Alþýðublaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.05.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 11. maí 1984 yy Rokkgeingið €( „Rokkgeingið", nefnir sig hópur fólks sem mun ferðast um landið þvert og endilangt í sumar og skemmta landanum. Samanstendur hópurinn af kvennahljómsveitinni „Djelly-systrum", sem hafa vakið verðskuldaða athygli undanfarið og hinni gamalkunnu hljómsveit Landshornarokkurunum sem munu koma fram í góðu formi. Svo mun rockabillysöngvarinn „Billy Rock" koma fram en hann hefur skemmt í Þórscafé og Skiphól við mikinn fögnuð áhorfenda. Er allur hópurinn með plötu í vinnslu svo og hver hljómsveit fyrir sig. Vonast hópurinn eftir góðu sumri eins og væntanlega allir landsmenn. Skoðanakannanir á íslandi — Ráðstefna um málið Hagvangur hf., boðar til ráð- stefnu um skoðanakannanir föstu- daginn 11. maí n.k., kl. 13.00 til 17.00 í Lækjarhvammi (Átthagasal) Hótel Sögu. Fundarefnið nefnist „Gerð skoð- anakannana á íslandi. Er lagasetn- ingar þörf?" .' Ráðstefnan er öllum opin og meðal efnis sem fjallað verður um er persónuréttur, rannsóknar- frelsi, tölvuvinnsla persónulegra upplýsinga, reynsla af núverandi lögum, hugsanleg áhrif pólitískra kannana á niðurstöður kosninga, lög um skoðanakannanir erlendis o.fl. Sögu- og skipu- lagssýning Reykjavíkur A morgun laugardaginn 12. maí kl. 14:00 opnar Davíð Oddsson borgarstjóri sögu- og skipulagssýn- ingu í K jarvulssal að Kjarvalsstöð- um í Reykjavík. Markmiðið með sýningunni er að gefa borgarbúum og öðrum landsmönnum tækifæri að kynna sér ýmsa þætti úr skipulagi Reykja- víkur, bæði úr nútíð og fortíð. Sýningin er í 6 deildum: 1) Sögu- leg þróun byggðar — skipulags- saga. 2) Félagsmál og frítímaiðja. 3) íbúar og athafnalíf. 4) Umferðar- mál. 5) Nýleg skipulagsverkefni. 6) Framtíðarsýn. Sýningin er aðallega í myndrænu formi, þ.e. ljósmyndir, loftmyndir, kort, skipulagsuppdrættir og skýr- ingarmyndir. Sem dæmi um ný skipulagsverkefni sem kynnt eru á sýningunni má nefna, skipulag ibúðarbyggðar við Grafarvog, skipulag Nýs miðbæjar í Kringlu- mýri og skipulagstillögu að Aðal- stræti og nágrenni. Sunnudaginn 13. maí kl. 16:00, flytur Páll Líndal lögmaður erindi á Kjarvalsstöðum sem hann nefnir: „Aldaskrá, spjall um þróun skipu- lagsmála í Reykjavík undanfarin 100 ár". Fimmtudaginn 17. maí kl. 20:30, fjallar Gestur Ólafsson, forstöðu- maður Skipulagsstofu höfuðborg- arsvæðisins um framtíðarbyggð á höfuðborgarsvæðinu. Lokadag sýningarinnar 20. maí kl. 15:00 til 16:30 kynna skipulags- höfundar ný skipulagsverkefni á vegum Reykjavíkurborgar. Eftir þá kynningu verður farið með strætis- vagni frá Kjarvalsstöðum og fyrir- huguð byggingarsvæði skoðuð, undir leiðsögn skipulagshöfunda. Ráðstefnustjóri verður Haraldur Ólafsson lektor, en ræðumenn verða: Norman Webb framkvæmda- stjóri Gallup International, Þor- björn Broddason dósent, Jónas Kristjánsson ritsjóri, Hjalti Zop- haníasson ritari tölvunefndar, Ólafur Ragnar Grímsson prófessor, Árni Gunnarsson framkvæmda- stjóri, Tómas Helgason yfirlæknir og Gunnar Maack rekstrarráðgjafi. Auglýsing um styrki til leiklistarstarfsemi í f járlögum fyrir árið 1984 er 1.000.000 kr. f jarveif ing, sem ætl- uð er til styrktar leiklistarfsemi atvinnuleikhópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu i fjárlögum. Hér er auglýst eftir umsóknum um styrki af f járveitingu þess- ari. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 10. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 7. maí 1984. Laus staða Staða vitavarðar og aðstoðarvitavarðar á Galtar- vita er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknirásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist fyrir 17. maí. Vitastofnun íslands, Laugavegi 32, Reykjavík. Verkamannasamband íslands 20 ára Þann 9. maí sl. voru 20 ár síðan Verkamannasamband íslands var stofnað í Lindarbæ í Reykjavík. í tilefni þessara tímamóta var ákveð- ið að sambandsstjórnarfundur VSMÍ yrði að miklu leyti helgaður þessum tímamótum. Sambands- stjórarfundurinn var haldinn í gær 10. maí og er framhaldsfundur i dag 11. maí kl. 10.00 í sal Rafiðnað- arsambands Islands Á fundinum eru til umræðu kjaramál, starfsemi sambandsins og fjallað verður um hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í íslensku þjóðfélagi fyrr og nú. Framsögu- menn um kjaramál og starfsemi VMSÍ verða þeir Guðmundur J. Guðmundsson, Lárus S. Guðjóns- son og Þórir Daníelsson. Árni Gunnarsson og Baldur Óskarsson verða framsögumenn um hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í íslensku þjóðfélagi. Auk fundarstarfanna verður formlega tekið í notkun merki, sem VMSÍ hefur látið gera fyrir sig. Verður þeim, sem sæti hafa átt í framkvæmdastjórn Verkamann- sambandsins, en látið hafa störf- um, afhentur borðfáni með merki sambandsins, sem viðurkenning fyrir unnin störf í þágu þess. Enn- fremur því starfsfólki, sem hjá VMSÍ hefur starfað. Fyrsti formaður Verkamanna- sambands íslands var Eðvarð Sigurðsson, en hann lét af for- mennsku 1975. Síðan hefur Guð- mundur J. Guðmundsson gegnt formennsku í VSMÍ. Þórir Daníels- son hefur verið framkvæmdastjóri Verkamannasambandsins frá upp- hafi. fr*A Iðnfæknistofnun Islands Tilboð óskast í tvö verk vegna nýbyggingar Iðn- tæknistofnunar íslands á Keldnaholti. Hússtærð 1150 m2. I. Innanhússfrágangur II. Loftræstikerfi Báðum verkum skal að mestu lokið 1. október 1984, en að fullu skal loftræstikerfi lokið 1. febrú- ar og innanhússfrágangi 1. mars 1985. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 5000 kr. skilatryggingu, fyrir innanhússfrágangs- verkið, en 3000 kr. fyrir loftræstiverkið. Tilboðin verða opnuð á sama stað bannig: Innan- hússf rágangur þriðjudaginn 29. maí 1984 kl. 11:00. Loftræstikerfi þriðjudaginn 22. maí 1984 kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Boraartúni 7. simi 25844 Hugvísindahús Háskóla íslands — Innréttingasmíði Tilboð óskast I smíði og uppsetningu innréttinga við Sturlugötu. Hér er um að ræða eldhúsinnrétt- ingar í 3 fundarstofur og 1 kaffieldhús, auk inn- réttinga I afgreiðslu og fatahengi, skermvegg og fleira. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn 1500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 18. maí 1984 kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Boraartúni 7. simi 26844 V\ð viCjum vekja aihycjk viðsfáptavma á jjví oð 1. moí - 1. september verður aðaískrifstofaféíagsms opmfrá kL U BRUnRBÓTBFÉlflG ÍSMI1DS Laugavegur 103 105 Reykjavík Sími 26055

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.