Alþýðublaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 14. júní 1984
21
Hvítasunnukappreiðar Fáks:_
Glæsileg
sýning
Reynt að koma til móts við hinn al-
menna áhorfanda með glœsilegum,
sýningaratriðum, vel skipulögðum
kappreiðum og tónlistarflutningu
Sólveig Asgeirsdóttir, ung Reykjavíkurmœr, skaut mörgum landsþekktum
hestamanninum ref fyrir rass og var kjörin knapi mótsins, enda mœtt í kjól og
hvítt á honum Neista sínum frá Borgarnesi. Hér tekur hán við þeim verðlaunum,
auk þess sem hún sigraði í unglingaflokki 13 til 15 ára. Ljósm.: G.T.K.
Hestamannafélagið Fákur hélt Sínar
árlegu Hvítasunnukappreiðar um helg-
ina. Segja má að það sé endanleg stað-
festing á sumarkomunni, þegar Fáks-
menn sjást þeysa á gæðingum sínum í
tilefni hátíðarinnar. Þetta hestamanna-
mót var með svolitið öðru sniði en hinar
venjulegu kappreiðar, reynt var að hafa
mótið meira fyrir augað, þannig að hinn
almenni áhorfandi gæti notið þess með
hestamönnunum. Er þetta hárrétt
stefna með hestamannamót í þéttbýli,
þar sem alltaf má búast við miklum
fjölda gesta sem ekki þekkir inftá
hrossadóma eða þvíumlíkt. Kemur
meira á mótin vegna kappreiðanna eða
bara til þess að njóta sýningarinnar og
glæsilegrar reiðmennsku.
Fáksmenn höfðu Iúðrahljómsveit í
brekkunni og var það vel þegin tilbreyt-
ing fyrir áhorfendur. Þetta leiðir hug-
ann að því, hvað hljómlist getur sett
mikinn svip á svona mót. Sérstaklega er
mörgum minnistætt í því sambandi,
hvernig hljómlist er notuð á Evrópu-
meistaramótum íslandshesta til þess að
skipta atriðum og vekja athygli á nýjum
dagskrárþáttum eins og t.d. verðlauna-
veitingu. Þetta þarf að heyrast miklu
meira á hestamótum á íslandi, það setur
skemmtilegan svip á mótin og skiptir vel
atriðum. Með hinni miklu hljómburð-
artækni nútímans ætti þetta að vera
auðvellt, og laða að áhorfendur i fram-
tíðinni.
— G.T.K.
Corollan
söluhæsti
bíll
heimsins
Framh. af bls. 14
Corolluna í 17 ár og á þessum tíma
hefur hún verið söluhæsti bíllinn á
Japansmarkaði í 14 ár og söluhæsti
bíllinn í heiminum í 7 ár. Þvílíkar
eru vinsældir bílsins og má fullyrða
að gæðin eru eftir því.
Sífellt er unnið að endurbótum á
þessum vinsæla bíl og reynt að gera
hann tæknilega fullkomnari. Nú er
t.d. komin fram á markaðinn ný
tegund af Corolla, þannig að bæði
er hægt að fá hana framhjóladrifna
sem afturdrifna, vélin er stærri og
allt rými bílsins hefur verið aukið.
Toyota framleiðendurnir gera sér
vissulega grein fyrir því, að þótt það
sé erfitt að ná toppnum, þá geti ver-
ið ennþá erfiðara að halda sér á
toppnum. Reynslan af Corollunni
sýnir þó að þetta er hægt og þeir
gera sér góðar vonir með nýju
Corolluna, að hún muni halda 1.
sætinu áfram.
Toyota Tercel er líka mjög vinsæll
bíll, enda hentar hann mjög vel hér
á íslandi. Hann er hár með drif á
öllum hjólum, fjöðrunin er mjög
slaglöng og þægileg og hægt er að
velja um drif með einni handar-
hreyfingu. Hann er mjög lipur í
akstri og rúmgóður, sérstaklega er
Iofthæðin góð í honum. Hæfileikar
hans í snjóakstri eru hreint frábær-
ir, því allur undirvagninn er mjög
sléttur og ekkert þar til þess að rek-
ast í. Þá þykir útlitið mjög nýstár-
legt og fallegt í tvílita útgáfu.
Toyta Hi — Lux var algjör bylt-
ing fyrst þegar hann kom til íslands
og hefur reynst sérstaklega vel við
hinar erfiðu íslensku aðstæður. Frá
okkur hefur hann alltaf verið seldur
sem pallbíll (pickup), en svo hafa
kaupendurnir látið byggja yfir
hann oft af mikilli smekkvísi og
hyggjuviti. Bíllinn er mjög hár og
með drif á öllum hjólum og sérstak-
lega léttur miðað við burðargetu.
Hann hentar því til hinna margvís-
legustu verkefna auk þess sem hann
er sparneytinn. T.d. má benda á að
diesel útgáfan af honum eyðir allt
niður í 8 lítra á hundraðið, þótt bíll-
inn sé fullhlaðinn. Á þessu ári er
Hi—Luxinn með svolítið nýju
sniði, hann er með stærra húsi en
eldri bíllinn einnig vökva- og velti-
stýri. Núna er hann með stólum í
stað bekkjar áður og hiti er í aftur-
rúðunni. Díeselvélin er nú stærri en
sú gamla.
Auk allra þessara þekktu bíla
bjóðum við allt frá litlum fram-
hjóladrifnum fólksbílum uppí rút-
ur og lúxus jeppa. Má þar m.a.
nefna hinn stóra framdrifna Camry
lúxusbíl, hina sívinsælu Cresidu,
forstjórabílinn Crown, Lúxusjepp-
ann Landcruser, sem er með 6
sílindra díeselvél, sendibílinn Hi
Ace, vörubílinn Dyna og 19 manna
rútubíl Coaster, þannig að hér geta
allir fundið bíl við sitt hæfiý sögðu
þeir Bogi og Birgir að lokum.
— G.T.K.
STIÖRNU
reikningar
Æskusparnaður / Lífeyrissparnaður
Nú er sama á hverju gengur í verðbólgustríðinu. Með fullri
verðtryggingu og 5% vöxtum að auki, veita hinir nýju stjörnureikn-
ingar Alþýðubankans algjört öryggi og góða ávöxtun.
Við förum af stað með tvo sparireikningaflokka undir samheit-
inu Stjörnureikningar, annan fyrir æskuna og hinn fyrir lífeyris-
þega eða þá sem nálgast eftirlaunaaldurinn.
ÆSKUSPARNAÐUR
Hann er ætlaður foreldrum, öfum og ömmum, eða öllum þeim
sem vilja gefa barni yngra en 16 ára sparifé. Þegar barnið verður
16 ára er upphæðin, með verðtryggingu og vöxtum laus til
útborgunar og gott vegarnesti út í lífið.
* Verðtryggð innistæða
og 5% vextir að auki!
m,
Við gerum vel vió okkar fólk
Alþýöubankinn hf.
LÍFEYRISSPARNAÐUR
Hann er fyrir 65 ára eða eldri - tryggur bakhjarl þegar aldurinn
fer að segja til sín og tekjurnar dragast saman.