Alþýðublaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 18
18
Fimmtudagur 10. maí 1984
Fundur Alþ jóðasambands jafnaðarmanna í Danmörku:
Alþjóðasamband jafnaðar-
manna hélt fund í Skagerup í
Danmörku dagana 24,21. apríl sl.
undir forsæti Willy Brandt for-
manns alþjóðasambandsins.
Meginefni fundarins voru þrjú,
efnahagsástandið í heiminum, mál-
efni suðurhluta Afríku og sú kyn-
þáttastefna sem þar ríkir, og í þriðja
langi ástand og horfur í Suður- og
Mið-Ameríku.
Meðal þátttakenda á fundinum
voru Anker Jörgensen, Olof Palme,
Gro Harlem, Brundtland, Erkki
Liikanen, ritari finnska jafnaðar-
mannaflokksins, Whitlam fyrrum
forsætisráðherra Ástralíu, Claes
fyrrum forstæisráðherra Belgíu,
Jospin, ritari franska jafnaðar-
mannaflokksins, Wischnewsky frá
Þýskalandi, Harrington frá Banda-
ríkjunum og Biilent Ecevit fyrrum
forsætisráðherra Tyrklands. Kjart-
an Jóhannsson formaður Alþýðu-
flokksins sat fundinn fyrir íslands
hönd.
Á fundinum voru allmargir full-
trúar frá Mið- og Suður-Ameríku
annars vegar og Afríku hins vegar,
til þess að afla sér þekkingar,
reynslu eða menntunar á íslandi.
Þetta virtist koma báðum mjög á
óvart og er til marks um það að
stofnsetning sjóðsins hefur lítið
sem ekki verið kynnt á Grænlandi,
enda hefur nú verið ákveðið að
kynna sjóðinn í grænlenskum blöð-
um.“ Kjartan sagðist ráða það af
samtölum sínum við Lynge að
mikill áhugi væri á því í Grænlandi
að auka samskiptin við okkur og
Ieitast við að koma á meiri sam-
vinnu. Nú væri mikið undir því
komið að íslendingar sýndu áhuga
sinn í verki og sýndu þessari grann-
þjóð okkar ræktarsemi og stuðn-
ing.
Rennur efnahagsbatinn í
Bandaríkjunum út í
sandinn
Eitt af meginumræðuefnunum á
fundinum var efnahagsástandið í
heiminum. Framsögn um þessi mál
höfðu Jospin frá Frakklandi og
Perez frá Venezúela.
Jospin ræddi einkum um hlutverk
Kjartan Jóhannsson með Ecevit, leiðtoga tyrkneskra jafnaðarmanna
Kjartan
Jóhannsson
sat
fundinn
af hálfu
Alþýðu-
flokksins
og mun það meðal annars skýra þá
samninga, sem þau hafa þrátt fyrir
allt gert við Suður-Afríku. „Um
þetta var þó engin ákvörun tekin og
líklega eiga svona hugmyndir langt
í landý sagði Kjartan.
Mikilvæg og gagnleg samvinna
jafnaðarmanna um allan heim
enda voru málefni þessara heims-
hluta meðal umræðuefna. Úr þess-
um hópi fulltrúa frá Suður- og Mið-
Ameríku má nefna Manuel Ungo
frá E1 Salvador og Perez fyrrum
forseta Venezuela.
Einnig voru fulltrúar frá Barba-
dos, Jamaica og Guatemala og
áheyrnarfulltrúar frá Brasilíu,
Hondúras og Nicaragua.
Úr hópi Afríkuríkja má nefna
Senghor forseta Senegal og áheyrn-
arfulltrúa frá SWAPO, Tansaníu,
Zambíu og Angóla.
í heild sátu fundinn fulltrúar 44
þjóða víðs vegar að úr veröldinni,
þar á meðal frá Grænlandi, en það
bar m.a. til tíðinda á fundinum að
SIUNUK flokknum grænlenska
var veitt aðild að Alþjóðasamband-
inu.
Rætt um samskipti við
fulltrúa Grænlands.
Kjartan Jóhannsson gat þess í
viðtali við Alþýðublaðið í þessu
sambandi að hann hefði notað
tækifærið til þess að ræða sam-
-skipti íslands og Grænlands við
Finn Lynge, fulltrúa Grænlend-
inga.
