Alþýðublaðið - 14.06.1984, Qupperneq 4
4
Fimmtudagur 14. júní 1984
Á hinu glœsilega verkstœði Gúmmívinnustofunnar fyrir fólksbíla að Réttarhúlsi 2 geta viðskipta-
vinirnir xalið um að taka sjálfir dekkin undan inni eða láta starfsmennina sjá um verkið.
Mjög góð aðstaða er fyrir stórar vöruflutningabifreiðar hjá Gúmmivinnustofunni. Öll vinnafer
fram inni og plássið er yfrið nóg. Ljósm.: G.T.K.
Gúmmívinnustofan hf:______________
Milljón króna
gj aldeyrissparnaður
— af hverjum starfsmanni
Gúmmívinnustofan h.f. er nýlega flutt að Réttarhálsi
2, auk þess sem hún er einnig á gamla staðnum að Skip-
holti 35. Á Réttarhálsi fer öll sólning fram á vegum fyrir-
tækisins í nýjum mjög fullkomnum vélum og þar er
einnig sérhönnuð inniaðstaða til þess að skipta um dekk
á stórum bílum. Við tókum framkvæmdastjóra Gúmmí-
vinnustofunnar Viðar Halldórsson, tali.
„Ég legg sérstaka áherslu á það“,
sagði Viðar í upphafi, „að dekkja-
sólun er íslenskur iðnaður og ís-
lensk framleiðsla. Sá sem kaupir
sólað dekk hjá okkur er þannig að
efla íslenskt, auk þess sem mikið ör-
yggi er auðvitað í því að þekkja
framleiðanda dekkjanna. Það hafa
margir verið kallaðir í dekkjainn-
flutningi á Islandi í gegnum tiðina,
en ýmsir hafa líka gefist upp eftir
árið eða svo. Ef eitthvað kemur síð-
an uppá með gæði dekkjanna, þá er
ekkert við þá hægt að tala, þeir eru
einfaldlega hættir. Við erum aftur á
móti með umboðsmenn um allt
land og fyrirtækið er orðið 45 ára
gamalt. Ef eitthvað skeður með
dekk frá okkur, þá er bara að snúa
sér til næsta umboðsmanns hvar
sem er á landinu og dekkið verður
bætt, sé um að ræða galla, sem á
nokkurn hátt er hægt að rekja til
okkar. Þau fyrirtæki hér heima sem
framleiða dekk hlaupa nefnilega
ekkert frá þessu og ég leyfi mér að
segja að gæðavöndun er í fyrir-
rúmi.
Innflutningur dekkja getur aftur
á móti farið þannig fram, að gert er
tilboð í dekkin úti og dekkin fást
þeim mun ódýrari, sem belgurinn í
þeim er léiegri og gúmmíið ónýtara.
Þarna getur verið um skjótfenginn
gróða að ræða hjá innflytjanda,
sem er svo bara hættur þegar á að
ræða við hann hér heima um gæði
dekkjanna. Við leggjum aftur á
móti áherslu á 1. flokks gúmmí til
sólunnar og að belgurinn sé ein-
göngu af viðurkenndum dekkjum.
Þannig náum við hámarks gæðum,
enda þjónum við núna nánast
helming markaðarins fyrir sóluð
dekk á íslandi.
Við erum með splunkuný tæki í
sólningunni, sem valda algjörri
byltingu í þessum framleiðsluiðn-
aði, bæði hvað gæði og öryggi
framleiðslunnar varða, auk þess
sem þau eru miklu stórvirkari en
gömlu tækin. Ég leyfi mér að full-
yrða að þessi tæki eru alveg á
heimsmælikvarða.
Við sólum flestar stærðir t.d. 16
stærðir í radíal fólksbíladekkjum
auk allra stærða I vörubíladekkj-
um, sem eru kaldsóluð. Heitsólun
fer fram við ca. 160 gráðu hita en
kaldsólunin við um 100 gráðu hita.
