Alþýðublaðið - 14.06.1984, Síða 19

Alþýðublaðið - 14.06.1984, Síða 19
Fimmtudagur 14. júní 1984 19 SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! vsr’0"' Stórfréttir úr bílaheiminum: Risarnir í eina sæng General Motors í Bandaríkjunum hefur framleiðslu og sölu á Toyota Corolla, söluhœsta bíl veraldar Þær stórfréttir berast nú úr bílaheiminum að ris- arnir, General Motors, stærsti bílaframleiðandi í Toyota Corolla, „heimsmeistar- innt heimsókn í höll sólkonungs- ins, Versölum í Frakklandi. istar-K, mgs-y heimi og Toyota, næst stærsti bílaframleiðandi í heimi ætla að sameinast um framleiðslu á mest selda bíl í veröldinni, Toyota Corolla, eða heimsmeistaranum eins „bílabransinn“ nefnir gjarnan þennan vinsæla bíl. Bandaríkjamenn hafa alltaf átt í erfiðleikum með að framleiða lítinn vinsælan bíl og hafa haft af því stórar áhyggjur, allt frá því að kennarar í landi þar skiptu Chevy baki brotnu fyrir Volkswagen á 6. áratugnum. General Motors ætlar sér að selja 200.000 Corollur á ári og setja þær saman í verksmiðju í Fremont í Californíu, aðeins austur af San Fransisco flóanum. Auðvitað er þetta ekki beint álits- auki fyrir bandaríska bílafram- leiðslu og nærri óhugsandi að fyrir- tæki á borð við General Motors hefði látið síg jafnvel dreyma um slíkt fyrir nokkrum árum. En Bandaríkjamenn eru ekki mesta stórveldi heims fyrir ekkert og þeir hafa einfaldlega lært að láta mistök sér að kenningu verða. Svo General Motors rétta sáttarhönd til Toyota, eða eins og „máltækið" segir: „Ef þú ræður ekki við hann, vertu þá bara með honum“. Toyota sér sér auðvitað þann hag í þessu, að vernda hagsmuni sína á Bandaríkamarkaði. Eftir tveggja áratuga stöðuga aukningu á sölu japanskra bifreiða í heiminum, er nefnilega nú svo komið að salan eykst lítið. Þrátt fyrir hástemmd loforð um fríverslun og afnám tolla í heimsviðskiptum, eru í rauninni allar þjóðir sem á annað borð fram- leiða bíla, á kafi í því að setja fótinn á einhvern hátt fyrir innflutning á japönskum bílum. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir Toyota ef svo má segja, að komast bakdyramegin inná hinn mikilvægasta af öllum mörkuðum fyrir bíla, Bandaríkja- markað. Auðvitað verða þeir að borga eitthvað hærri laun í Kali- forníu heldur en hinum megin við Kyrrahafið, en „öryggi fyrir öllu“ getur verið kjörorð sem á víðar við en í sjálfri umferðinni, jafnvel í við- skiptum með bíla. Nú bíður bílaheimurinn sem sagt spenntur eftir því hvað aðrir bíla- framleiðendur geri til að svara því mikla stórveldi, sem þarna er að myndast með þessari sameiningu. Nema aðrir bílaframleiðendur hafi bara hægt um sig í bili, minnugir þess að meðan ljónin öskra, hafa önnur dýr merkurinnar hægt um sig. Stuðst við Car and Driver. — G.T.K. Sumartískan TiskusÝníng föstudagínn 1. júní kl. 1600

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.