Sagðist Kjartan hafa látið í ljós
áhyggjur íslendinga vegna heimil-
aðrar veiði útlendinga við Græn-
land og hins vegar ósk fslendinga
um nánari samvinnu þjóðanna m.a.
varðandi fiskveiðar og hafrann-
sóknir. „Sömu atriði gerði ég einnig
að umtalsefni við blaðamann frá
Grænlandspóstinumý sagði Kjart-
an „ um leið og ég vakti athygli á því
að stofnsettur hefði verið sérstakur
Grænlandssjóður á íslandi með því
markmiði að efla samskipti þjóð-
anna og styrkja m.a. Grænlendinga
Evrópu í að stuðla að hagvexti í
heiminum og nauðsyn þess að
Evrópuþjóðir stæðu saman að
efnahagslegum aðgerðum, enda
taldi hann hæpið að sá efnahags-
bati sem fram hefði komið í Banda-
ríkjunum yrði sú lyftistöng fyrir
efnahagsástandið í heiminum, sem
oft væri gert ráð fyrir, nema
Evrópuríki sameinuðu krafta sína.
Um þetta atriði sagði Kjartan að
það hefði komið glöggt fram að
það sem skorti væri skilningur
þeirra íhalds- og hægristjórna sem
væru við stjórn í Evrópu á því, að
þær yrðu að fylgja hagvaxtar-
stefnu. Átakið yrði nefnilega að
vera til sömu áttar í öllum löndun-
um, annars kæmi árangur ekki
fram nema í mjög takmörkuðum
mæli. Hættan væri sú að Evrópu-
þjóðirnar yrðu of seinar á sér og
hagvaxtarkippurinn í Bandaríkjun-
um fjaraði út.
í þessu sambandi var líka varað
við því að núverandi hagvöxtur í
Bandaríkjunum mundi líklega ekki
endast nema fram á árið 1985.
Skuldaþjóðirnar hafa
misst, efnahagsstjórn úr
eigin höndum
Perez, fyrrverandi forseti
Venezúela, gerði á hinn bóginn sér-
staklega að umræðuefni ástandið í
þróunarlöndunum og skuldabagga
þeirra.
Hann benti m.a. á að margar
þeirra þar á meðal sum ríki Suður-
Ameríku yrðu nú að taka ný lán,
meira að segja fyrir vöxtunum af
þeim lánum sem á þeim hvíldu.
Þessar aðstæður væru gjörsamlega
óviðunandi fyrir fólkið í þessum
löndum. Þetta ásamt ströngum
efnahagsskilyrðum, sem Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn setti fyrir lán-
um sínum, hindraði efnahagslegar
framfarir. í því fælist mikil hætta.
Perez taldi, að grípa yrði strax í
taumana og viðurkenna þörf þess-
ara ríkja fyrir mikilli lengingu á
lánstíma. Ef ekki yrði strax leyst úr
málinu gætu hlotist af hinar verstu
afleiðingar, ekki bara í þessum
þróunarlöndum heldur einnig hjá
iðnríkjunum. Hann taldi að þetta
ástand gæti sprungið í höndunum á
mönnum með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum.
Kjartan sagði, að í máli Perezar
hefði komið glöggt fram, að vegna
þessarar skuldasöfnunar væru
mörg þessara landa búin að missa
raunverulega efnahagsstjórn úr eig-
in höndum og í hendur erlendra
peningastofnana og Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins. Sjóðurinn og pen-
ingastofnanir settu alls konar skil-
yrði fyrir lánum sínum sem þýddu
að enn frekar væri þrengt að fólk-
inu og lífskjörin stórlega rýrð.
„í þessu felst mikil og alvarleg
áminning til okkar íslendinga,“
sagði Kjartan. „Við höfum sökkt
okkur í erlendar skuldir eins og
þessar þjóðir. Hingað til hefur
þetta bjargast hjá okkur af því að
lán okkar hafa verið til lengri tíma
heldur en hjá þessum bræðrum
okkar í skuldasöfnun. Nú er hins
vegar fylgt þeirri stefnu hér að taka
ný lán fyrir afborgunum af gömlum
lánum og bæta sífellt við meiri og
meiri erlendum lánum. Ríkisstjórn-
in ætlar að bæta 4000-5000 milljón-
um við erlendu skuldirnar á þessu
ári. Mig hryllir við því að við getum
lent í sömu aðstæðum og þessar
hinar skuldaþjóðirnar og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn og aðrar er-
lendar peningastofnanir setji okkur
stólinn fyrir dyrnar í efnahagsmál-
um og fyrirskipi okkur aðgerðir,
sem við ráðum engu um. Þá er sjálf-
stæði okkar í landstjórn raunveru-
lega glatað. Við verðum að læra af
því sem er að gerast í kringum okk-
ur, en ekki að fljóta sofandi að
feigðarósi."