Við höfum núna 17 ára samfellda
reynslu I sólun dekkja.
í fyrra sóluðum við í allt um 15
þúsund dekk en búumst við að fara
yfir 30 þúsund dekk þetta árið með
hinum nýju fullkomnu tækjum.
Útsöluverð þessarar framleiðslu er
laust áætlað um 40 milljónir króna.
Útsöluverð á sama magni á inn-
fluttum dekkjum t.d. Michelin
dekkjum væri um 70 milljónir
króna. Þarna er náttúrlega mikill
mismunur.
Að vísu eru innflutningsgjöld
inní þessu dæmi sem að breyta
þjóðhagslegri útkomu þess, en lít-
um við bara á gjaldeyrishlið máls-
ins, þá mun þetta framleiðslumagn
á fólksbíladekkjum spara þjóðar-
búinu um 15 til 20 milljónir í gjald-
eyri. Þau nokkur þúsund kaldsól-
uðu vörubílsdekk, sem við komum
til með að framleiða á árinu, munu
einnig spara eitthvað viðlíka í gjald-
eyri. Fljótt á litið mun því starfsemi
okkar hérna spara íslenska þjóðar-
búinu um 30 til 40 milljónir í gjald-
eyri í ár og sé þess gætt að hér vinna
38 menn, þá sparar hver starfsmað-
ur okkar þjóðinni um eina milljón
í gjaldeyri á ári og geri aðrir betur
fyrir þjóðarhag.
Sé þetta þjóðhagslega mikilvægi
þessa rekstrar haft til hliðsjónar, þá
er það furðulegt að sú fjárfesting
sem við höfum lagt í hér til þess að
ná þessurn árangri verði okkur
sjálfum fjötur um fót. Þar á ég við
hina úrelltu verðbólgulöggjöf, að
fari skuldir framúr einhverju
rekstrarmarki hjá fyrirtækjum, þá
eru skuldirnar einfaldlega teknar
og skattlagðar eins og um hreinan
gróða væri að ræða af fyrirtækinu.
Það hefur ef til vill einhvertíma
verið hægt að réttlæta þetta laga-
ákvæði þegar menn gengu á lagið
og skulduðu nógu mikið til þess að
láta verðbólguna greiða allt fyrir
sig, en núna er þessi afstaða skatt-
yfirvalda hreinlega út í hött. Verð-
bólgan er svo til horfin, raunvextir
af lánum, bæði til fjárfestingar og
rekstrar fyrirtækja sem einstakl-
inga, hafa aldrei verið hærri og
reyndar þeir hæstu i heiminum, eins
og maður sér auglýst. Á hinn bóg-
inn verða fyrirtæki auðvitað að
fjárfesta að vissu marki til þess að
geta flutt inn þá bestu tækni sem
gefst á hverjum tíma, eigi þau yfir-
leitt að vera samkeppnishæf við
innflutninginn og geta veitt lands-
mönnum þá atvinnu, sem allir eru
að tala um að sé lífsnauðsynlegt.
Fjármálayfirvöld landsins og skatt-
yfirvöld ættu svo sannarlega að
skoða þetta dæmi mjög náið núna
frá öllum hliðum og leiðrétta það,
áður en verulegt tjón hlýst af því i
íslensku atvinnulífi, sérstaklega
með tilliti til þess að verðbólgan er
blessunarlega að mestu fyrir bí.
Ég nefndi það áðan að fyrirtæk-
ið væri um 45 ára gamalt. Það var
reyndar stofnað árið 1939 og var
fyrst til húsa að Laugavegi 71, og
hét þá Gúmmívinnustofa Reykja-
Viðar Halldórsson, framkvœmdastjóri
Gúmmívinnustofunnar: Þjóðhagslegt
mikilvægi sólunariðnaðarins mjög
mikið, enda fullkomnustu tœkni, sem
völ er á í heiminum beitt við sólninguna
hjá Gúmmívinnustofunni.
víkur. Síðar flutti það að Grettis-
götu 18 og var rekið þar fram til árs-
ins 1960 er það flutti í nýtt eigið
húsnæði í Skipholti 35, Um það
leyti var nafninu breytt í Gúmmí-
vinnustofan hf.
