Tíminn - 26.02.1967, Page 3
SUNNUDAGUR 35. febrúar 1967
TÍMINN
ÍSPEGLITÍMANS
Franska kvikmyndaleikkon-
an Brigitte Bardot dvelst um
þessar mundir í bænum Meril-
bel í Frakklandi en þar eru
stundaðar ýmsar vetraríþróttir.
Fyrir skömmu varð svo leik-
konan fyrir því áfalli að renna
til á teppi, með þeim afleið-
ingum að hún valt niður .tröpp-
umar í böll þeirri, sem hún
á við Maribel, og fótbrotnaði.
*
Söngvararnir The Rolling
Stones eru nú komnir í sviðs-
ljósið á noikkurn annan hátt
en venjulega. Er það eítir að
lögregla frá þeirri deiid lög-
reglunnar, sem annast eitur-
lyfjamál, gerði húsleit i húsi
þar sem The Rolling Stones
voru allir. Það er gítarleikar-
inn Keith Ridhard, sem á hús-
ið og var gerð leit á honum,
söngvaranum Mick Jagger og
fimm öðrum karlmönnum, sem
þarna voru viðstaddir. Einnig
var gerð leit á vinkonu söngv-
arans. Árangurinn af þessari
húsleit var sá, að lögregian
fann eitthvert dvjft, sem nú er
verið að rannsaka hvort sé eitt-
hvert eiturefni og komi í ljós
að svo sé verður lögð fram
kæra á hendur yhe Rolling
Stories. Það eina, sem þeir
segja um þetta mál er að lög-
fræðingur -þeirra hafi ráðlagt
þeim að segja ekkert.
★
Hvernig ætli ykkur finndist
að hossast á strútsbaki á 50
km. hraða, hafandi lítið til að
halda sér í og eigandi það á
hættu að fuglinn styngi allt í
einu hausnum í sandinn til að
fela sig? Að minnsta kosti
finnst unglingunum í Holly-
wood ekkert athugavert við
það — eins og myndin sann-
ar bezt — og það er nú eitt
aðalsporið þar í borg, að
keppa á 800 m. braut hafandi
strúta fyrir reiðkost. Fyrst
þarf keppandinn sjálfur að
komast hjólparlaust á bak —
og síðan að komast á braut-
arenda á baki fuglsins og það
er ekkert léttaverk — þar
sem enn hefur ekki verið
fundinn upp heppilegur hnakk
ur á strútana. En kröikkunum
finnst gaman að þessu — spm
það sjálfsagt er — og gróða-
vænlegt er það fyrir eigend-
urna, sem temja strúta með
það fyrir augum, að nota þá til
keppni.
Loilobrigida hefur að und-
anfömu dvalizt í Brazilíu og
er nú svo komið að hún hefur
fallið í ónáð og orðið að hálf-
gerðu atlhiægi hjó brasilískum
yfirvöldum. Orsökin er sú, að
hún fór á kameval í Ríó og
þá urðu henni á þau mistök
að stiga þrjú vitlaus spor í
samba. Auk þess fór hún fram
á það, að hún yrði ekki ljós-
mynduð nema í vissum stell-
ingum, sem hún sjálf ákvað.
Brasilisk blöð fullyrða að tími
Ginu Loliobrigidu sé búinn að
vera. Leikkonan er orðin 39
ára.
★
Listaverkasafn ríkisins í
Wa^hington hefur boðið Franz
Josef II prinsi af Liedhten-
stein milli fimm og sex milljón
dollara fyrir málverk eftir Leo-
nardo Da Vinci. Er þetta hæsta
verð, sem hefur verið boðið
fyrir máiverk fram að þessu.
★
í kvikmyndinni You Only
Live Twice, sem er fimmta
James Bond kvikmyndin sem
er tekin, fer svo að kvennaguil
ið James Bond giftist og er
það japanska leikkonan Mie
Hama, sem verþur þeirrar náð-
ar aðnjótandi að fá að leika
eiginkonu kappans. Þó hefur
hún ekki ein heiðurinn því að
vissum atriðum leikur önnur
leikkona hennar hlutverk og
það er engin önnur en eigin-
kona Sean 0‘Connery, sem
leikur þar og er ástæðan sú að
japanska leikkonan, sem hafur
verið nefnd Brigitte Bardot
Japans, veiktist, svo að hún gat
ekki leikið í nokkrum atrið-
um myndarinnar.