Ráðstefna um
kynþáttaaðskilnað
Annað aðalumræðuefnið var
ástandið í suðurhluta Afríku. Full-
trúar þjóða þaðan létu í ljós bitur-
leika og hryggð yfir því að ekkert
miðaði í því að afnema kynþáttaað-
skilnað í Suður-Afríku, né heldur
að fá blökkum íbúum þar og í
Namibíu sjálfsákörðunarrétt.
Ákveðið var á fundinum að Al-
þjóðasambandið efndi til ráðstefnu
í september n.k. í Tanzaníu um þessi
málefni. Mundu þar hittast fulltrú-
ar ýmissa jafnaðarmannaflokka og
fulltrúar þjóða á þessu svæði. Ráð-
stefnunni er ætlað að sýna stuðning
við frelsishreyfingarnar í Suður-
Afríku jafnframt því að veita tæki-
færi fyrir fulltrúa jafnaðarmanna-
flokkanna til þess að gaumgæfa
með hvaða sérstökum aðgerðum
þessir flokkar geti stutt þessar
frelsishreyfingar með sem bestum
hætti.
Kjartan sagði að í þessu sam-
bandi hefði verið reifað annars veg-
ar sú hugmynd að koma á fjárfest-
ingarbanni erlendra fyrirtækja í
Suður-Afríku og hins vegar að
styrkja grannríkin sérstaklega t.d.
til endurbyggingar í samgöngumál-
um, en staðreyndin er sú að þau eru
háð Suður-Afríku við að koma
afurðum sínum á erlendan markað
Nokkur bjartsýni í Suð- og
Mið-Ameríku
Þriðja aðalefni fundarins var
málefni Suður- og Mið-Ameríku.
Umræðan fór fram í skugga þess að
Bandaríkjamenn höfðu þá einmitt
komið fyrir tundurduflum við
strendur Nicaragúa. Var það harð-
lega fordæmt sem brot á alþjóða-
lögum og var óspart vitnað í banda-
ríska lögfræðinga því til stuðnings
og reyndar hægri þingmenn banda-
ríska eins og t.d. Goldwaters. Bent
var á að ekki gætu fengið að gilda
ein lög fyrir stórþjóðir og önnur
fyrir smáþjóðir og neitun Banda-
ríkjastjórnar að hlíta alþjóðalögum
og alþjóðadómstólum í Haag í
þessu sambandi væri með öllu
forkastanleg. f
Um málefni Suður- og Mið-
Ameríku var samþykkt mjög ítarleg
ályktun, þar sem meðal annars var
fjallað sérstaklega um ástandið í
hinum einstöku ríkjum mörgum
hverjum. í henni gætti þrátt fyrir
allt nokkurrar bjartsýni á þá þróun,
sem framundan væri. Bent var á að
megin orsök vandans í þessum
þjóðlöndum lægi í misrétti og
skorti á raunverulegu lýðræði, er
hvoru tveggja væri rótgróið í þess-
um heimshluta. Alþjóðasamband-
ið ályktaði að eina leiðin til árang-
urs væri fólgin í raunverulegum
frjálsum Iýðræðislegum kosning-
um og félagslegu, efnahagslegu og
pólitísku lýðræði.
„í ályktuninni og umræðunum
kom framý sagði Kjartan, „að
menn teldu að þær kosningar sem
hefðu verið haldnar og fyrirhugað-
ar væru sums staðar núna mættu
ekki þessum lýðræðisskilyrðum í
reynd. Á hinn bóginn væru þær
Bandaríkjamaðurinn Harrinton, ásamt kanadískum Kjartan ásamt Manuel Lengo frá El Salvador
jafnaðarmönnum
Whitlam og fleiri leiðtogum jafnaðarmanna.