Alþýðublaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 14. júni 1984 Viðtal við starfsmenn Svarts á hvítu: r Island er fullt af hugsj ónamönnum Þeir sem fylgjast með á bókmenntasviðinu, hafa tek- ið eftir því að lítil útgáfa, sem kallast Svart á hvítu, hefur kappkostað að gefa út vandaðar bækur. Þessi bókaút- gáfa hefur bara gert út á tvær vertíðir, en þegar bækur þeirra eru skoðaðar rekur maður augun í að gæðin eru látin sitja í fyrirrúmi. Það hefur líka sýnt sig að margur kann að meta það. Einu bókmenntaverðlaunin, sem veitt eru hér á landi, eru menningarverðlaun DV. í ár var það Thor Vilhjálmsson, sem fékk þau, fyrir þýðingu sína á skáidsögu André Malraux, Hlutskipti manns. Útgefandi var Svart á hvítu. Fræðsluráð verðlaunar líka bestu íslensku barnabókina og bestu þýðingu á barna- bók. Indriði Úlfsson hlaut verðlaunin fyrir bestu barna- bókina, og Böðvar Guðmundsson fyrir þýðingu sína á bók Roalds Dahl, Kalli og sælgætisgerðin, sem Svart á hvítu gaf út. Af öðrum útgáfubókum Svart á hvítu má nefna Slangurorðabókina, Sérherbergi eftir Virginíu Woolf, og tvö íslensk smásagnasöfn, Sjö fréttir eftir Sigurð Á. Friðþjófsson og Tíu myndir úr lífi þínu eftir Vigdísi Grímsdóttur. Nú er Svart á hvítu nýbúið að stofna bókafélag, sem býður félags- mönnum sínum 50% afsátt af bók- unum. Eina skilyrðið, sem félags- menn þurfa að uppfylla er að kaupa þrjár bækur við inngöngu í félagið. Félagsmenn þurfa ekki að eiga á hættu að fá heimsendar bækur, sem þeir gleyma að afpanta, einsog í hinum bókaklúbbunum, því eng- inn fær bók heimsenda, nema hann panti hana sérstaklega. Við ákváðum að heimsækja starfsmenn Svart á hvítu til að for- vitnast um stöðu bókaútgáfunnar í dag. Húsakynni fyrirtækisins eru í tveim herbergjum við Borgartún. Þar er lager útgáfunnar og skrif- stofa. Á skrifstofunni sitja þeir Björn Jónasson og Guðmundur Þorsteinsson. Þegar blaðamaður birtist voru þeir í hrókasamræðum um stöðu íslenskrar tungu í dag. Stóð Guðmundur á því fastar en fótunum að þeir sem væru um þrítugt í dag tilheyrðu síðustú kyn- slóðinni, sem hefði lært almenni- lega íslensku en Björn var á önd- verðum meiði. sagði að sú kynslóð sem væri að alast upp í dag væri miklu betur undirbúin til að geta tjáð sig, hvort sem það væri í skrif- uðu máli eða myndmáli. Að hans mati erum við á leiðinni inní nýtt menningarskeið. Blaðamanni var boðið upp á kaffi og áður en hann vissi af var hann krafinn svara um álit sitt á þessu máli. Hann var hinsvegar ekki á því að sitja fyrir svörum, hann var þarna mættur til að rekja garnirnar úr þeim félögum. Hann varpaði því fram fyrstu spurningu sinni. Kostir og gallar bókaklúbba? Björn: Það hefur komið í ljós að bóksala hefur hingað til fyrst og fremst byggst upp á gjafabókum í kringum jólin. Þetta er að breytast. Bókaklúbbarnir byggja á allt öðr- um markaði. í gegnum þá kaupir fólk bækur handa sjálfu sér. Guðmundur: Bókaklúbbarnir hafa það í för með sér að verð á bókum lækkar. í fyrsta lagi vegna þess að smásöluálagning bóksalans hverfur úr dæminu. I öðru lagi vegna þess að auglýsingakostnaður minnkar. Hingað til hefur auglýs- ingakostnaðurinn verið einn stærsti útgjaldaliðurinn í útgáfu bóka, oft Aquaseal Þakpappinn -séhugsaötilframtíðarinnar Þegar hús er byggt, eða þegar þak húss er lekt, verður að hugsa málið vel. Vanda vinnubrögðin og velja rétt þakefni. Hvað þakpappa varðar er valið einfalt: Aquaseal þakpappinn ervandaður tjöruríkurog sandborinn. Þakpappinn ertil í eftirtöldum gerðum: 1 B 28 kg. 20x 1 m. undirpappi f. bárujárn 1 B 36 kg. 20x 1 m. undirpappi f. asfalt 1 E36 kg. 10x1 m. yfirpappi f. asfalt Einnig asfalt í 45 kg. pakkningum og sterkir loftventlar úrtrefjaefni. OLÍUVERSLUN ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5-REYKJAVÍK SÍMI SÖLUDEILD 24220 (RÁÐGJÖF) SÍMI BIRGÐASTÖÐ 33533 (PANTANIR) á tíðum meiri en allur annar kostnaður við bókina. í þriðja lagi verður upplagið stærra og það leið- 'ir ósjálfrátt til þess að verðið lækk- ar. En eru engar neikvæðar hliðar á bókaklúbbunum? Jú, segir Guðmundur oger mikið niðri fyrir. Þar sem bókaklúbbarnir byggjast upp á því að félagar séu sem flestir, reynir útgáfa klúbbsins að gera öllum til hæfis, en í því felst sú hætta að