Alþýðublaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 1
alþýöu- blaðiö i Úr einu í annað Þriðjudagur 24. júlí 1984 139. tbl. 65. árg. Mengunarúttekt í Járnblendiverksmiðiunni: Aðstæður að mörgu leyti góðar Vinnueftirlit rikisins lét fara fram mengunarúttekt dagana 5rl6. september 1983, í samvinnu við ís- lenska járnblendifélagið, á starfs- umhverfi járnblendiverksmiðjunn- ar. í ljós kom að aðstæður í Járn- blendiverksmiðjunni eru að mörgu leyti góðar, enda var mikið í það lagt við hönnun verksmiðjunnar að draga úr mengun á vinnustaðnum. Öflugt loftræsti- og ryksugukerfi á stóran þátt í því að halda rykmeng- un í skefjum víðast hvar. Niðurstöður mælinganna sýna að almennt er rykmengun undir markgildi en við einstök störf getur hún farið yTir og í sumum tilvikum langt yfir markgildi. Athygli vekur að flest þau störf,þar sem rykmeng- un er hvað mest,eru unnin á annan hátt en gert var ráð fyrir í upphafi. T.d. var hjólasigti bætt við vélbún- að eftir að verksmiðjan tók til starfa án þess að hugað væri að mengunarvörnum. Störf í kvarnar- Framhald á bls. 2 Jón í Botnskála gegn hinum þríhöfða þurs Olíufélögin þrjú hér á landi, Skeljungur (Shell), Olíuverslunin (BP) og Olíufélag íslands (Esso), standa nú frammi fyrir mikilli ógn. Mannorð þeirra er í veði. Sú alvarlega staðreynd að Jon Pét- ursson í Botnskálanum í Hvalfirði býður nú bensín á 0,70 kr. lægra verði en olíufélögin hafa komið sér saman um, er fyrir þau váleg tíðindi. Út frá aðgerðum JÓns Péturs- sonar hafa nefnilega spunnist við- brögð. Félag íslenskra bifreiðaeig- enda hefur hvatt félagsmenn sína til að beina viðskiptum sínum til Jóns og það hafa margir gert. Umfjöllunin í sjónvarpinu á sunnudaginn hefur vafalaust hrellt forstjórana þrjá mjög, því sjónvarpið kryddaði fréttina skemmtilega með fínstilltu inn- skoti um harða samkeppni olíufé- laganna á Norðurlöndum. Hún er svo hörð að þar fæst ódýrasta bensín í Evrópu á sumum svæð- um. Með þessu innskoti undir- strikaði sjónvarpið rækilega þau orð Jon Péturssonar að óskiljan- legt væri með öllu hvernig það gæti staðist að bensín væri selt á sama verði þrátt fyrir að olíufé- lögin væru fleiri en eitt. Það fyrirkomulag sem ríkir hér á landi á þessu sviði er auðvitað með öllu óeðlilegt. Þrjú oliufélög selja nákvæmlega sama bensínið á nákvæmlega sama verði. Sam- keppnin er ekki meiri en svo að olíufélögin reisa í sameiningu bensínstöðvar — í mesta bróð- erni. Með bensínstöðvarnar er hið sama að segja og um bankaútibú- in, þær eru nánast á hverju horni, hlið við hlið sums staðar. Eina raunverulega samkeppnin þar á milli felst í sölu á ýmiss konar aukavarningi sem boðið er upp á, lyklakippum, rafhlöðum, getnað- arvöynum og ýmsu fleira sem olíufélögin kalla „þjónustu“. Eins konar sjoppusamkeppni. E.t.v. er einna átakanlegast með þetta fyrirkomulag og hið háa verð hvernig olíufélögin þjarma ásamt ríkinu að útgerðarfyrir- tækjum í landinu. Það er til dæm- is engin raunveruleg tilraun gerð til að minnka flutningskostnað- inn á olíu- og bensínvörunum. Allt ber þetta að sama brunni, oliufélögin hafa það að sameigin- legu markmiði að verðlagið sé í toppi. Raunverulega má tala um eitt olíufélag hér á landi. Öll eru félögin í hópi 10 stærstu fyrir- tækja landsins hvað veltu varðar, en saman er Samband íslenskra Framhald á bls. 2 Jafnrétti eða hvað? Konur á Akureyri með 50% lægri laun en karlar í síðustu viku kom út bæklingur á Akureyri og kallast hann: „Jafn- rétti eða hvað“. Það er jafnréttis- nefnd Akureyrar sem stendur að út- Á sumum vinnustöðum er vissara að vera við öllu búinn. Kjartan og Jóhanna á Suðausturlandi Þingmenn Alþýðuflokksins halda áfram að ferðast um kjör- dæmi landsins. í þessari viku verða þau Kjartan Jóhannsson og Jóhanna Sigurðardóttir á ferð um Suðausturland. Þar munu þau heimsækja vinnustaði. í dag eru þau Kjartan og Jó- hanna stödd á Höfn í Hornafirði en á morgun, miðvikudag, heim- sækja þau Djúpavog, Breiðdals- vík og Stöðvarfjörð. Ferðinni lýk- ur svo á fimmtudag í Vík í Mýr- dal. Ferðin er nánar auglýst í Al- þýðublaðinu. gáfunni