Tíminn - 26.02.1967, Page 7

Tíminn - 26.02.1967, Page 7
SUNNUDAGUR 25. febrfar 1967 TÍMINN AUDUN OG fSLAND undlþjalasmiður í ríki ljóðsins. Aldur og reynsla höfðu mark- að andlit hans djúpum rúnum. Samt var hann kviklegur og snar í hreyfingum og virtist ekki með öllu hafa gefið ævin- týraeyna og íbúa hennar upp á bátinn, þrátt fyrir allt. f ljóði, sem birtist skömmu eftir seinni heimsókn Audens og bar heitið „Iceland Revisited,“ eru síðustu hendingarnar þess- ar: Fyrir tæpum þremur árum k»m WJH. Auden til fslands og las úr Ijóðum sínum í háskólan um. Þá voru liðnir nær þrír áratugir síðan hann lagði leið sírea hingað og ferðaðist um landið ásamt félaga sdnum og skáfldbróður Douis MacNeioe, en eftir það ferðalag sömdu þeir bók sína, „íslandiSbrétf," sem út kom 1937 og átti væg- ast sagt takmörikuðu gengi að fagna meðal margra fslend- inga, sem komuist í kynni við hana. Miun þar hafa sannazt það, sem Auden segist á ein um stað í „Bréfi til Byrons lá- varðar" hafa heyrt fleygt: að íslendingar séu gæddir fremur lítilil kímnigáJfu. Bókin „fs- landsbréf" er um flest ólík öH- um öðrum ferðabókum, sem rit aðar hatfa verið um land og þjóð. Eins og nafnið bendir til, er hún safn bréfa í bundnu og óbundnu máli til ýmissa . manna, íslenzkra og erlendra, meira að segja löngu liðinna, eins og Bynons lávarðar. Hún er full af hnyttnum athuga- semdum, grini og glensi, sem stundum náigast stráksskap, en innan um eru ráðleggingar handa ferðamönnum, glefsur úr gömlum ferðabókum, kort, töflur og myndir. Vitanlega kunnu íslendingar ekki að taka svo ólmu fjöri, sem bók þeirra félaga bar vitni, enda er hún næsta lélegt heimildarit. Hins vegar hefur það áreiðaniega verið ásetningur þeirra að láta skáldlegt hugarflug ráða meiru um gerð hennar en vísindalega nákvæmni. Og margir munu þeirrar skoðunar, að sumar at- hugasemdimar, sem þar voru settar fram í hálfkæringi, hafi hitt beinna í mark en hrós- yrði sumra þeirra ferðalanga, sem hælt hefur verið íyrir meiri kurteisi en Auden og MacNeice. Ragnar Jóhannesson, sem var fyigdarmaður Audens, þeg ar hann ferðaðist hér um sum- arið 1936, rifjaði upp minning- ar sínar frá þessum dögum í skemmtilegri grein í Andvara haustið 1960 og segir þar: „Við röbbuðum saman alla daga og stundum fram á næt- ur. Var það ekki eingöngu, að hann reyndi að veiða upp úr mér allt það, sem ég vissi um land og þjóð, bókmenntir, forna siði og menningarháttu, heldur töluðum við um margt, sem ekki kom íslandi við . . . Auden var mikill ferðalangur um þessar mundir, hatfði farið um nær öll Evrópulönd, þó ekki Rússland. Lagði faann mesta stund á það á ferðum sínum, að kynnast sem bezt þjóðunum sjálfum, lifnaðarhátt um þeirra og menningu, en landslag og náttúrufar lét hann sig minna skipta. Enda lét hann sér fátt um finnast ís- lenzk fjöH og fossa, kvaðst Ht- ið yndi hafa af þvi að klifra í bratta eða glápa á vatn steyp ast af bergi fram, slik fyrir- bæri væru hvert öðru lík í öll- um löndum. Hann mat meira að skoða gamla sveitabæi og bækur, svip fólksins og lifn- aðarhætti, og þreyttist aldrei á að spyrja um sHkt í þaula.“ Þessi orð fylgdarmannsins bera ekki með sér, að Auden hafi einvörðungu komið hing að til að hneyksla fslendinga, sem sjá má af fleiru. Undir handarjaðri föður síns komst hann í kynni við íslenzkar fombókmenntir, sem hann hef ur ætíð metið mikils. Sést það kannski bezt af þessum orðum, sem tekin eru úr ritdómi, sem Aud^n skrifaði um enska þýð- ingu Njélu fyrir ellefu árum: „íslendingasögur eru meðal sérkennHegustu fyrirbæra menningarsögunnar, ekki vegna þess, hve góðar þær séu, heldur vegna þess, hvers kon- ar gæði þær bafa til að bera. Ef íslLendingar miðaldanna hefðu haldið áfram að yrkja söguljóð eins og Orustuna við Maldon eða snúið sér að því að yrkja danskvæði, kann að vera, að við hefðum dáðst alveg eins mikið að þeim, en við hefðum ekki verið eins undr- andi. En það sem þeir gerðu í raun og veru, var að skapa þjóðfélagslegar raunsæisbók- menntir mörgum öldum áður en gerð var svo mikið sem tilraun til slíks í noikkru landi öðru í Evrópu, bókmenntir, sem innan sinna þröngu tak- marka eru slíkar að gæðum, að aldrei hefur verið betur gert.