Alþýðublaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 11. maí 1984 f-RITSTJÓRNARGREIN Niðurlæging Sjálfstæðisflokksins Það er kreppa í Sjálfstæðisflokknum. Það er deilt um völd. Það er ágreiningur um ágæti stjórnarsamstarfsins. Það eru mjög skiptar skoðanir um málefni. Formaður og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sóp- husson fá litlu ráðið um framvindu mála í stjórnarsamstarfinu. Þeir hafaeinfaidlegaorð- ið að taka þvi sem ráðherrarnir hafa rétt að þeim. Þettasvíður. Það hefurekkert fariðámilli mála um nokkurt skeið að báðir þessir menn vilja ráðherrastóla. Þeir telja að stöðu sinnar vegna i flokknum, þá beri þeim að sitja í ráð- herraembættum. Meirihluti þingflokks Sjálf- stæöisflokksins og ráðherrar flokksins láta sig þetta litlu varða. Ekki eru neinar líkur á því að neinn ráðherranna sex standi upp fyrir for- manni flokksins og bjóði honum stóiinn sinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins má þvi bíta í það súra epli að fá ekki ráðherrastól undir sig. Hann þorirekki í slag um þettaatriði, af óttavið niðurstöður mála. En veikleikamerki er það ó- neitanlega fyrir formann stærsta stjórnmála- flokks í landinu, að vera ekki treyst fyrir ráð- herraembætti. Hitt ersvo annað mál, að það myndi litlu sem engu breyta fyrir stöðu og styrk ríkisstjórnar- innar hvort Þorsteinn Pálsson sæti þar á ráð- herrastóli. Stjórnin yrði hvorki betri né verri þess vegna. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki reynst vera sá harðdrægi málfylgju- maður sem sópar að, eins og margir sjálfstæð- ismenn höfðu vonað þegar hann hlaut kjör á landsfundi flokksins. Þvert á móti hefur for- maður Sjálfstæðisflokksins virst hikandi og óöruggur i afstöðu sinni til mikilvægra mála. Þorir sjaldan að taka af skarið, eins og þó oft er ætlast til að formanni stjórnmálaflokks. Virð- ist óviss og hræddurum stöðu sína í flokknum. „Haltu mér slepptu mér“ afstaða Þorsteins tii frægrar ræðu Friðriks Sóphussonar varafor- manns flokksins á Seltjarnarnesi, þar sem hann gaf rikisstjórninni lélega einkun, sýnir glögglega hvernig formaðurinn tvístígur. En víst eru það fleiri í forystuliði Sjálfstæðis- flokksins sem hika og láta undan sfga, þegar á móti blæs. Ráðherrar flokksins verða þar ekki undanskildir. í núverandi stjórnarsamstarfi hefur komið I Ijós, að á fjölmörgum miklivæg- um sviðum, hefur Sjálfstæðisflokkurinn orðið að hopa undan framsóknarmönnum, þótt um grundvallaratriði í stefnu Sjálfstæðisflokksins hafi verið að tefla. Landbúnaðarmálin ber þar hæst. Niðurlæging Sjálfstæðisflokksins í þeim efnum er hrikaleg. Sjálfstæðismenn hafa þar ekki komist fetið fyrir Framsóknarflokkn- um. Ekki hefur það heldur hjálpað til að í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins eru lika menn, sem mega ekki til þess hugsa að hróflað verði við landbúnaðarsukkinu og óráðsíunni á þeim vettvangi. útfiutningsbótakerfið blæs út frem- uren að dregin séu saman seglin, eins og sjálf- stæðismenn hafaeinatt lagt áherslu á. Gróða- mafían í milliiiðakerfi landbúnaðarinserenn til staðar. Ekki máhreyfavið neinu þar. Sjálfstæð- isflokkurinn lúffar ( Mangómálinu. Sjálfstæð- ismenn verða að sætta sig við óbreytt ástand í Framkvæmdastofnun og sjóðakerfinu al- mennt. Dæmin eru ófá og þeim fjölgar. Það er þvf fátt um fína drætti hjá Sjálfstæðis- flokknum um þessar mundir. Reiptogið um ráðherrastólana vekur hlátur hjá almenningi. Kjósendur fylgjast líka með því hvernig hvert