Alþýðublaðið - 02.06.1984, Qupperneq 5
Laugardagur 2. júni 1984
5
Skerseyrín, en þar mun Sjóminjasafnið rísa í framtíðinni. Húsið í baksýn er Hrafnista í Hafnarfirði.
jarðhæðina. Hin gólfin eru alveg
ný. Grindin var einnig víða skemmd
og búið að fjarlægja hraunhelluna
sumstaðar. Lerki var fengið til að
bæta grindina og hraunið var auð-
velt að nálgast í Hafnarfirði. Einna
erfiðast var að fá skífuna á gaflinn,
en hún fannst loksins í Portúgai.
Verkið var unnið eftir því, sem
fjármagn leyfði hvert ár. En það
þýddi í raun og veru að það var unn-
ið frá ársbyrjun og fram á vor ár
hvert. Verkinu miðaði mjög vel.og
er áætlað að viðbyggingunni ljúki í,
surriar.
Endurbyggingu sjálfs hússins .
lauk á síðasta ári.
Sýning á 75 ára afmæli
Hafnarfjarðarbæjar
Á 75 ára afmæli Hafnarfjarðar-
bæjar sl. sumar, var sett upp sýning
í pakkhúsinu á vegum Sjóminja-
safns íslands og Byggðasafns
Hafnarfjarðar. Þar voru annars-
vegar sýnd skipalíkön, sem sýndu
þróun og sögu fiski- og farskipa-
kosts íslendinga. Hinsvegar voru
sýndir munir og ljósmyndir, sem
tengdust sögu bæjarins. Var höfuð-
áhersla lögð á að sýna útvegssögu
hans, en auk þess var brugðið upp
myndum og munum, sem tengdust
skólasögu hans og ýmsu öðru. Páll
V. Bjarnason og Gyða Gunnars-
dóttir, þjóðfræðingur, sáu um upp-
setningu sýningarinnar. Hún var
opin í einn mánuð og mjög fjölsótt.
Skerseyri
Við yfirgáfum nú pakkhúsið og
Páll V. Bjarnason, arkitekt út á
Skerseyri.
héldum út á Skerseyri. Þar var áður
bújörð, en hún mun hafa farið í eyði
fyrir aldamót. Skerseyrin er á
mörkum Hafnarfjarðar og Garða-
bæjar. Umhverfið þarna er friðað
og verða engar framkvæmdir á
svæðinu utan að þarna á Sjóminja-
safnið að rísa í framtíðinni.
Á næsta ári er áætlað að hefja
framkvæmdir við bátaskýli á Skers-
eyrinni og væntanlega verður í
framhaldi af því farið í fram-
kvæmdir við varanlegt safnhús fyr-
ir Sjóminjasafnið.
Páll sagði, að þar sem lóðin væri
mjög sérkennileg og falleg, með
hraunbolla sína, kletta og lítil lón,
væri umhverfið mjög viðkvæmt.
Það er því áformað að reisa nokkr-
ar smærri byggingar og fella þær að
umhverfinu frekar en að reisa eitt
stórt hús.
Auk þess að standa við sjó er
lóðin nálægt Hrafnistu í Hafnar-
firði. Sú nálægð skapar möguleika
fyrir safnið, að afla sér fróðleiks,
sem hverfur með þeim öldruðu sjó-
mönnum, sem þar gista síðustu
æviár sín og auk þess gæti það yljað
sjóbörðum vöngum, að berja aug-
um áhöld og amboð, sem þeim léku
milli handa á yngri árum, en eru nú
horfin af sjónarsviðinu.
Söfnun
Safn er ekki bara hús, heldur
fyrst og fremst munir. Sagði Páll að
Sjóminjasafnið væri enn sérstök
deild innan Þjóðminjasafnsins.
Það á þegar all mikið af munum og
minjum tengdum sjávarútvegi.
Lítill hluti þessara gripa er til sýnis
í kjallara Þjóðminjasafnsins. Auk
þess á safnið yfir 20 báta og áraskip
af ýmsum stærðum og gerðum. Það
eru þau skip, sem eiga að fara i
bátaskýlið á Skerseyrinni.
í sumar verður svo hafin skipuleg
sjóminjasöfnun fyrir safnið.
Sáf
Hvíldarstund um borð í togaranum Garðari snemma á öldinni. Mynd þessi var á sýningunni i pakkhúsinu
í fyrrasumar.
LAUSNIN
ER
FUNDiN
SEX FÁGÆTAR
Það er stundum erfitt að
firma tœkifærisgjafir handa
lax- og silungsveiðimönnum,
sem eiga öll tœki og tól til að
stunda íþrótt sína. Nú hefur
Bókautgáfan Þjóðsaga á-
kveðið, að leysa þessa þraut.
Hún hefur safnað saman í
einn bókaflokk sex bókum
um lax- og silungsveiðar.
Sumar þessara bóka eru fá-
gætar, og er þessi bókaflokk-
ur kjörin gjöf við margvísleg
tœkifæri. Og auðvitað geta
menn einfaldlega keypt þœr
handa sjálfum sér. —
I þessum bókaflokki eru eftirtaldar bækur:
1. Elliðaárnar, paradís Reykjavíkur, eftir Guðmund Daníels-
son. Bókinni fylgja vönduð veiðikort, gömul og ný.
2. Norðurá, fegurst áa, eftir Björn J. Blöndal. Þessari bók
fylgja einnig skýr og góð veiðikort og fjöldi mynda.
3. Dunar á eyrum, Ölfusá og Sogið, eftir Guðmund Daníels-
son. Þessi bók er mikið og merkilegt heimildarit.
4. Roðskinna, bók um galdurinn að fiska á stöng og mennina
sem kunna það, eftir Stefán Jónsson. Þetta er lífleg og
skemmtileg bók, prýdd fjölda teikninga.
5. Vötn og veiðimenn, uppár Árnessýslu, eftir Guðmund.
Daníelsson. Eins og Dunar á eyrum, er þessi bók mikið
heimildarit um hið mikla vatnasvœði Árnessýslu.
6. Með flugu í höfðinu, eftirStefán Jónsson, sem hann nefnir
bókarkorn um tæki til fluguveiða og notkun þeirra. Þetta
er bæði skemmtileg og gagnleg handbók fyrir þá, sem
stunda fluguveiði.
Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að eignast nokkrar
helstu lax- og silungsveiðibækur, sem gefnar hafa verið út á
íslandi. Hafsjór af fróðleik og heimildum. — Upplagið er
takmarkað.
Sendum öllum
sjómönnum landsins
heillaóskir
í tilefni sjómannadagsins
SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA
Sjávarafurðadeild
SAMBANDSHUSINU REYKJAVÍK SÍMI28200