góð teikn á lofti í því
sambandi. Einnig hefur það mikið
að segja að verðlag er nú stöðugra
en oft áður í landinu.
Bílaleiga Loftleiða er gott lítið
fyrirtæki og rekur um 100 bíla.
Núna á bílaleigan 40 nýja VW Golf
bíla. Aðrir bílar eru eins eða tveggja
ára gamlir. Frekar hörð samkeppni
er í þessum rekstri og ekkert nema
gott eitt um það að segja. Þjónust-
an hefur vissulega batnað.
Mjög slæmt er þó, hversu hátt
bilaleigubílar eru tollaðir, þótt
þetta séu hrein atvinnutæki. Ef
þessi gjöld væru lækkuð, þá myndi
leigugjaldið lækka, sem stuðlaði
mikið að því að hægt væri að dreifa
ferðamennskunni meira um allt
land. Staðreyndin er sú, aö hér eru
með dýrustu bílaleigubílar í heimi
og þetta verkar stjórkostlega hindr-
andi á alla ferðamennsku. Island er
land útsýnisins fyrst og fremst og
hópur ferðafólks sem dólar um
landið og kaupir mat og gistingu á
mörgum stöðum er gífurlega arð-
bært ferðafólk. Smáhótel, gisti-
staðir og mál eins og ferðaþjónusta
bænda gætu stórgrætt á aukningu
af þessu tagi. Bílaleigubíllinn er
bara svo dýr að ferðamaðurinn
finnur sig tilknúin að aka eins og
byssubrandur um allt land. Ferða-
menn skila oft hringnum hér á landi
á þremur dögum og getur fólk rétt
ímyndað sér hverskonar akstur hef-
ur átt sér stað. Margir leigðu sér
bílaleigubíi erlendis í fyrrasumar
þegar þeir komu hingað með ferj-
unum vegna þess að bílaleigubílar
hér eru svo dýrjr. Langtum hag-
kvæmara væri fyrir þjóöina, að
hafa bílana ódýrari og láta ferða-
fólkið aka hægar og lengur um
landið, kaupa mat og þjónustu og
margfalda þannig þær gjaldeyris-
tekjur sem þjóðin liefur af þeim.
Þetta styður viðleitni okkar hér hjá
Flugleiðum að færa ferðamennsk-
una út um landið, byggja upp sem
víðast og þessu þurfa stjórnvöld að
kippa í lag,“ sagði Sigfús Erlingsson
að lokum.
— G.T.K.