Alþýðublaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 24. júlí 1984 'RITSTJÓRNARGREIK" Millilidagróði framsóknarmanna T(minn, málgagn forsætisráðherra, hefur upp á síðkastið mjög efast um hæfni ríkisstjórnar- innar til að taka á þeim vanda sem blasir við þjóðarbúinu. Blaðið hefur áttað sig á því, að stjórnin hefur misst alla tiltrú almennings. í ritstjórnargrein Tímans sfðastliðinn föstu- dag er alfarið tekið undir þau sjónarmíð, að rík- isstjórnin hafi í raun aðeins skorið niður laun i þjóðfélaginu, hjáalmennum launamönnum, en látið hjá líða að taka á raunverulegum mein- semdum efnahagslífsins. Og Tíminn áttan sig nú skyndilega á þeirri staðreynd að launafólk unir þvl ekki, að sífellt séu rýrð kjör þess, en á sama tlma bólgni alis kyns gróðastarfsemi. Það hlýtur að teljast til meiri háttaruppgötvana f herbúðum framsókn- armanna, þegar þeirerufarniraðhafa áhyggjur af óeðlilegum vexti og viögangi hvers konar milliliðastarfsemi I landinu. í ritstjórnargrein Tlmans slðastliðinn föstudag segirorðrétt um þessi mál: „Menn una því ekki, aö á sama tíma og staöið er gegn kauphækkunum hjá þeim launalægstu, blómstrar hvers konar milliliða- starfsemi, meðal annars vegna þess að hún hefur hömlulltinn aðgang að erlendu lánsfé“. — Þetta er hárrétt niðurstaða hjá blaðinu. Þaðværi hinsvegarframsóknarmönnum hollt að llta I eigin barm I þessu tilliti. Flokkurinn hefur nefnilega verið varðhundur þess spillta milliliöakerfis sem allt of víða hefur sprottið upp og dreifst sem iligresi I þjóðfélagsgerð okkar. Llti menn á landbúnaðarmálin í þessu sambandi. Það er hverjum þeim Ijóst, er þau mál skoðar, að hvorki neytendur né framleið- endur, bændurnir, njóta góðs af þvi skipulagi sem þar hefur rlkt og Framsóknarflokkurinn hefur varið með kjafti og klóm. Landbúnaðar- kerfi framsóknarmanna er einmitt talandi dæmi um það, hvernig óeðlileg og gjörspillt milliliðastarfsemi blómstrar. Hvernig væri að Framsóknarflokkurinn léti af því hlutverki varðhunds um milliliðakerfiö í landbúnaði, sem hann hefur gegnt um árabil? Það ku eiga að farafram viðræður milli stjórn- arflokkanna I næsta mánuði, þar sem ganga á frá nýjum og breyttum stjórnarsáttmála. Fólk mun fylgjast með þvl með athygli hvort Fram- sóknarflokkurinn sýni einhverja viðleitni i þá átt að skorið sé á milliliðagróðann í landbún- aði. Reynslan sýnir hins vegar að þess sé tæp- ast að vænta. GÁS Fundarboð Félagsfundur I starfsmannafélaginu Sókn I Borg- artúni 6, miövikudaginn 25. júlí kl. 20.30. Fundarefni: Rætt um uppsögn samninganna. Sýnið skírteini. Stjórnin Héraðsskóíinn að Núpi Bjóðum upp áfornám eða hægferð í fjórum náms- greinum: íslensku — ensku — dönsku og stærð- fræði. Hafið samband í síma 94-8236 eða 94-8235. Lausar stöður Tværstöðurlöglærðrafulltrúa I fjármálaráðuneyt- inu eru lausar til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1984. Fjármálaráðuneytiö 20. júlí 1094. Laus staða Staða ritara I fjármálaráðuneyti er laus til umsóknar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1984. Fjármálaráðuneytið 20. júlí 1984 Þegar komið er af vegum með bundnu slitlagi tekur tíma að venjast breyttum aðstæðum KJARVALSSTAÐIR: Listaverk á myndböndum Um sjö þúsund manns hafa séð sýningu Listahátíðar á Kjarvals- stöðum, þar sem sýnd eru verk eftir 10 ísienska listamenn, sem allir hafa búið og starfað erlendis meira eða minna undanfarna áratugi. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru Erró, Louisa Matthíasdóttir, Kristín Eyfells, Tryggvi Ólafsson, Hreinn Friðfinnsson, Þórður Ben Sveinsson, Jóhann Eyfells, Kristján Guðmundsson, Sigurður Guð- mundsson og Steinunn Bjarnadótt- ir. Sýnd hafa verið fjögur verk á myndböndum eftir Steinu í fundar- herbergi Kjarvalsstaða, og hefur nú nýtt verk bæst í það safn. Verkið heitir „Steina“, og er 30 mínútna sjónvarpsmynd, gerð í Buffaló, New York. Þar gerir Steina eins konar úttekt á vinnu sinni, hug- myndum og afstöðu á árunum 1969-78. Steina býr nú í Santa Fe, New Mexico. Sýningin er opin daglega kl. 14-22, en henni lýkur sunnudaginn 29. þessa mánaðar. Járnblendið 1 húsi og daggeymum eru annars eðl- is en ætlað var og virðist