stefnumál Sjálfstæðisflokksins á fætur öðru, verður að engu i núverandi stjórnarsamstarfi. Flokkurinn er eins og oft áður, þurs á brauöfót- um. — GÁS. r Olympíudans 4 píubankinn“. „Við tryggjum Ólympíuleikana“ auglýsir eitt tryggingarfélag. Gen- eral Motors eru komnir með bíl á markaðinn, sem kallast Ólympía og eru ólympíuhringirnir á stuðaran- um. Vissulega er bíll þessi ekkert annað en eftirmynd af Centurybíl G.M., en framleiðandinn álítur að Bandaríkjamenn séu fúsir til að greiða 400 dollurum meira en þeir þyrftu ef þeir keyptu Century, til þess eins að keyra um í opinberum ólympíubíl. í auglýsingum i sjónvarpinu drekkur þungaviktarboxarinn Ken Norton, Budweiser, sem er hið op- inbera ólympíuöl. Auk þess eru aðrar opinberar ólympíuvörur aug- lýstar í sjónvarpinu, allt frá nær- buxum til pulsu meðöllu. McDon- ald auglýsir ólympíuhamborgara, fyrir það borguðu þeir 4 milljónir dollara. ABC-sjónvarstöðvarnar keyptu sjónvarpsréttinn af leikunum fyrir 225 milljón dollara. Til samanburð- ar má geta þess að sjónvarpsréttur- inn af Moskvu-leikunum 1980 var seldur fyrir 80 milljón dollara. En auk þess fær framkvæmdanefndin í Los Angeles þóknun frá evrópsk- um, japönskum og áströlskum sjónvarpsstöðvum. Njóttu KókaKóla Njóttu Kóka Kóla! hrópar risa- stórt auglýsingaskilti, sem hefur verið komið fyrir á ólympíuleik- vanginum í Coliseum. Kókakóla fyrirtækið lætur ekkert tækifæri út greipum renna að minna á að stærsti keppinautur þeirra, Pepsi- kóla, fær ekki að auglýsa á Ólym- píuleikunum. Minningarpeningur um leikana hefur þegar verið sleginn og ef hann selst upp verður ágóðinn af honum 220 milljón dollarar. Allt virðist því ganga skipuleggj- endum Ólympíuleikanna í haginn. Bara ef þessi læti út af ólympíueld- inum hefðu ekki komið til. Fotinos borgarstjóri í Olympíu í Grikklandi var ekkert um allt auglýsingabröltið gefið. Honum fannst það vanhelga ævagamla hugsjón leikanna, sem eldurinn var tákn fyrir. hann hótaði að eldurinn yrði ekki kveiktur í Ólympíu. Logar hans mynda ekki $-merkið, sagði hann. Papandreo forsætisráðherra Grikklands varð að skerast í Ieikinn, svo eldurinn gæti lagt af stað á tilsettum tíma. Forsaga málsins er sú að ákveðið var að selja auglýsingarétt í hlaup- inu með eldinn. Hver kílómetri kostaði 3000 dollara. Grikkirnir tóku það ekki í mál.Ákváðu Banda- ríkjamenn þá að peningunum, sem kæmu inn fyrir hlaupið, yrði varið til líknarmála. Eftir stífa samninga- fundi var loks ákveðið að ágóðan- um yrði varið til íþrótta fyrir fatl- aða. Þegar búið var að ganga frá þessu samkomulagi uppgötvuðu Grikkir að Hell angels voru meðal þeirra, sem höfðu keypt nokkra auglýsingakílómetra. Grikkirnir fórnuðu höndum og spurðu hvað næst? Nasistar, Ku Klux Klan? Þeir sem sjá um leikana voru hinsvegar ákveðnir í að fá sitt í gegn. Þeir eru þegar búnir að selja um 2000 km. og segja að ekki verði aftur snúið, enda séu það bara jafn- aðarmenn og kommúnistar, sem deili á söluherferðina, en í Grikk- landi eru jafnaðarmenn við völd. Forn hugsjón Franski baróninn de Coubertin hafði örugglega eitthvað annað en gróðabrall og stjórnmálavafstur í huga, þegar hann fékk hugmyndina um að endurvekja Ólympíuleikana 1896. Þeir áttu að hvíla á hugsjón- um forn-Grikkja, um hreina sál í hraustum Iíkama, og frið og heil- brigðan keppnisanda meðal þátt- takanda. En þessar hugmyndir hafa tekið stökkbreytingum á þeim tæpu 100 árum sem síðan eru liðin. að þegar verði stöðvuð smíði út- varpshússins