raunverulega engum er gert til hæfis. Þetta kann að hljóma sem öfugmæli. En hver er sameiginlegur smekkur og áhuga- mál 1000 manns? Seinni heims- styrjöldin? Kynlífsbækur? Mat- reiðslubækur? Alfræðisöfn? Dauð- hreinsað og yfirborðskennt fjöl- þjóðaprent, sem særir engan, lætur alla ósnortna og getur engan veginn talist boðleg vara fyrir upplýsta al- þýðu. Hugsjónamenn Þegar litið er á útgáfuna tekur maður eftir því að þið virðist hafa mjög markaða útgáfustefnu. Er það hugsjónin sem ræður ferðinni? Björn: — Við höfum ekkert á móti afþreyingarbókum, hasarbók- um, reyfurum og rómönum. Við erum bara á móti lélegum bókum. Sérhvert bókmenntaform á sér sína snillinga og undirmálsmenn. Það er reginfirra aft skemmtileg bók þurfi að vera léleg bók. Já, við erum hug- sjónarmenn í þeim skilningi, að við þrútnum af trega í hvert skipti sem við sjáum Zi milljón sólundað í út- gáfu lélegrar bókar. Þess vegna kappkostum við að gefa út góðar bækur, jafnt innlendar sem þýddar og leggjum mikla áherslu á að bækurnar séu þýddar afhæfufólki, sem sést best á því hverjir hafa séð um það hjá okkur. Eftir að við stofnuðum Bóka- félagið höfum við uppgötvað að ís- land er fullt af hugsjóna En hver er þá staða ðtrrl!?.,j.nurTL/ dag í samkeppni við aðra miðla, einsog t.d. vídeó og sjónvarp? Guömundur: — Allt frá því að útvarpið kom til skjalanna, hefur bókin verið talin feig. Svo var ekki þá og þetta á ekki heldur við nú. Óhjákvæmilega fær bókin sam- keppni af þessum nýju miðlum, t.d. vídeói, tölvuspilum og aukinni myndvæðingu samfélagsins. En ekkert af þessu kemur í staðinn fyr- ir bókina. Þessir miðlar bjóða ekki upp á sömu upplifun og lestur góðrar bókar. Meðan sú upplifun fæst ekki öðru vísi, lifir bókin. Framtíðarverkefni bókaútgáfunnar á íslandi? Björn: — íslenskri bókaútgáfu stafar mest hætta af útlendum, ódýrum bókum. Fólk kaupir sér bókmenntir á ensku. Þar er fram- boðið mest. Þar geturðu fylgst með því, sem er að gerast í bókmenntum heimsins. Þessvegna er það mark- mið okkar og verkefni bókaútgáfu á íslandi almennt, að fylgjast grannt með því sem er að gerast í bókmenntum samtímans. Við á Svart á hvítu viljum vinna að því að gera rjómann af bókmenntum sam- tímans að íslenskum bókmenntum með vönduðum þýðingum. Þeir sem styðja okkur í þessari viðleitni, styðja íslenska menningu. En hvað er þá á döfinni í bóka- klúbbum? Guðmundur: — í byrjun júní kemur út hjá okkur fyrsta tölublað af nýju bókmenntatímariti, sem er kennt við útgáfuna. Allir félags- menn fá það sent ókeypis heim, auk þess sem við munum dreifa því víða. í bókmenntatímaritinu verð- ur getið um ný tilboð frá okkur, t.d. munum við bjóða upp á ritsafn Málfríðar Einarsdóttur á kjara- verði. Ýmislegt annað verður einnig í boði, t.d. síðasta bók Péturs Gunnarssonar. Nú svo erum við þegar farnir að huga að haustinu, en enn er þó of snemmt að upp- Ijóstra nokkru um þær bækur, sem þá koma frá okkur. Það get ég þó fullyrt að það verða vandaðar bæk- ur, sem munu gleðja íslenska bóka- sælkera. Sáf. Eiður 1 skattsvika 3. — um aðgerðir gegn skattsvik- um, 4. — fríiðnaðarsvæði við Keflavík- urflugvöll 5. — skipulagðar aðgerðir gegn fíkniefnainnflutningi, 6. — lagahreinsun og samræming laga, 7. — athugun á veiðimöguleikum íslenskra skipa í erlendum fiskveiðilögsögum. 8. — afnám bílakaupafríðinda embættismanna, 9. — könnun á orsök hins háa raf- orkuverðs. „Stjórnarflokkarnir aftur á móti hafa ekki sýnt neinn vilja til breyt- inga á þeim kerfismálum sem við höfum lagt svo mikla áherslu á, þeir virðast ekki þekkja nein önnur ráð en að ráðast á kjör launafólks og ekki síður á þá félagslegu þjónustu sem Alþýðuflokkurinn hefur flokka mest barist fyrir og stuðlað að. Þróun síðustu mánaða sýnir að óánægja landsmanna fer vaxandi, sérstaklega meðal hinna lægst launuðu. Fólk er æ meir að átta sig á því fyrir hvar þessi stjórn stendur, sérstaklega nú þegar öll læknis- þjónusta og lyf hafa hækkað í verði, en það bitnar auðvitað harð- ast á hinum lægst launuðu, elli- og örorkulífeyrisþegum og öðrum þeim þjóðfélagshópum sem við lökustu aðstæður búa. Það er virki- lega ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur" sagði Eiður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.