Tíminn - 19.02.1967, Qupperneq 10

Tíminn - 19.02.1967, Qupperneq 10
22 TÍIWINN SUNNUDAGUR 19. fcbrúar 1867. MÓGILSÁR-STÖÐIN Framhald af bls. 16 lega 900 þús, txjáplöntur, og var það um 100 þús. minna en aetlað var. Á hinn skammi gróðursetning artími aðal sök á því. Aftur á mói hefðu gróðurstöðvar lands- ins getað látið í té allt að 1.2 mflljónir plantna á síðasta ári, og bíður mismunur þess og þess sem gróðursett var, gróðursetning ar á yfirstandandi ári. — Sérstakar tilraunir hafa verið gerð ar með áburðargjöf í skóglendum undanfarin 5 ár. Segja skógræktar menn að greinilegt sé, að á köld- um sumrum flýti köfnunarefni fyrir vexti plantna. Munu niður- stöður þessara tilrauna brátt birt- ar. Viðlhald og endurbætur girðinga er feiknamikið verk á hverju ári. Girðingar Skógræktar ríkisins eru samanlagt röskir 220 kílómetr ar og girða af 26.000 hektara lands, en girðingar skógræktarfélaganna eru 324 kílómetrar að lengd og girða 5.300 hektara lands. Þegar girðingar eru vel upp settar úr góðu efni þarf ekki að reikna með nema 5% árlegu viðhaldi. En það svarar til þess, að skógræktarfé- lögin og Skógrækt rlkisins þyrftu árlega að endurbyggja um 27 km. langar girðingar. Með núverandi verðlagi er það um 1.3 milljónir króna. Skógrækt ríkisins hieldur nokkurn vegin í horfinu, en skóg- ræktarfélögin hefur tilfinnanlega skort fé til girðingaviðhalds. Skógarlhögg og viðarsala var með skipuðum hætti og undanfarið. Þó var miklu minni eftirspum eftir girðingastaurum en oft áður. Seld- ust ekki nema um 4.500 staurár. Af eldiviði og reykingaviði seld- ust 95 tonn. Á Vöglum hafa birki staurar verið fúavarðir með Basi- liti um nokkur ár. Ástæða er að ætla, að slíkir staurar endist mik- ið lengur en óvarðir, en tíminn verður að skera úr um hve lengi. Samskonar fúavarnir verða nú upp tekpar i Hallormsstaðaskógi. Dálítið var selt af furulimi og jólatrjám frá Hallormsstað. SKULDABRÉFALÁN Framhald af bls. 16 |brétf að fjárlhæð kr. 100.000.00 í B-tflokki verða 140 sérskuldabréf að fjárfhæð kr. 50.000.00 í C-flokki verða 2100 sérskuldabréf að fjár- hæð kr. 5.000.00 Sérskuldabréfin ávaxtast með 10% vöxtum og endurgreiðast á næstu 7 árum, á árunum 1968— 1974. Gjalddagi útdreginna bréfa og vaxta er 1. maí ár hvert, í Ifyrsta sinn 1. maí 1968. ■ Sérstök athygli skal vakin á því, að skuldaíbréfin svo og vextir af þeim, eru undanþegin framtals- skyldu og skattlagningu á sama hátt og sparifé, sbr. 21. gr. 1. nr. 90 1965 um tekju- og eignaskatt. Um nánari skilmála brétfanna vísast til útboðsauglýsingar sem birt verður í dagbiöðunum 21. febrúar n. k. en þann dag hefst sala þeirra. Iðnaðarbanki íslands h.f. ann- ast sölu brétfanna, bæði aðalbank- inn og útibú hans í Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri." 16 ÍSLENZKIR Framhald af bls 16 fáum, því hraðari verður vöxtur þjóðarinnar. Við eyðum sem svar- ar 2 milljörðum á ári í samlbandi við innflytjendur, og frá seinni héimsstyrjöldinni hafa 2 