nýja, og það notað til annars en útvarpsrekstrar. í leiðaranum sagði orðrétt: „Þingmanninum hefði verið nær að leggja til sölu á Seðlabankahús- inu, eða eignarhluta ríkisins í ís- lenskum aðalverktökum. En hann kýs fremur, að sneiða af einni helstu menningarstofnun þjóðarinnar, sem aldrei hefur notið sannmælis hjá stjórnvöldum. Væntanlega fær þessi tillaga þá meðferð, sem hún á skilið; að henni verði fleygt í rusla- körfuna". Þingmenn urðu snarlega viðþess- ari ósk blaðsins, því á þriðjudag báru þrír þingmenn fram tillögu til rökstuddrar dagskrár í málinu, en slík tillaga jafngildir frávísunartil- lögu. í tillögunni segir: „Þar sem efni þessa þingmáls er ekki á rökum reist og á sér enga raunhæfa stoð, ályktar Alþingi að taka fyrir næsta mál á dagskrá“. Slík meðferð þingmála er mjög sjaldgæf, og ef tillagan verður sam- þykkt er það umtalsvert áfall fyrir viðkomandi þingmann. Það verður því stór ruslakarfa, sem gleypir til- Iögu þingmannsins, ef frávísunar- tillagan verður samþykkt. Það er eftirtektarvert, að það er fyrrver- andi menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, sem er fyrsti flutnings- maður tillögunnar og er það hon- um tii sóma. Úr skýrslu 1 munurinn, rösklega 11 milljónir króna, kemur úr rekstri félagsins. Ríkið á 56,6 milljónir Spurt er um stofnfjárframlag íslenska ríkisisn og verðmæti eignarhluta þess í árslok 1982. Stofnfjárframlag ríkissjóðs hefur- staðið óbreytt í bókum félagsins frá árinu 1967, þá að upphæð 8,5 milljónir króna, sem er 85 þúsund nýkrónur. Framreiknað til ársloka 1982 með verðbreytingastuðli ríkisskattstjóra nemur stofnfjár- framlagið 6,2 milljónum króna. Verðmæti eignarhluta ríkissjóð í árslok 1982 nam 56,6 milljónum króna að stofnfé meðtöldu. Við höldum áfram að segja frá skýrslu utanríkisráðherra um ís- lenska aðalverktaka, enda er hún mjög fróðleg og veitir nauðsyn- legar upplýsingar um þetta mikla fyrirtæki, sem hefur verið þjóð- inni eins og lokuð bók til þessa. 1 verslunarinnar, sagði í samtali við Alþýðublaðið að hann og fleiri þingmenn hefði ítrekað óskað eftir því við formann landbúnaðar- nefndarinnar að hann afgreiddi málið úr nefnd, þannig að það fengi umræður og afgreiðslu í þingdeild- um. Hins vegar hefði Egill Jónsson ævinlega hummað það fram af sér. Hann vildi augljóslega ekki fá mál- ið á dagskrá; vildi svæfa það í nefndinni. Eiður Guðnason kvaddi sér hljóð um þingsköp í efri deild þingsins í fyrradag vegna þessa máls, þar sem hann lýsti þessum óskiljanlegu vinnubrögðum formanns land- búnaðarnefndar. Krafðist Eiður þess að þetta mál fengi eðlilega þinglega meðferð. Forseti efri deild- ar beindi í því framhaldi ákveðnum tilmælum til Egils Jónssonar að hann sæi til þess að þetta mál feng- ist afgreitt úr nefndinni. Þessum til- mælum forseta deildarinnar hefur nú Egill Jónsson svarað. Það gerði hann í gærmorgun með því að neita því að taka málið á dagskrá í land- búnaðarnefndinni. „Það er ljóst að framsóknar- mennirnir í Sjálfstæðisflokknum, menn eins og Egill Jónsson, hika ekki frekar en sjálfir þingmenn Framsóknarflokksins, við að þæfa mál og salta í nefndum, sem þeim eru á móti skapi. Og beita til þess ofbeldi ef ekki vill betur,“ sagði Eið- ur Guðnason. „Ég mun hins vegar leita allra þinglegra leiða til að fá málið úr nefndinni og til afgreiðslu. Hér er um mikilvægt hagsmunar- mál neytenda að ræða. Síðusta kartöfluhneykslið er talandi dæmi þar um þar sem neytendum er boð- ið upp á skepnufóður." Frumvarp