og fjallar bæklingurinn um atvinnuþátttöku kvenna og stöðu þeirra á vinnumarkaðinum. Bæk- lingurinn er að mestu byggður á skýrslu, sem Kristinn Karlsson gerði að tilhlutan jafnréttisnefndar Akureyrar árið 1983. Tilgangurinn með útgáfu bæk- lingsins er að setja fram helstu nið- urstöður úr skýrslunni á aðgengi- legan hátt með það í huga að hann hentaði til jafnréttisfræðsluí skól- um, einnig til að stuðla að frekari umræðu á vinnustöðum og innan stéttarfélaga um það ástand á vinnumarkaðinum á Akureyri, sem kemur fram í skýrslunni. í bæklingnum er einnig greint frá rannsóknum, sem gerðar hafa verið á Stór-Reykjavíkursvæðinu og á Neskaupstað. í skýrslu Kristins kemur í ljós, að þrátt fyrir aukna þátttöku kvenna á vinnumarkaðinum þá er enn litið á karlmanninn sem fyrirvinnu heim- ilisins og því hefur hann að jafnaði mun hærri laun en konur. Karl- menn hafa að jafnaði um 50% hærri laun en konur. Um 85% kvenna á Akureyri vinnur utan heimilisins en 96% karla. Fjöldi kvenna hefur rúmlega tvöfaldast síðan 1960. Þær hafa yfirleitt styttri vinnutíma en karl- mennirnir og eru störf þeirra oft hlutastörf. Skipting í karla- og kvennastörf er augljós. Konurnar vinna yfirleitt við alls konar þjón- ustustörf, verslunarstörf og í fata- og fiskiðnaði. Konur eru og fjöl- mennari í röðum ófaglærðs fólks. Framhald á bls. 2 ÁDREPAN: Subbuskapur hjá DV Oft hefur nú fasisminn tröllrið- ið hægripressunni í landinu, en sjaldan, kannski ég segi bara aldr- ei, hef ég augum barið annan eins subbuskap og smekkleysu og þá, sem DV bauð lesendum sínum upp á síðastliðinn föstudag. Auðvitað getur DV svarið af sér alla ábyrgð hvað varðar boðskap- inn í smekkleysunni, þ.e.a.s. því að einn kynstofn manna sé öðrum æðri, kynþáttafordóma á siðlaus- asta stigi mannlegrar ónáttúru, sem fyrir nokkrum áratugum or- sökuðu það að milljónir manna voru aflífaðir á miskunnarlausan hátt í gasklefum í nágrannalönd- um okkar: Subbuskapurinn er nefnilega birtur sem lesendabréf og rækilega nafngreindur bónda á 'Vatnsnesi. „íslenskir ættjarðarvinir" stendur sem yfirskrift. Til hverra er blaðið að höfða?„Öf!ug félaga- samtök verði stofnuð til verndar norræna kynstofninumí‘ Báðar fyrirsagnirnar eru auðsjáanlega undan rifjum blaðsins runnar. Bréfið þekur rúmlega einn þriðja síðunnar, er áberandi innrammað á fjórum dálkum með mynd af af- mynduðu blökkubarni, nær dauða en lífi af næringarskorti, skinnið pokar einsog krumpinn líknarbelgur utan á upphleyptri beinagrind. Þetta er tveggjadálka mynd og hljóðar myndatextinn á þá veru: „ „...heldur er þetta fólk af allt öðru tagi og margt af því er alls konar vandræðamenn og iðju- leysingjar", segir bréfritari meðal annars" (Myndatexta lýkur) Nei, þetta eru ekki skoðanir DV, þetta eru skoðanir bréfritara. DV er flekklaust, það bara birtir bréfið, slær því áberandi upp, sér um útlit þess, velur smekklausa mynd, fyrirsögn, að ógleymdum myndatextanum, sem var vand- lega valinn úr lesendabréfinu. Viðeigandi að mati þess sem valdi, sem auðvitað er nafnlaus, enda firrtur allri ábyrgð eins og DV. Flekklaus einsog DV. En skyldu ekki annars vera svitablettir á þessari tandurhreinu flík, fitublettir, angandi af daun- illri þefjan einhverrar óskiljan- legrar mannfyrirlitningar. Skyldi ekki sá, sem birtir þetta lesenda- bréf vera á einhvern hátt sam- dauna þessari þefjan? Ekki birtir DV hvað sem er? Ekki ólæsilegt rugl, óskiljanlegt bull. Ekki yfirlýsingu þess efnis að kannibalismi (mannaát) sé lýð fyrir bestu, ekki hvaða subbuskap sem er, þó það sé frjálst og óháð dagblað og standi vörð um prent- frelsi. Prentfrelsi felst ekki í því að hvaða óþverri sem er sé prentaður. I prentfrelsi felst nefnilega ákveð- in ábyrgð. En hversvegna birta þeir þá þennan texta? Átti kannski að kitla lesendur? Ætli það barasta ekki. Framhald á bls. 3 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. „... heldur er þetta fólk af allt öðru tagi og margt af því er alls kons vandræðamenn og iðiuleysingjar,” segir bréfritari meðal annars.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.