Árið 1969 byrjaði fyrirtækið að
sóla hjólbarða og hefur síðan rekið
sólningarverkstæði jafnhliða við-
Rœtt við Viðar Hall-
dórsson, fram-
kvœmdastjóra um
dekkjasólun á heims-
mœlikvarða, gjaldeyr-
issparnað, furðanlega
skattlagningu og ís-
lenskan iðnað sem
tekur fulla ábyrgð á
framleiðslunni.
gerðarþjónustu, hjólbarðasölu og
innflutningi á hjólbörðum.
í maí 1982 var tekin fyrsta skóflu-
stungan að sérhönnuðu húsi fyrir
Gúmmívinnustofuna og þrettán
mánuðum síðar eða í júlí 1983 var
hafin starfsemi að Réttarhálsi 2.
Sólningarverkstæðið og öll vöru-
bílaþjónusta var flutt úr Skipholti
35 að Réttarhálsi 2 en fólksbíla-
þjónusta ásamt hjólbarðasölu er
starfrækt á báðum þessum stöðum.
Húsnæðið að Réttarhálsi 2 er sér-
hannað fyrir hjólbarðaviðgerðir og
hjólbarðasólun. Öll aðstaða er þar
af leiðandi betri en þekkst hefur
hingað til.
Aðalhæðin er að gólffleti 2000
m2. Þar er fullkomin aðstaða fyrir
m.a. sólningu, lager, viðgerðir og
móttöku. í kjallara er lageraðstaða
á 1000 m2 gólffleti.
Vörubílaþjónustan býður upp á
inniaðstöðu fyrir stærstu flutninga-
bíla. Bílstjórar geta valið um að
taka undan bifreiðum sínum sjálfir
eða notfæra sér þjónustu starfs-
manna Gúmmívinnustofunnar.
Fólksbílaþjónustan er alveg að-
skilin frá vörubílaþjónustunni. Það
býður upp á bætta þjónustu á báð-
um stöðum. Allir fólksbílar eru
teknir inn og einnig þar hafa bíl-
stjórar möguleika á að taka undan
bifreiðum sínum sjálfir. í vetrar-
kuldanum mátti sjá bílstjóra nýta
sér inniaðstöðuna með því að þvo
bíla sína og/eða skipta um perur,
meðan viðgerðir á hjólbörðum fór
fram.
Gummívinnustofan notar öll
fullkomnustu tæki sem völ er á, s.s.
affelgunarvélar og tölvustýrðar
balancevélar.
Ávallt eru til á lager allar helstu
stærðir af nýjum og sóluðum hjól-
börðum.
Hjólbarðar eru sólaðir við kald-
sólningu og heitsólningu. Alls stað-
ar í heiminum hefur þróun í sóln-
ingu verið sú að hagkvæmast sé að
kaldsóla vörubíladekk og heitsóla
fólksbíladekk.
Gúmmívinnustofan hefur tekið i
notkun fullkomnustu suðupotta
sem völ er á, fyrir heitsólun á radial
dekkjum. Hin nýja tækni við þessa
suðupotta eykur til muna gæði
sólningarinnar og kemur í veg fyrir
skekkjur og aflögun dekkja í sóln-
ingu. Þessir suðupottar eru frá fyr-
irtækinu CIMA á Ítalíu, sem er eitt
hið stærsta sinnar tegundar í
Framh. á bls. 22
Viðar Halldórsson hjá hinu nýja fullkomna steypusólunartœki sem Gúmmívinnu-
stofan hefur fest kaup á frá Italíu. „Margfaldar afköst og tryggir gæðin“.
Unnið við kaldsólun. Takið eftir stœrðiitni á sólningartœkinu. Þarna er hægt að
sóla stœrstu vörubíladekk.