Alþýðublaðið - 02.06.1984, Qupperneq 1
Laugardagur 2. júní 1984 105. tbl. 65. árg.
Ql
Oskar Vigfússon, forseti Sjómannasambands íslands:
An breytinga stefn-
ir í stórfelld átök
„Oft hefur ástandið verið slæmt
hjá okkar mönnum, en sjaldan eins
slæmt og nú. Það hafa ýmsir erfið-
leikar steðjað að og þá sérstaklega
hvað varðar kjaramálin og öryggis-
málin. Það er ljóst, að síðasta árið,
eða frásíðastasjómannadegi, hefur
þungur tollur verið tekinn af sjó-
mönnum og það allt of stór tollur",
sagði Óskar Vigfússon, forseti Sjó-
mannasambands íslands í samtali
við Alþýðublaðið, en á morgun
sunnudag halda sjómenn upp á há-
tíðisdag sinn í 47 skiptið.
A þessari hart nær hálfu öld sem
sjómannadagurinn hefur verið
haldinn hátíðlegur hafa sjómenn án
efa oft fagnað með blendnum huga.
Su mun vera staðreyndin nú. Óskar
Vigfússon og aðrir fulltrúar sjó-
manna hafa gert viðreist að undan-
förnu til að kynna sér hljóðið í
mönnum innan einstakra sam-
bandsfélaga. Þeir hafa komið í um
helming sambandsfélaganna og
sagði Óskar að hann hefði I sjálfu
sér átt von á óánægjuröddum.
„En ég verð að viðurkenna að þó
ég hafi átt von á óánægju, þá átti ég
ekki von á jafn mikilli og almennri
óánægju og við höfum orðið varir
við. Það er samdóma álit okkar að
þegar menn eru hættir að rífast um
skiptahlutinn sem slíkan, þá er eitt-
hvað að hjá okkur. Ég fullyrði að
sjómenn íhuga nú mjög alvarlega
að krefjast annars launakerfis“.
Er hætta á að sjómenn fari í stór-
um stil að leita að vinnu í landi?
„Það er alveg á hreinu að ráða-
menn þjóðarinnar svo og viðsemj-
endur okkar, útgerðarmennirnir,
verða að fara að opna fílabeins-
turna sína og líta á ástandið í röðum
sjómanna. Kjörin eru orðin það
bág að við blasir þessi alvarlegi
hlutur: Að kjarninn úr sjómanna-
stéttinni fari að ganga í Iand. Og þá
stöndum við frammi fyrir ástandi
sem ríkti upp úr 1950, þegar togara-
flotinn var mannaður af Færeying-
um og fólki sem ekki var úr þessum
harða kjarna sjómannastéttarinn-
ar. Ef ekki eiga að koma til veruleg
vandræði verða ráðamenn þjóðar-
innar að íhuga þetta vandlega. Ef
þessari aðvörun verður ekki sinnt
þá munu sjómenn reyna hvaðeina
til að spyrna við fótum“.
Þú minntist á öryggismálin...?
„Já, slysatiðni meðal okkar
manna er sú mesta af öllum at-
vinnugreinum, sem ég þekki til.
Það er á hreinu, að það er allt of lít-
ið gert til að koma í veg fyrir slys á
sjó. Hér þarf að verða veruleg breyt-
ing á til hins betra“.
Hvað segir þú mér nánar af
sainningamálum?
„Oft hafa sjómenn orðið að
skrifa undir nauðungarsamninga.
Hvernig samningarnir verða af-
greiddir í hinum einstöku félögum
nú veit ég ekki, en þegar sjómenn
Framhald á 7. síðu
Sj ómannadagurinn 1984
Alþýðublaðið sendir hinni eitilhörðu íslensku
sjómannastétt hátíðar- og baráttukveðjur
með von um batnandi tíð og betri kjör
RITSTJÓRNARGREIN. .—.. „■■■■■■■■■■.
