Alþýðublaðið - 11.05.1984, Page 4
alþýðu-
blaðið \
Föstudagur 11. maí 1984
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson.
Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúia 38, Reykjavík, sími 81866.
Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn
er 81866
Olympíudans kringum gullkálf
Á þriðjudaginn var tilkynntu
Sovétmenn að þeir væru hættir við
að taka þátt í Ólympíuleikunum í
Los Angeles í sumar. Ákvörðunin
var tekin vegna þess að aðstæður í
borginni eru óviðunandi • vegna
starfsemi andsovéska hópa þar, að
þeirra sögn. Eins og allir muna
sendu Bandaríkjamenn ekki kepp-
endur til Ólympíuleikanna í
Moskvu 1980, til að mótmæla hern-
aðarbrölti Sovétmanna í Afganist-
an. Þessi ákvörðun Sovétmanna
kemur því ekki algerlega á óvart, þó
bjuggust flestir við að þeir myndu
mæta.
í Bandaríkjunum hafa verið uppi
raddir um að banna Sovét þátttöku
í leikunum.
í fyrrahaust var stofnað félaga í
Kaliforníu, sem heitir „Bannið
Sovét“. Markmið þess er augljóst,
að banna Sovétríkjunum þátttöku í
Ólympíuleikunum. Og dagblaðið
staklega ánægjulegt að íþróttir
efldu haturstilfinningu manna til
litsins á íþróttabúningi andstæð-
ingsins.
Til viðbótar þessu mótmæla
Sovétmenn aðferðum við skipulag
leikanna. Þeir segja að Ólympíu-
sáttmálinn hafi verið svívirtur í því>
skyni að fjárhagslegur gróði
Bandaríkjanna yrði sem mestur. En
það er ýmsum öðrum en þeim, sem
hefur ofboðið hráskinnsleikurinn
kringum gróðann af Ólympíuleik-
unum.
Er eldurinn til sölu
Nú er ólympíueldurinn lagður af
stað frá Olympus til Los Angeles,
én þar verður ólympíueldurinn.
kveiktur 28. júlí í sumar þegar Ron-
ald Reagan setur leikana. Banda-
ríkjamönnum þykir bara sjálfsagt
að nota hvert tækifæri til að þéna
peninga og eru harðákveðnir í að
Q99
Vörumerki Ólympíuleikanna 1984.
Washington Post, hefur sagt að það
muni ríkja andsovéskt loftslag í Los
Angeles. FBI hefur lýst því yfir að
150 lögreglumenn muni fylgjast
með íþróttamönnum frá Sovétríkj-
unum og öðrum sósialískum ríkj-
um, og lögreglan í L.A. vill ekki
vera eftirbátur FBI, svo hún hefur
stofnað sérstaka „gagnnjósnafylk-
ingu“, sem einnig mun fylgjast með
gestunum. Ronald Reagan, forseti
Bandaríkjanna, sagði í viðtali við
Washington Post, að það væri sér-
græða á eldinum, sem og öðru við-
víkjandi Ólympíuleikunum. Það er
ameríski mátinn að halda svona
leika. Grikkir voru hinsvegar ekki á
sama máli og stóð mikill stirr um
það hvort leyfilegt væri að selja eld-
inn, en í augum Grikkja er eldurinn
heilagur, kveiktur af guðunum á
Ólympusfjalli. Enn er ekki búið að
útkljá málið þó eldurinn sé lagður
af stað í sína Iöngu ferð.
Fyrir Bandaríkjamönnum vakir
tvennt þegar þeir halda Ólympíu-
Ólymnpíuleikvangurinn í Coliseum, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir er skreyttur með risastórum au-
glýsingaskiltum frá Kóka Kóla.
leikana, að sýna umheiminum hvers
þeir eru megnugir og að þéna pen-
inga. Það er kannski ekki alveg í
anda ólympíueiðsins, en hver leiðir
hugann að því? Aðalatriðið er að
allt verði nógu stórkostlegt.
Strax í upphafi gerði Tom Brad-
ley, hinn blakki borgarstjóri Los
Angeles, umheiminum ljóst, að
leikarnir væru ekki haldnir á kostn-
að borgarinnar, þannig að skatt-
greiðendur yrðu að lokum að borga
veisluna. Álitið var að kostnaður-
inn yrði 513 milljón bandaríkja-
dollara. Það var ólympíunefndin í
Los Angeles sem axlaði ábyrgðina,
og er óhætt að fullyrða að þeir
muni hagnast vel á þessu. Umsetn-
ingin er nú þegar komin yfir 100
milljón dollara.