Eiðs Guðnasonar, Karls Steinars Guðnasonar, Stefáns Benediktssonar og Guðrúnar Jóns- dóttur er um breytingar á lögum um framleiðsluráð landbúnaðarins. Þar er lagt til að einkaréttur land- búnaðarráðuneytisins, Grænmetis- verslunar ríkisins, til innflutnings á kartöflum og nýju grænmeti verði afnumin. Þess í stað veiti viðskipta- ráðuneytið leyfi til innflutnings, ef innlend framleiðsla nægir ekki til að sinna neysluþörfinni og verði gætt ítrustu hollustuverndar við slíkan innflutning. Hver á 1 verslunarinnar auk þess sem kar- töflubændur eiga tvo menn í stjórn hennar. Verslunin er ekki rekin með því sjónarmiði að hún skili hagnaði, heldur skilar ágóði af sölu sér í hag- stæðara verði til neytandans, að sögn stjórnarmanna. Það þýðir í raun og veru að þegar tap verður á rekstrinum þá hækkar verðið til neytenda. Það er því hinn almenni neytandi sem borgar brúsann af hinni gölluðu vöru, sem undanfarið hefur verið á boðstólunum. Heil 200 tonn voru innkölluð og það hlýtur að koma niður á vöruverð- inu. Aftur á móti hefur umboðssal- inn, sem í þessu tilfelli er Samband- ið, enga ábyrgð á vörunni eftir að búið er að skipa henni upp og mats- menn hafa tekið sýni. Matið byggist á einu kílói á hvert tonn, sem verður að teljast mjög lítið. Viðvíkjandi markaðsleit, sögðu formælendur verslunarinnar að þeir leituðu víða hófanna. Fyrst og fremst í riollandi, Póllandi og Þýskalandi, auk Finnlands einsog alkunna er. Hinsvegar höfðu þeir ekki athugað hvort hægt væri að flytja inn kartöflur frá Portúgal, en á fundinum kom fram að hægt er að fá nýjar kartöflur þaðan árið um kring. Væntanlegar eru á markaðinn nýjar kartöflur frá Ítalíu. Forráðamenn Grænmetisversl- unarinnar kenndu fyrst og fremst verslunarmönnum um léleg gæði Tillagan 1 Neitar vörunnar. Sögðu að geymsluað- staða væri ófullnægjandi í búðum og þeir vissu dæmi þess að kartöfl- ur hefðu legið í meira en tvo mán- uði í búðum. Þeir hvetja neytendur til að skoða pökkunardag. Auk þess bentu þeir á að á pokunum stæðu leiðbeiningar þess eðlis að varan skyldi geymd á köldum og myrkum stað. í ljós kom að kartöflur eru keyrð- ar út einu sinni í viku í úthverfi Reykjavíkur og nágrannabæi. Þeir töldu ekki ástæðu til að breyta því fyrirkomulagi og auka tíðni út- keyrslunnar, þrátt fyrir það að geymsluþol vörunnar væri lélegt í verslunum. Þegar þeir voru spurðir álits á því að leyfa frjálsan innflutning á grænmeti, einsog Neytendasamtök- in hafa lagt til og Alþýðuflokkurinn flutt frumvarp um, brugðust þeir hinir verstu við. Sögðu að það gengi af innlendri kartöflurækt dauðri. Eftir fundinn var farið með blaðamenn í skoðunarferð um > geymslur og pökkunarsali verslun- arinnar. Virtust kartöflurnar, sem voru sýndar í hinu besta ásigkomu- lagi. Var einn poki skoðaður og kom þá í ljós að leiðbeiningin um að varan skyldi geymd á köldum og myrkum stað, stóð alls ekki á þeim poka, né neinum öðrum poka á staðnum. Innihald pokans reyndist að miklu leyti óskemmt , aðeins þrjár kartöflur skemmdar. Innihaldið var líka öllu betur útlítandi en þær kartöflur, sem viðstaddir áttu að venjast í búðum. Hinsvegar voru þær kartöflur, sem neytendum var boðið upp á í verslun Grænmetis- verslunarinnar öllu líkari því, sem neytandinn er vanur að fá úr pok- unum. Býsnuðust kaupendur mjög yfir vörunni og sögðu hana ekki einusinni skepnufóður. FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. |gUMFERÐAR Práð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.