Alþýðublaðið - 14.06.1984, Page 15

Alþýðublaðið - 14.06.1984, Page 15
Fimmtudagur 14. júní 1984 15 Tómas Óli Jónsson, framkvœmdastjóri Bílvangs rœðir við Sven Erik Uldall, þjónustustjóra General Motors á Norð- urlöndunum. Bílvangur Sambandsins • • Oll bílaþjónusta að Höfðabakka Nýlega urðu nokkrar breytingar á rekstri Sam- bands íslenskra siam- vinnufélaga og m.a. var stofnað sjálfstætt fyrir- tæki, Bílvangur sf., sem sér um rekstur þeirra bif- reiðaumboða sem Véla- deild Sambandsins hafði með höndum undanfarin ár. Framkvæmdastjóri Bíl- vangs er Tómas Óli JÓns- son og inntum við hann frétta af hinu nýja fyrir- tæki. „í framhaldi af skipulagsbreyt- ingunum í Véladeildinni í septem- ber í fyrra“, sagði Tómas, þá flutti öll Bifreiðadeildin úr Ármúla 3 hingað í Höfðabakka 9. Hér fer fram sala á nýjum og notuðum bíl- um og hér er varahlutaverslun og hjólbarðasala ásamt viðgerðaverk- stæði fyrir stóra bíla og smáa. Við starfrækjum einnig smurstöð hér og er mjög góð aðstaða hér fyrir all- ar stærðir af bifreiðum, allt uppi stóra bíla með tengivagna. í allt vinna hérna hjá okkur um 50 manns. Það var í lok ársins 1945 sem samstarf SÍS og General Motors í Bandaríkjunum hófst. Þá tók Sam- bandið að sér sölu á Chervolet, Buick, Vuxhall og Bedford. Síðan hafa umsvifin aukist og við bættust bílar eins og Pontiac, Oldsmobil og Cadilac frá Bandaríkjunum, Opel frá Þýskalandi og Izusu frá Japan. Innflutningur á þeim síðastnefnda hófst 1981 og eru þetta aðallega jeppar og minni pallbílar. Að ýmsu leyti var síðasti áratugur erfiður fyrir sölu á amerískum bíl- um, þar sem japanskir bílar sóttu sérstaklega mikið á. Um 1980 styrktist jenið aftur á móti mikið og komst þá á visst jafnvægi. Annars sækja Islendingar víða fanga í bíla- innflutningi. T.d. má benda á að nú er hafinn innflutningur á brasílísk- um bílum til íslands og fjölgar þeim ábyggilega hér á götunni á næstu árum. Við hérna hjá Bílvangi erum nú að endurskipuleggja alla varahluta- verslunina og aðdrætti. Þetta verð- ur allt tölvuvætt til þess að bæta enn frekar þjónustuna við við- skiptavinina. I þessu sambandi er- um við með námskeiðahald til þess að þjálfa starfsfólkið og einmitt núna er staddur hér Sven Erik Uldall frá Danmörku til þess að að- stoða okkur í þessu. Sven er þjónustustjóri General Motors fyrir öll Norðurlönd og kemur hér reglulega eina viku á ári til þess að kynna tækni nýjustu bif- reiðamódelanna, auk þess sem hann aðstoðar okkar við námskeið Framhald. á nœstu síðu Rœtt við framkvœmdastjóra Bílvangs Tómas Ola Jónsson og þjón- ustustjóra General Motors á Norðurlöndunum Sven Erik Uldall um starfsemina, aukna þjónustu og ánœgjuleg samskipti við íslendinga. Nú byrjar símanúmerið á VAREVFL/ A SEX Þú hringir í 08-55-22 VAREVFILL Opið allan sólarhringinn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.