“ Sjáltfsagt hafa kynnin af ís- ienzkum bókmenntum í æsku vakið einhverja löngum hjá Auden til að sækja sögueyna heim, og því má skjóta inn í til gamans, að sjálfum er hon- um tamt að rekja föðurætt sína til íslands. Þegar hann kom hingað 1936, var hann orðinn þekkt skáld, sem einkum beindi ydduðum ádeUu- og háðskeyt- um gegn öUu, sem honum þótti miður fara 1 samfélaginu. Hann kom við kvikuna í væru- kærum góðborgurum, sem horfðu tómlátir óg aðgerðar- lauisir á þoku fasismans leggja yfir Spán og ítaHu og einræð- isöflin hrósa sigri í Þýzkalandi. Meðan eldurinn las sig eftir tundurþræðinum, gat ungt og róttækt skáld, eins og Auden var þá, ekki setið hjá, heldur hlaut hann að minnsta kosti að spyrja, hver yrðu örlög mannsins á þessari reikistjörnu og hvont ekki fyndist einhvers staðar friðhelgur reitur, sem réttlætt gæti þau viðbrögð að gefa ekki upp alla von. Gat ekki hugsazt, að ísland væri sá reitur og fyrirheitið um æv- intýraeyna meira en óljós draumur? f „fslandsbréfum“ birtist kvæði Audens, „Ferð til ís- lands,“ í fyrsta sinn, en af- burða þýðingu þess eig’.im við Magnúsi Asgeirssyni að þakka. Framan af setur hressileg eft- irvænting sætfarans svip smn á kvæðið, eyjavinurinn sér loks hilla undir von sína, er landið rís úr sæ, umvafið vor- birtu og náttúrutign, þar sem sagan vakir við hvert fótmáL En auðvitað er ekki unnt að flýja eitt eða neitt á þessum tímum. „Heimur og Nútími cg Lygi eru sterk,“ og sömu spurningarnar brenna Íslend- ingum í blóði sem öðrum og krefjast svars. AUt hnígur í eina átt: Vor æska ekki neina stað- faelgi, verndaðan reit. Og fyrirheitið um ævin- týraeyna er eingöngu fyriiheit Tár faUa í allar elfur og ek- iUinn setur atftur upp glófa og bil sinn ^vegleysur knýr „Svo kynnum þá heiminum eyna, hans eltandi skugga, með oflæti í búningi og versnandi fisksölukjör. í atfdal hvín jazzinn, og æskunnar fegurð fær alþjóðlegt filmbros á rör. Því hvergi á vor samtími ré þau, er allir unna. i æðandi blindhríð, og emj- andi skáldið aftur að Ust sinni flýr.“ Fyrir þremur árum var W. H. Auden aftur á ferð á ís- landi. Ekki ungur ærslabelgur, heldur heimsfrægt stórskáld, sagður frægastur þeirra, sem nú yrkja á enska tungu, þús- „Fortunate island, Where all men are equal But not vulgar — not yet.“ Wystan Hugh Auden varð sextugur á þriðjudaginn var, og sú er ástæðan til þess, að hans er minnzt hér nú. Hann fæddist í York og stund- aði stfðast nám tf Oxiford, þar sem honum voru samtiða þrjú skáld, sem oft eru nefnd í sömu andrá og hann: Stephen Spender, Louis MacNeice og Ceoil Day Lewis. Þeir vomi all- ir róttækir framan atf árum, hver með sínum hætti, og áttu margt sameiginlegt. Auden stundaði ungur kennslu og kvikmyndagerð, gerði víðreist um heiminn, kynntist borgara- styrjöldinni á Spáni og átök- unum í Ktfna á fjórða áratug aldarinnar og hefur verið óþreytandi að skrifa. Fyrstu ljóð hans birtust rétt fyrir 1930. Hann hefur elfld einung- is ort ljóð, heldur einnig sam- ið leikrit og ferðabækur, skrif að greinar og kvikmyndahand- rit og samið óperutexta. Á fyrsta ári seinni heimsstyrjald arinnar fluttist hann vestur um haf og gerðist bandarís'kur rík- isborgari, þveröfugt við fyrir- rennara sinn og lærimeistara T.S. Eliot, en báðir hafa þeir fundið fótfestu í kristnum trú- arviðhorfum. Hefur það sett sterkan svip í mörg ljóð Aud- ens í seinni tíð. Hann hefur nú um langt skeið verið áhrifamesta skáld enskumælandi þjóða og haft veruleg áhritf á þróun nútíma- ljóðHstar. Hann er í senn læn- sveinn og arfaki Eliots í enskri og amerískri Ijóðlist, ekki í þeim skUningi, að hann sé spor göngumaður hans, heldur hef- ur hann að dómi þeirra, sem til þekkja, valdið mestu um, að sú ljóðhefð, sem Eliot skóp með byltingu sinni, staðnaði ekki með honum. AHa tíð hefur Auden valdið lesendum sínum undrun með ótrúlegri leikni sinni og fjöl- hætfnL Hann hefur skynjað táma sinn af óvenju miklu næmi, ort stórbrotin og minn- isstæð ljóð um margvísleg efni og breytt i skáldskap næstum öllu, sem orðið hefur á vegi hans, þegar sá gállinn hefur verið á honum, þótt bær dæg urflugur verði sjáltsagt ekki aUar langHfar. Vald hans a enskri tungu og fjarskyldustu Ijóðformum þykir með fádæm um. Naumast verður því dieg ið í efa, að baft verði ís'enzkum bókmenntum tU fremdar, að sHkt höfuðskáld sem Auden hef ur nú tekizt á hendur það verk að eigin frumkvæði að þýða Eddukzæði á eníkj. En er þá ekki komið að „bók- menntaþjóðinni" að launa honum liku? Hjðrtur Pálsson. 7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.