Alþýðublaðið - 02.06.1984, Síða 8

Alþýðublaðið - 02.06.1984, Síða 8
alþýðu blaðið Laugardagur 2. júní 1984 Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guömundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friörik Þór Guðmundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. 1 Kitstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 Við skulum skreppa í heimsókn á bæ einn á Stokkseyri um 1820. Bærinn heitir Gata og er Þuríður Einarsdóttir formaður húsráðandi þar. Hún er þá orðin þekkt fyrir ötula formennsku, snarræði og dugnað til sjávar og lands. Þuríður formaður var frekar lágvaxin, grönn, kvikleg og ákveðin í fasi. Svipur hennar var einbeittur og augun snör og vökul, einsog hún sæi í gegnum holt og hæðir. Hún er í karlmannsfötum. Svör hennar eru stutt og gagnorð og setningarnar meitlaðar. Uppeldið á sjónum hef- ur mótað þessa konu. Hún hefur vanist að hlýða stuttum og glöggum fyrirskipunum eins merkasta og reyndasta formanns á Stokkseyri í 19 vertíðir auk þess sem hún hefur sjálf orðið að gefa slíkar fyrirskip- anir eftir að hún tók við for- mennsku. Það var alls ekki óalgengt að konur sæktu sjó á þessum tíma. I bókinni „íslenskir sjávarhættir", eftir Lúðvík Kristjánsson, segir frá nokkrum þessara kvenna. Flestar Árabátur af svipaðri gerð og Þuríður var formaður á. aði tíðum til dómstóla til að fá hlut sinn réttan. Auk þess varð hún við- riðin eitt frægasta glæpamál aldar- innar. Kambsráðið. Það var árið 1827 að bærinn Kambur var brotinn upp að nóttu til og inn ruddust 4 menn. Þeir lögðu hendur á heimafólk, sem lá nakið í rekkjum sinum og bundu það. Fóru þeir síðan um húsið með mesta ribbaldahætti og rændu öllu lauslegu. Innbrotsmennirnir skildu eftir sig ýmis ummerki, þar var t.d. hatt- garmur, strigatuska, brúsabrot, snæraflækja og við bæjardyrnar stóð nýsleginn járnteinn. í túnjaðr- inum fannst einnig skór, sem álitið var að væri frá ránsmönnum. Var Þuríður fengin til að bera kennsl á munina og með hennar hjálp og annarra fundust ræningj- arnir, voru dæmdir og fluttir utan til hegningar. Lát Þuríðar Þrjú síðustu æviárin gat Þuríður lítið ferðast fyrir elliburðum. Var Þuríður formaður voru sjósóknarkonurnar í eyja- byggðum, einsog t.d. í Breiðafirði. Sjósóknarkonurnar voru þó dreifð- ar um allt land. í Árnessýslunni er t.d. vitað um einar 17 konur, sem sóttu sjó á öld árabátaútgerðarinn- ar. Þuríður Einarsdóttir er þeirra kunnust og sú eina, sem formanns- heiti festist við. Æviágrip Þuríður fæddist á Stéttum í Hraunshverfi 1777. Foreldrar henn- ar voru Einar Eiriksson bóndi og formaður og Helga Bjarnadóttir. í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir, að Einar hafi úthýst förupilti, sem kom flakkandi austan úr Skafta- fellssýslu um svipað leyti og Skaft- áreldar geisuðu. Pilturinn varð úti og gekk aftur. Kallaðist hann Sels- Móri og fylgdi Einari og niðjum hans. Þuríður dvaldist í föðurhúsum þar til hún var 25_ára. Hún þótti bráðger sem barn og byrjaði að róa með föður sínum þegar hún var bara 11 ára. Faðir hennar lést 1791 en þá stundaði hún sjó með Bjarna bróður sínum. Fékk hún orð á sig fyrir að vera fiskin og lagin til sjáv- arverka. Tvítug að aldri gerðist hún fullgildur háseti á vetrarvertíð hjá Jóni í Móhúsum, einum af kapp- sömustu og heppnustu formönnum á Stokkseyri. 