sem tækni- búnaður skili ekki því, sem til var ætlast. Brýna nauðsyn ber til að bæta aðstæður við þessi störf, sem og við ýmis verk í reykhreinsivirki, við störf í lest, við útskipun á járn- blendi og uppskipun á kvarsi sem og á skautalofti. Við ákveðin störf fer styrkur kvars yfir markgildi og er sérstak- lega brýnt að gripið verði strax til ráðstafana til að draga úr rykmeng- un við þau störf. Bent er á að vandaðar öndunar- grímur geti komið að miklu gagni til að verja starfsmenn gegn ryk- mengun meðan unnið er að úrbót- um og við einstök störf þar sem mengun er mikil í skamman tíma. Einnig er bent á ýmsar aðrar úrbæt- ur, sem gera má til að draga úr ryk- mengun en síðan er bent á að það verði að teljast óeðlilegt að fínt kvars sé notað sem ofaníburður á verksmiðjulóðinni á meðan verið er að berjast við kvarsmengun inni í verksmiðjunni. Hvað hávaða viðkemur þá er víða nauðsynlegt að draga úr hon- um. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir dreifingu hávaðans frá há- vaðavaldi og þeir starfsmenn sem óhjákvæmilega verða fyrir hávaða- mengun ættu að nota vandaðar hlífar og fylgjast vel með að þær þjóni tilgangi sínum, svo starfs- menn verði ekki fyrir heyrnarskerð- ingu. Mikill meirihluti starfsmanna verður að jafnaði fyrir mengun, sem er vel undir markgildi og víða vantar mikið upp á að ástandið geti talist gott. Ekki virðast teljandi erf- iðleikar á að bæta ástandið þar sem þess er þörf og ætti því að vera unnt að framkvæma þær úrbætur, sem þörf krefur á tiltölulega skömmum tíma. Því er lagt til að gerð verði sér- stök áætlun um úrbætur í samráði við öryggisnefnd fyrirtækisins og fylgst vel með árangri af úrbótum. Lœgra kaup 1 Hvað launamismun viðkemur þá er eftirtektarvert að hann eykst með aukinni menntun, er minnstur hjá verkafólki. Auk þess er það athygl- isvert að meðallaun kvenna eru lægri en meðallaun unglingspilta og kafla á eftirlaunum. Ástæðan fyrir þessum stóra launamun er sennilega sú, að enn er litið á karla sem fyrirvinnu heimil- isins, en um það sjónarmið hafði Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis- maður, eftirfarandi að segja í við- tali, sem Alþýðublaðið tók nýlega við hana út af könnun á högum ein- stæðra foreldra. „Það að 93% af 6250 einstæðum foreldrum eru konur, ætti að fækka þeim röddum í hópi atvinnurek- enda, sem telja að fyrirvinnuhlut- verk karla réttlæti hærra kaup til þeirraí' Auk þess er rétt að benda á að til eru lög, sem ganga út á það, að sömu laun skuli greidd fyrir sömu störf, hvort sem launþeginn er karl- eða kvenkyns. í niðurstöðum könnunarinnar er bent á að nauðsynlegt er að stjórn- völd taki mið af þörfum fjölskyld- unnar og breyttri þjóðfélagsstöðu kvenna og móti raunhæfa stefnu í jafnréttismálum kynjanna. Bensínið 1 samvinnufélaga eina „fyrirtæk- ið“ sem er stærra (Olíufélagið — Esso reyndar dótturfyrirtæki Sambandsins). í sínu verndaða umhverfi blómstra þessi félög á kostnað viðskiptavinanna. Jon Pétursson í Botnskálum leigir tanka af Skeljungi. Af hverjum seldum lítra fær Jón 70 aura í umboðslaun en Skeljungur 2 krónur. Þessu vill Jón ekki una, sem skiljanlegt er. Mun eðlilegra væri t.d. að innkoman af hverjum seldum lítra skiptist nokkurn veg- inn jafnt þarna á milli. Jón er harðorður í garð olíufélaganna og segir að helst líti út fyrir að for- stjórarnir taki sig saman um að hafa samkeppnina sem minnsta og um fyrirkomulag viðskiptanna almennt. Og mikið rétt, forstjórar olíufélaganna lifa greinilega í sátt og samlyndi. Jón Pétursson minntist á „leyniklúbb“ í þessu sambandi og hefur þá vafalaust átt við þá merkilegu staðreynd, að forstjórarnir þrír eru allir meðal þeirra um 20 manna sem sitja á toppinum í Frímúrarareglunni á Islandi. Án þess að nokkuð sé fullyrt um hlutverk og eðli regl- unnar hér á landi þá segir þessi staðreynd okkur þó vissa sögu um samlyndi þessara manna í félags- lífinu, sem undirstrikar síðan bróðerni þeirra í viðskiptalífinu. Eftir stendur að verð á bensíni og olíu er allt of hátt hér á landi. Bæði vegna skattagleði ríkis- valdsins og svo einokunar olíufé- laganna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.