Alþýðublaðið - 14.06.1984, Síða 22
22
Fimmtudagur 14. júní 1984
Milljón króna
gj aldeyrissparnaður
— af hverjum starfsmanni
Viðskiptavinurinn bíður, meðan skipt er um dekk hjá honum. Öll vinna fer fram
inni og viðskiptavinirnir geta einnig fengið sér kaffi á meðan á viðgerð stendur og
lesið blöðin.
Framh. af bls. 4
Evrópu. CIMA hefur framleitt sér-
hönnuð sólningarmót fyrir
Gúmmívinnustofuna en við fram-
leiðslu þeirra var stuðst við áratuga
reynslu bæði hér á landi og á hinum
Norðurlöndunum hvað varðar gerð
munsturs á sumar- og vetrarhjól-
börðum. Við framleiðum þessa
hjólbarða undir nafninu NORÐ-
DEKK. Aðeins eru sólaðar bestu
tegundir af dekkjum til þess að
tryggja að seld séu eingöngu sóluð
dekk í hæsta mögulega gæða-
flokki. Stefnan hefur verið að
kaupa eingöngu Michelin dekk til
sólunar. Viðskiptavinir Gúmmí-
vinnustofunnar geta einnig látið
sóla fyrir sig dekk.
Verið er að setja upp mjög full-
kominn tölvustýrðan rasp til þess
að raspa niður dekk og mun hann
auka mjög nákvæmni sem og stöð-
ugleika dekkjanna.
Þjónusta okkar er sem sagt þessi:
Við
— gerum við dekk
— skiptum um dekk undir bílnum
— jafnvægisstillum dekk
— skerum munstur í notuð dekk
— neglum vetrarhjólbarða, bæða
nýja og notaða
— sólum notuð dekk
— getum geymt hjólbarða fyrir
fólk ef óskað er
— aðstaða fyrir fólk að skipta
sjálft um dekk undir bílnum
— seljum nýja og sólaða hjólbarða
af öllum stærðum og gerðum.
Nokkur atriði — þjónustu okkar
eru:
1. Aðstaða í sérflokki
2. Höfum nýjustu og fullkomnustu
affelgunar- og balancevélar sem
völ er á.
3. Allir bílar eru teknir í hús meðan
skipting fer fram, jafnt fólksbíl-
ar sem stórir tíu hjóla vörubílar
með dráttarvagni.
4. Viðskiptavinir geta tekið sjálfir
undan bíl sínum án endurgjalds.
5. Setustofa og kaffisopi fyrir við-
skiptavini meðan þjónusta fer
fram.
6. Fljót og örugg þjónusta.
Að lokum nokkur orð um heit-
sólun.
1. stig.
Hjólbarðinn grandskoðaður, að-
eins eru sólaðir fyrsta flokks hjól-
barðar.
2. stig
Hjólbarðinn raspaður. Eingöngu
eru notaðir raspar af bestu gerð, því
nákvæmari sem raspurinn er því
nákvæmari, betri og stöðugri verð-
ur hjólbarðinn.
3. stig.
Hjólbarðinn límborinn.
4. stig.
Slitgúmmí lagt á hjólbarðann.
Notaðar eru eingöngu bestu fáan-
legu gúmmíblöndur, framleiddar
hjá Ellerbrock í Vestur-Þýskalandi.
5. stig.
Hjólbarðinn hjá okkur er heit-
sólaður. Lagt er á hliðarnar svokall-
að hliðarefni til styrktar og til þess
að útlitið verði eins og á nýjum hjól-
barða.
6. stig.
Suðan. Teknir hafa verið í notk-
un fullkomnustu suðupottar sem
völ er á fyrir radial hjólbarða. Hin
nýja tækni við þessa suðupotta eyk-
ur til muna gæði sólningarinnar og
kemur í veg fyrir skekkju og aflög-
un hjólbarðans. í stað þess að nota
10—12 kg loftþrýsting inn í hjól-
barðanum er notað heitt vatn með
15 kg þrýsting. Það gefur jafnari
hita í gegnum hjólbarðann og stytt-
ir suðutímann og minnkar þar með
álag á belginn.
7. stig.
Eftir suðuna er nýsólaður hjól-
barðinn trukkprófaður og skoðað-
ur til þess að koma í veg fyrir að frá
okkur fari annað en fyrsta flokks
vara.
8. stig.
Hvítur hringur settur á hjólbarð-
ann.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
ÁRMÚLA3 SÍMI81411
UMBOÐSMENN UM LANDALLT
Og nokkur orð um kaldsólun.
1. stig.
Hjólbarðinn skoðaður og gert
við minniháttar skemmdir.
2. stig.
Hjólbarðinn raspaður með
mestu mögulegri nákvæmni.
3. stig.
Raspað með litlum handrasp upp
úr öllum sprungum.
4. stig.
Hjólbarðinn límborinn.
5. stig.
Allar holur og misjöfnur fylltar
með fylligúmmíi, siðan er lagt á
millileggsgúmmí.
6. stig.
PRL-baninn, sem kemur soðinn
og mótaður frá Ellerbrock í Vestur-
Þýskalandi — Topp vara — ,er lím-
borinn og síðan lagður á hjólbarð-
ann í vél sem stýrir bananum ná-
kvæmlega á hjólbarðann.
7. stig.
Utan á hjólbarðann er lagt plast
og grisja sem auðveldar lofttæm-
ingu, síðan er sett gúmmíumslag ut-
an um allt saman. Slanga er sett í
hjólbarðann og síðan er hjólbarð-
inn settur á felgu.
8. stig.
Hjólbarðinn á felgunni er settur
inn i stóran þrýstipott. Þegar Hjól-
barðinn er kominn inn í pottinn er
loftbarka kúplað við slönguna, sið-
an er annar barki sem liggur út úr
pottinum settur á umslagið sem er
utan um hjólbarðann. Við það að
setja 7 kg þrýsting inn í hjólbarð-
ann og 9 kg í pottinn, lofttæmist
umslagið utan á hjólbarðanum og
myndar pressu á banann. Suðutími
við 95° C hita er um 5 klst. Aðal-
kosturinn við þessa aðferð þ.e. kald-
sólunina, er lágt hitastig sem veldur
minna álagi á hjólbarðann við suð-
una og þrýstingurinn í hjólbarðan-
um er sá sami og undir bílnum.
Hjólbarðinn heldur sinni réttu lög-
un meðan á suðunni stendur.
9. stig.
Hjólbarðinn tekinn úr pottinum.
Felga og slanga tekin úr hjólbarð-
anum, plast og grisja rifið af.
10. stig.
Hjólbarðinn er skoðaður gaum-
gæfilega áður en hann er afhentur
viðskiptavininum. GTK