1802 fluttist hún til Stokkseyrar og bjó þar til 1830. Á þeim árum var hún upp á sitt besta. Þá byrjaði hún búskap og síðar formennsku. 15 síðustu árin á Stokkseyri var hún formaður. 1830 fluttist hún á Eyrar- bakka og bjó þar til æviloka, ef undanskilin eru 7 ár, sem hún dvaldist við verslunarstörf í Hafn- arfirði. Hún var formaður í Þor- lákshöfn fram til 1840. Framan af stundaði hún búhokur en var síðan Iengi húskona á Skúmsstöðum. Þegar hún var 77 ára gömul varð hún að þiggja af sveit. Hún andað- ist í Einarshöfn haustið 1863 þá 86 ár að aldri. Karlamál Þuríðar Þuríður gerði þrjár tilraunir til hjúskapar en allar mistókust þær. Þegar hún var hálf þrítug réðst hún sem vinnukona að Gaulverjarbæ til síra Jakobs prófasts Árnasonar. Vorið eftir fór hún að búa í Laugar- nesi við Reykjavík með skaftfellsk- um manni, Jóni Ólafssyni að nafni, er verið hafði háseti hjá Bjarna bróður hennar. Búskapurinn var endasleppur. Þuriður vildi ráða fyr- ir þau bæði. Það líkaði Jóni miður og ætlaði að láta huggast við drykk. Þuríður þoldi það ekki og lauk samvistum þeirra með því að hún yfirgaf Jón þá er 15 vikur voru af sumri. Hún flutti aftur austur fyrir fjall. Um haustið bað hennar ungur og efnilegur ntaður, Erlendur Þorvarðarson frá Velli í Flóa. Réðst hún til hans og reistu þau bú í Eystri-Móhúsum vorið 1804. Þar bjuggu þau í tvö ár. Fór allvel á með þeim framan af en þar kom að upp úr slitnaði. Kenndi Þuriður það hálfsystkinum Erlends, að þau hefðu spillt á milli þeirra. Þriðja hjúskapartilraun Þuríðar var svo mörgum árum seinna. Það var árið 1820. Þá bjó hún í Göt.u í Stokkseyrarhverfi. Hélt hún jafnan vinnuhjú. Þetta ár réðst Jón Egils- son frá Hrútsstaðahjáleigu til henn- ar. Þegar hún vildi ráða hann aftur til sín, segir sagan, að hann hafi sett það skilyrði að hún giftist sér. Mun hún hafa gengið að þessu frekar en að missa Jón. Þá var hún 43 ára en hann 21 árs. Eftir giftinguna tók samlyndið brátt að spillast. Er mælt að hún hafi eigi ieyft honum að koma i rekkju hjá sér. Það fór lika svo að þau skildu vorið eftir. Ekki er þess getið að hún hafi fitjað oftar upp á hjónabandi eða verið við karlmann kennd eftir þetta. „Heitt, fljótt, sterkt, lítið.“ Brynjúlfur frá Minna-Núpi Iýsir Þuríður á þessa leið: „Þuríður var snemma stórhuga og fljóthuga, skipti sér af öllu og vildi öllu ráða, enda sást það brátt að hún var bæði snarráð og hagráð; vann hún sér því traust þeirra er með henni voru. Hún var brjóstgóð við bágstadda, en óvægin og einbeitt við meiri menn og lét eigi undan neinum; var og einskis manns að yrðast við hana svo var hún orðheppin og gagnorð, enda skynsöm vel; aldrei beitti hún stóryrðum eða illyrðum, þó henni mislíkaði, en þá varð hún fljót- mæltari og hraðmælari. Aldreibrá henni svo við neitt, að menn fyndu, að hún tapaði sér. Hún tók svo vel eftir öllu er hún sá og heyrði, að fá- gætt þótti, svo fljóthuga sem hún þó var, enda hafði hún gott minni; af þessu kom að hún varð vísari en aðrir um marga hluti er um var að ræða. í þá daga naut alþýða engrar menntunar