*
Við úthlutun Óskarsverðlaun
anna fengu Óskarsverðlaun
fyrir beztan leik í aðalhlutverk-
um hjónin Eliza'betlh Taylor og
Ridhard Burton. Er þeim veitt
verðlaun fyrir leik þeirra í
kvikmyndinni „Hver er hrædd-
ur við Virginiu Wooif. Þá var
kvikmyndin útnefnd bezta kvik-
mynd ánsins ásamt fjórum öðr-
um kvikmyndum: Alfie, Rúss-
arnir koma, A Man for all
Seasons og The J^ebbles. í allt
fékk kvikmyndin Hver er hrædd
ur við Virginiu Woolf 13 verð
*
laun og hefur engin ein kvik-
mynd fengið jafnmörg verð-
laun nema kvikmyndin Allt
um Evu, sem fékk fimmtán
verðlaun.
★
Jakob Goldfinger heitir veizl
unarmaður nokkur í Parisar-
txirg, og nú hefur hann stefnt
viðkomandi aðilum fyrir dreíf-
ingu á James Bond kvikmynd-
inni Goldfinger og krefst einn-
ar og hálfrar milljónar króna
í sikaðabætur. Síðan kvikmynd
in var tekin til sýninga í París
hefur hann ekki haft stundleg-
an frið fyrir mönnum, sem
hringja um miðjar nætur og
þykjast vera úr leyniþjónust-
unni.
★
Kvikmyndastjarnan Glenn
Ford hefur boðizt til þess að
fara til Vietnam og berjast þar
í einn mánuð. Er hann ásamt
John Wayne og James Stewart,
— en þeir voru allir þrír hátt-
settir í seinni heimsstyrjöld-
inni, — einn helzti talsmaður
hernaðarstefnu Bandaríkj-
anna. Á öndverðum meiði eru
hins vegar félagarnir Frank
Sinatra, Sammy Davis og Dean
Martin.
★
Enski heimspekingurinn og
Nóbelsverðlaunahafinn Ber-
trand Russel er nú 94 ára.
Hann hefur nú fengið um það
bil sjö milljónir króna fyrir
fyrri hluta endurminninga
sinna, sem eiga að koma út í
Bandaríkjunum. Hins vegar
hefur nýjasta bók hans ekki
enn'þá fengið neina útgefanda
í Bandaríikjunum. — Bókin
heitir Stríðsglæpir í Vietnam.
*
Næsta haust á að frumsýna
nýjan söngleik á Broadway og
verður hann byggður á leik-
riti Bemards Shaw, Sesar og
Kleopatra. Verður það franska
leikkonan Leslei Caron, sem
fer með hlutverk Kleopotru,
en ekki hefur enn verið ákveð-
ið, hver á að leika Sesar. Söng-
leiikurinn á að nefnast „Fyrsti
Rómverjinn hennar“ og verð-
ur fróðlegt að sjá, hvort hann
reynist eins vinsæll og söng-
leikurinn My fair lady, sem
einnig er byggður á leikriti
eftir Bernard Shaw.
*
Blöðin í Ítalíu og Beigiu —
og víðar í Evrópu — eru hvern
dag þakin af efni um ítölsku
greifaynjuna og milljónaerf-
ingjann Giovanna Agusta, sem
hljópst að heiman til að gift-
ast hinum þeldökka knatt-
spyrnumanni, Jose Germano,
frá Brazilíu, sem leikur með
belgiska liðinu Standard Liege,
eigandi það á hættu að verða
gerð arflaus. En það skipti
hana engu móli, aðalatriðið var
að ná í knattspyrnUhetjuna.
Myndin er af þeim Agusta og
Germano, gangandi á götu í
Brussel, á fund föður stúlk-
unnar og var tekin sl. mánu-
dag. Gamli maðurinn lagði
þar blessun' sína á ráðhaginm
og Agusta heldur Gérmanó og
arfinum. (Þess má geta, að
Standard Liege lék hér í
Reykjavík í fyrrahaust við Val
í Evrópukeppni bikarliða, en
Germano kom ekki hingað.
Hins vegar lék hann gegn Val
í Liege og réðu Valsmenn ekk
ert við hann. Hann skoraði
nokkur mörk og var aðalmað-
urinn bak við sigur Belga 8—1
en leiknum á Laugardalsvelli
lauk með jafntefli 1—1).
★