Alþýðublaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.07.1984, Blaðsíða 3
Þriójudagur 24. júlí 1984 3 Þorsteiim B. Jónsson málari F. 19.07.1908 í gær var til moldar borinn Þor- steinn B. Jónsson, málari, Njarðar- götu 61, Reykjavík. Með honum er genginn einn elsti og besti félaginn í samtökum okkar jafnaðarmanna í Reykjavík. Það er því meir en við hæfi að hans sé minnst nokkrum orðum í Alþýðublaðinu. Þorsteinn fæddist í Reykjavík hinn 19. júlí 1908. Ungur að árum missti hann föður sinn og stóð þá móðir hans ein uppi með 5 barna hóp. Af þeim sökum ólst Þorsteinn upp hjá þeim sæmdarhjónum Sig- urði Guðmundssyni, vélstjóra, og konu hans, Hólmfríði Björnsdótt- ur. En af barnahópnum komust að- eins bræðurnir tveir til fullorðins- ára, Þorsteinn og Jón G.S. Jónsson, múrari. Þeir kynntust strax í æsku þeim afar kröppu kjörum, sem búin - D. 16.07.1984. voru öllum almenningi á þeim árum og áratugum og að sjálfsögðu drógu þeir sína lærdóma af því. Þorsteinn er aðeins 8 ára gamall þegar Alþýðuflokkurinn og Al- þýðusambandið eru stofnsett og 19 ára gamall er hann orðinn svo með- vitaður um lífskjör og hagsmuni stéttar sinnar og mannfélagshug- sjón Jafnaðarstefnunnar, að hann grípur fegins hendi tækifærið til þess að gerast einn af stofnendum Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík haustið 1927. Þá var vor í brjóstum ungs róttæks fólks á ís- landi. Og þá var mikið færst í fang. Á þeim árum og áratugum rak hvert stórvirkið annað, sem alþýðu- samtökin börðust fyrir og komu í höfn. Fyrstu réttindamál alþýðunn- ar eins og t.d. vökulögin, verka- mannabústaðalögin og alþýðu- tryggingalögin voru samþykkt, bæjarútgerðunum var komið á laggirnar og síðan nýsköpun at- vinnulífsins og stofnun almanna- trygginganna, sem settu ísland í fremstu röð velferðarríkja samtím- ans. Fyrir þessu var barist með blóði, svita og tárum, jafnt í kosn- ingum sem milli kosninga, jafnt á vegum flokksfélaganna sem í og á vegum stéttarfélaganna. Þorsteinn tók þátt í þessu öllu af lífi og sál. Hann varð strax einn af fremstu forystumönnum ungra jafnaðar- manna í Reykjavík og var i stjórn FUJ um margra ára skeið. Jafn- framt var hann einn af hverfisstjór- um okkar um langt skeið og gegndi margvíslegum öðrum flokks- og trúnaðarstörfum fyrir samtök okk- ar og hreyfingu. Einu gilti hvort ver- ið var að undirbúa 1. maí-kaffi eða halda félagsfund um málefni líð- andi stundar. Alltaf kom Þorsteinn með, hæglátur og íhugull, fylgdist grannt með og Iagði gott til mál- anna. Vissulega var hann ekki einn af þeim, sem fluttu hrókaræðurnar á stóru fundunum. En hann var einn þeirra, sem mynduðu kjölfest- una í hreyfingunni, einn þeirra, sem stóðu sem fastast fyrir þegar á móti blés og í hópi þeirra, sem síðan sneru vörn í sókn. Ég býst við, að stjórnmálaþróun síðustu ára hafi verið Þorsteini mikil vonbrigði eins og okkur fleir- um. En hann var búinn að sjá meira og reyna meira úr vonbrigðasögu alþýðusamtakanna síðustu 40-50 ár en svo, að hann léti það hagga sér. Fyrir okkur hefur Alþýðuflokkur- inn löngum verið skipið, sem flutt hefur alþýðu manna og Jafnaðar- stefnunni ómetanleg verðmæti heim. Margsinnis hefur það fengið á sig vonda sjói, svo allt hefur brotnað ofanþilja og neðan. En þegar viðgerðum var lokið komst skútan aftur á skrið og sigldi þá mikinn. Og auðvitað var okkur báðum ljóst, að svo mun enn fara. Hann hélt öruggri tryggð við mann- gildis- og mannfélagshugsjón Jafn- aðarstefnunnar til hinstu stundar, þá stefnu, sem í hvað mestum met- um er um allan hinn vestræna heim — og reyndar víðar. Þegar Þorsteinn er nú allur, minnumst við reykvískir jafnaðar- menn hans með hlýhug og þakklæti fyrir alla baráttuna og samfylgd- ina. Við vottum ekkju hans, frú Margréti S. Magnúsdóttur, bróður hans, Jóni G.S. Jónssyni, börnum og öðrum ættingjum og vanda- mönnum einlæga samúð okkar í sorg þeirra. Siguröur E. Guðmundsson. DV_________________________/ Sýnir það ekki visst innræti? Ætli það barasta ekki. Subbuskap. Eða, það skyldi þó aldrei vera að þessar skoðanir eigi vissan hljómgrunn meðal skríbenta blaðsins? Það get ég leyft mér að fullyrða að ekki eitt einasta dagblað í ná- grannalöndum okkar myndi leyfa (voga) sér að birta þetta bréf. Hverju og einu einasta, jafnvel þeim lengst út á hægrivængnum, á barmi hengiflugsins, hefði fundist þetta fyrir neðan virðingu sína, því flest blöð hafa einhvern snefil af siðgæðisvitund, sem markar hvað er birtingarhæft og hvað ekki. Sáf. Suðausturland Kjartan Jóhannsson og Jóhanna Siguröardóttir munu heimsækja vinnustaði á Suðausturlandi dagana 24.