og Þuríður því eigi held- ur, enda var hún meira hneigð fyrir útistörf én innisetu; gengu verk furðu vel undan henni, eigi burða- meiri en hún var. Hún var grann- vaxin, en þó nokkuð þykk um herð- ar, í meðallagi há eða vel það. And- litið var mjög einkennilegt, yfir- bragðið mikið.augun hörð og snör, niðurandlitið mjög lítið. Allt lát- bragð hennar Iýsti óvenjulegu fjöri. Málrómurinn var eigi mjúkur og þó eigi óviðfelldinn. Framburðurinn var djarflegur og áhugalegur. í flestu þótti hún frábrugðin og ein- kennileg" Eitt af einkennum Þuríðar voru stutt og snögg tilsvör. Eitt sinn hafði hún vinnumann, sem Snorri hét. Var hann frekar silalegur. Tóku menn eftir því að þegar Þuriður kallaði á hann, kallaði hún yfirleitt: „Með skyndi nú Snorri!“ Var það haft að orðtaki. Þuríði þótti kaffi mjög gott. Þeg- ar hún bað um kaffi sagði hún yfir- leitt: „Heitt, fljótt, sterkt, lítið!“ Það er sjómennskan, sem lengst mun halda nafni Þuríðar á lofti og það að verðleikum. Þar naut Þuríð- ur sín vel, því að hana skorti hvorki þekkingu á sjónum, dugnað né kappgirni við hvern sem var. Auk þess þótti hún mjög heppinn til sjávar. Frá konungsverðlaunum, karlmannsfötum og Hafnarfjarðardvöl 1830 fékk Þuríður verðlaun úr konungssjóði fyrir jarðrækt og sjó- sókn. Hún mun vera eina konan, sem fengið hefur þessi verðlaun. Voru verðlaunin 10 ríkisdalir. Þórður sýslumaður Sveinbjarn- arson útvegaði Þuríði leyfi til að beraeingöngu karlbúning. Það not- aði hún sér svo rækilega að eftir það kom hún aldrei í neina kven- mannsflík. Oft þegar hún var spurð að nafni, nefndi hún sig karlmanns- nafni. Sagðist hún þá jafnan heita Þormóður. Síðan sagði hún hið sanna og varð oft hlátur af þessu. Árið 1840 réðst Þuríður í búðar- mannsstörf til Hafnarfjarðar. Gegndi hún einkum utanbúðar- störfum. Var henni mjög vel gefið að hæna menn að versluninni. Þótti mönnum yfirleitt skemmtilegt að ræða við hana og fengu því álit á versluninni. Stundum var hún innanbúðar og sá þá m.a. um vín- föng búðarinnar. Fékk hún sér þá stundum staup og vandist á að þykja sopinn góður. Samt gætti hún þess að drekka aldrei svo mikið að á henni sæi og eigi svo oft að það yrði að vana. Kambsránið Einsog fram hefur komið var Þuríður skapmikil kona. Hún átti því oft í útistöðum við menn og leit- hún þó jafnan á ferli daglega og gekk milli húsa sér til skemmtunar, þá er veður leyfði. 13. nóvember 1963 hafði hún gengið út að vanda og kom heim í rökkrinu. Lagðist hún í rúm sitt og talaði við fólkið um stund. Allt í einu kvartaði hún um nábít, sem leið þó frá aftur. Litlu seinna tók hún svo hart við- bragð, að hún tókst á loft, þar eftir annað minna og svo hið þriðja minnst. Þannig yfirgaf þessi kven- skörungur jarðneska vist sína og lýkur hér að segja af henni. Frásögn þessi er unnin upp úr bók Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi, sem heitir „Sagan af Þuríði formanni og Kambsráns- mönnum", auk þess stuðst við 3. bindi af hinu stóra ritverki Lúðvíks Kristjánssonar „íslenskir sjávar- hættir“. Samantekt Sáf. Húsiðfyrir miðri'mynd erArahús íHafnarfirði, en þar var Þuríður innan og utanbúðar í 7 ár.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.