Alþýðublaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 10. maí 1984
19
skref í rétta átt, þótt þær leystu ekki
ætíð þann vanda sem við væri að
fást“.
Látin var í ályktuninni í ljós von
um að kosningarnar sem þoðaðar
hafa verið í Nicaragua í nóvember
mundi verða spor í rétta átt. „Á
hinn bóginn verða menn að hafa í
huga að þar hafa aldrei farið fram
kosningar, manntal er ekki til og
frelsi er takmarkað" Varðandi
kosningarnar í El Salvador var bent
á að þær mundu ekki leysa ágrein-
ingsmálin þar í landi, enda geta þær
ekki talist frjálsar, þegar sumum er
meinuð þátttaka og mannréttindi
öll fótum troðin.
í ályktuninni var tekið undir
kröfuna um að beinar, frjálsar for-
setakosningar fari strax fram í
Brasilíu, látin var í ljós von um já-
kvæða þróun í Hondúras og
Panama og fagnað þeirri þróun sem
átt hefur sér stað í Argentínu og
Venzúela, en kúgunin í Haiti
harðlega fordæmd, svo dæmi séu
tekin.
Að endingu var fjallað um hið
lélega efnahagsástand í þessum
heimshluta og þvi hafnað að Al-
þjóðagj aldeyrissj óðurinn þj armaði
svo að þessum þjóðum sem raun
ber vitni.
Mikilvæg samskipti
Af öðrum umræðuefnunum á
fundinum má nefna ástandið í Mið-
austurlöndu og á Kýpur, en um það
kom til harðra orðaskipta milli
Búlent Ecevit fyrrv. forsætisráð-
herra Tyrklands og grískra Kýpur-
búa. Þá var vígbúnaðarkapphlaupið
nokkuð rætt, en um takmörkun víg-
búnaðar og afvopnun hafði áður
verið samþykkt ítarleg ályktun, svo
að því var ætlaður lítill tími á þing-
inu.
,,Þetta þing var mjög fróðlegt,“
sagði Kjartan. „Þarna komu fram
margar mikilvægar upplýsingar og
þarna gafst tækifæri milli þing-
funda til þess að ræða margvísleg
málefni í persónulegum samtölum
við ýmsa forystumenn jafnaðar-
manna viðs vegar að úr heiminum.
Ég tel okkur mjög mikilvægt að
taka þátt í þessum þingum alþjóða-
sambands jafnaðarmanna, eftir því
sem við höfum frekast tök á.“
Uppgjöf 1
heilög vé að dómi ríkisstjórnar-
innar, við þeim kemur ekki til
greina að hrófla. Sannleikurinn er
sá að ríkisstjórnina skortir þrek
og siðferðisstyrk til þess að taka á
efnahagsmálunum með skynsam-
legum og réttlátum hætti.
Árangurinn af efnahagsstefnu
ríkisstjórnarinnar blasir við, það
hefur tekist að ná verðbólgunni
niður og vel er það, en við búum
við hörmulega léleg lífskjör. Kaup
í þeim löndum sem við berum
okkur helst saman við, muna vera
um 30-40% hærra en á íslandi, en
verðlag á nauðsynjum er 15-20%
hærra hér. Það gengur ekki að
hafa hér langtum verri lífskjör en'
í grannlöndum okkar og það
gengur ekki að halda áfram að
safna upp erlendum skuldum.
Með því móti er hætt við því að
ýmsum detti í hug að fylgja for-
dæmi fjármálaráðherra og flytj-
ast með honum til Frakklands eða
annars útlands. Varla getur það
verið markmiðið að aðrir segi eins
og hann að ætlunarverkinu þeirra
hér sé senn lokið og að þeir hafi
ekki meira að gera á íslandi til
frambúðar.
Það er umhugsunarefni ef
stefna ríkisstjórnarinnar væri
rétt. Hvað myndi gerast ef kaupið
hækkaði. Samkvæmt stefnu
ríkisstjórnarinnar þá mundi það
einungis þýða það að verðbólgan
yxi á ný og það væri ómögulegt
með öllu að bæta hér lífskjör.
Ríkisstjórnin er sem sagt með
stefnu sinni að dæma þjóðina til
lélegra lífskjara. En það er rangt
að þetta þurfi að vera svona. Þessi
örlagadómur byggist nefnilega á
rangri efnahagsstefnu. Það sem
vantar eru kerfisbreytingar. Kerf-
isbreytingar í atvinnumálum, í
fjárfestingarmálum, í ríkisbú-
skapnum, í velferðarmálum og í
byggðastefnu. Og það vantar við-
horfsbreytingar gagnvart at-
vinnuvegunum, gagnvart fyrir-
Framhald á bls. 22
Sjálfsbjörg
í Reykjavík og nágrenni
Minnir félaga sína á félagsfundinn í kvöld kl. 20 I
félagsheimilinu Hátúni 12.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á landsambandsþing.
2. Önnur mál.
MÆtið vel.
Stjórnin.
Innlegarþakkirfæri ég öllum þeim, sem glöddu
■ mig í orði og verki á sextugs afmæli mínu þann .
I22. apríl sl.
Vinátta ykkar verður mér ógleymanleg.
\ Lifið heil
Ólafur Björnsson Keflavík.
L ■ m—mmmm m mmmmmmm m mm^mmmm m mmm—mmm m mmmmmmmmm m t^m^mmm m •m—mmmm m hJ|
Utboð
Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboðum f:
RARIK-84007 Stauradreifispennar.
Opnunardagur: mánudagur25. júní 1984, kl. 14:00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna
rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opn-
unartíma og verða þau opnuð á sama stað að við-
stöddum þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns-
veitna rfkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá
og með fimmtudegi 10. maí 1984 og kosta kr.
100,00 hvert eintak.
Reykjavik 8. maí 1984
Rafmagnsveitur ríkisins
Okkar menn
íRotterdam
(ef þú hringir beint)
öfugt) er einfaldast og áhrifaríkast að
nýta sér símatæknina og ofangreinda
þjónustu Hafskips.
Starfsfólk Rotterdam skrifstofunnar
þau Bragi Ragnarsson, Bonnie
Looijenga, Rob Rohde og Anneke
de Jong munu svara spurningum þín-
um og leysa málin.
Viljirðu frekar nota telex er númerið
62301 hskip nl.
Þessi þjónusta er til þæginda
fyrir þig. Notfærðu þér hana.
Okkar menn,- þinir menn
SS HAFSKIP HF.
Hafskip hf. hefur opnað eigin skrifstofu
í Rotterdam. Það er liður í flutningi
markaðsstarfsemi til stærstu sam-
gönguhafnanna félagsins erlendis.
Hagræði af þessu er ótvírætt. Þú getur
verið í beinu sambandi við þann stað
sem þér hentar þegar þér hentar.
Okkar menn hafa sérþekkingu á flutn-
ingum hver á sínu svæði. Það sparar
tíma og eykur öryggi. Slíkt er ómetan-
legt því tíminn í vöruflutningum er
dýrmætur. Þá er mikilvægt að vita
að íslenskir aðilar gæta íslenskra
hagsmuna erlendis.
Þurfir þú að afla þér nákvæmra upp-
lýsinga samstundis um vöruflutninga
milli staða á meginlandi Evrópu og
áframhaldandi flutningatil íslands (eða