mifljón- ir manna gerzt innflytjendur í Ástralíu. Frá í júlí 1966 og fram til júní í ár, munu 150 þúsund manns gerast innflytjendur 1 Ástraii'U, og á s.l. ári eignuðust innflytjendur 60 þús. börn, sem svarar til þess að innflytjendur eiga eitt atf hverjum fjórum börn- um sem fæðast í Ástralíu. Núna eru 11,5 milljónir fbúa í Ástralíu, og fjörutíu af hundraði íbúanna eru undir 21 ára aldri. —• ílendast margir af innflytj- endunum? —• Um það bil 93 af hverjum hundrað verða kyrrir, og við von- umst til að sú tala hækki í 99 áður en langt um líður, en get- ur þó aldrei orðið 100%. Nýlega var breytt skipulagi í sambandi^ við ferðalög innflytj- enda til Ástralíu, og kostar það nú ekki meira fyrir Norðurlandabúa, en það kostar þá að fljúga frá löndum sínum til London, en það- an er farið í sérstökum leiguflug vélum, og hefur með því tekizt að lækka fargjaldakostnaðinn mik ið. Þegar til Ástralíu er komið, tekur sérþjálfað starfsfólk á móti innflytjendunum, og útvegar hús næði og atvinnu, kemur þeim á enskunámskeið sem ekki kunna, ensku — en það kemur víst ekki til með íslendingana því allsstaðar á Norðurlöndunum nema hér þurf um við að nota túlka til að tala við fólk, en hér hefur þess ekki þurft. — Finnst yður eitthvað líkt með fslendingum og Ástralíubúum? — Já, það er nokkuð margt að því ég held, báðar þjóðirnar búa á eyjum, báðar þjóðirnar eru dug- legar, báðar þjóðirnar notfæra sér mikið flugvélar, og ef allt hjá ykkur er eins og hér á Hótel Sögu, þar sem þjónustan er eins og bezt gerist á hótelum annars staðar, þá eru möguleikarnir miklir fyrir ykkur í Ástralíu, sagði Murray að lokum. GJÖF TIL STYRKTAR LANDGRÆÐSLUNNi EiginmaSur minn, faBir, stúpfaðir, tengdafaðir og afl, Ingimar Magnús Björnsson, véivirkl, Meðalholti 9, verður jarðsunginn frá Démkirkjunnt þriðjudaglnn 21. febrúar kl. U0 e. h. Blóm vihsamlegast afþökkuð. María 'Hannesdóttlr, Jóhanna Þórunn Ingimarsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Hannes Jónsson, Karln W. Jónsson og barnabörn. Hugheilar þakkir til allra sem auðsýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og jarðarör, Þorsteins Kristinssonar, Kirkjuvogi, Höfnum. Erlendína Magnúsdóttir,' börn, tengdadætur, barnabörn og systir. Maðurinn minn Bjarni Pálsson, vélstjóri lézt af slysförum hinn 17. þ.m. Fyrir mína hönd og barna hans. Matthildur Þórðardóttir. Systir okkar, Nanna Þ. Gíslason, lézt á Landsspítalanum sunnudaginn, 12. febrúar. Útförin hefur farið fram. Við þökkum hjartanlega auðsýnda samúð. Baldur Þ. Gíslason, Freyr Þ. Gislason, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Gylfi Þ. Gíslason. Deilt um til- vist vinnusjúk- dómadeildar EJ—Reykjavík, föstudag. Nokkrar deilur urðu um það í borgarstjóm í gær, hvort til væri atvinnusjúkdómadeild við Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur eða ekki. Guðjón Jónsson (Alþ.bl.) flutti tillögu, þar sem stjórn Heilsu- verndarstöðvarinnar var falið að koma á stofn og starfrækja