-26. júlí. Þriðjudagur 24. júli — Höfn í Hornafirði Miðvikudagur 25. júií — Djúpavogur, Breiðdaisvík og Stöðvarfjörður Fimmtudagur 26. júlí — Vík í Mýrdal Alþýðuflokkurinn Héraðsskólinn að Núpi Bjóðum upp á 8. og 9. bekk grunnskóla, ásamt tveim árum á viðskipta-, íþrótta-, uppeldis- og al- mennri bóknámsbraut. Brautir þessar eru í sam- ræmi við námsvísi, sem eftirtaldir skólar eru aðil- ar að: Fjölbrautaskólinn Akranesi, Fjölbrauta- skóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn Hafnar- firði, Framhaldsskólará Austurlandi, Fjölbrauta- skóli Suðurlands, Selfossi og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Getum enn bætt við nemend- um. Upplýsingar í síma 94-8236 eða 94-8235. Lausar stöður Á skattstofu Suðurlands eru lausar til umsóknar tvær stöður fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoð- endureðahafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bók- haldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984 Heilsugæslustöð Suðurnesja, Grindavík Læknaritari óskast frá og með 1. október. Einnig er laus staða við símavörslu frá sama tima. Skriflegar umsóknir berist til hjúkrunarforstjóra Heilsugæslustöðvar Suðurnesja, Keflavík. Lausar stöður A skattstofu Norðurlands vestra er laus til um- sóknar ein staða fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoð- endureðahafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bók- haldi og skattskilum. • Umsóknir, ásamt uþplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984 Lausar stöður Áskattstofu Noröurlands eystraeru lausartil um- sóknartværstöðurfulltrúatil starfavið skatteftir- lit. Nauðsynlegt er aö umsækjendur séu endur- skoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræöi, hag- fræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóöa þekk- ingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984 Lausar stöður A skattstofu Reykjanesumdæmis eru lausar til umsóknarfjórarstöðurfulltrúatil starfavið skatt- eftirlit. Nauðsynlegt erað umsækjendurséu end- urskoðendur eða hafi lokið prófi í lögfræði, hag- fræði eðaviðskiptafræði eðahafi staðgóðaþekk- ingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist fjármáiaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984 Lausar stöður A skattstofu Vestfjarða er laus til umsóknar ein staða fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsyn- legt erað umsækjendurséu endurskoðendureða hafi lokið prófi í iögfræði, hagfræði eðaviðskipta- fræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráöuneytið, 10. júlí 1984 Lausar stöður A skattstofu Vesturlands er laus til umsóknar ein staða fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsyn- legt erað umsækjendurséu endurskoðendureða hafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eðaviðskipta- fræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. .Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984 Lausar stöður A skattstofunni í Reykjavík eru lausar til umsókn- ar fjórar stöður fulltrúa til starfa við skatteftirlit. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu endurskoð- endureðahafi lokið prófi í lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóðaþekkingu á bók- haldi og skattskilum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf, sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 10. ágúst n.k. Fjármálaráðuneytið, 10. júlí 1984

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.