Sjómannadagurinn
tnn á ný er sjómannadagurinn haldinn hátíö-
legur. Ekki er að efa, aö tilfinning þjóðarinnar
fyrir þessum hátíöisdegi sjómannastéttarinn-
ar hefur dofnað á öld bæja- og borgarsam-
félaga, þar sem snertingin viö grundvallarat-
vinnuvegina hefur minnkað. Aukin tækni hefur
einnig dregið úr þeim ægilegu sjóslysum, sem
áður einkenndu sjómannastarfið meira en
flest annað.
En á þingi Slysavarnafélags íslands fyrir
skömmu var vakin athygli á þvi, að enn er nauð-
synlegt að vera á verði, gera úrbætur og auka
slysavarnir. Þennan Sjómannadag þyrfti að
helga kröfunni um það, að öryggi á sjó verði svo
bætt, að starf sjómannsins verði ekki hættu-
legra en annarra starfsstétta.
Það er vart hægt að gera sér í hugariund hví-
likar fórnir sjómenn og fjölskyldur þeirra
færðu fyrr á árum, þegar heilu byggðarlögin
máttu sjá á bak nær öllum feðrum og sonum
eftir eina óveðursnótt. Dæmi eru til þess, að
með skömmu árabili hafi helftin af öllum karl-
mönnum i einum útgerðarbæ landsins drukkn-
að.
Áður en Slysavarnafélag íslands tók til
starfa árið 1928 fórust svo margir við sjósókn á
íslandi að vart hafa þjóðir, sem átt hafa í
styrjöldum misst hlutfallslegafleiri menn. Fyr-
ir árið 1912 eru allar tölur mjög á huldu, en það
ár voru sett lög um dánarskýrslur. Fyrir þann
tima var farið eftir skýrslum presta.
A árunum 1881 til 1890 er talið að 762 sjó-
menn hafi drukknað, 1901 til 1910 drukknuðu
664 og 1921 til 1930 drukknuðu 685. Árið 1906
drukknuðu 124 og 1922 111. Á 50 ára tímabili
frá 1880 til 1930ertalið, að hérálandi hafi farist
4200 manns af slysförum. Fjórir fimmtu
drukknuðu. Gerður var samanburður á fjölda
slysfara á l’slandi og i nálægum löndum á
þessu tímabili, og kom þá í Ijós, að manndauði
af völdum slysa, var um það bil þrefalt tlðari hér
en annarsstaðar, t.d. í Skandinavíu og á Bret-
landseyjum, þar sem námu,- umferöar- og verk-
smiðjuslys voru mjög tið.
Þessi gif urlega blóðtaka hafði slík áhrif á allt
lif þjóðarinnar, að fjölskyldur biðu I angist, ef
faðir eða sonur voru á sjó, og fargi var ekki af
fólki létt fyrr en bátur var í nausti. Starf sjó-
mannsins naut þá meiri skilnings en almennt
gerist nú á dögum.
Við stofnun Slysavarnafélags íslands urðu
straumhvörf í öllum slysavörnum. Tækninni
fleygði jafnframt- fram, skipin urðu öruggari,
siglingatæki fullkomnari og allur aðbúnaður
fór batnandi. Allt þetta lagðist á eitt til að gera
sjómannsstarfið skaþlegra. Þá voru sett lög
gegn þrældómi og hvíld var lögskipuð.
Þrátt fyrir allar þessar breytingar er enn
langt I land, að sjómenn búi við jafngóðar að-
stæður og landverkafólk. Aðbúnaður þeirra um
borð I skipum er að vlsu góður í flestum tilvik-
um, en hætturnar, sem að þeim steðja og fjar-
vera frá fjölskyldum, gerir starf þeirra erfiðara.
Þá hafa kjör sjómanna rýrnað mjög, og þeir að
mörgu leyti orðið fyrir meiri kjaraáföllum en
aðrar stéttir.
*
A þessum sjómannadegi verða menn að
strengja þess heit, að auka og bæta öryggi
sjómannastéttarinnar, svo og kjör hennar og
aöstöðu alla.
— Til hamingju með daginn sjómenn!
— ÁG -