at- vinnusjúkdómadeild við Heilsu- varndairstöðina, og skyldi verk- efni hennar vera að rannsaka at- vinnusjúkdóma og skipuleggja varnir gegn þeim. Gunnar Helgason (S) sagði, að slík deild væri starfandi, og hefði starfað um nokkurn tíma, undir stjórn aðstoðarborgarlæknir. Ekki vissi ihann þó um starfslið né hús næði deildar þessarar. Guðjón skýrði frá því, að í lok ársins 1965 hafi hann, fyrir hönd Félags jámiðnaðarmanna, farið á fund aðstoðarborgarlæknis og óskað eftir ýmsum rannsóknum á járnsmiðum til athugunar á at- vinnusjúkdómum. Ekkert hafi get- að orðið úr þeirri rannsókn, enda þá ekki starfandi sérstök deild. Ekki hefði verið tilkynnt síðan, að deildin hefði verið stofnuð. Ef hún væri til, þá hefðu þeir, sem hana þyrftu að nota, a.m.k. ekki fengið að vita um tilvist hennar. Meirihlutinn bar fram breyting artillögu, þar sem stjórn Heilsu- verndarstöðvarinnar var falið að athuga, hvort hægt væri að efla þá atvinnusjúkdómadeild, sem starfandi væri við stöðina, og hún var samþykkt með atkvæð- um meirihlutans. Frú Jóhanna Jórunn Einarsdótt- ir, sem andaðist 8. júlí f.á. bað tengdason sinn, Brynjólf Ingólfs- son, ráðuneytisstjóra, skömmu fyr- ir andlát sitt, að sjá til þess, að tíu þúsund krónur úr búi sínu yrðu eftir hennar dag greiddar til styrkt ar landgræðslu á íslnadi. Eins og kemur fram í bréfi Brynjólfs Ingólfssonar, þá kvaðst Jólhanna sál. nýlega hafa lesið grein um árangur þann, sem náðst hefur í sandgræðslu hér á landi, og hefði það vakið mikinn og ein- lægan áhuga hennar á málinu. Ég vi'l fyrir hönd Landgræðslu ríkisins þakka af alhug þá ræktar semi og hlýhug, sem felst í þess- ari gjöf, því hugarfar gefandans er riiér kærkomnast. í samráði við erfingja hinnar þjóðræknu konu, svo og landbúnaðarráðuneytið, hef ég ákveðið að verja þessum fjár- munum til uppgræðslu í Þjórsár- dal. Mikill hluti af Þjórsárdal er eins og eyðimörk, þratt fyrir nærri þrjátíu ára friðun Skógræktar rík isins. Eins og stendur, og er ekki veitt sérstakt ríkisframlag til land græðslu í dalnum, en þó er fyrir- hugað að hefjast þar handa nú þegar og þá fyrst og fremst fyrir fé, sem kæmi annars staðar að en úr ríkissjóði. BRIDGESTON E HJÓLBARÐAR Siaukin sala BRIDGESTONE sannar gæðin. Veitir aukið öryggi í akstri. B RIDGESTON E ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA — Verzlun og viðgerðir. Sími 17-9-84. Gúmmíbarðinn h.f, Brautarholti 8, HUSBYGGJENDUfi TRÉSMIÐJAN, HOLTSGÖTU 37, framleiðir eldhúss- og svefnherbergisinnréttingar Jarl Jónsson lögg. endurskoðandi Holtagerði 22 Kópavogi Sími 15209 B. T. R. Víofuar olíuslöngur i mefratali oe Samanskrúfu? slöngutengi i flestar cegundir af: Ámoksturstækjun< Bílkrönum Dráttarvéium Jarðýtum Lyfturum Skurðgröfum Sturtuvögnnm Vegheflnm Vélstnrtnm Vökvastýrum LANDVÉLAR H.F. Laugaveg 168 Símj 14243 Snorrabraut 38 Skólavörðustig 13 ÚTSALA VEITUM MIKINN AFSLÁTT AF MARGS KONAR FATNAÐI NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.