Viðskiptaleikar
Fyrstu viðskiptaólympíuleikarn-
ir eru þegar byrjaðir. Fjöldinn allur
af alþjóðlegum risafyrirtækjum er
búinn að borga um það bil 500
milljón dollara til að fá að nota
ólympíumerkið á vörur sínar.
Tilboðin voru opin og síðan
völdu skipuleggjendur leikanna
einn úr hverjum vöruflokki, það er
að segja þann sem hæst bauð, hann
fékk leyfi til að nota ólympíumerk-
ið. T.d. yfirbauð japanska fyrirtæk-
ið Fuji-film keppinauta sína á ljós-
myndavörusviðinu og hreppti
merkið. Kodak er samt ákveðið að
græða á leikunum þó þeir megi ekki
auglýsa með merkinu. Þeir auglýsa
nú vörur sínar grimmt með mynd af
hlaupara, sem hefur ártalið 1984
þrykkt í öllum regnbogans litum á
brjóstkassanum. Þó er þetta bara
fyrirboði þess sem búast má við í
sumar.
IBM varð að borga 13 milljónir
dollara til að fá að vera með í dans-
inum kringum gullkálfinn. Þeir
naga sig nú í handarbökin yfir því.
EDB- hringurinn, sem var helsti
keppinautur þeirra er harðákveð-
inn í því að fá sinn skerf.
Olympíuorð Guðs
Nú þegar rignir mótmælum inn
til þeirra sem sjá um leikana, en þeir
ráða ekki við neitt. Sumar trúar-
hreyfingar eru farnar að nota sér
Ólympíuleikana í trúboði sínu. Yfir
100 mismundani sértrúarsöfnuðir
bjóða upp á „ólympíska blessun
1984“ og yfir 15.000 ungir trúboðar
eru á þönum um öll bandaríkin og
boða ólympíuorð Guðs.
First Interstate bankinn fékk
leyfi til að nota ólympíumerkið og
kallast hann nú „opinberi Ólym-
Framhald á bls. 2
Eru framsóknarmennirnir í
Sjálfstæðisflokknum meiri
framsóknarmenn en fram-
sóknarmennirnir í Fram-
sóknarflokknum?
MOLAR
Enn gerast kraftaverk
Það virtist hafa gerst kraftaverk í
Vatikaninu í Róm, þegar breskur
túristi reis alheill og hress upp úr
hjólastól eftir að hafa hlotið
blessun Jóhannesar Páls páfa.
Kraftaverkið reyndist þó hafa
eðlilega skýringu.
Breski túristinn var læknir og var
hann þarna staddur með hóp af
lömuðu fólki. Hann sagðist hafa
verið þreyttur og sest í hjólastól-
inn til að hvíla sig. Þá kom nunna
aðvífandi og þeysti af stað með
manninn fram til páfans. Áður en
læknirinn gat útskýrt hvernig í
málunum lá hafði páfi blessað
hann. Páfi hélt áfram að blessa
viðstadda en maðurinn stóð upp
og gekk burt.
•
„Hverra manna ertu
vina?“
Við getum ekki stillt okkur um að
hnupla eftirfarandi vísupörtum
úr bæjarbla.ði þeirra Akurnes
inga, Bæjarblaðinu. Vísan er eftir
Vilhelmínu Magnúsdóttur og
fjallar um raunir þeirra sem eftir
vinnu leita. Yfirskriftin er „Til
atvinnurekenda“:
Að vanta á sumri vinnu
er voðalega slæmt.
Því leita ég nú án linnu
en hlýt aðeins svarið dræmt.
Allir syngja þeir langan söng
um sorglegt atvinnuleysi,
þorskaflkvóta, mikla þröng,
að þetta sé algjört hneysi.
Þeir spyrja mig svo út og inn
um sjálfa mig og hina.
ÞÓ mest sé metin spurningin:
„Hverra manna ertu vina?“
Oftast segi ég sannleikann, þó
svarið sé ekki umtalsvert,
því pabbi er hvorki HB & Co,
né Þorgeir eða Ellert.
Þeir láta í ljós ég geti reynt
að líta inn seinna, bíða.
Aðrir segja ’ég komi of seint.
Svona þarf ég að liða.